Morgunblaðið - 19.04.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1994
37
Sköpum fleiri
atvinnutækifæri
hann um mikilvægi þess að fjölga
vel launuðum störfum í borginni.
„Heilsdagsskólinn“ varpar þó ljósi
á það hvað lítið býr að baki svona
orðum. Árni Sigfússon hefur t.a.m.
algerlega hafnað því að gera kjara-
samninga við þau stéttarfélög sem
í hlut eiga og bæði kennurum og
öðru starfsfólki er greitt undir kja-
rasamningum. ByijUnarlaun kenn-
ara sem starfa í „heilsdagsskól-
anum“ eru t.d. um 60 þúsund krón-
ur á mánuði að jafnaði árið um
kring á meðan byijunarlaun kenn-
ara við kennslu losa 68 þúsund
krónur. Ófaglært starfsfólk hefur
enn lakari kjör. Kennarar í „heils-
dagsskólanum“ njóta ekki sömu
réttinda vegna veikinda eða í fæð-
ingarorlofi eins og þeir sem eru í
kennslu. Þeim er líka bannað að
ganga í stéttarfélag sitt. Ætli þetta
séu vel launuðu störfin sem Árni
Sigfússon talar um? Ætli þarna sé
komið félagafrelsið sem borgar-
stjórinn og fylgisveinar hans í Pé-
lagi fijálshyggjumanna boða sem
ákafast?
Sjálfstæðisflokkurinn hefur valið
að fela allt sem hann hefur staðið
fyrir í Reykjavíkurborg og reynir
að sýna á sér bjartar hliðar. Kjós-
endur láta hins vegar ekki blekkja
sig með því einu að skipta um áðal-
leikara kortéri fyrir kosningar.
Hver kann ekki ævintýrið um nýju
fötin keisarans?
Höfundur skipnr 5. sæti R-Iistans.
Ásgeir Þór Jónsson
„Eitt af stóru verkefn-
unum í íslenskum
stjórnmálum er að bæta
sambúð þéttbýlis og
strjálbýlis. Leggja af
hagsmunatogstreitu og
snúa heldur bökum
saman.“
kostnað landsbyggðarinnar, við út-
deilingu vegaijár í tengslum við
framkvæmdaátakið.
Eitt af stóru verkefnunum í ís-
lenskum stjórnmálum er að bæta
sambúð þéttbýlis og strjálbýlis.
Leggja af hagsmunatogstreitu og
snúa heldur bökum saman. I því sam-
bandi skiptir ekki síst máli að menn
reyni að sýna umburðarlyndi og víð-
sýni þegar kemur að því að deila út
vegafé. Það var gert þegar niður-
staða fékkst á sínum tíma um útdeil-
ingu vegafjár til stofn- og þjóð-
brauta. Það er því mikið óþurftar-
verk að reyna að ala á tortryggni
og metingi á milli höfuðborgarsvæð-
isins og landsbyggðarinnar, eins og
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gerir
með ummælum sínum í Morgunblað-
inu. Þau vinnubrögð verða hvorki
henni, Reykjavíkurframboðinu né
Kvennalistanum til framdráttar.
Höfundur er verslunarmaður og
skipar 2. sætið á listn
Sjálfstæðisflokksins í Bolungarvík
í komandi
bæjarstjórnarkosningum.
eftir Guðmund
Gunnarsson
Undanfarna mánuði hefur krafan
um sköpun fleiri atvinnutækifæra
orðið æ háværari. Þar hafa margir
sem ekki þekkja skipulag íslensks
vinnumarkaðar bent á bandarísku
leiðina með sveigjanlegu launakerfí
þar sem vinnuveitendum eru gefnar
fijálsar hendur að_ skapa mörg illa
launuð hlutastörf. í dag erú 19% af
launamönnum í fullu starfí í Banda-
ríkjunum með iaun sem eru undir
fátæktarmörkum.
