Morgunblaðið - 04.05.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.05.1994, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKÚDAGUR 4. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Horfnir svipir MYNÐUST Gallcríi Sævars Kar Is LEIROGGIFS Þórey Magnúsdóttir Tíl 20. maí - Aðgangur ókeypis MAÐURINN sjálfur í óendan- legum fjölbreytileik sínum hefur frá fyrstu tíð verið myndlistar- mönnum drjúgt viðfangsefni. Sjaldnast er það yfirborðið eins ogþað birtist í andlitsfalli manna, sem heillar eitt og sér; fremur leita listamenn eftir því sem býr að baki, þeirri hugsun, harmi og gleði, sem skapar þann persónuleika og sál sem geislar af einstaklingnum. Orðstír ýmissa listamanna byggist öðru fremur á hæfi- leikum þeirra til að nema það sem ekki sést berum augum utan á fólki, og koma því á framfæri í gegnum listmiðil- inn; er þar skemmst að minnast jafn ólíkra verka sem sjálfsmynda manna eins og Rembrandts og van Goghs, og höggmynda Sigurjóns Olafsson- ar. Allir þessir listamenn höfðu til að bera einstaka hæfileika á þessu sviði. Þetta viðfangsefni er alls ekki horfið af vettvangi samtímalist- ar, og enn er ungt fólk að leita leiða til að takast á við það í samhengi nýrra tíma. í Galleríi Sævars Karls stendur nú yfir fyrsta einkasýning Þóreyjar Magnúsdóttur, en hún sýnir hér verk unnin í leir og gifs, sem öll (með einni mikilvægri undan- tekningu) eiga það sameiginlegt að bera með sér andlitssvipi, sem listakonan hefur gripið á lofti, og formað með fornlegum hætti, Þórey Magnúsdóttir þannig að minnir mest á dular- fullar grímur. Sýningu sína kallar Þórey „Hrif", og í lítilli sýningarskrá segir hún m.a.: „Andlit streyma fram hjá þér, í kringum þig, gegnum þig í óendanlegu mann- hafinu. ... Eitt lítið andartak, svipur eðasvipbrigði geymast í leirnum." Út frá þessum grunni hefur hún unnið þau andlit, sem mynda þring í sýningarrýminu; þar ganga fram bergrisar, prest- ar, maddömur og bændur, sem hver um sig ber persónulegan svip og merki þess lífs, sem hrær- ist að baki. Verkin eru ýmist unnin með grófu móti í leir eða gifs, flött út eins og skildir eða líkjast dauðagrímum; ofan í þau eru bornir jarðlitir, brúnir og grænir, sem gefa myndunum enn forn- eskjulegri blæ en ella. Þessar myndir eru síðan festar með járnteinum í stein- blakkir eða rekavið- ardrumba, þannig að formfestan verður mikilvægur þáttur sýningarinnar; loks kallast sambærileg verk á og mynda fjöl- breytt jafnvægi yfir gólfið. Þar er síðan staðsett eina verk- ið sem er annars eðlis — og er um leið kunnuglegt tákn, eða eins og listakonan segir í skránni: „Hringurinn lokast. Dýrið bítur í sjálft sig, eins og lífið. Ekkert upphaf — enginn endir." Þóreyju tekst vel upp með þessari fyrstu einkasýningu sinni, og kemur ágætlega til skila þeim mismunandi manngerðum, sem hún stefnir að. Yfirskrift sýningarinnar á einnig vel við, enda verður kynning okkar af einstaklingum í mannhafinu sjaldnast meira en andartakshrif, sem birtast — og hverfa aftur á næsta augnabliki. i SYNINGAROPNUN er gleðistund. Sköpun listaverks MYNDUST Kjarvalsstaðir HÖGGMYNDIR Ólafur Sveinn Gíslason Til 8. maí - 300 kr. Sýningarskrá 900 kr. AF ALKUNNU hæglæti sínu má segja að Marcel