Morgunblaðið - 04.05.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.05.1994, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM rl Leiklist Launin hækkuðu úr 300.000 FOLK dollurum í Jerry Hall í léttri dans- sveiflu með tengdamóður sinni, Evu Jagger. Dansað við tengda- mömmu EVA Jagger, móðir rokkhetjunnar Micks Jaggers, hefur að mestu hald- ið sig Qarri sviðsljósum fjölmiðla enda mun henni þykja nóg um alla þá athygli og umfjöllun sem sonur- inn hefur hlotið frá því hann sló í gegn með hljómsveitinni Rolling Sto- nes á öndverðum sjöunda áratugn- um. Eva stendur nú á áttræðu og hefur að sögn lítt verið gefín fyrir glamur og skemmtanir enda haft öðru að sinna um sína daga. Sú gamla lét þó til leiðast fyrir skömmu og brá sér á ball með tengdadóttur- inni Jerry Hall, en hér var um að ræða fjáröflunarskemmtun vegna hjálparstarfs í Bosníu. Jerry, sem er 37 ára gömul, var í miklu stuði á ballinu enda eiginmaðurinn víðs flarri við plötuupptökur, og áður en yfir lauk hafði henni tekist að drífa gömlu konuna með sér út á dans- gólfið. Ber heimildum saman um að þær tengdamæðgur hafi skemmt sér hið besta fram eftir nóttu. Rapparinn Tupac Shakur handtekin sjö milljónir Sex nýir leikarar verða í „Light Nights“ í sumar ►LEIKARINN Jim Carrey var einungis lítt.þekktur sjónvarps- leikari í Bandaríkjunum þegar hann tók að sér að leika gæludý- raspæjarann Ace Ventura í samnefndri bíómynd. Carrey, sem þáði um það bil 300 þúsund dollara fyrir leik í sinn í mynd- inni er nú sagður umsetinn til- boðum úr öllum áttum. Hefur hann þegar tekið að sér nýtt hlutverk og fær fyrir litlar sjö milljónir dollara! Ekki amaleg kauphækkun það. Carrey vakti athygli leikstjór- ans Tim Shadyac, sem leikstýrði Ace, þegar hann lék í grínþátt- unum „In Living Color“ og að sögn Shadyac kom aldrei neinn annar til greina sem spæjarinn Ace. „Ég sagði fólkinu hjá Morgan Creek strax að Carrey væri sá eini rétti, svo heillaður var ég af honum,“ sagði hann. Carrey hefur verið lýst sem blöndu af Robin Williams og Jerry Lewis og sú blanda virð- ist virka vel, því Ace Ventura var mánuð í fyrsta sæti yfir aðsóknarmestu kvikmyndir í Bandaríkjunum. Leikur Jims Carreys í Ace Ventura hefur komið honum áfram innan kvikmynda- heimsins. RAPPARINN Tupac Shakur sem lék á móti Janet Jackson í kvik- myndinni Poetic Justice var hand- tekinn um helgina fyrir að hafa í fórum sínum eiturlyf og óskráða byssu. Shakur er 22 ára og er þetta ekki í fyrsta sinn sem hann gerist brotlegur við lög. Seint á síðasta ári var hann handtekinn í tengslum við skotárás á tvo óeinkennisklædda lögreglumen og í desember var hann kærður fyrir kynferðisafbrot. Þá var hann einnig ákærður um að hafa í fórum sínum ólögleg vopn og var dæmdur til 45 daga þegn- skylduvinnu. Sjálfsvíg Cobains hafði mikil áhrif .á Eddie Vedder AÐEINS nokkrum vikum eftir að Kurt Cobain söngvari Nirvana framdi sjálfsmorð viðurkennir Eddie Vedder söngvari hljómsveitarinnar Pearl Jam, að á árum áður hafi hann hugsað um sjálfsmorð af og til. Hann sagði í samtali við Los Angeles Times að á aldrinum 15-16 ára hafi þessi hugsun ásótt sig oft á dag. Hann segist hafa verið einmana, nema í tónlistinni. Síðar hafi hlutimir farið að ganga betur, hann hafi feng- ið vinnu og þá skildi hann ekki í sjálfum sér að hafa leyft sér að hugsa þvílíkar hugsanir. „Ég hugsaði um alla þá tónlist og reynslu sem ég hefði farið á mis við, hefði ég framkvæmt það sem ég hugsaði," sagði hann meðal annars. Eddie varð mikið um þegar hann frétti lát Cobains og kvaðst hafa brugðist við á þann hátt að rústa hótelher- bergi sínu í Washington D.C. „og leið betur á eftir“. Hins vegar lýsti hann því yfir í viðtali við bresku popp- pressuna fyrir