Það er engin lausn að skapa störf
sem eru svo illa launuð, það bíður
einungis upp á fleiri vandamál á öðr-
um sviðum og má segja að með þessu
fyrirkomulagi sé verið að flytja hluta
launakostnaðar fyrirtækjanna yfír á
hið opinbera. Þetta eru bandarísk
stjórnvöld að viðurkenna þessa dag-
ana og þeim er tíðlítið til þess félags-
lega öryggiskerfi sem við höfum
byggt upp í Evrópu. Því er haldið
fram í Bandaríkjunum í dag, að það
þurfi að þrengja að þessum svokall-
aða sveigjanleika því afleiðing hans
hefur verið gífurlega aukin fátækt
og stéttarmismunun, sem hefur hald-
ið verulega aftur af kaupgetu innan-
lands og þar með framleiðslunni.
Nýtum innlenda möguleika
Það þarf ekki að leita mjög langt
í leit okkar að lausnum á atvinnu-
vanda þjóðarinnar, því okkar eigið
hagkerfi hefur skapað hlutfallslega
jafnmörg störf eða jafnyel fleiri á
síðastliðnum 30 árum. Störfum hér
íjölgaði um 96% frá 1963-1987 og
um 87% fram til 1993. Okkar at-
vinnuleysisvandamál hefur hins veg-
ar komið upp á allra síðustu árum
og tengist meira hruni fiskstofna,
skipulagi veiða og vinnslu og fjárfest-
ingum en skipulagi vinnumarkaðar-
ins.
Við þurfum að gæta þess að vera
samkeppnisfær á heimamarkaði
varðandi þær vörur sem við getum
framleitt. Við framleiðum í dag hér
á landi dýran og eftirsóttan fatnað
I
sem hentar fyrir okkar norðlæga loft-
slag og þennan fatnað eigum við að
flytja út til annarra norðlægra landa.
Við eigum að nýta aðstöðu okkar til
þess að framleiða vörur sem henta
okkar aðstæðum og markaðssetja
þær meðal þjóða sem búa við svipað-
ar aðstæður og við.
Það má benda á mörg atriði þar
sem hægt er að nýta innlenda orku-
gjafa betur. Landténgingu flotans,
rafvæðingu loðnubræðslnanna og
ekki síður tillögur um afslátt á orku
til nýrra iðnaðarfyrirtækja. Við eig-
um orkuna, hún rennur ónýtt til sjáv-
ar. Við þurfum að gera landið að
þjónustumiðstöð í Norður-Atlants-
hafi. Með því að kaupa í auknum
mæli hráefni af erlendum fiskveiði-
skipum, með því komum við einnig
til með að selja þeim aukna þjónustu
og viðhald.
Fjárfesting hins opinbera í betri
vegum, betri fjarskiptum, betri flug-
völlum, betri höfnum, stuðlar að auk-
inni framleiðni atvinnulífsins. Flutn-
ingskostnaður lækkar, tenging at-
vinnustæða treystir samkeppnisstöðu
landsbyggðarinnar. Útrýming á sly-
sagildrum dregur úr umferðarslysum
og lækkar kostnað heilbrigðiskerfis-
ins, dregur úr innflutningi. Það er
dregið úr eldsneytisnýtingu og meng-
un minnkar.
Mótun fiskvinnslustefnu
Við erum fremst í heimi við að
setja upp framlejðslukerfi fyrir full-
nýtingu aflans. Á þessu sviði eigum
við að sækja fram og selja heildstæð-
ar lausnir. Þá náum við að selja ís-
lenskan rafeindaiðnað, málmsmíði,
pappírs- og prentiðnað og plastiðnað.
Við eigum að móta heilsteypta fisk-
vinnslustefnu. Slík stefna verður að
miða að því, að allur fiskur sem veidd-
ur er í íslenskri efnahagsiögsögu fari
til vinnslu hér innanlands. Þetta er
hægt að gera með því að setja upp
markvissa áætlun líkt og gert var í
byijun áttunda áratugarins, þegar
frystihúsa- og skuttogaraáætlunin
var sett í gang. Með hertum heilbrigð-
isreglum stöndum við í svipuðum
sporum og árið 1970, ef við endurnýj-
Guðmundur Gunnarsson
um ekki frystihúsin okkar þá getum
við misst töluverða markaði.