Duchamp hafi varpað einni skemmtilegustu sprengju aldarinnar inn á listasviðið árið 1917, þegar hann sendi pissu- skál sem framlag sitt (undir dul- nefni) á samsýningu, þar sem sýn- ingarnefnd hafði ákveðið að allir skyldu fá að sýna það sem þeir vildu. Skálinni var hafnað þrátt fyrir áður auglýst frelsi listamanna, en spurningin lifir síðan: Af hverju markast listaverk? Hið hefðbundna svar hefur lengst af verið að listaverk sé það sem listamaður skapar með eigin hendi, helst af nokkurri tæknilegri getu; Duchamp hélt því fram að með því að einu að velja væri lista- maður að skapa listaverk. Enn rót- tækari kenning frá þessari öld er sú að hugmyndin sé það sem mark- ar listaverkið; útfærsla hennar geti þess vegna verið í höndum annarra. Loks má nefna þá listmenn, sem varla skilja eftir sig nein listaverk, eins og t.d. Christo, sem þrátt fyrir það hefur unnið niörg eftirminnileg- ustu verk aldarinnar í myndlistinni með því að tjaida fyrír dali, pakka inn strandlengjum og stórhýsum (næsta verkefni: Þinghúsið í Berlín) og umgirða eyjar; hvert tilvik fyrir sig hefur verið þaulskipulagt ferli frá upphafi til enda, allt frá mæling- um, aðdrætti efna, uppsetningu, niðurrifi, frágangi og hreinsun. Hið eina sem til er um þau verkefni sem eru að baki eru heimildir í formi uppdrátta, teikninga, ljósmynda — engin listaverk í hefðbundnum skilningi þess orðs. Þessi vandkvæði með skilgrein- ingu listaverks koma strax upp í hugann þegar litið er til sýningar Ólafs Sveins Gíslasonar í miðrými Kjarvalsstaða. Sýningin er síðasti þáttur af þremur í samvirku ferli, sem hófst með sýningu í Norrænu listamiðstöðinni í Sveaborg við Helsinki á síðasta ári og var fram haldið í Kaupmannahöfn, en lýkur hér. Þessi samvirkní kemur best í ljós með sýningarskrá, sem nýlega er komin út, og hefur að geyma myndir frá opnun sýningarinnar á Kjarvalsstöðum jafnt sem hinum stöðunum, og er þannig endanleg heimild um alla þætti sýningarinn- ar. Sýningin ber yfirskrifina „Vern- issage" sem er nafnorð úr frönsku og er haft um eins konar forsýn- ingu, þar sem vinir og útvaldir fé- lagar listamannsins fá að skoða verkin áður en endanlega er gengið frá þeim; þá gefst síðasta tækifæri til viðbóta og breytinga áður en lakkað („ferniserað") er yfir, og listaverkin verða lokuð og endan- leg. Eins og flestir þekkja eru opn- anir sýninga fyrst og fremst félags- legar samkomur, þar sem listin er í aukahlutverki, en listafólk og gestir í aðalhlutverki. Ólafur hefur nýtt sér þetta félagslega gildi og sett hina þrjá aðskildu þætti í mark- visst samhengi, að hluta til með því að virkja gestina við opnun sýn- inganna. I Sveaborg voru aðeins stallarnir frá hans hendi, en gest- irnir breyttu heildarmyndinni (tóku vitandi eða óafvitandi þátt í sköpun- inni) með því að leggja vínglös og rusl frá sér á stallana. í Kaup- mannahöfn voru stallar sýndir með glösunum frá Sveaborg í þeirri upp- röðun, sem varð til þar; gestirnir í Kaupmannahöfn gátu bætt við og breytt því sem listamaðurinn setti fyrir þá, í anda yfirskriftar sýning- arinnar. Á Kjarvalsstöðum standa gestir loks frammi fyrir orðnum hlut, „fait accompli"; stallarnir með vínglösunum standa undir háum hlífum úr