Morgunblaðið - 19.04.1994, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.04.1994, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. APRIL 1994 ( ( I Með morgiinkafíinu Segðu mér Guðrún. Tekur hann upp á þessu sjálfur? Handveiðar eru miklu ein- faldari. HÖGNI HREKKVÍSI BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 ' Reykjavík - fyrir fólk eða bíla? Frá Magnúsi Bergssyni: Að undanförnu hafa fjölmiðlar keppst um að kynna kostnaðars- amar framkvæmdir varðandi stofn- brautir ‘í borginni. Þar er um að ræða breikkun Vesturlandsvegar og Miklubrautar, einnig mislæg gatnamót við Höfðabakka og Kringlumýri. Sífellt er verið að gera umhverfi okkar ónáttúrulegra með meira malbiki og steinsteypu. Þessar framkvæmdir eru einungis til þess fallnar að auka hraða, slysahættu, hávaða og þar með firringu. Þessi umfjöllun í fjölmiðlum hefur verið afskaplega einhliða og virðist sem svo að ekki sé það spurning hvort af þessum mannvirkjahryllingi verður, heldur hvenær af honum verður. Það er löngu komið að því að borgaryfirvöld komist niður úr fíla- beinsturninum og átti sig á því að Reykjavík þarf ekki að líta út eins og rúilljónaborg. Vissulega er um- ferð í borginni mikil miðað við stærð hennar því sagt er að umferð þar sé svipuð og í 300 þúsund manna borg. En spurningin er sú hvort það sé ekki einmitt vandamálið, Það er nefnilega fjöidi fólks sem gjarnan vildi komast ferða sinna á öruggan hátt,, hjólandi eða gangandi, en þorir það einfaldlega ekki vegna þess að þeim er ekki búin jafn góð aðstaða og þeim sem nota einkabíl- inn. Þessar kostnaðarsömu stórfram- kvæmdir varðandi akvegi virðast Gagnasafn Morgnnblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. best þjóna pizza-sendlum því ekki drollar um þessar götur og gatna- mót neinn fjöldi farartækja sem gæti skipt sköpum er varðar þjóðar- hag. Vissulega er ekki hægt að halda fullum hraða í borginni á álagstímum á morgnana og seinni part dags þegar göturnar fyllast af bílum. Hve stór hluti þeirra eru nemendur á leið í og úr skóla sem auðveldlega gætu notað almenn- ingssamgöngurnar? Einn strætis- vagn getur rúmað 60 manns, sem þýðir að einn strætisvagn gæti komið í stað u.þ.b. 50 einkabíla. Nú er svo komið að mengun í Reykjavík er mikil og sá gráguli sjóndeildarhringur sem þótti frétt- næmur fyrir fáeinum árum er orð- inn hluti af fjallasýn Reykjavíkur. Því er nauðsynlegt að stjórnvöld átti sig á því að beina þurfi fólki frá notkun einkabílsins með því að bjóða upp á raunhæfa valkosti, þ.e. nothæfa hjólreiða- og göngustíga. Seinustu misseri virðist sem borgar- yfirvöld séu farin að sýna þessum málum áhuga ef litið er á skipun nefndar sem gera átti tiilögur til úrbóta fvrir hjólareiðamenn í Reykjavík. Hún hefur þegar fengið í hendur þær tillögur sem íslenski fjallahjólaklúbburinn hafði upp á að bjóða svo og tillögur frá sam- starfshópi sem kallast: „Hjólreiðar í öndvegi". Nú er aðeins að vona að eitthvað verði úr verki svo að sú vinna sýni einhvern árangur. Ef einhvers staðar væri hægt að bjóða upp á atvinnuskapandi verkefni þá væri það í lagningu stofnbrauta- kerfis fyrir hjólandi umferð um höfuðborgarsvæðið sem um leið gæti nýst fólki í hjólastólum. Braut- irnar verða að vera lagðar i því sjón- armiði að þær nýtist til sam- gangna, en ekki sem föndurverk- efni arkitekta. Þetta kallar á breytingu umferð- arljósa við fjölmörg gatnamót, enda ekki vanþörf á. Núverandi ljósa- kerfi býður hreinlega upp á hærri slysatíðni og lögbrot um leið og troðið er á rétti annarra sem ekki eru úti að aka, t.d. þegar bílstjórar virða ekki stöðvunarlínur. Með því að breyta ljósunum og gera þau skilvirkari væri hægt að fækka umferðarslysum og spara byggingu mislægra gatnamóta. Ekki má gleyma því að gatnamót eins og við Miklubraut og Kringlu- mýrarbraut eru í íbúðarhverfi og þar er mikil umferð gangandi fólks, m.a. vegna Kringlunnar. Aukinn hraði bílaumferðar á svona stöðum gerir lítið annað en að auka slysa- hættu. Hjólreiða- og göngubrautir eiga ekki að vera með óþarfa kanta og beygjur, t.d. við gatnamót, en und- antekningarlaust er þar fyrst og fremst hugsað um hag bílsins, fyrir aðra