Morgunblaðið - 19.04.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.04.1994, Blaðsíða 16
íé MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1994 Samkeppnishindran- ir skapa atvinnuleysi eftir Jóhann Rúnar Björgvinsson Á allra síðustu árum hefur við- skiptafrelsið aukist mjög milli þjóða. Evrópubandalagið hefur fengið víð- tækara hlutverk. Viðskiptabandalagi var komið á milli Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó. EES- og GATT- samningar hafa verið gerðir sem auka viðskiptafrelsið og múrar Aust- ur-Evrópu hafa hrunið sem leitt hef- ur til aukinna viðskipta við þær þjóð- ir. Þá hafa þjóðir eins og Kínveijar lagt sig fram um að efla til muna viðskipti og samstarf við aðrar þjóð- ir. Þessi þróun á alþjóðavettvangi í fijálsræðisátt snertir því flesta. Röksemdin hefur verið að við- skiptafrelsinu fylgir aukinn hagvöxt- ur og meiri velsæld fyrir jarðarbúa séð til lengri tíma. Ein meginhugsun- in að baki þessari viðleitni er að allt skuli vera fijálst og leyfílegt nema það sem er bannað, en fyrir slíku banni skuli færa réttmæt rök. Eldri hugsunarháttur hjá mörgum þjóðum var að flest skuli vera bannað nema það sem er leyfilegt og að færa skuli rök fyrir hinu leyfilega. Þjóðir eru að sjálfsögðu mjög mis- vel staddar hvað varðar að tileinka sér þessa nýju hugsun, þetta aukna viðskiptafrelsi, bæði í orði og á borði. Hjá sumum þeirra er meginhvatinn að auknu samstarfí við aðrar þjóðir hræðslan við að einangrast að öðrum kosti. Aðrar taka þátt í samstarfínu af heilum og opnum hug með viljann um að hafa áhrif á þróunina. Milli þessara tveggja póla „frelsis" og „banns“ sem hins almenna ástands er heilmikil gjá. í rauninni speglast munurinn milli austurs og vesturs eða milli forræðis- og fijálsræðis- hyggju í þessari hugsun. Á ríkisvald- ið að hafa auga og stjóm á sem flestu eða aðeins að vera þjónustuaðili við hina annars fijálsu þegna? Samkeppnisskilyrði Miklu skiptir fyrir þjóðir um hvernig þeim reiðir af við aukið við- skiptafrelsi að þær hugi að sam- keppnisskilyrðum hagkerfísins sem heildar. Að skilyrðin sem efnahags- lífíð býr við séu sambærileg þeim skilyrðum sem samkeppnisþjóðirnar búa við. í þessu samhengi skipta eftirfarandi atriði mestu: 1. Skattaálögur og opinber þjón- usta úr hófí geta gert samkeppnis- stöðuna mjög óhagstæða. Til að draga úr slíkum áhrifum hefur skattalöggjöf milli landa verið sam- ræmd. Sömuleiðis hefur verið dregið úr opinberri þjónustu þar sem hún hefur verið hvað mest. 2. Mismunandi lýðréttindi og gæð- akröfur milli landa geta einnig skekkt samkeppnisstöðuna. Löggjöf- in hefur því einnig verið samræmd þar. Margvíslegar gæðakröfur hafa til dæmis verið settar varðandi vörur og þjónustu sem gera samkeppnis- skilyrðin svipuð. 3. Við aukið viðskiptafrelsi er mjög mikilvægt að hagstjóm einstakra landa sé í samræmi við meginhag- stjórnarstefnu heildarinnar. Því þarf bæði peningastefnan og fjármála- stefna hins opinbera að taka mið af þessu. 4. Þá skiptir miklu fyrir þjóðir sem eru að opna landamærin fyrir aukn- um viðskiptum að huga að þáttum eins og vinnumóral, viðskiptasiðferði og framleiðni hagkerfisins. Getur verið að hið verndaða umhverfi hafí skapað skilyrði fyrir starfshætti sem ekki munu ganga í frjálsri sam- keppni við aðrar þjóðir og þurfa leið- réttingar við? 5. Að síðustu er mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir að hagkerfíð, sem samanstendur af fjölda mark- aða, starfar sem ein heild. Og því að samkeppnishindranir á vissum mörkuðum skekkja samkeppnisstöðu alls hagkerfisins. Markaðslögmál og samkeppnishindranir í hagkerfi þar sem markaðslög- málin fá ráðið ferðinni verður nýting vinnuafls og fjármagns með bestum hætti. Verðlagning vöru og þjónustu verður bæði eðlilegri og réttari miðað við nýtingu framleiðsluþátta og landsframleiðslan því mest á mann. Jóhann Rúnar Björgvinsson „Víðtækt viðskipta- frelsi og heilbrigð sam- keppni leiðir til réttlát- ari verðlagningar og góðrar nýtingar vinnti- afls og fjármagns.