plexígleri, og engu verður breytt. Það er búið að lakka yfir, verkin eru lokuð og endanleg. Þannig verður að skoða þessar þrjár sýningar (þessa þrjá þætti) í rökréttu samhengi við yfírskriftina. Enn situr þó eftir spurningin: Hef- ur/hafa listaverk orðið til, og ef svo er, hvenær gerðist það á þessu ferli? Því verður hver að svara fyrir sig, en Ölafur hefur með höndlun sinni á þessu viðfangsefni sýnt enn á ný að hann hefur gott auga fyrir því á hvern hátt má gera hið einfalda flókið, en um leið áhugavert og vel til þess fallið að vekja nokkra um- ræðu um skilgreiningar, sem listin verður sífellt að vefengja. í heild sinni lýkur þessu rann- sóknarverkefni Ólafs raunar ekki fyrr en eftir lokun sýningarinnar á Kjarvalsstöðum. Þá fyrst kemur fram svar við spurningunni um hvort listaverk hafí orðið til eður ei; ef reynt verður að varðveita í núverandi formi einhverja þá upp- setningu, sem getur að líta I mið- rými Kjarvalsstaða, hafa þeir sem það gera helgað þann stall sem listaverk; verði hins vegar allt tekið niður — stallarnir settir í geymslu, glösin þrifm og sett upp í skáp — er ferlinu þar með endanlega lokið, líkt og hinum fjölbreyttu verkefnum Christo í gegnum tíðina. Eiríkur Þorláksson MSTAHDÍX Alinnréttingaij Hönnum og smíðum eftir þínum hugmyndum t.d. skápa, afgreiðsluborð, skilti, auglysingastanda, sýningarklefa o.mfl. Faxafenil2. Sími38 000 Morgunblaöið/Diðrik Jóhannsson Minningartónleikar í Borgarneskirkju Á TÓNLEIKUM í Borgarneskirkju fyrsta sumardag, sem tileink- aðir voru minningu Björns Jakobssonar frá Varmalæk, söng m.a. um 80 manna blandaður kór úr Freyjukórnum, kirkjukórum Hvanneyrar- og Stafholtssókna, Kveldúlfskórnum og Karlakórn- um Söngbræðrum. Stjórnandi var Hannes Baldursson. Á milli atriða las Jón Þórisson minningar sínar um Björn, Pétur Jóns- son Iék á orgel og Ingibjörg á píanó eftir Björn. Dagný Sigurðar- dóttir og Gunnar Örn Guðmundsson sungú einsðng. Karlakórinn Söngbræður og Freyjukórinn sungu lög eftir Björn. Hann hefði orðið 100 ára 5. júní næstkomandi. Þrjú hefti eftir verlaunahöfunda Sögur handa unglingum ÁRIÐ 1992 efndi Námsgagnastofnun í samvinnu við Samtök móðurmálskennara til samkeppni um stuttar sögur handa unglingum. Þrjár sögur voru verðlaunaðar en mælt var með nokkrum sögum til viðbótar til útgáfu. Verðlaunahöfundar voru þau Guðrún Kristín Magnúsdóttir og Þórður Helgasoh. Nú eru komin út þrjú hefti með sögum úr sam- keppninni eftir verðlaunahöfundana og tvo að auki, þau Andrés Indriðason og Herdísi Hubner. Heftin sem fylgja hér með eru; Sál bróðurins fjórar smásög- ur eftir Guðrúnu Kristínu Magnúsdóttur. Mynd- skreytingar önnuðust Guðrún Kristín Magnúsdóttir, Halldór Baldursson og Jakob Jóhannsson. Og enginn sagði neitt, tvær smásögur eftir Þórð Helgason og ein eftir Herdísi Hiibner. Teikningar eru eftir Hall- dór Baldursson. Bara okkar á milli, saga eftir Andr- és Indriðason. Teikningar eru eftir Jakob Jóhanns- son. Allar fjalla sögurnar um efni sem höfðar til unglinga á aldrinum tólv til fimmtán ára. Sögunum fylgja skýringar og ábendingar um umhugsunar-, umræðu- og ritgerðarefni. Guðrún Kristfn Magnúsdóttir Þórður Helgason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.