Morgunblaðið - 19.04.1994, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1994
45
i
!
1
I
i
I
i
I
<
I
4
4
4
i
i
í
i
i
i
i
i
á
á
á
Anton Salómons
son - Minning
Fæddur 17. janúar 1909
Dáin 10. apríl 1994
Páskahátíðin var að ganga í garð
og sjúklingarnir voru sendir heim
af Landakotsspítala einn af öðrum
svo þeir gætu notið helgarinnar
með vinum og ættingjum, þeir sem
á annað borð höfðu til þess heilsu.
Að síðustu voru þeir aðeins tveir
eftir á deildinni karlarnir og við
fundum hvernig löngunin hjá
Antoni átti í baráttu við óöryggið
og þverrandi krafta. Aprílsólin
skein inn um gluggann. Eftir nokkr-
ar vikur færu fyrstu laxagöngurnar
að koma í árnar og bleikjan að
bylta sér á brotum, sjón sem gleður
hvern sannan veiðimann. í fullu
ósamræmi við heilsufarið var búið
að tryggja sér góðan dag í laxveiði
á komandi sumri. Anton andaðist
að kvöldi fyrsta sunnudags eftir
páska á áttugasta og sjötta aldurs-
ári.
Anton Benjamín eins og hann
hét fullu nafni var fæddur í Ólafs-
vík á Snæfellsnesi. Hann var sonur
hjónanna Sigurlaugar Benónýsdótt-
ur og Salómons Jónatanssonar
verkamanns. Þau eignuðust auk
Antons sjö syni, tveir dóu í bernsku
en fimm þeirra auk Antons náðu
háum aldri, en nú er aðeins eftirlif-
andi bróðirinn Guðni Lúther, f.
1912, sem dvelst á heimili fyrir aldr-
aða í Ólafsvík. Hinir bræðurnir
voru: Jónatan Guðjón, f. 1903, Ben-
oný Guðmundur, f. 1905, Þórarinn
Rósberg, f. 1906, og Helgi Guðlaug-
ur, f. 1915, sem allir eru látnir fyr-
ir nokkrum árum.
Fátækt var mikil í Ólafsvík á
árunum eftir aldamótin. Lífsbjörgin
úr sjónum brást oft. Enda skipa-
kostur lélegur og erlendir togarar
byijaðir að skrapa fiskimiðin inn
eftir Breiðafirði. Undirlendi er lítið
við Ólafsvík, slægjur voru því rýrar
Fyrir því fagnar hjarta mitt og sál
mín gleðst, og líkami minn hvílist í
friði, því að þú ofurseldir Helju eigi
líf mitt, leyfir eigi að þinn trúaði
sjái gröfina. Kunnan gjörir þú veg
lífsins, gleðinótt er fyrir augliti þínu,
yndi í hægri hendi þinn að eilífu.
(Sálm. 16:9-11.)
Mig langar til með nokkrum orð-
um að minnast afa míns, Sigurðar
Pálssonar, sem var jarðsunginn
þriðjudaginn 22. marz 1994 frá
Hallgrímskirkju. Ég minnist hans
sem manns sem var fastur fyrir og
hafði ákveðnar skoðanir. Á mínum
Það eru rúmlega þrjátíu ár síðan
við sáum Rúnu fyrst. Það var í stóru
gömlu húsi í Edinborg, þar sem loft-
hæðin var tvöföld á við það sem við
eigum að venjast hér á landi. En
hitinn í þessum húsum eða réttara
sagt kuldinn og rakinn þætti ekki
mannsæmandi hér heima. Það var í
janúar og við vorum að koma að
utan eftir jólfríið með fjögurra mán-
aða gamla dóttur okkar. Haukur og
Rúna höfðu undirbúið komu okkar
og hitað upp stóra herbergið og eld-
húsið. Heimkoman var því sérlega
notaleg eftir ferðalag með korna-
barn. En það sem skýrast situr eftir
í minningunni frá þessu vetrar-
kvöldi, þegar við hittum Rúnu í
fyrsta sinn, var rólyndi hennar og
einstaklega hlýtt viðmót. Hún vildi
fyrst og fremst að okkur liði vel.
