Morgunblaðið - 04.05.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.05.1994, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nei, nei, þetta er ekki Suðurlandsskjálftinn, hr. Yalur. Pétur er að koma inn úr dyrunum... Hrefnuveiðar í atvinnuskyni verða ekki leyfðar í sumar Tillaga lögð fyrir Alþingi næsta haust ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra gerir ráð fyrir því að leggja þingsályktunartillögu fyrir Alþingi næsta haust um að hefja takmarkaðar veiðar á hrefnu í atvinnuskyni í.samræmi við niðurstöðu þingmannanefndar um hvalveiðistefnuna. Þetta þýðir að hrefnuveiðar verða ekki leyfðar hér við landi í sumar. í nýrri skýrslu nefndar fulltrúa allra þingflokka á Alþingi kemur fram sú skoðun að eðlilegt sé að íslendingar hefji hvalveiðar í at- vinnuskyni á ný, og fyrsta skrefið eigi að vera takmarkaðar veiðar á hrefnu til innanlandsneyslu. „Ég tel þetta vera mjög mikilvægt framlag þegar fulltrúar allra flokka hafa komist að sameiginlegri niðurstöðu um markmið og næstu ákvarðanir. Þessi skýrsla verður rædd í ríkis- stjórn, væntanlega í næstu viku, og ég hef gert ráð fyrir því að und- irbúa mál fyrir Alþingi næsta haust. Við þurfum einnig að taka tillit til þeirra ábendinga sem eru í skýrsl- unni varðandi ýmis atriði, svo sem eftirlit og veiðiaðferðir," sagði Þor- steinn Pálsson við Morgunblaðið. Samkvæmt þessu yrðu hrefnu- veiðar hér við land leyfðar í fyrsta lagi sumarið 1995. Þorsteinn sagði að alltaf hefði legið ljóst fyrir, að veiðar yrðu ekki hafnar nema í sam- ræmi við ályktun Alþingis þar um. Nefndarálit þingmanna allra flokka sé stórt skref fram á við og veiga- mikill undirbúningur að þingsálykt- unartillögu sem yrði að leggja fyrir þingið, en það geti fyrst orðið næsta haust. Ekki í hvalveiðiráðið í skýrslu nefndarinnar er vísað í Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna um samráðsskyldu við viðeigendi alþjóðastofnanir um hvalveiðar. Rökstutt er að Norður- Atlantshafs sjávarspendýraráðið, NAMMCO, uppfylli skilyrði um við- eigandi alþjóðastofnun í þessu sam- bandi. Nefndin telur ekki rétt að ísland leiti eftir inngöngu í Alþjóða- hvalveiðiráðið meðan það stendur í vegi fyrir sjálfbærri nýtingu hvala- Breytingar á úthlut- unarreglum LIN EINUNGIS verður tekið tillit til tekna sem mynda skattstofn á skattframtali 1994 í breytingum á úthlutunarreglum Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna, en áður voru m.a. barnabætur og barnabótaauki taldar til tekna. Menntamálaráðu- neytið staðfesti í gær nýjar úthlut- unarreglur sjóðsins. Meðal annarra breytinga sem reglurnar fela í sér, má nefna að allir námsmenn fá fasta fjárhæð, sk. „frítekjumark“, vegna tekna sem þeir afla sér í leyfi. „Frítekju- mark“ námsmanna í leiguhúsnæði verður 180 þús. krónur en náms- manna í foreldrahúsum 140 þús. krónur. Ekki verður lengur tekið tillit til móttekins meðlags þegar lánsréttur vegna bama á framfæri námsmanna er reiknaður. Lán vegna bóka- og efniskaupa verða hækkuð um 33% og lán vegna ferðakostnaðar um rúm 10%. stofna. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hefur hins vegar nýlega lýst þeirri skoðun sinni í Morgunblaðinu að úrsögnin úr hval- veiðiráðinu hafi verið mistök. Þorsteinn Pálsson sagðist hins vegar telja það mjög hyggilegt sjón- armið sem nefndin setti fram. „Það er í samræmi við þær yfirlýsingar sem við gáfum þegar við sögðum okkur úr hvalveiðiráðinu. Við höf- um aldrei hafnað því að gerast aðil- ar aftur en ráðið þarf að sýna að það sé reiðubúið að framfylgja Al- þjóðahvalveiðisáttmálanum og þeim meginreglum sem samþykktar vom á Ríó-ráðstefnu SÞ um sjálfbæra nýtingu auðlinda sjávar. Hér er um að ræða hluta af fullveldisbaráttu íslendinga og þess vegna held ég að það sé eðlilegt að gera þessar kröfur til alþjóðastofnana og gera þeim grein fyrir því að þær fái ekki staðist ef þær bijóta þá sáttmála sem þeiin er ætlað að framfylgja og þær meginreglur í þjóðarréttin- um sem eru að skapast.