Morgunblaðið - 19.04.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1994
17
Að vera þjóð með þjóðum
eftir Valgerði
Bjarnadóttur
Utanríkismál eru í uppnámi á
íslandi þessa dagana. Við örþjóðin,
sem hefur sloppið við að vera köll-
uð svo og hefur verið talin til
smáþjóða, stöndum allt í einu
frammi fyrir því að vinaþjóðirnar
eru allar að fara í annað félag.
Eftir stöndum við, félagslaus, ein-
semdin sviptir hulunni, við hættum
að vera smáþjóð og verðum ör-
þjóð. Nú þarf að tefla rétt. í fyrsta
lagi þarf að sjá svo um að við
höldum þeim réttindum fyrir fólk
og fyrirtæki sem samdist um í
samningum um Evrópska efna-
hagssvæðið og tiyggja okkur þar
með gegn efnahagslegri einangr-
un. I öðru lagi að finna vettvang
til bollalegginga og samráðs með
öðrum þjóðum og tryggja okkur
þar með gegn pólitískri einangrun.
I þriðja lagi að gera nauðsynlegar
ráðstafanir til að við getum fylgt
frændþjóðunum inn í Evrópusam-
bandið og tryggja okkur þannig
til langframa gegn hvoru tveggja
efnahagslegri og pólitískri ein-
angrun.
Valið stendur ekki á milli þeirra
tveggja kosta að leita annars veg-
ar eftir aðild að Evrópusamband-
inu og hins vegar eftir tvíhliða-
samningum við það. Spurningin
er hvort við eigum jafnhliða tví-
hliðasamningum að leita eftir að-
ild. Ef við viljum ekki fórna þeim
réttindum sem við fengum með
EES-samningnum þurfum við
væntanlega að ná tvíhliða samn-
ingum við Evrópusambandið á
þessu ári, en ósennilegt er að sú
leikflétta sé til sem gerði aðild
okkar að sambandinu mögulega
fyrr en eftir nokkur ár. Ef norska
þjóðin samþykkir aðildarsamning-
ana og Noregur verður aðili að
Evrópusambandinu 1. janúar
1995, munu hafa liðið 26 mánuðir
frá því að aðildarumsókn var lögð
fram. Skýring á þessum stutta
„meðgöngutíma" er meðal annars,
að norskir ráðamenn, þeirra á
meðal norski forsætisráðherrann,
höfðu lýst stuðningi sínum við að
æskja aðildar all miklu fyrr en það
var endanlega ákveðið. í ýmsum
undirbúningi að aðildarviðræðum
við EFTA-ríkin, eins og kallað
var, var reiknað með þátttöku
Noregs, þó svo að formleg umsókn
lægi ekki fyrir.
Brýnasta verkefnið nú er að
huga að því, hvað við getum gert
úr EES-samningnum. Margir ótt-
ast að svo mörg vandkvæði komi
upp vegna stofnanahluta samn-
ingsins, að það leiði til þess að
samningurinn verði brotinn upp.
Væri þá komið fyrir okkur líkt og
Svisslendingum sem leita nú eftir
samningum við Evrópusambandið
um einstaka þætti EES-samnings-
ins. Ef sú staða kæmi upp óttast
ég að eina ferðina enn yrði megin
áherzla lögð á að ná „súper-samn-
ingi“ um fisk. Ég held að það yrði
mikil ógæfa. Ég held að það sé
einfaldlega ekki nóg af fiski í sjón-
um í kringum landið, jafnvel þó
við fengjum fyrir hann fullt toll-
frelsi inn á Evrópumarkað, til að
standa undir þeim lífsgæðum sem
íslenzka þjóðin gerir réttilega kröf-
ur til. Ég held að þess vegna sé
nauðsynlegt að halda opnum öllum
öðrum viðskipta-, atvinnu- og
menntunartækifærum sem þjóð-
inni býðst og samið var um í EES-
samningnum.
En EES-samningurinn er ekki
einungis mikilvægur frá efnahags-
legu sjónarmiði. I honum eru einn-
ig ákvæði um pólitískt samstarf,
sem eru lítilli, afskekktri þjóð ekki
síður mikilvægt en efnahagslega
samstarfið. Samningurinn kveður
á um þingmannasamstarf og sam-
starf aðila vinnumarkaðarins.