Haukur og Rúna urðu meðal okk-
ar nánustu vina þannig að við höfum
í nágrenni kauptúnsins og ekki óal-
gengt að fjölskyldur ættu jafnvel
hlut í kú til þess að eiga mjólk fyr-
ir hvítvoðunginn. Fastlega má ætla
að erfitt hafi verið að framfieyta
átta manna fjölskyldu við slík skil-
yrði. Anton var því sendur níu ára
gamall suður yfir Fróðárheiði í
Staðarsveit til þess að vinna fyrir
sér. Hann vistaðist að Glaumbæ til
þess að sitja yfir ám yfir sumarið.
Hann fékk þó mjólk að drekka, mat
og gott atlæti, en nærri má geta
að móðurfaðms var saknað og fé-
lagsskapar bræðranna í leik í fjör-
unni í Ólafsvík. Antoni dvaldist í
Staðarsveit. Hann vann fyrir sér
sem vikapiltur á nokkrum bæjum
og sextán ára að aldri kom hann
að Bergsholti til foreldra minna,
Kristínar Th. Pétursdóttur og Lúth-
ers Jónssonar. Ég þykist þess full-
viss að hann hafi fljótlega fallið vel
inn í glaðvært heimilið og félags-
skapurinn við systurnar ungu verið
frábrugðinn ærslufullum bræðra-
flokki í foreldrahúsum. Hann hefur
síðan verið fastur punktur í tilveru
okkar systkina, maka okkar og
barna. Arin voru orðin sextíu og
níu sem Anton hefur verið í fjöl-
skyldunni og haldið óijúfandi
tryggð við hana.
Anton kvæntist ekki og varð
ekki barna auðið. Fyrstu árin í
Bergsholti stundaði hann búskapar-
störf og fljótlega kom hann sér upp
nokkrum kindum og alltaf reyndi
hann að eiga góða reiðhesta. Hann
fór síðan á vertíðir til Vestmanna-
eyja og á Suðurnes til þess að
drýgja tekjumar auk vegavinnu og
annars er til féll í heimabyggð.
Stríðsárin settu mark sitt á íslenskt
bændasamfélag, ekki síður á Snæ-
fellsnesi en annars staðar, og
breyttir tímar fóru í hönd. Mæði-
veiki felldi sauðljárstofninn og An-
ton festi kaup á nýrri bifreið árið
yngri árum var ég ekki alltaf sam-
mála honum, en í dag get ég séð
og skilið hvers vegna hann hugsaði
á sinn hátt en ég á minn. Hann og
amma, Kristín Snorradóttir, reynd-
ust mér alla tíð vel og ekki ófá skipt-
in, sem þau hlupu undir bagga með
mér, þegar á móti blés.
Afi var alla tíð heilsuhraústur og
var það ekki fyrr en síðustu þijú
árin að hann fór að missa heilsuna.
Ég fann til með honum, þessum stór-
huga manni sem alla tíð hafði séð
fyrir sér og sínum, þegar kraftarnir
jafnt og þétt fóru þverrandi. Það er
eins víst og að við öll í upphafi heils-
um þessu jarðneska lífi, að það mun
koma að kveðjustund. Ég fann fyrir
lengi fengið að njóta þeirra eigin-
leika, sem við fundum svo sterkt hjá
Rúnu kvöldið fyrir rúmum þijátíu
árum. Og þær eru orðnar margar
samverustundirnar með þeim hjón-
um, fyrst í Edinborg, síðan hér
heima og einnig í Kaupmannahöfn.
Alltaf þessi hlýja og notalegheit og
gjarnan veisla í sjónmáli.
Rúna var snillingur í allri matar-
gerð og að setjast til borðs heima
hjá Hauki og Rúnu var eins og að
taka þátt í helgiathöfn þar sem öll
skilningarvit voru virkjuð; ilmandi
og ljúffengur maturinn í keramik-
skálum Hauks, kertaljós og tónlist.
