Morgunblaðið - 19.04.1994, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 19.04.1994, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. APRIL 1994 16500 DREGGJAR DAGSIIMS ★Jf ★★ G.B. DV. ★★★★ Al. MBL. ★ ★★★ Eintak ★ ★★★ Pressan Sýnd kl. 4.35, Stórmyndin FÍLADELFÍA Tom Hanks hlaut Golden Globe- og Óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í myndinni. Að auki fékk lag Bruce Springsteen, Streets OfPhiladelphia, Oskar sem besta frumsamda lagið. Leikstjóri: Jonathan Demme. Sýnd í A-sal kl. 4.40,6.50,9 og 11.20. Miðaverð 550 kr. 'kju'k Mbl. 'k'k'k Rúv. 'k'k'k DV. Takið tiátt í spennandi kvikmyndagetraun á Stiörnubíð-línunni í síma 991065. í verðlaun eru Fíladellía bolir, geislaplötur og boðsmiðar á myndir Stjörnubíós. Verð kr. 39,90 mínutan. MORÐGÁTA Á MANHATTAN Nýjasta mynd Woody Allen. Sýnd kl. 11.30. Miðav. kr. 400. Presthjónin í Grundarfírði, Kristín Jóhannesdóttir og ^Sigurður Kr. Sigurðsson, sungu á Embluvökunni. Embluvika í Stykkishólmi Stykkíshólmi. KVENNASAMTÖKIN Embla i Stykkishólmi buðu bæj- arbúum til sinnar árlegu Embluvöku og var um fjöl- breytt efni að ræða. Vökunni stjórnaði formaður henn- ar, Magndís Alexandersdóttir, sem bauð gesti velkomna. Fyrsta atriði vökunnar var einsöngur Dagnýjar Sigurð- ardóttur sem er Hólmari og hefur verið í söngnámi. Und- irleikari hennar var Ingibjörg Þorsteinsdóttir. Næst flutti Rakel Olsen áhugaverðan frásöguþátt er hún nefndi: Frá Bessastöðum til Stykkis- hólms en það voru nokkur eftirminnileg atriði úr lífs- sögu frú Þuríðar Kúld sem hér á sínum tíma gerði garð- inn frægan ásamt manni sínu sr. Eiríki Kúld, prófasti. Þar Ú eftir léku saman á flygil og þverflautu Lana Beets og David Enns en þau hafa starfað hér að tónlistarmál- um. Að lokum sungu saman presthjónin í Grundarfirði, Kristín Jóhannesdóttir og Sigurður Kr. Sigurðsson, við undirleik Friðriks Vignis Stefánssonar. Á eftir var síðan skoðuð ljósmyndasýning Guðmundar P. Ólafssonar og Flemmings Nielsens í félagsheimili kirkj- unnar en Embluvakan sjálf var haldin í kirlqunni. Forseti Emblu er nú Helga Siguijónsdóttir. Þess má að Iokum geta að hinni fjöl- breyttu kvöldvöku var feiki- lega vel tekið af þeim sem hennar nutu. - Árni. WOÐLEIKHUSIÐ sími ll 200 Stóra sviðið kl. 20.00: • GA UKSHREIÐRIÐ eftir Dale Wasserman. 3. sýn. fös. 22. apríl uppselt - 4. sýn. lau. 23. apríl örfá sœti laus - 5. sýn. fös. 29. aprfl nokkur sæti laus - 6. sýn. suri. 1. maí - 7. sýn. fös. 6. maí. • GAURAGANGUR eftir Ólaf Hauk Símonarson. Á morgun uppsett, - fim. 21. aprfl, uppselt, - sun. 24. apríl, uppselt, - mið. 27. aprfl, uppselt, - fim. 28. apríl, uppselt, - lau. 30. apríl, uppselt, - þri. 3. maí, uppselt, - fim. 5. maí, uppselt, - lau. 7. maí, uppselt, - sun. 8. maí, nokkur sæti laus, - miö. 11. maí, nokkur sæti iaus. Ósóttar pantan- ir seldar daglega. • SKILABOÐASKJÓÐAN ftir Þorvald Þorsteinsson Ævintýri með söngvum Fim. 21. aprfl (sumard. fyrsti) kl. 14, nokkur sæti laus - sun. 24. aprfl kl. 14, nokkur sæti laus, - lau. 30. apríl kl. 14, örfá sæti laus, - mið. 4. maí kl. 17 - lau. 7. maí kl. 14. • LISTDANSSKÓLI ÍSLANDS Nemendasýning í kvöld kl. 20.00. Smíðaverkstæðið kl. 20.30: • BLÓÐBRULLAUP eftir Federico Garcia Lorca I kvöld, uppselt, síðasta sýning. Aukasýning þri. 26. aprfl. Sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er unnt aö hleypa gestum í salinn eftir að sýning er hafin. Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Tekið á móti símapöntunum virka daga frá kl. 10.00. tdrxna linan 996160 — greiöslukortaþjónusta. Muniö hina gltesilegu þríggja rétta máltiö ásamt dansleik. LEIKHÚSKJALLARINN - ÞAR SEM LÍFIÐ ER LIST - ■ OPINN fundur um hús- næðismál verður haldinn á vegum BSRB í kvöld kl. 20.30. Yfirskrift fundarins er: Launin, lánin og sér- eignastefna. Málshefjendur eru Jóhanna Sigurðardótt- ir félagsmálaráðherra, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir alþingiskona, borgarstjóra- efni Reykjavíkurframboðs- irw, Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, formaður Sam- bands ísjenskra sveitarfé- laga, 2. maður á lista Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík, Magnús Axelsson, formað- ur Húseigendafélagsins, og Jón Kjartansson frá Pálm- holti, formaður Leigjenda- samtakanna. Að loknum stuttum framsöguerindum verða umræður en stefnt er að því að fundinum ljúki um kl. 22.30. R-listinn Borgarafundur um skólamál INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir efnir til opins borgara- fundar í Réttarholtsskóla í kvöld kl. 20.30, og er yfir- skrift fundarins Breyttir tímar-betri skóli. Fjallað verður um spurningarnar hvað borgarbúar vilja í skólamálum og hvernig nýr borgarsljóri eigi að beita sér í grunn- skólamálum, leikskólamálum og þróun skólastarfs. Gestir borgarafundarins verða Unnur Halldórsdóttir, formaður samtakanna Heim- ili og skóli, Jón Torfí Jónas- son dósent, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, formaður Kenn- arafélags Reykjavíkur og Kristjana Stefánsdóttir, leik- skóiastjóri. Fundarstjóri verður Sigurður Svavarsson, ritstjóri. NEMENDALEIKHUSIÐ LINDARBÆ - SÍMI 21971 Sumargestir eftir Maxím Gorkíj, í leikstjórn Kjartans Ragnarssonar. 12. sýning mið. 20. aprfl kl. 20.00. Á myndinni má sjá börn í ar Ness hf. BORGARLEIKHUSIÐ sími 680-680 LEIKFELAG REYKJAVIKUR Stóra svið kl. 20: • GLEÐIGJAFARNIR eftir Neíl Simon. með Árna Tryggvasyni og Bessa Bjarnasyni. Þýðing og staðfærsla Gísli Riínar Jónsson. Mið. 20/4, fáein sæti laus, fös. 22/4, örfá sæti laus, sun. 24/4, fim. 28/4, lau. 30/4 uppselt, fim. 5/5. • EVA LUNA leikrit eftir Kjartan Ragnarsson og Óskar Jónasson unnið upp úr bók Isabel Allende. Lög og textar eftir Egil Ólafsson. Fim. 21/4, lau. 23/4, fös. 29/4, sun 1/5. Ath. sýningum lýkur 20. maf. Geisladiskur með lögunum úr Evu Lunu til sölu í miða- sölu. ATH. 2 miðar og geisladiskur aðeins kr. 5.000. Miðasalan er opin frá kl. 13-20 atla daga nema