Morgunblaðið - 19.04.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.04.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1994 27 Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins vill reyna nýjar leiðir við nýsköpun í atvinnulífinu Stofnsett verði þróun- arver í matvælaiðnaði Spilaðu með! Fáðu þér miða á næsta sölustað s Islenskrar getspár fyrir kl. 16 á miðvikudag. Röðin kostar aðeins 20 kr. RANNSÓKNASTOFNUN fisk- iðnaðarins hefur í undirbúningi að stofna rannsóknaþróunarver í Reykjavík. Hugmyndin er að þar verði einstaklingum og fyrirtækjum boðin aðstæða til að þróa vörur á sviði matvæla- iðnaðar. Grímur Valdimarsson, framkvæmdastjóri Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins, sem kynnti þessa tillögu á fundi sem R-listinn hélt um atvinnumál í fyrrakvöld, sagði að búið sé að finna húsnæði undir þróunar- ver og stofnunin eigi vélar og tæki sem þar þurfi að vera til staðar. Hann leggur mikla áherslu á að Reykjavíkurborg komi að þessu verkefni. Grímur sagði að það hamli ný- sköpun á íslandi að ný fyrirtæki hafi ekki bolmagn til að rannsaka og þróa nýjar vörur og vinna nýja markaði. Allt þróunarstarf sé dýrt og taki langan tíma. Hann tók sem dæmi að Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins hafi í sjö ár verið að rannsaka og þróa nýtingu á ígul- kerum áður en grundvöllur skap- aðist fyrir því að fara með þau á markað. Grímur sagði að víða um land séu til dýr tæki sem menn hafi keypt í þeim tilgangi að þróa nýja vöru, en gefist upp áður en þróunarstarfinu var lokið. Grímur sagði því mikilvægt ef hægt væri að auðvelda fyrirtækjum þetta þróunarstarf. Sameining á Snæfellsnesi Stvkkishólmi. FRAM fór sl. laugardag í Stykk- ishólmi og Helgafellssveit kosn- ing um sameiningu sveitarfélag- anna. Eins og kunnugt er felldu Helg- fellingar á sínum tíma að samein- ast Stykkishólmi en síðan hafa far- ið fram viðræður um að reyna aftur og fundahöld á báða bóga, sem leiddu til þess að efnt var til kosn- inga um sameininguna. Atkvæðagreiðsla fór þannig að í Stykkishólmi sögðu 273 já, sem er þriðji hluti af þeim 828 sem á kjör- skrá voru, en 14 nei. Aftur á móti munaði minna í Helgafellssveit. Þar voru 50 á kjörskrá og af þeim kusu 47 og gild atkvæði voru þannig að 24 sögu já en 22 sögðu nei. Þar með réðust úrslit sem nægðu til sameiningar. Stefnt er að sam- eiginlegri kosningu til sveitapstjórn- ar í maí nk. - Arni. Ognúer maður sert,- Veröur hann 280 mmjónii? Grímur sagði að innan Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins sé mikill áhugi á að koma upp þró- unarveri þar sem hægt verði að Bjóða fyrirtækjum og einstakling- um aðstöðu til að vinna að þróun- arverkefnum. Hugmyndin sé að í verinu verði fyrirtækjum boðið að nýta sér vélar og tæki sem stofn- unin eigi í dag. Jafnframt verði fyrirtækjum boðin almenn skrif- stofuþjónusta, svo sem símavarsla, launabókhald o.fl. Grímur sagði að menn væru þegar komnir með húsnæði í huga, en það sé vöru- og birgðaskemma SIF við Keilugranda. Hann sagði að þessi hugmynd hefði verið kynnt fyrir Háskóla íslands og fleiri aðilum og alls staðar mætt skilningi og áhuga. Það sé bara ekki nóg. Borgin og' fleiri aðilar verði að koma að þessu ætti hug- myndin að verða að veruleika. Morgunblaðið/Kristinn R-listinn ræðir atvinnumál Á ANNAÐ hundrað manns voru á fundinum um atvinnumál. Meðal frum- mælenda var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóraefni R-listans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.