Morgunblaðið - 04.05.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.05.1994, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1994 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ .. Morgunblaðið/RAX GOMLU útihúsin við Drangshlíð eru að mati bænda á staðnum hættuleg öryggi barna þeirra sem 1 sækja í að leika sér í húsunum, en um 3 milljónir mun kosta að gera þau upp. Á myndinni sjást i Guðmundur Jónsson, Ásta Halldóra Ólafsdóttir og Þórarinn Ólafsson uppi á einu húsanna. Lagasetn- ingekki á borðum „ÉG HVET eindregið til og trúi því að hægt verði að leysa þessa kjaradeilu fljótt og vel. Eftir því sem mér sýnist eru efni til þess,“ segir Guðmundur Árni Stefáns- son, heilbrigðisráðherra, um kjaradeiiu meinatækna og við- semjanda. Hann telur affarasæl- ast að bíða þess að aðilar kom- ist að samkomulagi. Lagasetn- ing sé ekki uppi á borðum. Nýr fundur hafði ekki verið boðaður í deilunni í gær. Guðmundur Ámi sagðist fylgjast grannt með gangi mála og þeirri þjónustu sem inna bæri af hendi á sjúkrahúsunum á meðan á verkfalli stæði. „Auð- vitað er ástandið orðið slæmt og tilltölulega fámenn stétt haft þessar afleiðingar," sagði hann. „En ég held að affarasælast sé að freista þess að ná samkomu- lagi. Ég er ekki úrkula vonar um að það eigi að vera hægt.“ Eigandi hestaleigu óttast um reksturinn ÞÓRARINN Jónasson sem rek- ur hestaleigu í Laxnesi í Mos- fellsbæ segist óttast þær ráð- stafanir að herpessýktu hrossin úr Víðidal skuli hafa verið sett í sóttkví í Selholti sem er næsti bær við Laxnes. Þórarinn er með hundrað hross á húsi og telur hann hugsanlegt að í þau geti borist smit. „Ég er með stærsta fyrirtæki á þessu sviði á íslandi og tek á móti þúsundum ferðamanna á ári. Sýktu hrossin voru flutt á næsta bæ við hliðina á mér. Það er bara ein girðing á milli, en veiran berst með loftinu og að sjálfsögðu er maður uggandi út af þessu,“ sagði Þórarinn. Hann sagði að ekkert hefði verið rætt við sig áður en sýktu hrossin voru flutt úr Víðidaln- um í sóttkví í Selholti, en bæjar- fulltrúar í Mosfellsbæ sam- þykktu flutning hrossanna. í svari sem Brynjólfur Sand- holt yfírdýralæknir sendi bæj- arritaranum í Mosfellsbæ vegna fyrirspurnar um smit- hættu vegna flutnings veiku hrossanna segir að hann telji að verði þeim reglum fylgt sem settar hafi verið um flutninginn og einangrun hrossanna stafi öðrum hrossum ekki hætta af. 25 milljónir vegna sumar- starfa nema BORGARRÁÐ hefur samþykkt aukafjárveitingu að upphæð 25 millj. til að ráða 135 skólanema til sumarstarfa hjá íþrótta- og tómstundaráði í átta vikur að jafnaði. í erindi framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs kem- ur fram að í fjárhagsáætlun árs- ins 1994 sé gert ráð fyrir 50 störfum fyrir skólafólk sumarið 1994, umfram það sem gert hafí verið ráð fyrir í áætlun um reglubundin störf. Unnt sé að ráða til viðbótar í um 135 störf ef aukafjárveiting fengist. Verkefnin sem um er að ræða eru meðal annars við Sumarleik- hús ungs fólks, leikgarða fyrir yngstu bömin, lengri opnunar- tími á sumarnámskeiðum og stuðningur við námskeið ÍTR. Hellur og raftarógna ferðafólki við Drang HÚSIN undir Drangi við Drangshlíð undir Eyjafjöllum, vinsælum áningarstað, sem þús- undir ferðamanna heimsækja árlega, eru að hruni komin og telja bændurnir í Drangshlíð mikla slysahættu stafa af ástandi. Að sögn Jóns Guð- mundssonar bónda í Drangshlíð eru ferðamenn hvattir til að skoða húsin í ferðabæklingum, sem m.a. er dreift til erlendra ferðamanna, og segist hann ótt- ast að einhver geti farið sér að voða því hvenær sem er megi búast við að þungar hellur eða raftar í húsunum láti undan. Að auki fari um húsin á hveiju vori hundruð barna í skólaferðalög- um og sé þá eins og jafnan mik- il slysahætta við þjóðveginn, vegna aðstöðuleysis fyrir rútur. Með liðsinni Þórðar Tómassonar í Skógum hafa bændur í Drangs- hlíð reynt að afla fjár til að standa að endurbyggingu mann- virkjanna, sem Jón telur að sé að finna á minjaskrá. I því skyni hefur m.a. fengist 250 þúsund króna styrkur úr Húsfriðunar- sjóði og að auki vilyrði fyrir framlagi úr Atvinnuleysistrygg- ingasjóði sem svarar til eins ársverks úr Atvinnuleysistrygg- ingasjóði en Jón segir að viðun- andi endurbætur sem komi hús- unum í það horf að þau geti borið þann fólksfjölda sem þar fer um muni kosta um 3 milljón- YFIRKJÖRSTJÓRN í Reykjavík ákvað á fundi sínum í gær að nafnið Reykjavíkurlistinn komi hvorki fram í auglýsingum kjör- stjórnar á framboðinu né við gerð kjörseðils. Jón Steinar Gunnlaugs- son, formaður yfirkjörstjómar, segir það skyldu hennar að tryggja að rétt sé staðið að