Morgunblaðið - 04.05.1994, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREIIMAR
Starfsmannastefna
og velferð sjúklínga
TILEFNI þessara greinarskrifa
er leiðari Morgunblaðsins föstudag-
inn 29. apríi sem ber yfirskriftina:
Verkföll og velferð sjúklinga. Mun
ég fjalla um efnið eins og það blas-
ir við mér sem afleiðing starfs-
mannastefnu ríkisins og Reykjavík-
urborgar og gera grein fyrir forsögu
þess að meinatæknar boðuðu verk-
fall.
Launaleiðréttingar
Meinatæknar gerðu fyrsta kjara-
samning sinn 1989 og fengu nokkr-
ar leiðréttingar í átt að þeim kjörum
sem aðrar háskólamenntaðar heii-
brigðisstéttir bjuggu þá við. Síðan
hafa laun meinatækna lítið breyst.
Meinatæknar hafa síðan dregist enn
frekar aftur úr í launum og lítið
gengið að ná fram kröfum sínum í
kjarasamningum. Jafnframt hefur
meintæknum gengið illa að fá leið-
réttingar í samráðsnefndum sem
fjalla um kjör milli samninga. Um
kjarabætur með breytingum á ráðn-
ingarsamningum hefur ekki verið
að ræða.
Er það vegna þess að meinatækn-
ar hafa ekki staðið í aðgerðum til
að þrýsta á um slíkar bætur?
Fjármála- og heilbrigðismálaráð-
herra sem og fulltrúar í samninga-
nefnd ríkisins hafa nú viðurkennt
að það hafí verið mistök að meina-
tæknar hafí dregist svo aftur úr
sambærilegum stéttum sem raun
ber vitni og það þurfí að leiðrétta.
Hins vegar er enn ágreiningur um
hversu miklar þær leiðréttingar
þurfí að vera og til hverra þær skulu
ná.
Verkföll fámennra hópa
í leiðara Morgunblaðsins á föstu-
daginn segir höfundur að engum
ætti að haldast uppi að beita verk-
fallsvopninu með þeim hætti að fá-
mennur hópur lami eða stöðvi starf-
semi stofnana.
Heilbrigðisstofnanir
hafa ekki forræði yfir
samningagerð við
starfsfólk nema í mjög
takmörkuðum mæli, en
liggja oft undir ámæl-
um stjómvalda fyrir þá
ráðningarsamninga
sem gerðir eru. Mikill
meirihluti þeirra sem
starfa í samninga-
nefndum ríkisins og
Reylqavíkurborgar er
fólk sem ekki hefur
þekkingu á störfum
heilbrigðisstarfsfólks
eða á þörfum heilbrigð-
isstofnanana. Starfs-
mannastefnan er í mol-
um og afleiðingin er sú að haldið
hefur verið aftur af kjörum fámenns
hóps meinatækna umfram aðra og
staðfastlega staðið á móti lagfær-
ingum. Meinatæknar áttu því ekk-
ert annað úrræði en að grípa til
verkfallsvopnsins. Meinatæknar em
í stéttarfélagi samkvæmt lögum um
Iq'arasamninga opinberra starfs-
manna. Félagi þeirra ber skylda til
að vinna að kjarabótum með þeim
aðferðum sem meirihluti félags-
manna ákveður. Meirihlutinn ákvað
að þrýst skyldi á kjarabætur með
löglegum hætti sem auk heldur
tryggir sjúklingum nauðsynlegustu
þjónustu og boðaði verkfall. Annað
mál er að landsmenn eiga heimtingu
á því að starfsmannastefna ríkisins
og Reykjavíkurborgar tryggi kaup
og kjör starfsmanna og vinnufrið á
heilbrigðisstofnunum.
Verkföll á sjúkrastofnunum
Leiðarahöfundur telur að óvíða í
þjóðfélaginu séu verkföll alvarlegri
en á sjúkrastofnunum.
Heils hugar er tekið undir það
að verkföll verða líklega hvergi al-
varlegri en á sjúkrastofnunum. í
nútímaþjóðfélagi sæmir stjómvöld-
um ekki að líða úreltar
og tímafrekar aðferðir
við samningagerð.
