Morgunblaðið - 04.05.1994, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.05.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ1994 41 BREF TIL BLAÐSINS Stígðu á sveif með lífinu Frá Guðrúnu Ólafsdóttur: NÚ ER vor í lofti og ráð að draga fram reiðhjólið og nota það til að komast leiðar sinnar. Það er skemmtilegt að hjóla, hollt og gott fyrir sál og líkama. Að þjóta áfram hljóðlaust fyrir eigin orku, skynja umhverfi sitt á nýjan og annan hátt en þegar maður er lokaður inni í bíl, finna hvernig líkaminn vinnur og mæta hress á áfangastað með öll skilningarvit vakandi. Hver sá sem hjólar í stað þess að nota einka- bíl sparar sjálfum sér og þjóðfélag- inu mikil útgjöld og umhverfið nýtur einnig góðs af. Það eru alltaf fieiri og fleiri sem uppgötva kosti þess að hjóla og sum- ir allan ársins hring, þeir vita að veðurfarið er sjaldnast hindrun. Óþarfi er að láta hjólið inn í geymslu þegar sumarið er á enda. Til að geta tekist á við veðurfarið og færð- ina á veturna þarf að útbúa sig og hjólhestinn í takt við aðstæður. Klæðnaður sem hlífir manni gegn napurri norðangjólunni og rigning- unni og heldur á manni hita i vetrar- kuldanum er þarfaþing. Til eru þannig föt sem eru sérstaklega snið- in að þörfum hjólreiðafólks og gott er að hreyfa sig í þeim. Dekk eru ekki bara dekk, nú er hægt að fá snjódekk og nagladekk þannig að fæstir ættu að lenda í því að spóla á staðnum og komast hvergi þótt hált sé. Þú ert kannski ein(n) af þeim sem langar til að fara hjólandi allra þinna ferða en þorir hreinlega ekki útí umferðina? Það verður að segjast eins og er að aðstöðuleysi er nánast algert, varla er gert ráð fyrir hjó- landi umferð í gatnakerfinu og hjól- reiðafólk er í stöðugri hættu. Ólíkt þeim sem eru í bílunum hafa þeir ekki blikkhylki utan um sig og eru alls óvarðir. Réttur hjólreiðafólks er að litlu hafður og virðist t.d. sumum bílstjórum ganga illa að átta sig á því að gangstéttir eru ekki bílastæði °g við gatnamót er til nokkuð sem heitir stöðvunarlína. Það er oft stór- hættulegt að ætla sér að hjóla á götunum vegna mikillar og síaukinn- ar bílaumferðar. Þá grípa margir til þess ráðs að hjóla á gangstéttum en þá kemur í ljós að þar er ekki reiknað með hjólandi umferð vegna þess að kantar eru sem vegatálmar þannig að illa gengur að komast áfram. Þeir sem hanna og skipu- leggja gatnakerfið í Reykjavík virð- ast ekki gera sér grein fyrir því að HVER SÁ sem hjólar í stað þess að nota einkabíl sparar mikil útgjöld og umhverfið nýtur einnig góðs af, segir í greininni. það er til fyrirbrigði sem heitir hjó- landi umferð, að hjólið noti margir sem samgöngutæki. Allt er miðað við þarfir bílaumferðarinnar, gang- andi og hjólandi eru ekki inni í mynd- inni. Það þarf auðvitað sérstaka hjóla- stíga og er löngu kominn tími til að búa að hjólreiðafólki eins og gert er í öðrum löndum Evrópu. Fólk þarf að geta átt raunhæfa valkosti, mörg- um finnst þeir ekki geta farið í strætó vegna þess að þjónustan er léleg og það sé hættulegt að hjóla eins og aðstaðan er núna, þannig finnst mörgum nauðsynlegt að eiga bíl. Þetta hangir allt á sömu spýt- unni. Ef aðstaðan væri bætt og hægt að komast á öruggan hátt ferða sinna á reiðhjóli þá myndu fleiri hjóla, svo einfalt er það. Not- endur gatnakerfisins eru ekki ein- göngu bílstjórar, margir fara ferða sinna gangandi eða hjólandi og miklu fleiri myndu gera það ef rétt- ur þéirra væri virtur í umferðinni og gert væri ráð fyrir þeirri umferð jafnt á teikniborðum verkfræðinga sem og í verkframkvæmdum. Langar þig til að hjóla en treystir þér ekki til þess vegna aðstöðuleysis eða hjólarðu og bölvar í hljóði um leið og þú hossast á gangstéttark- öntunurri? Það er kominn tími til að eitthvað sé gert í málunum og sam- einuð getum