Morgunblaðið - 04.05.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.05.1994, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ BORGAR- OG SVEITASTJÓRNARKOSNINGARNAR 28. MAÍ Fjögnr framboð hjá Dölum Búðardal - Pjórir listar hafa verið lagðir fram hjá nýju sameinuðu sveitarfélagi Dalamanna sem fær væntanlega nafnið Dala- byggð. Framboðs- listarnir eru Framboðslisti Samtíðar með bókstafinn K, Framboðslisti Samstöðu með bókstafinn L, Framboðslisti Dalabyggðar með bókstafinn S og Framboðslisti Nýs fólks með bókstafinn T. K-listinn er þannig skipaður: Guðrún Konný Pálmadóttir, hús- freyja, Þóra Stella Guðjónsdótt- ir, húsfreyja, Gunnlaugur Reynisson, kjötiðnaðarmaður, Elín Þ. Melsted, húsfreyja, Svan- hvít Sigurðardóttir, sjúkraliði, og Alvilda Þóra Elísdóttir, bankastarfsmaður. L-listann skipa Ástvaldur Elísson, bóndi, Guðbrandur Ólafsson, bóndi, Guðmundur Pálmason, bóndi, Þórunn Hilm- arsdóttir, oddviti, Þorsteinn Jónsson, bóndi, Guðbjartur Björgvinsson, bóndi, Bjarni Kristmundsson, bóndi, María Marta Einarsdóttir, húsfreyja, Guðbjörn Jón Jónsson, bóndi, Árni Sigurðsson, bóndi, Einar Ólafsson, bóndi, Svavar Magn- ússon, bóndi, Kristján Jóhanns- son, bílstjóri, og Bjarni Ásgeirs- son, bóndi. S-listinn er þannig skipaður: Sigurður Rúnar Friðjónsson, mjólkurbús- stjóri, Guð- mundur Gísla- son, bóndi, Trausti V. Bjarnason, bóndi, Hulda Eggertsdóttir, húsmóðir og skrifstofumaður, Kristján Þormar Gíslason, skóla- stjóri, Sigrún B. Halldórsdóttir, skrifstofumaður, Jón Egilsson, bifreiðarstjóri, Halldór Guð- mundsson, bóndi, Gunnar Öm Svavarsson, bóndi, Bergþóra Jónsdóttir, kennari, Sveinn Kjartan Gestsson, bóndi, Svan- hildur Kristjánsdóttir, húsmóðir, Jóhann Sæmundssbn, bankafull- trúi, og Jóhann Eysteinn Pálma- son, bóndi. T-listinn er þannig skipaður: Þorgrímur Einar Guðbjartsson, verkamaður, Elísabet Svansdótt- ir, mjólkufræðingur, Halla Stein- ólfsdóttir, bóndi, Hörður Hjartar- son, bóndi, Jón Steinar Eyjólfs- son, rafiðnfræðingur, Eyjólfur Sturlaugsson, kennari, Jens Hvidtfeldt Nielsen, sóknarprest- ur, Kjartan Eggertsson, skóla- stjóri, Erling Kristinsson, bóndi, Hjalti Vésteinsson, húsasmiður, Jóhanna Sigrún Árnadóttir, nemi, og Sólveig Sigurvinsdóttir, verkakona. 28.MAI Tveir óháðir listar í Reykhólahreppi Reykhólahreppur - Tveir list- ar komu fram við væntanlegar hreppsnefndarkosningar í Reyk- hólahreppi í vor. Hvorugur list- inn er boðinn fram í nafni stjóm- málaflokks. N-listann skipa: Ólafur Ellertsson, húsasmíða- meistari, Steinunn Þorsteins- dóttir, póstafgreiðslumaður, Þórður Jónsson, bóndi, Hafliði V. Ólafsson, vörubílstjóri, Jó- hannes Snævar Haraldsson, sjó- maður, Jóhannes Geir Gíslason, bóndi, Egill Sigurgeirsson, pípu- lagningamaður. Varamenn: Hörður Grímsson, bóndi, Sig- fríður Magnúsdóttir, bóndi, Bergsveinn G. Reynisson, þang- skurðarmaður, Guðrún S. Samú- elsdóttir, bóndi, Olga Sigvalda- dóttir, bóndi, Tómas Sigurgeirs- son, bóndi, Einar