skömmu, að hann hygðist jafnvel hætta í tónlistinni, svo mikil áhrif hafði sjálfsvíg Cobains á hann. EDDIE Vedder er í hljómsveitinni Pearl Jam. KRISTÍN G. Magnús leikari og leikstjóri Ferðaleikhússins hefur ráðið sex nýja leikara fyrir „Light Nights“-sýningar leikhússins í sumar í stað þeirra sem starfað hafa þar undanfarin ár. Um er að ræða fjórar stúlkur og tvo pilta. „Þeir sem störfuðu hjá mér eru allir komnir til annarra starfa ýmist erlendis eða hér heima, en sumir þeirra höfðu unnið með okkur í allt að tíu ár,“ sagði Krist- ín í samtali við Morgunblaðið. „Þeir sem voru ráðnir eru allt ungt fólk, enda er ég hrifin af því að gefa' því tækifæri. Þau heita Guðmundur Helgason, sem er dansari hjá Islenska dans- flokknum, Níls Kjartan Guð- mundsson Narby, Bára Konný Hannesdóttir, Hulda Björg Her- jólfsdóttir Skogland, Ambjörg Valsdóttir og Nanna Kristín Jó- hannsdóttir. Þau eru ekki aðal- leikarar, en eru lifandi leikmynd og þurfa að geta tjáð sig í þöglum leik auk þess að geta dansað." Sýningamar, sem fara fram á ensku, heijast væntanlega 28. júní í Ijamarbíói, sem nýlokið er við að gera upp. Sú nýbreytni verður í sumar að boðið verður upp á sex sýningar í viku í stað fjögurra eins og verið hefur. David Gre- enall hjá íslenska dansflokknum semur og æfir dansana en Ríkarð- Morgunblaðið/Jón Svavarsson KRISTÍN G. Magnús leiksljóri Ferðaleikhússins notaði laugardag- inn síðasta til að prófa Ieikara, sem jafnframt geta dansað. ur Þórhallsson semur tónlistina. Að sögn Kristínar verður sýn- ingin í sumar nokkuð breytt frá því sem verið hefur í tilefni þess að 25 ár em liðin frá því sýningin var fyrst sett upp. „Ég er nú í vikunni að fara með hljóðupptöku til John Pulver í London, sem rek- ur eigið stúdíó. Hann samræmir hljóð — hvort sem eru leikhljóð eða tónlist — við 300 skyggnur og úr þessu verður fjölmynda- tækni, sem er stór hluti sýningar- innar. Þó svo að sögumenn og leikraddir heyrist er gaman að létta á dagskránni og leyfa fólkinu að sjá myndir í kynningunni og inn á milli atriða," sagði hún. Sögumaður ásamt Kristínu er Róbert Berman auk þess sem Jón Sigurbjömsson ljær rödd sína á móti Kristínu. Þess má geta að John Pulver starfaði lengi sem hljóðupptöku- maður, m.a. með Pink Floyd, en ákvað síðan að setja sjálfur upp eigið stúdíó, sem hann rekur enn í London. LILL-BABS með dætrum sínum. Lill-Babs er enn í fullu flöri og aldrei ánægðari ►SÆNSKA stjarnan frá árum áður, Lill- Babs eða Barbro Svensson eins og hún heitir fullu nafni, hefur varðveitt vel æskublóma sinn. Hún segist aldrei hafa verið eins ánægð með Hfið og nú, þrátt fyrir að tími hennar á toppnum sé löngu liðinn. Hún hefur skemmt fólki með söng í meira en 40 ár og verið vel þekkt. í haust kemur út bók sem fjallar um ævi hennar bæði hvað varðar einkalíf og skemmtanabransann. Lill-Babs er hringtrúlofuð Norð- manninum Olav Bjolstad en brúðkaupsdagurinn hefur ekki verið ákveðinn ennþá, þrátt fyr- ir að þau hafi verið saman í þijú ár. Lill-Babs á þrjár dætur, Monicu 39 ára, Malin 27 ára og Kristínu 23 ára, sem eru með henni á myndinni hér fyrir ofan. Auk þess er Lill-Babs orðin amma. Olav Bjalstad Ath! föstudagskvöldið 6. mai '&OSS HARMONIKUFÉLAG REYKJAVÍKUR HflTÍÐ HflRdioníKunnflR 1994 Tonleikar og stórharmoníkudansieikur á Hótel islandi föstudagskvöldið 6. mai 1994 i beinni útsendingu RÚV. Á dagskrá hátíðarinnar eru m.a. eftirtalin atriði: Stórsveit Harmoníkufélags Reykjavikur undir stjórn Karls Jónatanssonar. Úrval af bestu og vinsælustu harmonikukeikurum landsins ásamt danska harmonikusnillingnum Filip Gade koma fram á tónleikunum og eftirfylgjandi harmoníkudansleik. nom im.wi) SÍMI687111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.