við vakið athygli á okk- ar málum og náð eyrum þeirra sem stjórna og hafa áhrif. íslenski fjallahjólaklúbburinn er ferðaklúbbur og grasrótarsamtök sem vinnur m.a. að því að bæta að- stöðu hljólreiðafólks til samgangna, hann samanstendur af breiðum hópi fólks sem hefur hjólreiðar og hjól- reiðamenningu að áhugamáli. Mark- miðið er að fá sem flesta til að fara ferða sinna á hjóli og komast í náið samband við móður náttúru, takast á við hana, skilja og virða. Að undan- förnu hefur mikið púður farið í að þrýsta á um bætta aðstöðu hjólreiða- fólks, skilningsleysi ráðamanna hefur því miður verið ráðandi en ekki verð- ur gefist upp. Haldið verður áfram að reyna að koma þeim í skilning um að hjól eru ekki bara leiktæki heldur séu fjölmargir sem noti það sem samgöngutæki. Við skipulagn- ingu gatnaframkvæmda verður að gera ráð fyrir nothæfum hjólastígum. Vonandi verður þessi hugarfarsbreyt- ing áður en núverandi skipulag or- sakar dauðaslys. GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR, Jóruseli 12, Reykjavík. Aðalatriðinu gleymt í tilefni ekki-svars frá Halldóri frá Kirkjubóli Frá Magnúsi H. Skarphéðinssyni: KIRKJUBÓLSBÓNDINN sendi mér pistil í laugardagsblaðinu þ. 16. apríl sl. Halldóri finnst „voðalegur böl- móður" vera í mér þar sem ég velti eingöngu þeirri ósvöruðu grundvall- arspurningu upp hvers vegna hver vígstaðan á fætur annarri tapist í vímuefnastyrjöldinni sem nú geysi á Vesturlöndum. Ég get ekki látið hjá líðast að minna góðtemplaraprestinn á að það er ekki bölmóður að þora að horfast í augu við vímuefnavandann eins og hann er í heild sinni í dag og sjá hvert augljóslega stefnir. Það er miklu frekar í huga mínum fram- sýni og áræði að þora því. Og til þess þarf kjark en ekki sjálfshrós yfir þvi litla sem áunnist hefur. En sjálfshrós dugar lítið þegar eftir stendur nánast ekkert nema skipu- lagslaust undanhald til næstu víg- stöðu í vímuefnabaráttunni. Sú er staða þessa máls eftir hundrað ára vindmyllubaráttu bindindistemplar- anna. Og það sem núna þarf er því miklu fremur þor en ekki útúrsnúningur á borð við boðskap Kirkjubólsprestsins til mín og annarra. Lítið annað en sjálfshól innanum innihaldslítið dómsdagstal heyrist frá hinni út- brunnu góðtepmplarareglu hér á landi í sínu skipulagslausa undan- haldi. Hingað til hafa flestir stungið höfðinu í sandinn bæði utan reglunn- ar og innan andspænis þessum mikla og hálfósigrandi vágesti sem vímu- efnainnreiðin og ofbeldisdýrkun tutt- ugustu aldarinnar óneitanlega er. Og hér skiptir engu máli þótt fjórð- ungur þjóðarinnar neyti ekki áfengis eins og Kirkjubólsklerkur hampar í sífellu, því hinir þrír fjórðu hlutarnir gera slíkt og sístækkandi hópur inn- an þess hluta brýtur meira og minna öll siðferðislög (sem og að sjálfsögð landslög) í lágmenningarlegri vímu- efnaneyslu sinni. Það má þar á ofan benda á að það eru gild rök til staðar fyrir því að góðtemplarareglan hafi nánast eng- in áhrif á það í dag hveijir neyti áfengis og hverjir ekki, né hafi lengi haft nokkur slík áhrif. Og að því leyti er þessi fomaldarritúalsregla bæði tímaskekkja og brandari í aug- um flestra manna í dag. A.m.k. er hún það í mínum huga og flestra annarra bindindismanna og ekki- góðtemplara sem ég þekki og um- gengst. En það er ekki þar með sagt að þessi forna risaeðla geti ekki vaknað úr vetrardái sinu og unnið miklu markvissar og skipulegar að því að afvopna þetta „meira-frelsi-í-sölu- vímuefna“-lið en gert er í dag. Því í þeiri siðmenningarbaráttu em rökin miklu meira en næg gegn niðurrif- söflunum. Það er a.m.k. miklu h'k- legra ásamt annarri alvöru baráttu á vitrænu plani til að skila árangri en þessi sjálfsbyrgingsháttur og það sjálfshól sem þessi alkóhól-frímúr- araregla hefur tamið sér og lagt bróðurpart