Með slíkri fjárfestingaráætlun má
gera ráð fyrir að töluverður markað-
ur myndist við hönnun og framleiðslu
á framleiðslukerfum fyrir fullnýtingu.
Þannig verður hægt að tengja saman
útgerð og vinnslu sjávarafurða ann-
ars vegar og framleiðslu á tækjum
og aðföngum fyrir þessa atvinnugrein
hins vegar. í framhaldi af því styrk-
ist möguleiki okkar á úflutningi á
þessum framleiðslukerfum til þeirra
landa sem standa frammi fyrir því
að byggja upp sinn sjávarútveg.
Viðhald bygginga
Mikill fjöldi bygginga, bæði íbúðar-
húsnæðis og opinberra bygginga,
liggur undir stórkostlegum skemmd-
um vegna skorts á viðhaldi. Ljóst er
að frestun á slíkum verkefnum eykur
viðgerðarkostnað margfalt milli ára
og því er eignarýrnun veruleg, en
samdráttur í kaupmætti hefur tak-
markað möguleika fólks á að ráðast
í slíkar framkvæmdir.
Hvað opinberu byggingarnar varð-
ar er ljóst að nú er mjög hagkvæmt
að leggja út í framkvæmdir. Mjög
hagkvæm tilboð berast í verkefnin,
atvinnuleysi minnkar og kostnaður
vegna atvinnuleysisbóta lækkar.
Gagnvart íbúðarbyggingum er ljóst
að þörf er á opinberri aðstoð við að
fjármagna slíkar framkvæmdir með
langtímalánum á hagstæðari kjörum
en nú bjóðast í almennum lánastofn-
unum. Samkvæmt núverandi reglum
um húsbréfalán verður viðkomandi
viðgerð að vera meiri en sem nemur
1 millj. króna til þess að teljast láns-
hæf. Þetta þak verður að lækka t.d.
niður í 200-300 þús. krónur. Með
því að gera viðhald byggingu frá-
dráttarbært til skatts eru húseigend-
ur hvattir til framkvæmda og hlutur
neðanjarðarhagkerfisins minnkar.
Veita þarf meira fé til rannsókna
og þróunar á aðferðum og efnum við
varanlegt viðhald bygginga, ending-
artími þeirra er of stuttur. Slík þróun-
arstarfsemi getur gefið íslenskum
byggingarfyrirtækjum bætta sam-
keppnisstöðu á erlendum mörkuðum
vegna svipaðra vandamála þar.
Höfundur er formaður
Rafiðnaðarsambands íslands og
skipar 11. sætið á framboðslista
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Bílamarkadurinn
MMC Lancer EXE '92, sjálfsk., ek. 31 þ.,
rafm. í rúðum, central læsing o.fl. V. 1090
þús., sk. á ód.
Toyota Corolla STD '90, rauður, 4 g., ek.
79 þ. V. 590 þús.
Toyota Corolla XL Sedan ’92, hvítur, 5
g., ek. 33 þ., vökvastýri o.fl. V. 830 þús.
Subaru Legacy Arctic 2,0 ’93, 5 g., ek.
aðeins 9 þ., álfelgur, rafm. í rúðum o.fl.
V. 2060 þús., sk. á ód.
Nissan Sunny 1600 SLX 4x4 ’90, 5 g.,
ek. 70 þ., rafm. í rúðum o.fl. V. 830 þús.,
sk. á ód.
MMC Colt GLX '89, rauður, 5 g., ek. 85
þ. V. 690 þús., sk. á ód.
Daihatsu Charade TX '90, 5 dyra, 5 g.,
ek. 73 þ. V. 590 þús.
Subaru Justy J-12 '87, 5 g., ek. 96 þ.,
sóllúga o.fl. V. 390 þús.
Volvo 440 GLT ’89, 5 g., ek. 80 þ., álfelg-
ur, spoiler o.fl. V. 810 þús., sk. á ód.