“ Með öðrum orðum víðtækt viðskipta- frelsi og heilbrigð samkeppni ieiðir til réttlátari verðlagningar og góðrar liýtingar vinnuafls og fjármagns. í hagkerfi okkar höfum við því miður ótal samkeppnishindranir sem koma í veg fyrir að ýmsir markaðir innan hagkerfísins starfi fijálst og eðlilega og nýti vinnuafl og fjármagn til fulls og myndi hið rétta markaðs- verð. Landbúnaðurinn er gott dæmi í því samhengi. Einnig hið mikla samráð sem ráðandi er við verðlagn- ingu á margs konar þjónustustarf- semi og sérfræði- og iðnþjónustu (hátt einingarverð). Þá er samkeppni á mörgum mörkuðum verulega áfátt vegna viðskiptahindrana; bæði sam- keppni milli innlendra aðila og við erlenda aðila. Afleiðing viðskiptahindrana er að einingarverð þeirra vara og þjónustu sem njóta verndar verður of hátt miðað við hvað væri eðlilegt við rétt- ar markaðsaðstæður. Vinnuaflið verður verr nýtt og framleiðnin slök. Hátt einingarverð er að sjálfsögðu hluti af verðlaginu og framfærslu- kostnaðinum og þar með hluti af kaupmætti launa. í hagkerfi okkar taka launasamningar yfírleitt ekki mið af afkomu einstakra atvinnufyr- irtækja eða atvinnugreina. Heldur er oftast um samflot stórra laun- þegasamtaka að ræða við launa- samninga. Við gerð slíkra samninga ræður framfærslukostnaðurinn og kaupmátturinn miklu. Launþegar þurfa jú að eiga fyrir lífsnauðsynjum. En það er einmitt hér sem sam- keppnishindranirnar hafa sín áhrif því hátt einingarverð á vöru og þjón- ustu í vernduðum greinum heldur uppi háu verðlagi og því hærra launa- stigi en ella miðað við óbreyttan kaupmátt. Flestar samkeppnisgrein- ar, þ.e. greinar í samkeppni við er- lendar afurðir, þurfa því að bera hærri launakostnað en þær þyrftu ef markaðslögmálin réðu ferðinni á sem flestum mörkuðum. Þær greinar bera m.ö.o. óhagkvæmnina, dulda atvinnuleysið og slöku framleiðnina í hinum vernuðu atvinnugreinum. Samkeppnisgreinar standa því mun verr að vígi en erlendir samkeppnis- aðilar þeirra. Enda hefur innlend iðn- aðarframleiðsla stórlega dregist saman undanfarin ár og verslun flust að hluta úr landi. Lægra launastig við óbreyttan kaupmátt myndi bæta verulega samkeppnisstöðu þessara atvinnugreina. Raunsæ atvinnustefna Mjög mikilvægt er að gera sér vel grein fyrir þessu efnahagslega sam- hengi. Ef ætlunin hér á landi er að taka þátt í auknu viðskiptafrelsi umheimsins þá er ekki hægt til lengri tíma litið að hafa verulegar við- skiptahindranir á vissum mörkuðum hagkerfísins nema það leiði til verri samkeppnisskilyrða hinna fijálsu at- vinnugreina. Vernduðu störfin skapa með öðrum orðum atvinnuleysi í sam- keppnisgreinunum. Slík verndar- stefna gengur aðeins upp í tiltöiulega lokuðu hagkerfí og mun því fyrr eða síðar leiða til skipbrots í auknu við- skiptafrelsi. Hér þarf því lífsnauðsyn- lega raunsætt og kalt mat. Það er auðvitað hægt að þráast við og sjá samkeppnisgreinarnar hægt og bít- andi fara halloka fyrir erlendum sam- keppnisaðilum. Sjá verkefnin tapast úr landi og atvinnuleysið aukast í þeim