Hafliðason, bóndi. L-listann skipa: Stefán Magn- ússon, oddviti, Sveinn Berg Hall- grímsson, bóndi, Guðmundur Ölafsson, verkstjóri, Bergljót Bjarnadóttir, gjaldkeri, Daníel Heiðar Jónsson, bóndi, Indiana Ólafsdóttir, skólaráðskona, Jóna Hildur Bjarnadóttir, kennari. Varamenn: Benedikt Elvar Jóns- son, bóndi, Hafsteinn Guðmunds- son, bóndi, Jóhanna Friða Dal- kvist, verslunarmaður, Halldór Gunnarsson, bóndi, Ragnar Krist- inn Jóhannsson, veghefilsstjóri, Bragi Benediktsson, prófastur, Vilhjálmur Sigurðsson, fyrrv. oddviti. Arni fyrir og Arni eftir: Hver er trúverðugleikinn? BORGARSTJÓRN- ARKOSNINGARNAR í vor snúast um mörg grundvallaratriði; lýð- ræðið í borginni, breytta starfshætti, öflugri atvinnu- og um- hverfispólitík og aðbún- að fjölskyldna og barna. Síðast en ekki síst snú- ast þær um trúverðug- leika. Aðeins örfáum vikum fyrir kosningar ákveður Sj álfstæðisflokkurinn að flikka upp á ímynd- ina og skipa nýjan borg- arstjóra í Reykjavík. Hinn nýi borgarstjóri, Ámi Sigfús- son, þakkar pent fyrir sig og segist nú ætla „að láta drauma sína ræt- ast“ með því að umbylta stefnu nú- verandi meirihluta og leggja meginá- herslu á málefni fjölskyldunnar. Gott og vel. En hví skyldu kjósendur trúa Áma? Frjálshyggja eða fjölskyldumál? Maðurinn er búinn að sitja átta ár í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðis- flokkinn og hefur ávallt greitt at- kvæði með stefnu flokksins á þeim vettvangi — stefnu sem seint verður talin mjög fjölskylduvæn. Líkt og aðrir borgarfulltrúar Sj álfstæðisflokksins ber Árni Sigfússon vitanlega ábyrgð á þeirri ákvörðun flokks- ins að eyða stórfé í byggingu glæsihalla, í stað þess að útrýma biðlistum á dagheimili borgarinnar eða flýta einsetningu skóla, svo dæmi sé nefnt. Því er víst ekki haldið á lofti þessa dagana, en borg- arstjórinn núverandi sat líka um tíma í stjórn Félags fijálshyggjumanna, félags sem byggir á kenningum Friedmans og Hayeks og á lítið skylt við fjölskyldu- pólitík. Hann var formaður Sam- bands ungra sjálfstæðismanna (SUS) er fijálshyggjan réð þar ríkj- um, og lausnarorðið við hvers manns vanda var einkavæðing. Nú segist hann ætla að láta drauma sína ræt- ast. En hvaða drauma? Það er ekki nóg að hlaupa upp til handa og fóta á síðustu vikum kosningabaráttunnar, henda einka- væðingaráformum ofan í skúffu og Annars vegar frjáls hyggja, einkavæðing og steinsteypa í fram kvæmd, segir Dóra Hafsteinsdóttir, hins vegar fögur fyrirheit um fjölskylduvæna borg. eigna sér síðan mörg þeirra góðu mála sem núverandi minnihluta- flokkar hafa lagt fram í borgarstjórn á kjörtímabilinu. Mál sem á sínum tíma hlutu þau örlög að vera söltuð eða einfaldlega vísað frá af Árna Sigfússyni og fiokkssystkinum hans, svo sem unglingafargjöldin í strætó og átak gegn slysum á börnum. Eftir stendur misræmið: Árni fyrir og Árni eftir. Annars vegar höfum við fijálshyggju, einkavæðingu og steinsteypu í framkvæmd, en hins vegar fögur fyrirheit um