“ Þegar Þorsteinn var spurður hvort ekki væri talin hætta á mjög hörðum viðbrögðum ríkja og umhverfis- verndarsamtaka ef hvalveiðar hæf- ust utan hvalveiðiráðsins, þótt vísað væri til NAMMCO, svaraði hann að hann sæi engan efnislegan mun á að veiða hvali í samráði við samtök á borð við NAMMCO, eða veiða hvali innan hvalveiðiráðsins en í andstöðu við það. Sögulegt verkefni landsliðsþjálfara Virtist óhugsandi að Islandi myndi leika við Brasilíu Ásgeir Elíasson sgeir Elíasson hef- ur verið á ferð og flugi undanfam- ar vikur á vegum Knatt- spyrnusambandsins. Síð- an í lok febrúar hefur hann ferðast til níu landa; Englands, Ungveija- lands, Sviss, Japans, Möltu, Frakklands, Bandaríkjanna, írlands og Brasilíu, þar sem hann er nú staddur, en í dag stýrir hann landsliðinu gegn einni mestu og vin- sælustu knattspyrnuþjóð í heimi, Brasilíu, fyrstur íslenskra þjálfara. En skyldi Ásgeir ekki vera pínulítið skelkaður, að mæta þessu frábæra liði. Blaðamaður Morgun- blaðsins spurði þjálfarann að því í Brasilíu í gær. „Argentínumenn Iágu í vörn gegn Brasilíu- mönnum í leik nú nýlega og mér þykir ekki ólíklegt að það verði eitthvað svipað upp á teningnum hjá okkur," sagði Asgeir og bætti við glottandi: „Ég á frekar von á því, að við verðum meira í vörn en sókn! Við ætlum að reyna að veijast af þolinmæði og sækja hratt fram völlinn ef þess gefst kostur, en annars að reyna að halda boltanum sem mest.“ Ferðalögin þreytandi - Þú hefur verið á faraldsfæti síðustu vikurnar. Er það ekki iýj- andi? „Jú, ferðalögin em oft erfið. Tímamunurinn er oft mikill og ekkert kemst annað að en fót- bolti. Maður hugsar stanslaust um fótbolta og getur ekki ýtt honum frá sér eitt andartak, það er helst að maður grípi í spil með félögunum og spili brids - en hugurinn er alltaf við fótboltann." - Hvað segir konan þín við öllum þessum ferðalögum? „Ætli hún sé ekki bara fegin að vera laus við mig,“ segir As- geir og glottir. „Ann- ars, í alvöru talað, verð ég voða feginn að koma heim eftir þessa törn. Það hefur verið mun meira að gera nú en áður, sérstaklega eft- ir að ég tók líka við þjálfun yngri landsliðsstrákanna." Virtist óhugsandi - Nú ert þú að fara að stjórna íslenska landsliðinu gegn Brasil- íu. Áttirðu von á að það ætti fyr- ir þér að liggja þegar þú byijaðir í fótboltanum? „Nei, slíkt var alveg óhugsandi og það hvarflaði í rauninni ekki að manni að ísland ætti eftir að leika við Brasilíu í Brasilíu." - Hvernig finnst þér að vera hér f Brasilíu? „Það er alveg einstakt og ég man ekki eftir öðru eins. Hér er fullt af fólki á æfingum hjá okk- ur þannig að maður getur rétt ímyndað sér hvernig er á æfing- um hjá brasilíska liðinu. Móttök- urnar hafa verið mjög góðar, en ég verð að segja eins og er, að ég skil ekki allar þessar öryggis- ráðstafanir því ég sé ekki að það sé svo hættulegt að vera hér. Öryggisgæslan er svo mikil, að það fær enginn að fara út nema í lögreglufylgd, en við Gústi [Gú- staf Björnsson, aðstoðarmaður ► ÁSGEIR Elíasson, landsliðs- þjálfari í knattspyrnu, er 44 ára iþróttakennari, fæddur í Reykjavík 22. nóvember 1949. Hann lauk íþróttakennaraprófí 1974 og kenndi ásamt því að þjálfa þar til hann tók við stjórn landsliðsins haustið 1991. Þess má geta, að Ásgeir á að baki landsleiki í blaki og handknattleik auk knatt- spyrnu. Hann tók þátt í 300 leikjum með Fram, 20 með Víkingi á Ólafsvík, sem hann þjálfaði fyrst liða, sumarið 1975,26 með FH og 99 með Þrótti í Reykjavík. Eiginkona Ásgeirs er Soffía Guðmunds- dóttir og eiga þau tvo syni. Ásgeirs] fórum það snemma á fætur í morgun, að við sluppum reyndar einir út. Þetta minnir óneitanlega dálítið á gömlu Aust- ur-Evrópu. Sjálfsagt vilja þeir hafa allt sitt á þurru vegna allra liða sem koma hingað. Þetta fer ekkert í taugarnar á mér og allt þetta til- stand er þægilegra við, til dæmis, að koma okkur til og frá æfingum. Fjölmiðl- arnir hérna eru líka dálítið öðru- vísi en heima og ég verð að segja, að ég hefði alveg getað hugsað mér að losna við sjónvarps- og útvarpsviðtöl eftir hverja einustu æfingu. Það er ótrúlegt að fylgjast með þessu hérna í Brasilíu. Fótboltinn virðist vera stór hluti af lífi fólks, og sumu fólki hreinlega allt. Sjálfsagt er mikil fátækt héma og því sjá menn framtíðina bjart- ari ef þeir ná að verða fótbolta- stjömur. En maður á erfitt með að setja sig inn í þetta því hitinn í sambandi við knattspymuna er svo gríðarlega mikill." Gaman að sjá meira - Þú ferðast mikið, en sérð samt í rauninni lítið. Vildirðu ekki fá tækifæri til að sjá meira af þeim stöðum sem þú kemur til? „Jú, ég gæti vel hugsað mér það. Svona ferðir eru bara rúta, flug, hótel og fótboltavöllur. Mað- ur sér ekkert nema út um glugga á rútunni á leið til og frá knatt- spymuvellinum. Það væri óneit- anlega gaman að sjá stundum rneira." „Verðum meira í vörn en sókn“ I ! ( I I i c ( I c I I I ;! ( ( I I i I i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.