málum sem lúta að framkvæmd kosninganna, burtséð frá öllum andmælum. Málinu lokið „Við höfum ekki vald til að fjalla um hvort aðstandendum R-lista sé heimilt að nota opinberlega nafnið Reykjavíkurlistinn um framboðslista sinn. Uppi eru mis- munandi sjónarmið um það hvort listanum sé heimilt að kenna sig við kjördæmið og báðir aðilar hafa gert grein fyrir sínum sjónarmið- um, en málinu er lokið hvað yfír- kjörstjórn varðar,“ segir Jón Stein- ar. í yfirkjörstjóm sitja, auk Jóns Steinars, Eiríkur Tómasson og Gísli Baldur Garðarsson, og var einhugur innan hennar um ákvörð- unina. í bókun yfirkjörstjómar segir m.a.: „Á framboðslista þeim, sem barst yfirkjörstjórn fyrir lok framboðsfrests og auðkenndur hefur verið með listabókstafnum R, segir orðrétt: „Alþýðubandalag- ið, AJþýðuflokkurinn, Framsókn- arflokkurinn og Kvennalistinn hafa ákveðið að bjóða fram sam- eiginlegan lista við borgarstjómar- kosningarnar í Reykjavík sem ir króna. Stærri fyrirtækjum í ferðaþjónustu hefur verið skrif- að bréf þar sem óskað er eftir stuðningi þeirra við fram- kvæmdirnar. í greinargerð sem Þórður Tómasson hefur ritað um mann- virkin undir Drangi segir meðal annars: Drangurinn með þeim mannvirkjum se'm við hann hafi verið reist séu með merkustu náttúru- og þjóðminja á Suður- landi. Fjárhús og hesthús í skjóli Drangsins bregði svip á gamla fram eiga að fara 28. maí 1994. Heiti listans er Reykjavíkurlistinn og óskað hefur verið eftir listabók- stafnum R.“ Af þessum tilvitnuðu orðum verður ekki annað ráðið en listinn sé borinn fram af fyrr- greindum fjórum stjórnmálaflokk- um eða -samtökum. Eins og listinn er úr garði gerður lítur yfirkjör- stjórn svo á, að „Reykjavíkurlist- búskaparhætti en húsin séu óðum að hrörna og falli í grunn innan fárra ára verði ekkert að gert. „Þjóð fátæk af fornum húsum gamalla búhátta má ekki við því að missa þessi merku hús horfinna búhátta og hér þarf að bregðast hratt við ef ekki á illa að fara,“ segir í greinargerð Þórðar. Jón Guðmundsson sagði að hluti skýringarinnar á því að bændur telji úrbætur ekki þola frekari bið sé sú að þeir óttist inn“ sé heiti á listanum en ekki á stjórnmálasamtökum, sem að hon- um standa.“ í úrskurðinum segir síðan með vísan til laga um kosn- ingar, að aðeins verði skýrt frá listabókstöfum framboðslistanna tveggja, D-lista og R-lista, t' aug- lýsingum í dagblöðum og útvarpi, og síðan talin upp í réttri röð nöfn frambjóðenda á hvorum lista. Á um öryggi barna sinna sem sækja í að leika sér í húsunum, auk öryggis ferðafólks. Þá óttist bændurnir að þeir, sem eigend- ur húsanna, verði gerðir fjár- hagslega ábyrgir fyrir slysum sem þarna kunni að verða en þeir hafi ekki fjárhagslegt bol- magn til að gera við húsin og I takist ekki að afla fjár til að | endurreisa húsin kunni svo að fara að þeir eigi ekki annarra kosta völ til að forðast slys en að rífa húsin. kjörseðli við borgarstjórnarkosn- ; ingarnar verði eftirfarandi texti j fyrir ofan nöfn frambjóðenda á , D-lista: „D. Listi borinn fram af ’ Sjálfstæðisflokki.“ Jafnframt að | eftirfarandi texti verði fyrir ofan nöfn frambjóðenda á R-lista: „R. Listi borinn fram af Alþýðubanda- lagi, Alþýðuflokki, Framsóknar- flokki og Kvennalista." Hjákátlegur ágreiningur Baldur Guðlaugsson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaga í I Reykjavík, sagðist í samtali við j Morgunblaðið vera sáttur við og , fagna niðurstöðu yfirkjörstjórnar því hún væri í samræmi við sjónar- mið fiokksins. Eftir standi hins vegar sú spurning hvort R-listinn geti notað nafnið Reykjavíkurlist- inn í auglýsingum sínum og ann- arri kynningu, það er að segja annað nafn en komi fram á kjör- seðlum og auglýsingum yfirkjör- i stjórnar. Einar Örn Stefánsson, kosn- i ingastjóri R-listans, segir að úr- j skurðurinn breyti engu um notkun. á nafninu Reykjavíkurlistinn á öðrum vettvangi en í auglýsingum yfirkjörstjórnar og á kjörseðlum. „Okkur frnnst þetta í sjálfu sér ekki skipta neinu máli, og hálf hjákátlegt fyrir Sjálfstæðisflokk- inn að gera úr þessu ágreining. Mér skilst einnig, að úrskurðurinn leiði til að nafns Sjálfstæðisflokks- ins verði í fyrsta skipti ekki getið í auglýsingum kjörstjómar,“ segir Einar. Yfirkjörstjórn úrskurðar að nafn Reykjavíkurlistans verði ekki á kjörseðli Aðeins listabókstafir verðal á auglýsingum og kjörseðli Einar Örn Jón Steinar Baldur Stefánsson Gunnlaugsson Guðlaugsson Talsmaður Sjálfstæðisflokksins segir ákvörðunina í samræmi við sjónarmið flokksins. Kosningastjóri R-listans segir úrskurðinn engu breyta um notkun nafnsins á öðrum vettvangi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.