ljölskyldu- væna borg. Trúi hver sem vill. Höfundur er skrifstofumaður. Dóra Hafsteinsdóttir Reynslusaga lóðarumsækjanda EITTHVAÐ hefur mönnum þótt óþægi- legt að horfast í augu við staðreyndir varð- andi tölu bygging- arhæfra lóða hér í Reykjavík nú á vordög- um. A.m.k. er svo að sjá ef litið er á frétt á 4. siðu Morgunblaðsins þ. 28. apríl sl. Þar er því haldið fram að fyrir hendi séu 110 bygging- arhæfar lóðir í borginni og vísað í svar, sem ég fékk um það efni á borgarráðsfundi nú ný- verið. Nú þarf blaða- maðurinn að lesa betur, því hér er ekki rétt með farið. í grein sem ég skrifaði í Morgunblaðið þ. 23. apríl kemur fram að engin byggingarhæf einbýlishúsalóð sé í boði í dag í Reykjavík og engin fjölbýlishúsalóð verði byggingarhæf fyrir hinn al- menna markað fyrr en 1. nóvember, eða jafnvel ekki fyrr en á næsta ári skv. enn nýrri upplýsingum. Allt sem í boði er af byggingarhæfum lóðum fyrir hinn almenna borgara eru rað- eða parhúsalóðir fyrir 4 íbúðir. Þessa niðurstöðu byggi ég á svarinu, sem ég fékk í borgarráði, upplýsingum frá borgarverkfræðingi og þeim af- greiðslum á lóðaumsóknum sem lágu fyrir sama fundi borg- arráðs. Hér er um upp- lýsingar að ræða, sem vart verða véfengdar. I Morgunblaðinu sama dag er þessi stað- reynd reyndar undir- strikuð enn frekar í auglýsingum um lóð- aúthlutun í Reykjavík. í auglýsingunni kemur m.a. fram að hægt sé að sækja um 7 einbýlis- húsalóðir og lóðir undir 14 íbúðir í keðjuhúsum. f Þessar lóðir eiga að verða byggingarhæfar í sumar (nánar tiltekið 1. ágúst), að öðru leyti verði lóðirn- ar, sem í boði eru, byggingarhæfar á næsta ári. Þá vil ég víkja að grein Guðrúnar Zoéga í sama blaði, sem einnig bregst hart við grein minni frá 23. apríl sl. Guðrún nefnir greinina „Reynslusögu húsbyggjanda í Reykjavík árið 1981.“ Guðrún lýsir því yfir í grein sinni að hún sé mér sammála um að „ekki sé viðeigandi lengur að vísa mönnum út í móa og láta fólk þurfa að giska á hvar það lendir með dýra framkvæmd og bú- setu.“ Mér þykir að sjálfsögðu vænt um samstöðu okkar Guðrúnanna í þessu máli. Hins vegar finnst mér Guðrún Jónsdóttir. Allt sem í boði er af byggingarhæfum lóð um, segir Guðrún Jóns dóttir, eru rað- eða par húsalóðir fyrir 4 íbúðir það lýsa óþarfa viðkvæmni hjá Guð- rúnu Zoéga að hún skuli enn vera leið á að því að hafa séð nafnið sitt á virðulegum stað á miðopnu við hliðina á forystugreininni í Morgun- blaðinu árið 1981. Þar sem ég hef aldrei viljað særa Guðrúnu Zoéga þótti mér því rétt að taka fram að ég á engan þátt í því að birta nafn- ið hennar. Ég átti heldur engan þátt í því að ákveða hvenær lóðin hennar varð byggingarhæf. Þá ákvörðun tóku þá eins og nú pólitískt kjörnir fulltrúar. en ekki embættismenn. Reynslusaga lóðarumsækjandans í Reykjavík í dag er hins vegar sú að þar á bæ eru í hæsta lagi til bygging- arhæfar lóðir fyrir 4 parhúsalóðir. Þarna gat Guðrún Zoéga hins vegar óumdeilanlega haft áhrif á gang mála. Höfundur