Morgunblaðið - 04.05.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.05.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1994 33 ; > » MORGUIMBLAÐSSKEIFAIM AÐ HÓLUM Knútur Armann sigraði harðri HESTAR llóiar í lljalladal SKEIFUKEPPNIN 1. maí HJALTADALURINN skartaði sínu fegursta þegar bændaskóla- nemar á Hólum héldu skeifudaginn hátíðlegan og luku keppninni um Morgunblaðsskeifuna. Skeifuna hlýtur sá nemandi sem bestum árangri nær í reiðmennsku, bók- legri og verklegri, þá tvo vetur sem námið tekur. Keppnin að þessu sinni var hníf- jöfn en sigur í lokin hafði Knútur Armann, sem keppti á hryssu sinni Gerplu frá Efri-Brú sem er undan Aspari frá Sauðárkróki og Lipurtá 8633 frá Efri-Brú. Hlaut hann í einkunn 8,58. Jöfn í öðru sæti með 8,57 urðu svo Inga María Stefáns- dóttir á Þjasa frá Bjarghóli, sem er undan Eldi 950 frá Stóra-Hofi en móðir óþekkt, og Valur Valsson á Hrafnhildi frá Ytra-Skörðugili undan Hervari 963 frá Sauðár- króki og Brúðkaups-Jörp frá Vatnsleysu. Valur hlaut einnig ásetuverðlaun Félags tamninga- manna. Keppt var í fjórgangi, þar sem 20 voru skráðir til leiks, og þrír kepptu í fimmgangi. Sú forkeppni var reiknuð inn í keppnina um Morgunblaðsskeifuna — en hana i ovenju keppni HALLDÓR Blöndal landbún- aðarráðherra afhenti Knúti Morgunblaðsskeifuna. hlýtur sá nemandi, sem bestum árangri nær í bóklegri og verk- legri reiðmennsku í skólanum, sem fyrr segir. Til gamans fóru fram úrslit þar sem Ester Pálmadóttir á Pólstjörnu frá Nesi, undan Ofsa frá Nesi og Freyju 4627 frá Urr- iðaá, bar sigur úr býtum í fjór- gangi. Erlingur Guðmundsson varð annar á Nátthrafni frá Hafnar- nesi, undan Hrafni 802, Holtsm- úla, og Nótt frá Kröggólfsstöðum. í þriðja sæti varð Eyþór Jónasson á Glóa frá Hjaltastöðum sem er undan Rauð og Kötlu frá Hjalta- stöðum. í fimmgangi sigraði Erl- ingur Ingvarsson á Keldu frá Ás- Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson HROSSIN komu vel fyrir hjá nemendum í Skeifukeppninni á Hól- um i Hjaltadal á sunnudaginn. Hér fer Erlingnr Guðmundsson á Nátthrafni frá Hafnarnesi en þeir voru í öðru sæti í fjórgangi. geirsbrekku sem er undan Þjálfa frá Keldudal og Stygg frá Svaða- stöðum. Þórarinn Ingi Pétursson varð annar á Snældu frá Akureyri sem er undan Snældu-Blesa frá Árgerði og Þotu 6241 frá Akur- eyri. Áðumefndur Valur Valsson varð svo þriðji á Hrafnhildi. Milli Bændaskólans á Hólum og Félags tamningamanna er í gildi samningur þar sem segir að allir þeir nemendur sem ná búfræði- prófi og meðaleinkunn að lágmarki 7,5 í nokkrum tilgreindum fögum fái rétt til inngöngu í frumtamn- ingsdeild FT. Að þessu sinni náðu 18 nemendur þessum áfanga. Margir góðir hestar komu fram á skeifudeginum að þessu sinni, flest töluvert tamin hross og reið- mennskan áferðargóð þó nemend- ur séu komnir mislangt í reið- mennskulistinni. í ár fer skeifukeppnin tvívegis fram, því nú var útskrifaður síð- asti árgangurinn sem klárar námið á tveimur vetrum. Nýtt fyrirkomu- lag gerir ráð fyrir að búfræðinám- inu sé lokið á einu samfelldu ári. Fyrsti heilsársárgangurinn heldur sinn skeifudag í byijun júní, líklega aðra helgina í júní. Valdimar Kristinsson Fljótamenn sterkastir á Skagaströnd BBIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Vormót Bridsklúbbs Skaga- strandar var haldið 1. maí. Alls tóku 28 pör þátt í keppninni og komu þau víða að. Mótsstjóri var Olafur Jóns- son, Siglufirði. Spilaður var barómet- er, 2 spil milli para. Úrslit urðu sem hér segir: Reynir Pálsson -StefánBenediktsson,Fljótum 148 Jón Sigurðsson - Gísli Jónsson, Fljótum 126 Reynir Helgason - Sigurbjöm Haraldsson, Akureyri lðs Kristján Blöndal -JónÖrnBemdsen,Sauðárkróki 107 Kristján Guðjónsson - Skúli Skúlason, Akureyri 83 Gísji Pálsson - Ami Amsteinsson, Akureyri 51 Jón Sigurbjömsson - Birkir Jónsson, Siglufirði 45 Guðlaugur Bessason - Sveinn Aðalgeirsson, Húsavik 42 Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Fimmtudaginn 28. apríl var spilaður tvímenningur í tveim riðlum. A-riðill 10 pör: ÓlaflaJónsdóttir-IngaHoffmann 138 Baldur Helgason - Haukur Guðmundsson 122 Inga Jónsdóttir - Siguijón Guðröðarson 119 Þórarinn Ámason - Bergur Þorvaldsson 114 Meðalskor 108 B-riðill 11 pör, yfirseta: Þorleifur Þórarinss. - Gunnþórunn Erlingsd. 182 ÓliValdimarsson-ÞorsteinnErlingsson 178 Kristinn Gfslason - Hjálmar Gíslason 176 Karl Adólfsson - Eyjólfur Halldórsson 175 Meðalskor 165 Sunnudaginn 1. maí mættu 12 pör. Eyjólfur Halldórsson - Berpr Þorvaldsson 200 Ingibjörg Stefánsdóttir—Fróði B. Pálsson 199 Sigurleifur Guðjónsson - Þorsteinn Erlingsson 192 Lárus Amórsson - Ásthildur Sigurgísladóttir 171 Meðalskor 165 Taktu þátt í mannúðarstarfinu með okkur og greiddu gíróseðilinn i næsta banka eða pósthúsi. Framlag þitt hjálpar þeim. Rauði kross Islands Rauöarárstíg 18, 105 Reykjavík, sími 91-626722 Þau eru á okkar vegum. Styðjum við bakið á þeim. Sendifulltrúar Rauða krossins á neyðarsvæðum eru oít síðasta von hinna varnarlausu. Þeir hafa bjargað milljónum mannslífa um víða veröld.Við íslendingar höfum lagt okkar að mörkum í því mannúðarstarfi. En betur má ef duga skal. Á sjötta tug íslenskra sendifulltrúa úr mörgum starfsgreinum hafa starfað á vegum Rauða krossins í 30 löndum á undan- förnum ámm. Þeir njóta virðingar og em eftirsóttir vegna víðtækrar reynslu, útsjónarsemi og dugnaðar - mannkosta sem nýtast vel þar sem allt er í hers höndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.