Morgunblaðið - 04.05.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.05.1994, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞAÐ ER ef til vill að bera í bakkafullan lækinn að gera skól- ann enn og aftur að umtalsefni. Að undanfömu hefur Morgunblaðið birt nær daglega greinar þar sem menn hafa úttalað sig um mikil- vægi einsetins skóla og heilsdags- þjónustu innan skólanna. Ég verð að viðurkenna að framan af hef ég fylgst heldur lítið með þessari umræðu. En þar sem ég á tvö böm á grunnskólaaldri er mér málið vissulega skylt og þar kom að ég ákvað að kynna mér það þegar foreldra- og kennarafélagið við skólann hér í Mosfellsbæ hélt kynn- ingarfund um heilsdagssskólahug- myndina og einsetinn skóla. Viktor Guðlaugsson forstöðumaður skóla- skrifstofu Reykjavíkur hélt erindi á fundinum og svaraði meðal ann- arra fyrirspurnum foreldra og kennara. Menn deila vart um að einsetinn skóli er löngu tímabær. Hugmyndinni um heilsdagsþjón- ustu í skólum er líka brýnt að hrinda í framkvæmd vegna þeirra barna sem ekki hafa fastan dvalar- stað eftir skólatíma og eiga for- eldra sem vinna fullan vinnudag. Ég gat þó ekki varist þeirri hugsun á meðan ég hlustaði á mál Viktors og þeirra foreldra sem létu í sér heyra, að við værum að stefna í hreint óefni. Krafa foreldra virðist skýlaus; skólinn taki að sér að sjá um bömin svo lengi sem foreldrar eða foreldri telur sig hafa þörf fyr- ir, ekki einasta þá átta til níu mán- uði sem skólinn starfar heldur allt árið um kring að undanteknum venjulegum sumarleyfistima. Mér er fullljóst að í mörgum tilfellum er nauðsynlegt að finna dvalarúr- ræði fyrir böm á sumrin. En það er íjarri mér að halda að það sé svo almennt sem ætla mætti af viðbrögðum foreldra og forstöðu- manni skólaskrifstofu. Mér virðist það vera orðið hættu- lega sterkt hugmynda- afl í uppeldisumræð- unni almennt að for- eldrar eigi rétt á sífellt meiri þjónustu sem gerir bæði þeim og börnum þeirra kleift að dvelja sem lengst utan heimilis síns. Aherslan er röng eins og í mörg- um málum öðrum. Hún ætti með réttu að vera sú að fá þjónustu sem gerir þeim kleift að dvelja meira með böm- um sínum utan hefð- bundins skólatíma sem að ósekju má lengja um tvær klst. á dag. Með því gæf- ist öðru foreldrinu kostur á að vinna úti að hluta á meðan hitt vinnur fullan vinnudag. Auðvitað leysir það ekki allan vanda. Það ganga ekki allir jafnir til leiks í samfélag- inu okkar og það eru margir sem eiga ekki annan kost en að vinna fullan vinnudag frá börnum sínum. Þeim hópi þarf vitanlega að mæta með þjónustu eins og heilsdags- skóla. Ég er ekki viss um að sá hópur sem raunverulega þarf á slíku að halda sé svo hávær sem hinn sem krefst þess að eiga kost á þjónustunni ef honum býður svo við að horfa. Ég er ekki grunlaus um að marg- ur í hópi foreldra almennt sem nýta þjónustu dagvistarkerfisins eða skólakerfisins til hins ýtrasta séu í hópi þeirra manna sem hafa heill barna að áhugamáli ef ekki atvinnumarkmiði og verji þeim tíma sem börnin dvelja þar í að hoppa um.allar þorpagrundir til að leysa vanda annarra veglausra barna. Það sem kom einna verst við mig í máli Viktors Guðlaugssonar á umræddum fundi var sú staðhæfíng hans að lenging skóla- ársins væri það sem koma skyldi. Þegar ég spurðist fyrir um hvort hugmyndin væri þá sú að foreldrar gætu val- ið um lengra skólaár eða hvort böm yrðu skólaskyld langt fram á sumar var ekki ann- að á honum að skilja en að stefnt væri að lengri skyldutíma sem hann studdi þeim rök- um að hvergi tíðkaðist það erlendis að halda úti skólastarfi svo stuttan tíma sem hér væri gert. Það er ekki að