er arkitekt og skipar 10. sæti R-listans. „Sameinað framboð“ - sundrung við völd FLESTIR sem fylgst hafa með reykvískum stjórnmálum eru sam- mála um að samstaða minnihluta- flokkanna í borgarstjórn Reykjavík: ur hefur verið minni en engin. I einu kuldakastinu í vetur brá hins vegar svo við að fulltrúar þessara afla fundu eld til að ylja sér við. í hendingskasti var öllu tiltæku efni kastað á eldinn og úr varð lítill bálköstur. Loksins varð þetta fólk sammála um eitt atriði: Komum sjálfstæðismönnum frá! Síðan þetta gerðist hefur allt fallið aftur í sama farveginn. Engin samstaða, engin stefnumál nema það eitt að ná völd- um í Reykjavík. Oddviti framsóknar í þessari samsuðu hefur sagt: Ég verð verk- stjóri í þessum hópi og Ingibjörg áttunda hefur sagt; ég verð verk- stjóri í þessum hópi. Fulltrúar R- flokkanna hafa nú ráð- ist fram á ritvöllinn hver á fætur öðrum án þess að útlista fyrir Reykvíkingum eitt ein- asta stefnumál. Öll umræða þeirra snýst um það eitt að vondu mennirnir í meirihlut- anum hafi ekkert gert. Óendurnýjuð samsuða í grein í DV sem birtist nýlega skrifar Birgir Hermannsson aðstoðarmaður um- hverfísráðherra um framboð sjálfstæðismanna: „Nú fyllist flokkurinn skelfingu yfir þeirri tilhugsun að tapa léni sínu og upphefur á einni nóttu endurnýj- un sem hann heldur að falli kjósendum í geð.“ Þessi tilvitnun er dæmigerð fyrir skrif ætluð til að slá ryki í augu Reykvíkinga. R- flokkamir hafa hins- vegar ekki áttað sig á að það er sannleikskom í þessari setningu. Það sem sjálfstæðismenn hafa umfram R-listann er einmitt endumýjun. Sjálfstæðismenn vita að endumýjun er nauð- synleg. Á öllum tímum er hollt að líta yfír far- inn veg, endurnýja leið- ir að settu marki og endurnýja í hópi borgarfulltrúa með það að leið- arljósi að gera betur. Listi R-flokk- anna er á hinn bóginn óendurnýjuð Oddviti framsóknar í télur sig verkstjóra vinstri samsuðunnar, segir Óskar Finnsson, en Ingibjörg áttunda telur verkstjómina í sín- um höndum. samsuða með aðeins eitt markmið en engar lausnir. Annars hætti ég að leika Sjálfstæðisfólk í Reykjavík er uggandi um framtíð sína. Við emm hrædd um að óendumýjaðir fulltrúar R-flokkanna muni, ef þeir ná völdum í borginni, taka upp sundrungu, stefnuleysi og ringulreið. Allt falli í sama farið og 1978-1982. Eilíf tog- streita um það hver eigi að vera „aðal“. Á yfirborðinu er látið líta svo út að Ingibjörg áttunda eigi að verða „aðal“ en hún hefur hinsvegar sagt: Ég vil verða „aðal“ ef ég má ráða, en ef ég má ekki ráða vil ég ekki vera með. Ég hætti þá að leika við ykkur og ef svo fer nenni ég ekki að vera í borgarstjóm. Og nú spyr ég: Hver verður þá „aðal“? Fái sjálfstæðismenn endurnýjað umboð til að stjórna borginni næstu fjögur árin munum við áfram sjá endurnýjun og framfarir okkur öll- um til heilla. Höfundur cr vcitingamaður og skipar 19. sæti á D-lista í Reykjavík. Óskar Finnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.