Morgunblaðið - 04.05.1994, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.05.1994, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR KÖRFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN ÚRSLIT O’Neal úr leik REGGIE Miller átti mjög góð- an leik þegar Indiana Pecers lagði Orlando að velli, 99:86, í þriðja leik liðanna og er Indi- ana þar með komið áfram í Austurdeildinni og leikur í FOLK ■ DENNIS Rodmari hjá San Antonio Spurs, var dæmdur í eins leiks keppnisbann og 710 þús. kr. sekt fyrir fólskulegar árásir á Utah-leikmennina Tom Cham- bers og John Stockton. ■ RODMAN hefur tekið flest fráköst í NBA-deildinni, eða að meðaltali 17,3 í leik. í tveimur fyrstu leikjunum gegn Utah í úr- slitakeppninni tók hann að meðal- fcali 14 fráköst. ■ ÞRÍR leikmenn sem tóku þátt í slagsmálum í leik Atlanta og Miami voru einnig dæmdir í bann og sektaðir. Keith Askins hjá Miami var dæmdur í þriggja leikja bann og 1,1 millj. kr. í sekt og félagi hans Grant Long fékk eins leiks bann og 710 þús. kr. í sekt. Douglas Edwards hjá Atlanta fékk tveggja leikja bann og 710 þús. kr. sekt. ■ ÞÁ fengu sex leikmenn Atl- anta og sex leikmenn Miami 178 þús. kr. sekt hver fyrir að taka þátt í slagsmálunum. ■ QUINN Buckner var í gær látinn fara frá Dallas Mavericks eftir eitt ár sem aðalþjálfari liðs- ins. Dallas var lakast í deildinni, sigraði í 13 leikjum og tapaði 69. ■ ÞAR með eru þijár aðalþjálfa- rastöður lausar í NBA-deildinni. Magic Johnson hefur tilkynnt að hann vilji ekki halda áfram með Los Angeles Lakers og Wes Unseld hefur sagt starfi sínu lausu hjá Washington Bullets. undanúrslitum gegn sigur- vegaranum í viðureign Atl- anta og Miami. „Við erum til- búnir að mæta hverjum sm er,“ sagði Miller, sem skoraði 31 stig og þar af átta af stig- um liðsins er það skoraði þrettán fyrstu stigin, 13:0, í fjórða leikhluta og lagði þar með grunninn að sigrinum, en Orlando var yfir 68:72. Índiana hefur unnið ellefu leiki í röð og virðist liðið hreint óstöðvandi. Rik Smits skoraði 22 stig og Dale Davis 12, en hann tók 14 fráköst. Shaquille O’Neal skoraði 23 stig fyrir gestina og tók 14 fráköst. Leikmenn Orlando veittu heimamönnum harða keppni í byrjun. „Þegar við vorum átta stigum undir, var eins og búið væri að stinga rýtingi í hjarta mitt. Ég óskaði því eftir leikhléi til að ræða við mína menn,“ sagði Larry Brown, þjálfari Indiana. „Leikmenn Orlando léku af miklu öryggi og O’Neal var í ham. Ég sá að leikurinn yrði erfiður, en Vern Fleming og Raggie Miller sáu til þess við héldum okkar striki, með mjög yfirveguðum og góðum leik.“ Óvænt hjá Denver Reggie Williams lék sinn besta leik á keppnistímabilinu þegar Denver Nuggets náði að leggja Seattle SuperSonics á heimavelli, 110:93, í þriðja leik liðanna. Hann skoraði 31 stig í leiknum. Dikembe Mutombo skoraði 19 stig og Rodn- ey Rogers 15 fyrir heimamenn. Detlef Schrempf skoraði 18 stig fyrir gestina. Fyrir leikinn var tal- ið næsta víst að Seattle, sem náði bestum árangri í vesturdeild NBA, 63 sigurleikjum, myndi vinna ör- uggan sigur. Leikmenn Denver voru ekki á sama máli, en þess má geta að aðeins fögur félög í sögu NBA-deildarinnar hafa náð sér á strik eftir töp í fyrstu tveim- ur leikjunum og unnið 3:2 — síð- ast Phoenix Suns gegn LA Lakers í fyrra. 5> Ráðstefna fyrir knattspyrnubialfara Fræðslunefnd KSÍ, í samráði við Fræðslunefnd UEFA, gengst fyrir ráðstefnu fyrir knattspyrnuþjálfara 6.-7. maí nk. Frummælandi verður hinn þekkti þjálfari Belgíu til margra ára, hr. Guy Thys. Ráðstefnan fer fram á Hótel Loftleiðum og hefur þátttökugjald verið ákveðið kr. 5.000. Dagskrá iiggur fyrir og er svohljóðandi: Föstudagur 6. maí: Kl. 18-20 FULLTRÚAR DÓMARA GERA GREIN FYRIR LAGABREYTINGUM OG FYRIRMÆLUM FYRIR SUMARIÐ 1994. Kl. 20.00 Hr. Thys Val og skoðun á leikmönnum. Kl. 21.00 Hópvinna. Kl. 21.30 Umræður. Laugardagur 7. maí: Kl. 10.00 Hr. Thys Leikgreining á andstæðingum. Leikskipulag. , Kl. 11.00 Hópvinna. Kl. 11.45 Umræður. Kl. 12.15 Hádegisverður/hlaðborð. Kl. 14.00 Hr. Thys Þjálfun/stjórnun í leik. Leikgreining eftir leik. Kl. 15.00 Hópvinna. Kl. 15.45 Umræður. Kl. 16.15 Hr. Thys Situr fyrir svörum. Skráning fer fram á skrifstofu KSÍ og lýkur 4. maí. Hér með eru allir þjálfarar hvattir til þess að koma á ráðstefnuna og heyra hvað þessi einstaki