Fulltrúar þinga EFTA-landanna
eiga að funda með fulltrúum Evr-
ópuþingsins ekki sjaldnar en tvisv-
ar á ári. Sérstök ráðgjafanefnd
Evrópska efnahagssvæðisins er
mynduð, í henni eiga sæti fulltrúar
aðila vinnumarkaðarins frá EFTA-
löndunum og fulltrúar úr Efna-
hags- og félagsmálanefnd Evrópu-
sambandsins. Ólíklegt er að þetta
samstarf stjómmálamanna og
hagsmunaaðila verði annað en
dauður bókstafur þegar ísland er
eitt á aðra hliðina og ríkjasam-
stæða 16 ríkja á hina. Væntingar
um ný sambönd og óbein áhrif sem
slíkt samstarf gæti haft í för með
sér verða að engu. Á sama tíma
bendir flest til að botninn detti úr
samstarfi af þessu tagi sem við
höfum átt við hin Norðurlöndin.
Við þurfum að leita leiða til að
halda reisn okkar í samstarfinu
við Evrópusambandið og tryggja
áhuga sambandsins á nánum póli-
tískum tengslum. Kemur þá í hug
hvort einhveijir samstarfsmögu-
leikar séu með nýfijálsu ríkjunum
í Mið- og Austur-Evrópu. Ef slíkt
er orðað er sem hrollur fari um
viðmælendur. Virðist eins og
mönnum þyki lítið leggjast fyrir
„Ákvörðunin um að
æskja aðildar að Evr-
ópusambandinu er og
verður pólitísk ákvörð-
un. Hún verður ekki
reiknuð út né verður
hún tekin með því að
rýna í samninga sem
aðrar þjóðir hafa gert.“
íslendinga að ætla þjóð sinni að
vera í hópi þeirra skrælingja. Ég
hlýt að viðurkenna að mér finnst
þetta viðmót einkennilegt. Vænt-
anlega er þessa dagana á fáum
stöðum borin jafn mikil virðing
fyrir lýðræðinu eins og í þessum
fornu menningarríkjum. Það sem
skelfír viðmælendur hlýtur því að
vera fátækt þessara þjóða. Hug-
myndin er ekki um samstarf af
efnahagslegum toga, enda komum
við að litlu gagni í þeim efnum.
En við gætum hugsanlega átt
sameiginlega hagsmuni á stjóm-
mála- og stjómsýslusviði því við
eigum það sameiginlegt með þjóð-
Valgerður Bjamadóttir
unum í Mið- og Austur-Evrópu að
vera Evrópuríki, sem vill ekki
verða útundan í framþróuninni í
Evrópu, en er einhverra hluta
vegna ekki, enn sem komið er,
aðili að þeim félagsskap sem þar
mun ráða ferðinni næstu áratug-
ina.
Jafnframt því að tryggja okkur
gegn efnahagslegri og pólitískri
einangmn í nánustu framtíð þurf-
um við að gera það til langs tíma.
Hag okkar verður bezt borgið með
því að skipa okkur á bekk með
þeim þjóðum sem við eigum mest
sameiginlegt með og leitast eftir
aðild að Evrópusambandinu. Varla
þarf að taka fram að forsenda
staðhæfingar af þessu tagi er að
viðunandi aðildarsamningar náist.
Tæpast færi nokkur maður að
mæla fyrir því að ganga í félag
sem gerði þjóðina fátækari en ella.
Ákvörðunin um að æskja aðildar
að Evrópusambandinu er og verð-
ur pólitísk ákvörðun. Hún verður
ekki reiknuð út né verður hún tek-
in með því að rýna í samninga sem
aðrar þjóðir hafa gert. í kennslu-
bókum um stjórnun fyrirtækja er
mikið gert úr því að afdrifaríkasta
ákvörðunin geti oft verið sú að
ákveða ekki neitt. Trúi ég að í
þeim efnum sé líkt farið með þjóð-
um og fyrirtækjum. Stjómmála-
menn geta ekki lengur skákað í
því skjólinu að ekkert liggi á þess-
um efnum.
Höfundur er viðskiptafræðingur
og starfar bjá EFTA í Brussel.
Éɧ
Það er gamall oé góður siður
á SEMARDAGIIMV FYRSTA.
í dag og á morgun verða sannkallaðir sumardagar í Kringlunni.
Þar verða kynningar og sýningar og efnt verður til ýmissa leikja.
,lsland ofar öllu“, sýning á risastórum ijósmyndum Map Wibe Lund.
Verslanir Kringlunnar munu leggja áherslu á fallegar
og persónulegar vörur til sumargjafa. Fögnúm
sumarkomunni saman og gleðjum börnin okkar
og aðra ástvini með lítilli sumargjöf.
Kringlan óskar landsmönnum öllum glcðiiegs sumars
m
i sumarskapi
Afgi’ciðslutími Kringlunnar: Mánudaga lil funmtudaga 10-18.30
fösludaga 10-19 laugardaga 10-16
mái