mánudaga. Tekið á möti miðapöntunum f síma 680680 kl. 10-12 alla virka daga. Bréfasími 680383. - Greiðslukortaþjónusta. Munið gjafakortin - tilvalin tækifærísgjöf. Morgunblaðið/Ámi Helgason Stykkishólmi að leik í nokkrum af leiktækjum Trésmiðjunn- Trésmiðjan Nes hf. haiinar leiktæki Stykkishólmi. TRESMIÐJAN Nes hf. í Stykkishólmi hefur undanfarin ár verið að hanna ýmiskonar leiktæki fyrir skóla og barna- heimili og hafa þau orðið mjög vinsæl og fengið góða reynslu bæði hér, í Reykjavík og víðar. Nú er það hugmynd ráða- manna Trésmiðjunnar að hefja frekari framleiðslu á þessum leiktækjum ogjafnvel að bæta inn nýjum hugmynd- um og gefa með því sem flest- um leikskólum og grunnskól- um á landinu tækifæri til að eignast slík leiktæki. Alls staðar sem þessi tæki hafa verið notuð hafa þau reynst með afburðum vel, enda vand- að til þeirra eftir bestu getu og það má fullyrða að Tré- smiðjan Nes hefur unnið sig í álit í þessum efnum. Þegar fréttaritari átti tal við forráðamenn fyrirtækisins kváðust þeir hafa möguleika á því nú að taka á móti pönt- unum sem yrðu þá unnar svo fljótt sem hægt væri. Þeir hafa einnig ritað nokkrum sveitarfélögum og látið fylgja með myndir af frarnleiðslunni. - Árni. Lauk doktors- prófi í eðlisfræði HAUKUR Arason varði sl. haust doktorsritgerð í eðl- isfræði við University of Florida. Ritgerðin ber heitið „Re- normalization Group Analysis of the Standard Model, the Minimal Supersymmetric Extension of the Standard Model, and the Effective Acti- on“. Ritgerðin fjallar um það hvernig við sérstakar aðstæð- ur er hægt að tengja saman ýmsar stærðir í náttúrunni svo sem massa og hleðslu fru- meinda. Athyglisverðasta nið- urstaða ritgerðarinnar er forspá um massa toppkvark- ans, ófundinnar öreindar sem eðlisfræðingar telja að hljóti að vera til. Haukur Arason fæddisl í Reykjavík 28. janúar 1962. Hann iauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamra- hlíð 1981 og BS-prófí í eðlis- fræði frá Háskóla íslands 1985. Að loknu námi hér heima hélt Haukur til frekara náms í Bandaríkjunum, fyrst við Columbia University í New York þar sem hann lauk MA-prófi 1987 og síðan við University of Florida þar sem hann starfaði að rannsóknum og kennslu frá árinu 1987 til 1993. Á þessum árum ritaði Haukur ásamt samstarfs- mönnum sínum fjórar greinar í tímarit Bandaríska eðlis- fræðifélagsins. Síðastliðið haust hóf Haukur störf sem deildarstjóri í eðlisfræði við Flensborgarskólann í Hafn- arfirði. Haukur er sonur Ara Jó- sefssonar, ljóðskálds, og Sól- veigar Hauksdóttur, hjúkr- Dr. Haukur Arason unarfræðings og kennara við Fósturskóla íslands. Faðir Hauks lést fyrir allmörgum árum og ólst hann upp hjá móður sinni og fósturföður, Haraldi S. Blöndal, deildar- stjóra við bókiðnadeild Iðn- skólans í Reykjavík. Haukur er kvæntur Gretu Guðnadótt- ur, fiðluleikara í Sinfón- íuhljómsveit íslands, og eiga þau eina dóttur, Sólveigu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.