Velferð sjúklinga velt-
ur á því að til verkfalla
þurfi ekki að koma, en
séu þau staðreynd
verða stjórnvöld að
stuðla að því að verk-
föll taki eins skamman
tíma og mögulegt er.
Við vinnu sína beita
meinatæknar aðferð-
um gæðastjórnunar
þar sem markmið okk-
ar er að skila réttum
og raunhæfum rann-
sóknaniðurstöðum á
réttum tima með sem
minnstum tilkostnaði. Vinnubrögð
samninganefnda Reykjvíkurborgar
og ríkisins eiga ekkert skylt við
hugmyndafræði gæðastjórnunar og
eru til skammar.
Tíðar vinnudeilur
Leiðarahöfundur getur þess að
alvarlegt umhugsunarefni sé hversu
oft kemur til vinnudeilna á sjúkra-
húsum.
Undir það er einnig heils hugar
tekið og enn og aftur er ástæðan
sú sama, starfmannastefnan. Heil-
brigðisstarfsfólk er meðal launa-
lægstu starfsmanna ríkisins. Ástæð-
an er sú að þeir hafa óljósari viðmið-
un við almennan markað en ýmsar
aðrar stéttir með sambærilega
menntun. Þó svo að kannannir sýni
að landsmenn setji þessa þjónustu
ríkisins efst í þarfalistann hefur það
síður en svo endurspeglast í vinnu-
aðstæðum eða launakjörum heil-
brigðisstarfmanna. Afleiðingin er
ekki aðeins tiðar vinnudeilur heldur
einnig versnandi starfsandi, skert
starfsstolt, minna þol gagnvart nún-
ingi við stjómendur stofnananna og
það sem alvarlegast er, meiri hætta
á mistökum í starfí. Verðugt verk-
Martha Á.
Hjálmarsdóttir
efni ríkis- og borgarstjóma á næst-
unni er að endurskoða starfsmanna-
stefnu sína með velferð sjúklinga,
starfsmanna og heilbrigðisstofnana
í huga. Við heilbrigðisstarfsmenn
verðum að fá frið til að sinna vinnu
okkar og efla það starf sem fram
fer innan sjúkrastofnana til hags-
bóta fyrir sjúklinga.
Verkfallsréttur
í leiðaranum er talað um að heii-
brigðisstéttirnar þurfí að setjast nið-
ur með stjórnvöldum til að fínna
leiðir til lausnar á kjaradeilum sínum
með þeim hætti að velferð sjúkra
sé ekki stefnt í voða og að það sé
best gert með því að leggja verk-
fallsvopnið niður.
Stjórnvöld þurfa í fullri alvöru
að setjast niður með heilbrigðis-
starfsmönnum og finna raunhæfar
leiðir til þess að tryggja þeim mann-
sæmandi laun í samræmi við það
sem annars staðar tíðkast í þjóðfé-
laginu. Við núverandi aðstæður er
verkfallsrétturinn og aðrar aðgerðir
sem fela vinnustöðvun í sér neyðar-
vopn sem alltof oft þarf að grípa
til. Jafnframt er það deginum ljós-
ara að við þær aðstæður sem við
búum við er ekki því trausti fyrir
að fara hjá heilbrigðisstarfsmönnum
á viðsemjendum sínum að mögulegt
sé að leggja það niður. Reyndar tel
ég brýnt að allir launamenn eigi
alltaf að eiga kost á því að geta
gripið til verkfalls. Verkfallsvopnið
er baktrygging iaunamanna ef í
harðbakka slær. Bætt starfsmanna-
stefna tryggir að til þess vopns
þurfi ekki að grípa.
Réttur tími
Leiðarahöfundur telur sjálfsagt
að heilbrigðisstéttir eigi að vera vel
launaðar og búa við góð skilyrði,
en að ekki sé réttur tími núna til
að sækja kjarabætur til vinnuveit-
enda.