Árin sem þau áttu heima á Mar-
bakka á Álftanesi eru ofarlega í
minni. Þetta sérkennilega litla stein-
hlaðna hús við hafíð, sem þau höfðu
eignast, var þeim spennandi hráefni
og þarna sköpuðu þau sér einstak-
lega fallegan og ævintýralegan stað
1947 og hóf að stunda flutninga á
fólki og vöru þar sem samgöngur
voru ekki eins greiðar og síðar varð.
Árið 1957 hættu foreldrar mínir
búskap og fluttu til Reykjavíkur.
Anton ilutti líka og gerði. raunar
Ijölskyldunni mögulegt að eignast
þak yfir höfuðið með því að festa
kaup á íbúð að hálfu á móti foreldr-
um mínum. Áralangt búskaparstrit
gaf ekki meira í aðra hönd þegar
upp var staðið. Þar hefur verið
heimili Antons æ síðan, fyrst ásamt
foreldrum mínum og Ástu systur
minni og eftir lát foreldranna hafa
þau Ásta haldið þar heimili, sem
verið hefur samastaður fjölskyld-
unnar eins og alltaf áður fyrr.
Barngæska var Antoni ríkulega
í blóð borin. Að honum hændist
ungviðið ekki síst börn okkar systk-
ina og síðar þeirra börn. Sonur
Ástu, Snorri Hlíðberg Kjartansson,
sótti í uppvexti mikið traust til
Antons og hélt við hann tryggð
allt frá bernsku.
Anton stundaði bifreiðaakstur
eftir að hann kom til Reykjavíkur
og keypti sendibifreið sem hann ók
frá Sendibílastöðinni Þresti um tíu
ára skeið. Það gat verið býsna erf-
itt starf á köflum og um sextugt
kenndi hann heilsubrests og sóttist
þá eftir léttara starfi. Hann hóf
störf hjá Ölgerð Egils Skallagríms-
sonar sem innheimtumaður og
starfaði þar um árabil. Hann var
þar lengi eftir að hann var kominn
á eftirlaunaaldur. Mér er kunnugt
um að hann var húsbændum sínum
einkar þakklátur fyrir að fá að
starfa meðan heilsa og löngun
leyfði.
Á árunum meðan hann starfaði á
Sendibílastöðinni Þresti komst harm
fýrst í kynni við stangveiði. Þá iþrótt
stundaði hann af kappi öl! sumur
síðan og var bæði fengsæll og dug-
legar með afbrigðum. Við þá iðju
hygg ég að hann hafí fengið ómælda
ánægju og heilsubót alveg fram á
síðasta ár, en þá átti hann erfitt
með að stunda veiðí og var það
honum ærið áhyggjuefni. Síðustu
10-12 árin höfum við farið tvisvar
sinnum á sumri vestur á Skógar-
strönd til bleikjuveiða og hafa það
ótta hans við dauðann og skildi það.
Hann vissi hvað var í vændum. Og
ég hafði hann í bænum mínum og
bað þess að Drottinn tæki hann í
sína umsjá og linaði kvalir hans,
tæki frá honum allan ótta. Ég er
mjög þakklát Guði að hann heyrði
þessar bænir mínar. Skömmu fyrir
andlát afa áttum við María systir
mín góða stund með honum, þar sem
mikið var spjallað. Ég fann mikinn
frið og nærveru Guðs þegar við báð-
um með honum. Afi var mjög glaður
og snortinn af nærveru Drottins og
kvaddi mig og systur mína marg-
sinnis með kossum. Ég er því glöð
í anda þó að sál mín syrgi og bið
þess að algóður Guð styrki ömmu í
sorg hennar og söknuði, vitandi það
að Drottinn sjálfur hefur búið okkur
stað hér um eilífð.
Guð blessi minningu þína afi
minn. Þín dótturdóttir,
heimilis og vinnu. Þetta átti reyndar
við alstaðar þar sem þau hreiðruðu
um sig, en Marbakka-ævintýrið er
þó stærst í okkar huga enda tengist
það líka fyrstu árum dætra þeirra,
Tinnu og Tönju.
