Morgunblaðið - 04.05.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.05.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1994 39 SENDIFULLTRÚAR RAUÐA KROSS ÍSLANDS HAFA STARFAÐ í 30 LÖNDUM FRÉTTIR „Þau eru á þínum vegum“, fjársöfnun Rauða kross Islands vegna Veraldravaktar Morgunblaðið/Sigrlður Ingvarsdóttir Nemendur rifja upp síld- arárin á Siglufirði Dagskrá helguð 50 áraafmæli lýðveldisins Siglufirði - ÁRLEG vorskemmtun Grunnskóla Siglufjarðar var haldin 15. apríl sl. í Nýja Bíói. í tilefni af 50 ára afmæli lýðveldisins var fyrri hluti sýningarinnar sérstak- lega helgaður lýðveldisafmælinu. Meðal annars máluðu nemendur leiktjöld sem sýndu Þingvelli og Sigluljörð árið 1944. Kennarar æfðu nemendur í söng og leik, saumuðu fatnað og löguðu gamla búninga. Rakinsaga fánans Á sýningunni var rakin saga fánans allt frá Dannebrog til núver- andi fána og síðan farið á lýðveldis- tökuna á Þingvöllum. Þar voru m.a. mætt til leiks glímumenn, fjallkona og fyrsti forseta Island, Sveinn Björnsson. Sagan barst svo til Sigluijarðar 17. júní 1944. Var þá sagt frá viðburðum þess dags, dansaðir vikivakar, sýndir leikir barna á þessum árum, síldarball, ljóðalestur og mikill söngur. Utan um öll tónlistaratriðin hélt Elías Þorvaldsson, skólastjóri Tónlistar- skóla Siglufjarðar, og annaðist hann einnig undirleik ásamt nem- endum tónlistarskólans. Rappið og nútíminn Eftir hlé var athyglinni beint að nútímanum með rappi, dansi og leikþáttum sem tókust með ágæt- um. Áhorfendum gafst einnig kost- ur á að þenja raddböndin og söng- urinn hljómaði um troðfullan salinn á báðum sýningum. Það voru 7. bekkingar sem stóðu formlega að sýningunum, en þeir eru að safna í ferðasjóð, en auk þeirra komu nemendur úr 1.-6. bekk fram á þessum sýningum sem tókust í alla staði með miklum ágætum. 50 íslensk- ir sendi- fulltrúar Almanak í tilefni lýðveldisafmælisins SNERRUUTGAFAN hefur gefið út almanakið Leiðina til lýðveldis vegna 50 ára afmælis íslenska lýðveldisins sem nú stendur fyrir dyrum. Var almanakið, sem gildir frá júní á þessu ári fram í maí, kynnt á blaðamannafundi í Þing- vallasal Hótels Borgar. Við það tækifæri var Sveini Runólfssyni land- græðslustjóra einnig af- hent áheitabréf, því 100 krónum af söluverði hvers almanaks er ætlað að renna í Landgræðslusjóð til verndar Dimmuborgum. Jón Karl Snorrason hjá Snerruútgáfunni gerði grein fyrir almanakinu og sagði við það tæki- færi að vonandi myndi það reyn- ast skemmtilegur og áhugaverður safngripur fyrir Islendinga og ferðamenn sem hingað kæmu. Einnig lét hann í ljós þá ósk að útgáfa þess mætti verða dálítið lóð á vogarskálina við upp- græðslu landsins. Þakkaði Sveinn Run- ólfsson landgræðslu- stjóri áheitabréfið og lýsti ánægju sinni yfir því að land- græðsluhugsjónin skyldi tengd lýðveld- isafmælinu með þess- um hætti. Snerruút- gáfan hefur gefið út almanök frá 1983 til kynningar á landi og þjóð og er lýðveldisalmanakið sett saman með svipmyndum af sögu sjálfstæðisbaráttunnar. Má nefna Þjóðfundinn 1851, þjóðhátíð og stjórnarskrá 1874 og lýðveldishá- tíðina 1944, auk mynda af öllum forsetum landsins. Þóra Dal auglýsingateiknari