Svo lengi sem ég man hefur í
sérhveiju tilviki ekki verið talinn
réttur tími fyrir heilbrigðisstéttir að
sækja kjarabætur. Þegar illa árar
er ekki talinn réttur tími fyrir þá
að sækja launahækkanir. Þegar ár-
ferði var sem best í íslensku þjóð-
félagi skapaðist sá mikli launamun-
ur sem nú er á milli heilbrigðis-
starfsmanna og þeirra sem vinna á
almennum markaði. Þá var heldur
Verkföll verða líklega
hvergi alvarlegri en á
sjúkrastofnunum, segir
Martha Á. Hjálmars-
dóttir, sem kennir
starfsmannastefnu ríkis
og borgar um hvemig
komið er.
ekki talinn réttur tími fyrir ríkis-
starfsmenn til að sækja launahækk-
anir. Samkvæmt þessu kemur rétti
tíminn aldrei.
Þjóðarhagsmunir
Leiðarahöfundur staðhæfír að
ekki sé hægt að samþyklqa út frá
þjóðarhagsmunum að svo fámennur
hópur knýji fram kjarabætur sér til
handa.
Þegar hópar hafa verið launa-
sveltir umfram aðra eins og gerst
hefur með meinatækna þurfa þeir
óhjákvæmilega meiri hækkanir en
aðrir ef laun þeirra eiga að komast
í jafnvægi við iaun annarra. Þjóð-
hagslega er það ekki hættulegra að
meinatæknar hafí mannsæmandi
laun en t.d. þeir háskólamenn sem
hafa álíka langa menntun og vinna
á almennum markaði eins og við á
um fjölmiðlafræðinga ög viðskipta-
fræðinga sem vinna hjá einkarekn-
um ijölmiðlum. Hver kostnaður af
rekstri fyrirtækisins er og þar með
hvert áskriftargjaldið er hefur ahrif
á hag fjölmargra fjölskyldna. Ég sé
ekki meiri þjóðhagslega hættu af
því að ijölskyldur greiði hærra eða
lægra verð fyrir áskrift að ijölmiðli
fremur en hærri eða lægri skatt
fyrir heilbrigðisþjónustu. Reyndar
er annar munur þar á þegar um
þjóðfélagslega hættu er að ræða.
Fjölskyldan getur áfallalítið verið
án ijölmiðilsins en. ekki án heil-
brigðiskerfisins.
Höfundur er formaður
verkfallsstjórnar
Meinatæknafélags íslands.
Kork*o*Plast
Sænsk gæðavara
KORK-gólfflísar
með vinyl-plast-áferð
Kork*o*Plast:
í 10 geröum
Veggkork
í 8 gerðum.
Ávallt til
á lager
Aörar korkvörutegundir á lager:
Undiriagskork i þremur þykktum
Korkvélapakkningar i tveimur þykktum
Gutubaðstofukork
Veggtöflu-korkplötur í þremur þykktum
Kork-parkett venjulegt, í tveimur þykktum
&
Einkaumboö á íslandi:
Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
Ármúla 29 • Reykjavík • Sími 38640
Mat>l&
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLADASÖLUNNI
Á JÁRNBRAUTA-
STÖÐINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁDHÚSTORGI
Opið bréf til frambjóðenda
við sveitarsljórnarkosningar
ÁGÆTI frambjóð-
andi.
Undirbúningur
sveitarstjórnarkosn-
inga stendur nú sem
hæst, framboðslistar
og stefnuskrár eru
óðum að mótast og
það styttist í kjördag.
Félag íslenskra bif-
reiðaeigenda vill
gjaman koma á fram-
færi við væntanlegt
sveitarstjórnarfólk
örfáum atriðum varð-
andi samgöngur og
umferð.
í nútíma þjóðfélagi
eru góðar samgöngur
nauðsynlegur þáttur í atvinnu-,
félags-, heilbrigðis-, skóla- og
menningarmálum. Á Islandi em
samgöngumannvirki víða áratug-
um á eftir tímanum í samanburði
við það sem þekkist í nágranna-
löndum okkar. Þó að nokkuð hafí
miðað á síðasta áratug má ekkert
gefa eftir og þrýsta þarf áfram á
stjórnvöld að hægja ekki á fram-
kvæmdum heldur frekar auka
þær. Góð umferðarmannvirki
draga úr slysum og þar hafa for-
svarsmenn í þjóðfélaginu ábyrgð
og skyldum að gegna. Umferðar-
slysin á íslandi kosta að mati sér-
fræðinga um 7 milljarða á ári
hverju og er þá aðeins verið að
tala um hinar mælanlegu hag-
stærðir en ekki þann
mannlega harmleik
sem er fylgikvilli þess-
ara slysa.