greinum. Úrræðin eru hins veg- ar aðeins tvö. Annars vegar að taka ekki þátt í auknu viðskiptafrelsi og hafa hér tiltölulega lokað hagkerfi. Atvinnuleysið myndi verða minna en séð til lengri tíma myndu lífskjörin hér á landi dragast verulega aftur úr lífskjörum annarra þjóða. Hin leiðin er að gera sér grein fyrir þessu efnahagslega samhengi og afnema viðskiptahindranir hægt og bítandi með sem minnstum kostn- aði fyrir samfélagið. Það er auðvitað ljóst að fyrst í stað myndi atvinnu- leysið aukast meðan hið dulda at- vinnuleysi í vernduðu greinunum kæmi í ljós. En til lengri tíma litið myndi atvinnuástandið batna um- talsvert þar sem staða samkeppnis- greinanna batnaði verulega. Tíma- bundnar stuðningsaðgerðir vegna aukins atvinnuleysis eru því nauð- synlegar, en þær geta t.d. verið í formi aukins framlags til endur- menntunar, samgönguúrbóta, stuðn- ingsverkefna, virkari húsa- og jarða- kaupamarkaða, flutningsbóta vegna aðsetursbreytinga og svo framvegis. Með aukinni samkeppni ávinnst aukin framleiðni. Verðlag verður lægra og sambærilegra við önnur lönd. Launajöfnuður verður meiri miðað við vinnuframlag. Iðngreinar og verslun verða samkeppnishæfari. Hagvöxturinn eykst og því lands- framleiðslan og atvinnuleysið minnk- ar til lengri tíma litið. Tekjur ríkis- sjóðs verða meiri og jafnvægið betra í ríkisbúskapnum. Og að síðustu má búast við að þjóðin verði agaðri, vinnusvikin minni og viðskiptasið- ferðið stórum betra. Það er svo annað mál hvort hið íslenska stjómmálakerfi geti tekið á þessum vanda. Hvort það geti horft það langt fram í tímann og litið fram- hjá skammtímavöldum og lýðhylli. Hvort það geti kynnt og barist fyrir þjóðþrifamálum sem þjóna hagsmun- um þjóðarinnar til lengri tíma. Hvort það sé ekki dæmt til að fara hina færeysku leið þar sem vandinn er ekki ræddur af raunsæi, ekki nógu opinskátt og málefnalega. Þar sem pólitíkin er látin lönd og leið en ábyrgðarleysið, þjónkun við hags- munasamtök og löngunin til að sitja við völd yfirstígur langtímahagsmuni þjóðarinnar. Höfundur er þjóðhagfræðingur. í minningu tann- læknatrygginga eftir Sigurjón Benediktsson Móðir hringir í mig og biður um viðtal. Vandamál hennar er að hún á tvö börn sem fara til tannlæknis. Börnin eru ekkert vandamál. Þau eru indæl og vel gerð. Vandamálið er ég, tannlæknirinn. Ég skrifaði heim með börnunum að þau þyrftu að fara í tannréttingu. Eg skrifa slíka seðla iðulega og hef gert undanfarin ár. Móðirin tjáir mér að hún hafi hlýtt ábendingu minni og farið til tannrétt- ingasérfræðings og nú þurfi hún að velja. Annað barnið geti farið í tann- réttingu en hitt verði að sleppa því. Kostnaðurinn sem henni var gefinn upp var tvö til þijúhundruð þúsund krónur á hvort barn. Hún og maður hennar hafi 200.000 krónur í laun sameiginlega á mánuði og þau eigi annað barn til. Dæmið gangi ekki upp. Ég sem tannlæknir verði að segja henni hvort bamið hafí meiri þörf fyrir tannréttingu. Kerfið hrynur Þetta atvik átti sér stað fyrir um það bil einu ári og er að verða fastur liður í mínu starfí. Frekar er það ókræsileg iðja að dæma í slíkum til- fellum. Og ég fór að hugleiða: Hvers vegna? Hvað fór úrskeiðis? Hvað kom eiginlega fyrir? Tannlæknatryggingar voru settar hér í gang fyrir tuttugu árum. Eng- inn hafði rænu á að kanna áður tann- heilsu þjóðarinnar, svo rennt var blint í sjóinn hvað ætti að gera, og hvern- ig. Stjórnmála- og embættismenn héldu að því meiri peningum sem ausið væri í kerfíð, því betri væri árangurinn. Tékkinn hjá Trygginga- stofnun