Rúna var listræn og allt sem hún
tók sér fyrir hendur vann hún vel.
Það var ýmislegt sem hún gerði til
að skapa sér atvinnu. í mörg ár starf-
rækti hún verslunina Kúnigúnd, sem
áður hét Dimmalimm. Þá framleiddi
hún í nokkur ár handunnin, litrík kerti
í stórum stíl. Eitt sumarið saumaði
hún módelkjóla heima í stofunni hjá
sér og margt fleira tók hún sér fyrir
hendur fyrir utan þá ómældu aðstoð
sem hún veitti Hauki í leirlistinni og
síðar við innrömmun mynda hans.
Við hittum Rúnu hér heima stuttu
áður en hún lést. Það var af henni
dregið, þessari fallegu konu, sem
alltaf hafði litið út eins og ung
stúlka. En þegar við kvöddumst þá
var það hún sem hughreysti okkur
þótt. auðvitað hefði það átt að vera
öfugt. En svona var Rúna.
Við vottum Hauki og Tinnu og
Tönju samúð okkar.
Borghildur og Vilhjálmur.
verið fyrir mig einhveijar ánægju-
legustu stundir ársins. Ékki þarf að
taka fram, að reyndur veiðimaður
gat alltaf kennt manni eitthvað nýtt
og naskur var Anton á að hitta á
réttu fluguna, allt eftir tilfinningu
augnabliksins.
Þegar Anton hætti störfum ræddi
hann við okkur hjónin um að senni-
lega myndi hann farast úr leiðind-
um. Hann kappkostaði að finna sér
eitthvað til dundurs. Sennilega þarf
þó nokkurn kjark til að læra að
synda þegar menn eru orðnir 75
ára að aldri. Þetta gerði Anton og
fór í laugar á hveijum degi síðan
og sagðist aldrei finna til gigtar eða
vöðvabólgu sem þó hijáir margan
manninn á efri árum. Síðustu árin
hefur hann dyggilega tekið þátt í
Sveinn kom til mín til Reykjavíkur
í ágúst 1981. Hann hélt á tveimur
hömrum þegar ég kom að sækja
hann út á Reykjavíkurflugvöll. Ég
hafði hringt í hann vegna þess að til
stóð að halda námskeið í torfhleðslu
undir Esjuhlíðum. Sveinn kom með
sleggjupunga þessa í strigapoka.
Sagðist nota þá til að dengja ljáina.
Mér fannst strax eins og fornöld
hefði komið með Egilsstaðafluginu.
Við unnum saman í átta daga, frá
því að við vöknuðum þar til að við
fórum að sofa og þó var aldrei ham-
ast og aldrei hangsað. Við vinnuna
var hann sífellt að vitna í fornsögur
og þjóðsögur. Vinnan rann áfram.
Allt gerðist svo jafnt og þétt. Við
kjöftuðum alltaf fram í myrkur, við
Sveinn og Stjáni Vídalín. Um allt frá
dýpstu speki til gamansagna inni-
haldsríkra mjög. Orðatiltæki eins og
„þar fellur’ann! þaddn’er’ann kominn!
þar situr’ann! þaddn’er einn góður!“,
get ég heyrt Svein kveða í huga
mér. Þegar við ræddum línu veggjar-
ins sagði hann: „Það er ekki til beinni
lína en augað sér.“
Við Sveinn áttum það til að leið-
rétta steina hvor eftir annan og deila
um hvernig steinninn átti að liggja.
Hann sagði að á því væri aðeins ein
rétt lausn. Fræðilega séð gat ég svo
sem tekið undir það. En við værum
aldrei vissir um hvort við hefðum
fundið bestu stellinguna eða næst-
bestu, þat' af leiðandi aldrei vissir
hvor okkar hefði á réttu að standa.
félagsstarfi eldri borgara í Reykja-
vík, enda einkar félagslyndur mað-
ur. Hann var og kirkjurækinn og
þótti afar vænt um sína sóknar-
kirkju sem var Neskirkja. Þar tók
hann líka þátt í starfi eldri borgara
og söng meðal annars í kór á vegum
kirkjunnar.