spyija að óöryggi íslendinga þegar kemur að því að bera sig saman við aðrar þjóðir. Hann verður seint upprættur sá þráláti kvilli að setja jafnaðarmerki milli þess að fylgjast með því sem aðrar þjóðir eru að gera (oft af illri nauðsyn) og svo þess að apa það eftir á lítt gagnrýninn hátt. Það má líka benda Viktori á ef hann ekki veit að magn er ekki sama og gæði ef hann álítur að aðrar þjóðir standi betur að menntun barna sinna. Geti Viktor sýnt fram á það með rökum er sannarlega ástæða til að skoða málin betur. Ég spurði Viktor síðan hvort hug- myndin um lengra skólaár hefði fengið gagnrýni og ef svo væri í hveiju hún væri þá fólgin. Viktor virtist ekki hafa mikinn áhuga á að svara spurningu minni en sagði þó að landinn hefði fundið sér minna tilefni til að gagnrýna og benti á að hann gæti ímyndað sér að bændur t.d. væru ekki ýkja hrifnir af hugmyndinni um lengra skólaár. Lái þeim hver sem vill. Það væri forvitnilegt að sjá upplitið Lengra skólaár á að vera valkostur, segir Kristín Lilliendahl, annað væri á skjön við þau markmið, að styrkja fjölskyldutengsl fremur en að leita úrræða utan þeirra. á borgarbúum ef þeir þyrftu að rýra kjör sín og kosti vegna þess að bændum hentaði svo. Það var ekki erfítt að skilja meininguna á bak við svar Viktors og hún er furðuleg þegar hugsað er til þess að skólayfírvöld hafa undanfarið haft mörg orð um mikilvægi verk- menntunar og um verkmenningu alla og vilja draga úr ofuráherslu á bóklegt nám. Sú skammsýni virð- ist birtast í svari Viktors og í hug- myndum margra annarra sem mál- ið varðar að líta svo á að skólinn sé það afl sem helst og best sér börnum fyrir nauðsynlegri mennt- un. Það sem þau læra svo þess utan (t.d. í sveitinni) sé viðbót við menntun þeirra. í mínum huga er skólastarfið viðbót við þá menntun sem foreldrar veita börnum sínum. Þá menntun sem felst í því að læra að takast á við lífið í öllum sínum margbreytileika. Slíkri menntun á að gefa vægi og til þess þurfa for- eldrar ákveðið frelsi frá skólanum. Ég mótmæli því sem foreldri að afsala mér meira valdi í hendur skólans, þó hann sé góðra gjalda verður, og felli mig ekki við að lagt verði á ráðin um lengra skóla- ár fýrir börnin mín á forsendum þeirra barna sem þurfa dvalarúr- ræði á sumrin. Lengra skólaár verður að vera valkostur. Annað er ekki siðlegt og væri reyndar á skjön við ný markmið í íslenskum barna- verndarlögum sem kveða á um að styðja og styrkja fjölskyldutengsl fremur en að leita úrræða utan þeirra. Heill og hamingja barna og fjöl- skyldna þeirra er í brennidepli í framboðsskrifum flokkanna þessa daga. Umræðan snýst helst um að leysa vandamál eins og vant er en minna um að styrkja það sem vel er gert. Það er verðugt umhugsun- arefni hvort það fengi hljómgrunn sem barnavemdarmál innan hóps félagshyggjumanna og biðjast und- an þjónustu eins og lengri skóla- skyldu í árinu. Það er a.m.k. ólík- legt að slíkt mál fengi það vægi sem því ber. Þar situr jafnan krafan um bætta þjónustu í fyrirrúmi. Það er líka verðugt að hugsa um hvort fjölskylduhugsjónin hefði sama vægi í hópi íhaldsmanna ef veija þyrfti kröftum og fé til minna áþreifaniegra hluta en uppbygg- ingu fjölskyldugarða og útivistar- svæða sem hafa harla lítið gildi ef börnin eru öll meira og minna í föstum dvalarplássum inni á stofn- unum þann árstíma sem slíkt er nothæft. Ég vil beina þeirri ósk minni sem foreldri til allra stjórnmálamanna sem nú ganga fram í umræðunni um fjölskyldumál að þeir breyti nokkuð áherslum sínum frá því sem verið hefur. Sendið ábyrgðina á uppeldi barnanna óhræddir inn á heimilin en með þeim stuðningi sem