Með stækkun sveit-
arfélaga verður nauð-
syn góðra samgangna
innan hvers umdæmis
brýnni, og ætla má að
víða þurfi samgöngu-
málin vissan forgang
við uppbyggingu stærri
heildar en áður.
Flutningur hráefnis,
svo sem fiskafla, milli
staða hefur aukist með
breyttum áðstæðum í
þjóðfélaginu. Öllum
sem til þekkja er aug-
ljós þáttur veganna á gæði þess
sem flytja þarf.
Öryggismálum umferðarinnar
er víða of lítill gaumur gefinn, en
líka má sjá fyrirmyndarverk. Að-
akstur til sveitarfélaga frá þjóðvegi
er andlit þess gagnvart ökumönn-
um og farþegum bifreiða er þang-
að leggja leið sína. Góð umferðar-
merking við innakstur í þéttbýli
veitir ókunnugum þá kennd að
öryggismálin séu í lagi, og minnir
heimamenn meðal annars á breytt-
an ökuhraða eftir langakstur á
hraðameiri vegum.
Blikkandi aðvörunarljós, sem
kvikna ef of hratt er ekið í átt að
þeim, eru umferðarruddum þyrnir
í augum og til mikils ama, en veita
Umferðarslysin á ís-
landi kosta um 7 millj-
arða á ári hveiju, segir
Björn Pétursson, for-
maður Félags íslenskra
bifreiðaeigenda, auk
þeirra mannlegu harm-
leikja sem eru fylgikvilli
slysanna.
góðum ökumönnum frekar vellíð-
an. Þess má geta að þessi aðvörun-
arljós á umferðarmerkjum eru ís-
lensk hönnun og framleiðsla og
kosta um 350.000 kr. án vsk. auk
uppsetningarkostnaðar.
Umferðarmerki má setja upp í
mismundandi stærðum, og til FÍB
hafa komið ábendingar um að
æskilegt væri að nota mismunandi
stærðir umferðarmerkja eftir stað-
bundnum aðstæðum. Fyrrnefndum
„hraðablikkljósum“ fjölgar allt of
hægt. Fullyrða má að góð umferð-
armerking gegni einnig forvarnar-
hlutverki í umferðinni og sé góð
fjárfesting.
Umferðarmerki eru líka máluð
eða á annan hátt sett á akreinar.
Úrtölufólk ræðir mest um að slík
merking sjáist ekki yfir hluta af
vetrinum eða slitni fljótt af vegum.
Því er til að svara að þegar færðin
er góð er mest þörf fyrir slíkar
merkingar. FÍB leggur til að sveit-
arstjórnir feli vel vörðum og vel
stjórnuðum flokkum ungmenna
gatnamerkingar, með tilheyrandi
fræðslu um umferðarmál þar sem
því er við komið, enda eykur slíkt
umferðarvitund og þekkingu og
berst til vina og félaga, — ungu
ökumannanna famtíðarinnar.
Öryggi gangandi vegfarenda er
forgangsmál í hugum bifreiðaeig-
enda. Staðsetning og merking
gangbrauta er mjög mikilvæg.
Sérstaklega þarf að hugleiða ferðir
skólabarna að vetrarlagi, í mis-
jafnri færð. Á þeim götum sem
snjóruðningstæki fara um vill oft
brenna við að rutt sé upp á gang-
stíga og umferð skólafólks þar með
beint út á göturnar. FÍB vill benda
á að þar sem umferðarþungi er í
nánd við skóla séu gerðar áætlanir
um ruðning gangstíga út frá skól-
um með tilliti tii safnleiða í næsta
nágrenni. Mörgum er annt um bíl-
inn sinn og er það vel, en heilbrigt
fólk tekur börn sín fram yfir allt
annað, og væntir þess að allir legg-
ist á eitt um að tryggja öryggi
þeirra.
Höfundur cr formaður Félags
íslenskra bifreiðaeigenda.
Björn Pétursson