var óútfylltur og það var eins og það væri sjálfsagt að tann- læknakostnaðurinn hækkaði og hækkaði. Enginn hafði áhuga á árangri eða stefnu. Enginn horfði gagnrýnum augum á hvað væri að gerast. TR óx og bólgnaði, lækning- amar urðu aukaatriði. Og þetta end- aði með ósköpum. Tékkinn óútfyllti reyndist innistæðulaus og var raunar búinn að vera það lengi. Kerfið hmndi. Nú er svo komið að margir treysta sér ekki til að greiða þau 25% sem sjúklingar eiga að greiða fyrir tann- læknaþjónustu tryggðra eintaklinga á aldrinum 0 til 16 ára. Við erum að súpa seyðið af margra ára rugli og sóun í tannlækningatfyggingum og afleiðingin er sú að sá árangur sem kostaði alla þessa fjármuni, tutt- ugu milljarða á tuttugu árum, er að renna út í sandinn. Ekkert eftirlit Tryggingastofnunar ríkisins Allan tímann hefur kerfið verið eftirlitslítið eða alveg laust við slíka hnýsni. Rjóminn af kerfispeningun- um hefur runnið viðstöðulítið til hóps tannlækna í skjóli einhverrar sér- kunnáttu. Enginn virðist hafa gert sér grein fyrir í hvað megnið af pen- ingunum raunverulega fór. Trygg- ingastofnun ríkisins gat ekki einu sinni vitað hveijum var greitt hvað, fyrstu nítján ár þessa kerfis, hvað þá að eftirlitsskyldu hafi verið full- nægj;. Hvers vegna í ósköpunum var t.d. samningum ekki sagt upp við þá tannlækna sem greinilega misnot- uðu tryggingakerfíð? Sérfræðingar: Sjöfaldar tekjur Fyrir skömmu barst mér til eyrna að nú væri loksins til listi þar sem tannlæknum væri raðað eftir því hversu háa reikninga þeir hefðu sent Sigurjón Benediktsson „Hvers vegna í ósköp- unum var t.d. samning- um ekki sagt upp við þá tannlækna sem greinilega misnotuðu tryggingakerfið?“ TR á tólf mánaða tímabili. Vongóður um hátt sæti á iistanum (ég sinni um það bil 400 tryggingaþegum ár- lega) aflaði mér upplýsinga um þenn- an lista. En undrún mín varð mikil. í ljós kom að ég var í 32. sæti list- ans með rúmlega fímm milljóna króna reikninga til TR fyrir vinnu mína (35%) og efni og rekstur (65%). Sá hæsti á listanum var með þijátíu og tveggja milljóna króna reikninga til TR, sá næsti með 30.000.000 og sá þriðji með 20 milljóna króna reikn- ing. Engin ástæða er til að ætla að þetta sé eitthvað nýtt, svona hefur þetta verið frá árinu 1974. Vitað er að sérfræðingum er heim- ilt að taka 28--32% hærri greiðslur fyrir sín verk en almennur tannlækn- ir. Það sem undrar mig er sú stað- reynd að u.þ.b. 30% álag á taxta gefí vissum hópi tannlækna sjöfaldar tekjur venjulegs tannlæknis! Eða 700% hærri!! Er furða að eitthvað láti undan? Það er leitt að innan lítillar stéttar eins og tannlæknastéttarinnar skuli hafa þrifist þvílíkt rugl og dóm- greindarleysi í tuttugu ár. Á hinn bóginn er getuleysi Tryggingastofn- unar ámælisvert. Þar virðist fag- mennska vera óþekkt hugtak. Ekki er ég með þessu að öfundast út í sérfræðinga, starfsbræður mína. Ég vil að þeim vegni sem best. Ég hef raunar sérmenntun á hinu fræði- lega sviði tannlækninga sjálfur svo ég veit nákvæmlega hvað býr að baki sérmenntunar. Að lokum Að sjá árangur starfs síns og svita verða að engu er ömurlegt hlutskipti tannlækna í dag. TR og ráðuneyti heilbrigðismála bera ábyrgð á glóru- lausri nýtingu Ijármuna til tannlækn- inga á Islandi í tuttugu ár. Þessar opinberu stofnanir eru ekki starfi sínu vaxnar. Þær vilja fúsk og fúsk- ið er þeirra. Já, ömurlegur er minnis- varði tuttugu ára tannlæknatrygg- inga á íslandi. Höfundur er tannlæknir á Húsnvík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.