til þarf. Þar duga ekki bráðhlægi- legar greiðslur til að friða heima- vinnandi húsmæður né heldur úti- vistarsvæði sem enginn hefur tíma til að nota. Þar duga heldur ekki ráð eins og síaukin félagsleg aðstoð og óþolandi afskipti misviturra manna sem grafa undan ábyrgðar- kennd og sjálfstæði foreldra. Ein- setinn skóli og örlítið lengri skóla- dagur trúi ég að gæti gert gæfu- muninn hjá stórum hópi fólks. Um leið hlýtur að skapast rými til að sinna af meiri myndarskap þeim börnum sem þurfa raunverulega á lengri skóladvöl að halda. Þegar og ef lengra skólaár kemur til fram- kvæmda bið ég þess að réttur barna til öryggis og atlætis á meðan for- eldrar þeirra eru við vinnu og rétt- ur barna til að dvelja heima hjá sér á sumrin, þar sem það er mögu- legt, sé virtur að jöfnu. Fyrir slíku er vert að standa. Höfundur er þroskaþjálfi og kennari við Þroskaþjáifaskóla fslands. þeirra sem verða fyrir „rekstr- artapi". Það þýðir t.d. að ef mikið mengunarslys ætti sér stað í plúton- verksmiðjunni THORP í Sellafield yrðu aðilar í íslenskum sjávarútvegi að sækja rétt sinn fyrir breskum dómstólum. Málalyktir í máli Greenpeace og sveitarstjórnar Lancashire-héraðs gegn breskum stjórnvöldum vegna veitingu starfsleyfis fyrir THORP sýna fram á slæma réttarstöðu þeirra sem koma vilja lögum yfir kjamorkuiðnaðinn. Það er einnig vert að hafa í huga að réttarkerfi margra landa veita ekki aðilum í sjávarútvegi rétt til að krefjast skaðabóta vegna alvarlegs tjóns sem hlýst af mengun sjávar. Það er því brýnt að tjón skilgreinist með þeim hætti að það feli í sér „rekstr- artap“. Þannig má tryggja að físk- veiðiþjóðum sé unnt að krefjast skaðabóta fyrir tjón sem hlýst af kjarnorkuslysi. Hvort heldur um er að ræða slys við flutning á geisla- virkúm efnum á sjó eða í plútonverk- smiðjunni THORP í Sellafíeld. Að lokum. Brýna nauðsyn ber til að þau ríki sem ekki hafa kjamorku- ver innan landamæra sinna, hags- munaaðilar í sjávarútvegi og önnur félagasamtök sem láta sig heill umhverfísins varða, beiti sér fyrir að árangur náist í þessu máli. Tjón sem hlýst af losun geislavirks úr- gangs í lífríki sjávar er oftar en ekki óbætanlegt, en engu að síður er nauðsynlegt að þeir aðilar sem geta valdið slíku tjóni með starfsemi sinni séu gerðir ábyrgir gerða sinna. Fyrir utan samningagerð við endur- skoðun Vínarsáttmálans eru fundir A(þjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) mikilvægur vettvangur fyrir framgang málsins. Höfundur er starfsmaður Greenpeace í Gautaborg. Hver ber ábyrgð á tjóni fisk- veiðiþióða af kjarnorkuslysi? ÍSLENSK stjómvöld, samtök ís- lenskra sjómanna auk fjölda al- mennra félagasamtaka á Islandi hafa margsinnis lýst áhyggjum sín- um vegna mengunaráhrifa af völd- um kjarnorkuvera eða kjamorku- knúinna skipa. Einnig hafa sömu aðilar mótmælt harkalega áformum breskra stjómvalda um að marg- falda losun geislavirks úrgangs í sjó og andrúmsloft frá Sellafield og Dounreay. Rúmlega 420 kjamorkuver em starfrækt í heiminum í dag. Meiri- hluti þeirra em staðsett við sjávar- strönd eða í nágrenni vatnsfalla. Að auki eru um 550 kjarnaofnar um borð í samtals 360 skipum og kafbátum. Geislavirk efni em einnig flutt með skipum. Oftast er um að ræða geislavirkan úrgang frá kjarn- orkuverum og skipta þessir flutn- ingar hundmðum. Má gera ráð fyr- ir að sá úrgangur sem áætlað er að endurvinna í THORP — nýrri endurvinnslustöð fyrir geislavirkan úrgang við Sellafíeld á vesturströnd Englands — leiði til 19.300 skipa- flutninga. Gífurlegt magn geislavirks úr- gangs er losað í sjó daglega. Ein- ungis frá Sellafield renna um 8,9 milljónir