Morgunblaðið - 19.04.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. APRIL 1994
7
Morgunblaðið/Arni Sæberg
Lögregluskólinn í heimsókn hjá Landhelgisgæsltinni
NEMENDUR Lögregluskóla ríkisins fóru fyrir skömmu í heimsókn til
Landhelgisgæslu Islands. Að sögn Gæslunnar hefur rikt mikil samvinna
á milli Gæslunnar og lögregluyfirvalda um landið og hefð er komin á
þessar heimsóknir.' Nemendurnir voru um borð í varðskipinu Óðni og
nutu þar leiðsagnar skipherrans, Kristjáns Þ. Jónssonar, og manna hans.
Með í för voru þrír kennarar. Þá heimsóttu nemendurnir flugdeild Gæslunn-
ar.
Magnús
áfrýjar til
Hæstaréttar
MAGNÚS Guðmundsson
kvikmyndagerðarmaður
ætlar að áfrýja til Hæsta-
réttar dómi Héraðsdómi
Reykjavíkur í máli sem
Edda Sverrisdóttir höfðaði
gegn Magnúsi.
Héraðsdómur dæmdi
Magnús til að greiða Eddu
ógoldin laun vegna vinnu við
gerð sjónvarpsmyndarinnar
Lífsbjörg í Norðurhöfum. Þá
var honum einnig gert að
greiða henni miskabætur
vegna breytinga á myndinni,
sem hún ætti höfundarrétt að.
Bílvelta við
Reynisstað
Sauðárkróki.
RETT fyrir klukkan níu árdegis
á sunnudagsmorgni barst lögregl-
unni á Sauðárkróki tilkynning frá
vegfaranda um að bifreið lægi
utan vegar norðan brúar á Stað-
ará við Reynisstað.
Stór sendibifreið var á leið til
Sauðárkróks frá Akureyri og stað-
festu sjónarvottar að bifreiðinni hefði
yerið ekið fram hjá Varmahlíð eftir
kl. 8.30. Okumaður, sem var einn í
bifreiðinni, missti vald á henni, lenti
utan í brúarriðinu, komst yfír brúna,
en fór síðan allmargar veltur og
hafnaði inni á túni vestan vegarins.
Lögreglan og læknar frá Sjúkra-
húsinu á Sauðárkróki komu á slys-
stað nokkrum mínútum eftir að til-
kynning barst og var ökumaðurinn,
sem var mjög alvarlega slasaður,
fluttur með sjúkraflugi til Reykjavík-
ur. Bifreiðin er gjörónýt. _ gg
Blönduós
Signrlaug
sigraði í
Asía
austræn
°g
heillandi!
/ /n • •• •
proikjon
Blönduósi.
SIGURLAUG Hermannsdóttir
bankastarfsmaður varð hlut-
skörpust í opnu prófkjöri sjálf-
stæðismanna sl. fimmtudag og
hlaut flest atkvæði í 1. sæti fram-
boðslista sjálfstæðismanna í kom-
andi sveitarsljórnarkosningum.
í 2. sæti varð Ágúst Þór Bragason
garðyrkjustjóri og Óskar Húnfjörð
framkvæmdastjóri í 3. sæti. Rúnar
Þór Ingvarsson rafvirkjameistari
varð fjórði og Guðmundur Guð-
mundsson húsvörður hlaut 5. sætið.
Átta einstaklingar gáfu kost á sér
og 66 greiddu atkvæði. j^n gig
Asía er stærsta og fjölbreytilegasta álfa heims. Þar eru íburðarmiklir ferða-
mannastaðir með glæsileika á hverju strái og menningarsamfélög sem
varðveita fornar hefðir og lifnaðarhætti. Matargerðarlist í Asíu er heims-
fræg og menning og listir Asíubúa byggja á mörg þúsund ára hefð.
SAS og Flugleiðir bjóða upp á fjölmarga ferðamöguleika til Asíu og
auðvelt er að sameina viðskiptaferðina og fríið með fjölskyldunni.
Komið og fáið nýjan og glæsilegan ferðabækling um Asíu.
Keflavík - Bangkok.....................79.000*......................89.000**
Keflavík - Singapore...................89.000*.................... 99.000**
Keflavík - Hong Kong...................89.000*......................99.000**
®]Stillingí
SKEIFUNNI 11 • S(MI 67 97 97
Keflavík - Peking.......................93.000*.
Keflavík - Tokyo........................93.000*.
.103.000**
.112.000**
‘Bókunarfyrirvari 14 dagar.
Lágmarksdvöl 6 dagar, hámarksdvöl 1 mánuður. Barnaafsláttur 50%.
“Bókunarfyrirvari enginn.
Lágmarksdvöl engin, hámarksdvöl 9 mánuðir. Bamaafsláttur 50%.
Íslenskur flugvallarskattur er 1.340 kr.
Hafðu samband við söluskrifstofu SAS eða Flugleiða eða ferðaskrifstofuna þína.
SAS, sími 622211. Flugleiðir, sími 690300.
ff/f íSffS . FLUGLEIÐIR