þjálfari til margra ára hefur fram að færa. Góð þjálfun - betri knattspyrna. Ráðstefnan, þ.e. erindi hr. Thys, verða flutt á frönsku, en þeir Þorfinnur Ómarsson og Hákon Gunnarsson munu túlka. Reggie Miller átti mjög góðan leik með Indiana. Körfuknattleikur NBA-deildin Austurdeild Indiana - Orlando 99:86 ■indiana vann 3:0. Vesturdeild: Denver - Seattle ■Seattle er yfir 2:1. Íshokkí NHL-deildin 110:93 Leikir í undanúrslitum í Vesturdeild: Toronto - San Jose 2:3 ■San Jose er yfir 1:0. Dallas - Vancouver 4:6 ■Vancouver er yfir 1:0. FELGSLIF Frægur þjálfari í heimsókn hjá FRÍ Fræðslunefnd Fijálsíþróttasambands ís- lands gengst fyrir námskeiði fyrir þjálfara og fijálsíþróttafólk um næstu helgi, 6. - 8. maf. Leiðbeinandi verður hinn þekkti Bruce Longden, sem er meðal virtustu þjálf- ara f heiminum. Hann er einn af landsliðs- þjálfurum Breta og aðalþjálfari Sally Gunn- el, sem er heimsmethafi og ólympíumeist- ari í 400 metra grindahlaupi. Longden var einnig þjálfari Daley Thompson þegar hann var fremsti tugþrautarmaður heims. Longden mun flalla um þjálfun í 400 m grindahlaupi og í 400 og 800 metra hlaupi. Námskeiðið hefst í Iþróttamiðstöð ISÍ föstudaginn 6. maf kl. 20. Þátttökutilkynn- ingar berist skrifstofu FRl. KNATTSPYRNA Kominn var tími á mig og þetta gekk ekki upp - sagði Ellert B. Schram, sem náði ekki endurkjöri ístjórn UEFA ELLERT B. Schram, forseti íþróttasambands íslands, sem hefur verið framkvæmda- stjórnarmaður í Knattspyrnu- sambandi Evrópu, UEFA, und- anfarin átta ár, náði ekki endur- kjöri á aðalfundinum í síðustu viku. „Ég hafði ákveðið að hætta og hafði tilkynnt það bréflega, en fyrir þrábeiðni ýmissa í stjórninni og annarra féllst ég á að gefa aftur kost á mér,“ sagði Ellert við Morgun- blaðið. Hann fékk 21 atkvæði og var þremur f rá því að ná kjöri, en 13 buðu sig fram í sex stöður. Ellert fór fyrst inn í fram- kvæmdastjórnina, þegar hann var formaður Knattspyrnusam- bands íslands, og hefur síðan verið í ýmsum mikilvægum nefndum UEFA, „verið notaður meira en góðu hófi gegnir,“ eins og hann orðaði það. Hann var í framkvæmdanefnd Evrópukeppni landsliða, þegar henni var breytt í eina mestu Ellert B. Schram íþróttakeppni heims. Eftir harm- leikinn á Heysel varð hann formað- ur öryggis- og eftirlitsnefndar UEFA, sem tók til hendi á völlum og áhorfendastæðum. Síðan fór Ellert í fjölmiðlanefnd, sem vann m.a. að því að gera samninga um beinar sjónvarpssendingar. Hann var varamaður í framkvæmdanefnd Evrópukeppni félagsliða, sem breytti m.a. skipulagi meistara- keppninnar og hefur sú breyting skapað milljarðahagnað. „Þegar ég byijaði voru 10 manns í vinnu á skrifstofunni og ijárhagsáætlun ársins um 500 milljónir. Nú vinna 60 manns þarna og fjárhagsáætlun- in er um 15 milljarðar, en KSÍ fékk um 16 milljónir frá UEFA á síðasta ári,“ sagði Ellert. Ellert sagði að starf sitt hjá UEFA hefði sífellt orðið tímafrek- ara, kostað mörg ferðalög og mikla vinnu. „Þetta gekk einfaldlega ekki upp vegna vinnu minnar, fjölskyldu og starfa fyrir ÍSÍ auk þess sem það var kominn tími á mig, en gert er ráð fyrir að skipt sé á mönnum innan Norðvestur-Evrópu á fjög- urra ára fresti. Hugurinn stóð til að draga mig í hlé og ég er hálf feginn — þetta fór eins og ég vildi, en formaður og framkvæmdastjóri UEFA hafa boðið mér að taka sæti í nefnd að eigin vali og ég ætla að skoða það í rólegheitum." BORÐTENNIS A-lið Vík- ings deildar- meistari Víkingur, A-lið, varð um helgina deiidarmeistari í borðtennis 1994. A-liðið, sem skipað var þeim Guðmundi E. Stephensen, Ingólfi Ingólfssyni og Kristjánsi Jónssyni, sigraði B-lið Víkings í spennandi úrslitaleik 4:3. Punktastaðan í meistaraflokki karla er nú þannig: GuðmundurE. Stephensen, Víkingi.....202 Peter Nilsson,KR....................114 Kristján Jónsson, Vlkingi............74 Ingólfur Ingólfsson, Víkingi.........72 Ólafur Rafnsson, Víkingi.............58 í Eyjum PEPSI Pœjumótið verður haldið dagana 9.-12. júní í Vestmannaeyjum. Mótið er fyrir 2., 3.. 4. og 5. flokk kvenna í knatfspyrnu. Leikið verður í sjö manna liðum f öllum flokkum. AUir leikirnir fara fram á grasi. Skráningarfrestur er til 10. mai í faxi 98 - 1 12 60. Nánari upplýsingar eru veittar I Þórsheimilinu í síma 98 - 1 20 60.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.