MMC Lancer EXE ’92, hlaðbakur, dökk-
blár, 5 g., ek. aðeins 15 þ., rafm. í öllu
o.fl. V. 1160 þús., sk. á ód.
Nissan Micra GL '91, 5 g., ek. 45 þ.
Toppeintak. V. 590 þús.
MMC Pajero V-6 ’91, 5 g., ek. 40 þ., ál-
felgúr, rafm. í rúðum o.fl. V. 1890 þús.,
sk. á ód.
Honda Civic LSi ’92, 3ja dyra, 5 g., ek.
40 þ., álfelgur, rafm. í rúðum o.fl. V. 1150
þús.
Lada Samara 1500 '91, 5 dyra, 5 g., ek.
51 þ. V. 390 þús.
MMC Galant GLSi hlaðbakur ’92, sjálfsk.,
ek. 40 þ. V. 1450 þús.
MMC Colt GLX '90, 5 g., ek. 70 þ., rafm.
í rúðum o.lf. V. 750 þús., sk. á ód.
MMC Lancer GLX hlaðbakur ’90, 5 g.,
ek. 87 þ., þjónustu og smurbók frá Heklu.
V. 820 þús. Tilboðsverð kr. 730 þús. stgr.
Nissan Sunny 1.6 SLX hlaðbakur '91,
rauður, 5 g., ek. 53 þ., álfeígur, spoiler,
rafm. i rúðum o.fl. V. 950 þús.
Dodge Dakota Sport 4 x 4 ’91, vsk-bíll, 6
cyl., 5 g., ek. 50 þ., 4ra manna. V. 1490
þús.
Chevrolet Blazer Thao S-10 '87, sjálfsk.,
rafm. í öllu, ek. 108 þ., álfelgur o.fl. Gott
eintak. V. 1150 þús., sk. á ód.
Renault 21 GTX Nevada 4x4 station
'90, dökkgrænn, 5 g., ek. 61 þ., rafm. í
rúðum o.fl. V. 1180 þús., sk. á.ód. ^
MMC Lancer GLX station 4x4 '88, silf-’‘
urgrár, 5 g., ek. 69 þ., rafm. í rúðum,
centrallæs. V. 750 þús., sk. á ód.
Toyota Double Cab V-6, 4,3I '89, rauður,
sjálfsk., 6 cyl., ek. 30 þ. á vél, 44“ dekk.
Mikið breyttur. V. 1590 þús. stgr.
Fjörug bflaviðskipti
Vantar góða bíla á sýningarsvæðið.
Toyota Landcruiser turbo diesel,
árg. '91. ek. 58 þús. km., gullsans.
Bílasala Garðars
Cj' .C///////W. /J/V'
Nóatúni 2 • 105 Reykjavík
Sími 619615
Vantar nýlega bfla
á staðinn og skrá.
Mikil sala.
MMC L-300, 4x4 Minibus, árg. '89,
tveggja lita/blár, ek. 97 þús. km. Einn-
ig árg. '89, turbo, diesel.
Daihatsu Charade CS, árg. '91, grár,
ek. 19 þús. km. Einnig 4 d. SG, árg.
'91, ek. 30. þús.
MMC Colt GL, árg. '91, silfurgrár,
ek. 84 þús, tilboðsverð 510 þús.stgr.
Toyota Carina E 2000 Classic, árg.
'93, flöskugrænn, ek. 17 þús.
Nissan Sunny SLX, árg. 91, 4 d.,
hvítur, ek. 55 þús.
Volvo 240 GL station, árg. '87, blár,
ek. 91 þús., beinsk.
Volvo 240 GL, árg. '88, blár, ek. 117
þús,, sjálfsk.
Nissan Sunny SLX, árg. '91, græn-
sans., 3 d., ek. 27 þús. km.
Toyota Touring GLi, , árg. '92, ek.
Vantar hjól á
Toyota Corolla XL, árg. '91, gull- ctaAínn
sans., ek. 60 þús. km. OimJIIIII.
Daihatsu Ferosa EL 2, árg. 90, tvílit-
ur grár, ek. 89 þús.