lítra geislavirks vatns á dag til sjávar. Nær hálft tonn af plútoni hefur þegar verið losað í sjó frá Sellafield. Mengun sem af þessu hefur hlotist hefur þegar valdið umtalsverðu tjóni fyrir sjávarútveg á austurströnd írlands. Síðastliðið ár sam- þykktu aðildarríki Lundúnasáttmálans að banna algjörlega losun geislavirks úrgangs í hafíð frá skipum. Þessi árangur náðist eftir langvinna baráttu, en í dag liggja þúsundir íláta með geislavirkum úrgangi, á annan tug kjamaofna og um 50 kjamavopn á botni sjávar. Bann við vörpun geislavirkra efna frá skipum nær þó ekki yfír losun úrgangs frá landstöðvum, en talið er að 70-80% af mengandi efnum í lífríki sjávar komi frá landstöðvum. Vandamálið felst m.a. í því að þau ríki sem telja kjamorku vera nauðsynlegan og ömggan orkugjafa neita að bera fulla ábyrgð á þeim hörmulegu af- leiðingum sem_ kjarnorkuslys hefði í för með sér. í dag em fyrir hendi alþjóðlegir samningar sem kveða á um bætur fyrir tjón af vöidum slyss í kjamorkuveri eða við flutning á geislavirkum úrgangi á sjó. Stað- reyndin er þó sú að þessir samning- ar gegna fremur því hlutverki að tryggja hagsmuni eigenda og rekstraraðila kjarnorkuvera — að ógleymdum þeim ríkisstjórnum sem veita slfkum vemm starfsleyfí — gegn því að þurfa borga tjónþola fyrir þann skaða sem kjarnorkuslys Árni Finnsson hefði í för með sér. í raun er ábyrgð þessara aðila svo takmörkuð að í sumum kjamorkuríkj- um era rekstraraðilar kjarnorkuvera mun betur tryggðir gegn tjóni sem hlýst af slys- um en fórnarlömb slíkra hörmunga. Ástæða þessa und- arlega fyrirkomulags — að kjarnorkuiðn- aðurinn er sérstaklega verndaður gegn sjálf- um sér — er einfaldlega sú að afleiðingar kjarn- orkuslyss yrðu svo hrikalegar að engin tryggingarið- gjöld em nógu há til að trygginga- félög sjái sér hag í að taka slíka áhættu. Tölur sem gefnar hafa ver- ið upp í þessu sambandi em á milli þúsunda til hundrað þúsunda millj- arða íslenskra króna. Fyrir hugsan- legt slys á Norðursjó við flutning á geislavirkum efnum hefur tjónið verið metið á tæpa 500 milljarða íslenskra króna. Frá 1989 hafa fulltrúar aðildar- ríkja Alþjóðakjamorkumálastofn- unarinnar (Intemational Atomic Energy Agency, sem er stofnun inn- an SÞ með aðsetur í Vínarborg) fundað reglulega til að ræða hugs- anlegan viðauka við Stofnsáttmála Vínarsáttmálans um ábyrgð á kjarn- orku (Vienna Convention on Nuclear Liability). Þess er vænst að haldin Það er brýnt að skil- greina tjón þannig, seg- ----w----—-------------- ir Arni Finnsson, að fiskveiðiþjóðir geti kraf- ist skaðabóta fyrir tjón af kjarnorkuslysi. verði alþjóðleg ráðstefna um endur- skoðun sáttmálans 1995. Greenpeace-samtökin telja að hingað til hafí kjamorkuríkin haft alltof sterk ítök í samningaviðræð- unum um endurskoðun Vínarsátt- málans. Fulltrúar hagsmunaaðila í kjamorkuiðnaði, sem og kjarnorku- ríkja, leggja mest fé og vinnu í að hafa áhrif á gang samningaviðræðn- anna. Því miður heyrist minna frá fulltrúum fískveiðiþjóða sem hafa allt að vinna af að aðilar í kjamorku- iðnaði séu gerðir ábyrgir fyrir þeim skaða sem þeir geta valdið. Fyrir utan það vandamál sem felst í löglegu ábyrgðarleysi þeirra sem reka kjarnorkuver gagnvart fómarlömbum kjarnorkuslysa, er fískveiðiþjóðum mikill akkur í að „tjón“ skilgreinist á réttan hátt við endurskoðun Vínarsáttmálans. Samkvæmt þeim ákvæðum sem liggja fyrir í drögum að samnings- texta hafa dómstólar í þeim ríkjum þar sem slys á sér stað lögsögu um hvort greiða beri skaðabætur til Ekki lengra skólaár fyrir börnin mín Kristín Lilliendahl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.