orku sinnar í. Þar að auki held ég að tími eins- málshreyfinga svo sem Góðtemplara- reglunnar sé liðinn. Það verður að líta á heiminn í heild sinni þó fæstir þori eða hreinlega geti gert slíkt. Heimurinn og ástand siðmenningar- innar í víðustum skilningi og líðan kynþáttanna og hin mikla vanlíðan hinna dýranna á þessum hnetti okkar vegna er inni í þessu stóra reiknings- dæmi meira og minna þegar útkom- an stóra verður til. En það er h'klega einnig nokkuð sem ekki má segja í svona samhengi frekar en annað sem skiptir máli. Því sleppum við því hér. MAGNÚS H. SKARPHÉÐINSSON, Grettisgötu 40b, Reykjavík. Gagnasafn Morgunblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Sjálfstæði eða menningarsull Frá Sigurjóni Jónssyni: SJÁLFSTÆÐI og sérkenni íslend- inga felast í menningu okkar og efnahagslegu sjálfstæði. Ef við vilj- um halda áfram að búa sem sjálf- stæð þjóð í þessu landi verðum við að standa vörð um þessa grunþætti tilveru okkar. Heimurinn verður minni með hveijum degi sem líður og samskipti milli manna verða sí- fellt ódýrari og auðveldari. Á næstu árum munum við sjá miklar breyt- ingar um allan heim á menningu og háttum manna. Þetta mun ger- ast vegna þess að nú flæða yfir heiminn auglýsingar og upplýsingar frá fáum og stórum aðilum sem flytja öllum þjóðum sama boðskap- inn á sama tíma. Þegar má sjá merki þess að hinn nýi tími alþjóða- hyggjunnar er að renna upp. Ef við lítum í kringum okkur í Evrópu sjáum við að nú skal stefnt að því að allar vörur séu framleiddar sam- kvæmt sérstökum stöðlum, allir skulu hafa sama tungumálið á valdi sínu, sama mynt skal notuð allstað- ar og eitt þing skal hafa yfirstjórn allra mála. Nærtækt dæmi um þetta er „Eurovision söngvakeppni", þar hefur evrópsk dægurtónlist þróast samkvæmt samevrópskum hug- myndum og fjölbreytileikinn er eftir því. Ef þetta er það sem við viljum, skulum við halda áfram á þessari Evrópuþjóðbraut, með augljósum árangri. Þjóðir munu glata sérkenn- um sínum og renna saman í hina tæru bragðlausu þjóðasúpu neyslu- heimsins. Það er von mín að við Islendingar munum ekki leysast upp í þessari súpu, eins og flestar þjóðir Evrópu ætla sér að gera. Ég tel það betra hlutskipti að fljóta eins og seigur hvalkjötsbiti í súpunni, sum- um til nokkurs ama en öðrum til eftirbreytni, en að leysast upp og samlagast öðrum þjóðum og vera síðan hellt niður án þess að nokkur taki eftir því hver þar fór í vaskinn. SIGURJÓN JÓNSSON, framkvæmdastjóri, Stykkishólmi. SIEMENS IMY ÞVOTTAVEL A NYJU VERÐI! • 11 kerfisinnstillingar fyrir suðuþvott, mislitan þvott, straufrítt og ull • Vinduhraði 500 - 800 sn./mín. • Tekur mest 4,5 kg • Sparnaðarhnappur (1/2) • Hagkvæmnihnappur (e) • Skolstöðvunarhnappur • Sérstakt ullarkerfi • íslenskir leiðarvísar Og verðið er ótrúlega gott. Siemens þvottavél á aðeins kr. 59.430 stgr. SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 628300 l/l Q co Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs Borgarnes: Glitnir Borgarfjörður: Rafstofan Hvítárskála Hellissandur: Blómsturvellir Grundarfjörður: Guðni Hallgrímsson Stykkishólmur: Skipavík Búðardalur: Ásubúð ísafjörður: Póllinn Hvammstangi: Skjanni Blönduós: Hjórleifur Júlíusson Sauðárkrókur. Rafsjá Siglufjörður: Torgið Akureyri: Ljósgjafinn Húsavík: Öryggi Þórshöfn: Norðurraf Neskaupstaður: Rafalda Revðarfjörður: Rafvélaverkst. Árna E. Egilsstaðir: Sveinn Guðmundsson Breiðdalsvík: Stefán N. Stefánsson Höfn í Hornafirði: Kristall Vestmannaeyjar: Tréverk Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga Selfoss: Árvirkinn Garður: Raftækjav. Sig. Ingvarss. Keflavik: Ljósboginn Hafnarfjörður: Rafbúð Skúla, Álfaskeiði Viljir þú endingu og gæði-j velur þú SIEMENS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.