Þegar við hjónin fluttum heim
frá útlöndum eftir margra ára dvöl,
og eiginkonan raunar að byija bú-
skap í framandi landi, var ekki
ónýtt að eiga Anton að. Alltaf boð-
inn og búinn til þess að rétta hjálp-
arhönd, kartöflupoki úr garðskikan-
um sem hann hafði í Skammadal
eða nýr lax eða silungur. Ótöld
voru þau kvöld sem Anton gætti
barna okkar, las fyrir þau eða sagði
þeim sögur og ævintýri. Við munum
sakna þess að fá ekki Anton óvænt
í morgunkaffi á laugardags- eða
sunnudagsmorgni, snyrtilega
klæddan og búinn að upplifa morg-
uninn í Reykjavík og hafandi frá
einhveiju skemmtilegu að segja,
kannski lumaði hann á góðri veiði-
sögu eða lét í ljós skoðun á atburð-
um líðandi stundar. Þrátt fyrir sár-
an söknuð um góðan dreng gleðj-
umst við yfir að hafa getað verið í
návistum við hann til hinstu stund-
ar og erum þakklát Skaparanum
fyrir að Anton þurfti ekki að líða
kvalir sjúkleikans. Hann fékk hægt
andlát eins og áður sagði að kvöldi
sunnudagsins 10. þ.m. Við hjónin
vottum öllum ástvinum og skyld-
fólki djúpa samúð og biðjum góðan
Guð að blessa minningu Antons
Salómonssonar.
Brigitte og Pétur B. Lúthersson.-*
Hvort væri meira atriði; styrkur
veggjarins eða áferðarfegurð eða
heildarhugmynd byggingarinnar.
Sveinn sagði að þetta færi allt fyrir >
rest, öll mannanna verk, og að mað-
ur gerði eins vel og maður gæti
miðað við aðstæður. Ég horfði á
heildina. Ég sagðist vilja rista rúnir
í himininn. Ég sagðist vilja styrkja
lífsins tré. Ég sagðist vilja gera eitt-
hvað sem styrkir mannskepnuna
Hann ráðlagði mér að vinna landslag
sem breytti ijöllunum í tröll. Ég
held að Sveinn hafi haft lúmskt
gaman af mér. Ég hafði gaman af
honum, ég reyndi að átta mig á
honum og ég virti karlinn. Hann
sýndi mér inní moldarkofa frá 19.
öld, sem minntu mig á hýbýli sem
ég hafði séð í fátækum fjallahéruð-
um Himalæjafjalla. Han leiddi mig
inn að hlóðaeldhúsi Tönixar bónda'.
í Klappargerði sem bjó með Sigur-
laugu heitkonu sinni og 16 rollum í
Hjaltastaðaþinghá um aldamótin.
Bær sem talið er að byggður hafi
verið úr einum vefstól. Hann sýndi
mér búmannslagið.
Sveinn var einn af mínum bestu
kennurum. í einlægni sinni og hrein-
skiptni gaf hann viðurkenningu sem
ég hef búið að. Og iðn.
Tryggvi Gunnar Hansen.
ERFIDRYKKJUR
i
p E R L A n sími 620200
Islenskur efniviður
íslenskar steintegundir henta margar
afar vel í legsteina og hverskonar
minnismerki. Eigum jafnan til fyrir-
liggjandi margskonar íslenskt efni:
Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró,
Áralöng reynsla.
Leitið
upplýsinga.
Sf
SS. HELGAS0N HF
STEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-76677
Minning
Sigurður Pálsson
Fæddur 19. nóvember 1908
Dáinn 12. mars 1994
Guðlaug Helga Ingadóttir.
Minning
Ástrún Jónsdóttir
Minning
Sveinn Einarsson
hleðslumaður frá Hijót
Fæddur 3. desember 1909
Dáinn 3. apríl 1994