eru gatnamót best til þess fallin að hossa hjólareiðamönnum yfir sem flesta gangstéttarkanta og útiloka umferð fatlaðra- í hjóla- stólum. Um leið eykur þessi frá- gangur slysahættu. Ómögulegt er að ryðja snjó af þessum gangstétt- um vegna kantanna og vínekrut- raktorar borgarinnar ráða einfald- lega ekki .við þessar ófærur. Því þarf að hanna brautirnar með það í huga að venjulegir traktorar geti rutt sein flestar brautir án þess að sleppa ruðningi við gatnamót. Sam- hliða þessu ætti að gera stórátak í því að gróðursetja tré til að bæta veðurfar í borginni, um leið mundi sú aðgerð dempa umferðarhávaða og fegra borgina. Strætisvagnakerfið þarf að bæta til muna og kynna miklu betur. Ef kostir strætisvagna væru jafn vel auglýstir og dömubindi og einkabíl- ar, þá væri eflaust hægt að stór- bæta ásýnd Reykjavíkur! Einnig væri hægt að nýta græna kortið sem happdrættismiða til að hvetja almenning til að nota vagnana meira en nú er. Strætisvagnar gætu boðið upp á fjölbryttari þjónustu, t.d. haft hjólagrindur á þeim vögn- um sem fara út í ystu hverfi borgar- innar. Samfara minnkandi einkabíla- notkun myndi draga úr- álagi á gatnakerfið, milljarðar sparast sem annars færu í viðhald og útþenslu þess. Það væri auðvelt og skynsam- legt að nota eitthvað af þeim pen- ingum í útbætur á almenningssam- göngukerfinu og lagningu hjóla- reiða- og göngustíga. Mér eru minnisstæð orð fyrrverandi borgar- stjóra, Markúsar Arnars Antons- sonar, að Reykjavík ætti að verða útivistarborg. Ef af því ætti að verða þá ættu borgaryfirvöld að snúa sér umsvifalaust að fyrrnefnd- um útbótum því af nógu er að taka. MAGNÚS BERGSSON, form. íslenska ijallahjólaklúbbsins. * hamw hefur i/eetpap EIGA VfO HÓLiMN / " Víkverji skrifar Víkverja finnst furðu sæta, hve fáir, sem senda t.d. Morgun- blaðinu fréttatilkynningar og bréf vita, að rita ber raðtölu með því að setja punkt aftan við töluna. Það liggur við að það heyri til undantekninga að bréf séu t.d. rétt dagsett, svo sem eins og 16. apríl 1994. Yfirleitt skrifa menn 16 apríl og gleyma punktinum, sem að mati Víkverja hefur talsvert að segja, þótt lítið fari fyrir honum. Víkverji minnist þess, hve alvar- lega var á slíkri villu tekið, þegar hann var í skóla. Hvernig má það vera, að svo fáir vita að rita ber raðtölu með því að setja punkt aft- an við töluna? Eitthvað hlýtur að vera bágborið við réttritunar- kennslu, þegar þessi villa er svo algeng sem raun ber vitni. xxx Yíkverji hefur lengi fylgst af ánægju með starfi Prent- tæknistofnunar að því að hvetja til þess að notuð séu íslensk fagorð í pfentverki, en málfar í þeirri stétt hefur verið all enskuskotið, sér- staklega í kjölfar tölvuvæðingar prentverks. Það kom því á hann þegar honum barst bæklingur frá Prenttæknistofnun, þar sem kynnt var „prentmessa“. f fyrstu hvarfl- aði að honum að um væri að ræða samstarf Prenttæknistofnunar og þjóðkirkjunnar, en við nánari at- hugun kom í ljós að verið var að kynna sýningu, þar sem einnig átti að halda fyrirlestra. Orðabækur gefa ekki upp þá merkingu á orð- inu „messa“ sem hér á vísast við, gefin er merkingin „guðsþjónusta" eða „kirkjulegur minningardagur um helgan mann“ (Orðab. Menn.) nema þá átt sé við siglupall, en sú merking er víst til frá 18. öld og þykir slæm. Frekar hefði Víkveija þótt við hæfi að nota orð eins og „prent- stefna", eða „prentmót“ eða jafnvel bara „prentsýning", þó fyrri orðin tvö gefi skemmtilega möguleika á túlkun. XXX Heldur er kosningarbaráttan, sem nú virðist hafin fyrir alvöru um stjórn Reykjavíkurborg- ar næstu fjögur árin, vera orðin alþjóðleg á yfirborðinu. A sameig- inlegum fundi borgarstjóraefnanna í Háskólabíói í fyrradag, þar sem stúdentar í Háskóla íslands báru fram spruningar til. frambjóðend- anna, var uppstillingin á sviðinu all amerísk. Víkvetji minnist þess, er þeir John F. Kennedy og Rich- ard M. Nixon háðu sjónvarpseinvígi sitt árið 1960, var uppstillingin nákvæmlega hin sama. Kannski eru þetta áhrif þess að nú eru að- eins tvö framboð til borgarstjórnar, en áður hafa vinstri flokkarnir aldr- ei boðið fram með slíkum hætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.