hannaði almanakið en textinn er eftir Árna Björnsson. Orðabankinn sá um að snúa textanum á ensku. Snorri Snorrasoit afhendir Sveini Runólfssyni land- græðslustjóra áheitabréf fyr- ir hönd Snerruútgáfunnar. Jón Karl Snorrason hjá Snerruútgáfunni í baksýn. Morgunblaðið/Sverrir RAUÐI kross íslands stendur fyrir fjársöfnun fyrstu vikuna í maí und- ir yfirskriftinni: „Þau eru á þínum vegum“. Bréf ásamt gírósesðli hefur verið sent inn á heimili landsmanna, þar sem leitað er eftir stuðningi al- mennings við Veraldarvakt Rauða kross Islands. Vaktina standa um 50 manns úr ýmsum starfsgreinum, svokallaðir sendifulltrúar. Þeir eru reiðubúnir til að fara utan til hjálparstarfa með stuttum fyrirvara þegar kallið kemur. Árlega sendir RKÍ á þriðja tug sendifulltrúa utan og hafa þeir starfað í 30 löndum. í frétt frá RKÍ kemur fram að hreyfing Rauða krossins er nátengd atburðum heimsmála. Jafnframt segir að sú útbreiðsla vopnaðra átaka sem átt hafí sér stað það sem af er þessum áratug hafí lagt auknar skyldur á herðar hreyfingunni. Hild- arleikurinn í Bosníu og stríð í lýðveld- um fyrrum Sovétríkjanna hafa bæst við ófrið í öðrum heimsálfum. Mannúðaraðstoð Talið er að árið 1980 hafí meiri- háttar hörmungar heijað á um 100 milljónir manna en á árinu 1992 var þessi tala komin í 320 milljónir. Aukin neyð kalli á aukna mannúðar- aðstoð og þess vegna þarf alþjóða- hreyfíng Rauða krossins á stöðugt fleiri sendifulltrúum að halda. Þá segir: „íslensku sendifulltrúamir hafa reynst vel, ekki síst vegna fjöl- breyttrar reynslu af vinnumarkaði sem margir þeirra búa yfir auk góðr- ar menntunar (hjúkrunarfræðingur- inn hefur unnið í frystihúsi, verk- fræðingurinn verið til sjós og svo framvegis), sem kemur sér vel þar sem allt er í hers höndum.“ Meðal verkefna sem sendifulltrú- ar inna af hendi eru hjúkrun og lækningar á vígvöllum, dreifíng matvæla á hungursvæðum, flutn- ingar hjálpargagna til stríðshrjáðra og uppbygging flóttamannabúða. Hornsófi Ledana tauáki. 2H2 áður 124.000 Sófasett Seres leðurlíki 3-1-1 áður 124.000 Nú 85.000 Sófasett Seres tauákl. 3-1 -1 áður158.01 ISLAND Pýskaland + + Bandaríkin Grenada + Níger Gambía + Gínea + ^ Filabeins- ströndin v * Króatia +++ + O? Bosnia ■ . + ++ Tyrkland (ta](+^|ran +Afganistan + Pakistan Zimbabwe + Súdan + . Eþíópía + sómalia ,+ + Kenýa pMósambík +Thaí!and Padúa- NýJaGinea Claris Works námskeið 94041 Tölvu- og verkfræðiþjónustan Tölvuskóli Halldórs Kristjanssonar Grensásvegi 16 • © 68 80 90 * Isafjörður Stefnumál Sjálfstæðis- flokksins kynnt KYNNINGARFUNDUR um stefnu- mál Sjálfstæðisflokksins á ísafírði í komandi bæjarstjórnarkosningum verður haldinn í kvöld, miðvikudag- inn 4. maí, kl. 20.30 á Hótel ísafirði. Ávörp flytja Bjöm Jóhannesson, Signý Rósantsdóttir, Helga Sigur- geirsdóttir og Björgvin Arnar Björg- vinsson. Að ávörpum loknum munu Þorsteinn Jóhannesson, Halldór Jónsson, Kolbrún Halldórsdóttir, Pét- ur H.R. Sigurðsson og Ragnheiður Hákonardóttir svara fyrirspurnum fundarmanna. Hægindastóll Comet leður/LL áður 39.800 NÚ 19.900 Gestarúm Legaflex áður 19.800 Nú 9.900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.