Morgunblaðið - 04.05.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.05.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1994 11 Reyntað plata með keðju- bréfum FLEST bendir til þess að fólk sem keypt hefur fjárfestingakeðjubréf af sænskum uppruna hafi verið plat- að og að óprúttnir aðilar séu að reyna að hafa það að féþúfu. Þó- nokkuð af þessum bréfum hafa ver- ið í umferð hér á landi undanfamar vikur. Óvíst er hvort sænska fyrir- tækið sem gefur bréfín út er yfír- leitt til, en fyrirtækið svarar ekki í þeim síma sem það gefur upp. í bæklingi sem fylgir keðjubréfun- um er fullyrt að miklar líkur séu á að hægt sé að hagnast mjög mikið með því að kaupa þessi fjárfestinga- bréf. Því er lofað að verðgildi bréf- anna vaxi árlega á bilinu 14-25%. Til að geta fengið fjárfestingabréf þurfa þátttakendur í keðjunni að greiða 4.300 íslenskar krónur. Einn af þeim sem hefur eignast þessi bréf reyndi að leita upplýsinga um bréfín hjá sænska fyrirtækinu án árangurs. Einungis símsvari svarar í því símanúmeri sem gefið er upp í bæklingi fyrirtækisins og er sama á hvað tíma dagsins hringt er. Póstur og sími hefur engar upp- lýsingar um fyrirtækið. FRÉTTIR Morgunblaðið/Alfons Finnsson Fallegur fjörusteinn ÞÓ norðan kaldi hafi verið fyrstu daga sumarsins er komin voi-tilfinning í börnin, enda er sunnanáttin farin að gera vart við sig. Tómas litli skreið upp á fallegan fjörustein þegar hann var að leika sér í fjörunni við Bug í Ólafsvík. Matthías Bjarnason, alþingismaður Ursögnin úr hvalveiðiráðinu ekki mistök MATTHÍAS Bjarnason, formaður þingmanna- nefndar, sem gerði til- lögur um stefnu íslend- inga í hvalamálum, seg- ir enga ástæðu fyrir íslendinga að taka aftur upp aðild að Alþjóða- hvalveiðiráðinu. Hann er ósammála þeim um- mælum Jóns Baldvins Hannibalssonar, utan- ríkisráðherra, í Morg- unblaðinu um helgina, að úrsögn íslendinga úr hvalveiðiráðinu hafí verið mistök. „Ég tel að þessi ummæli séu ekki góð í þessu við- kvæma máli,“ sagði Matthías. Hann er ekki heldur sammála því sjónarmiði, sem fram kom í máli Bjöms Bjarnasonar, formanns utan- ríkismálanefndar, í Morgunblaðinu fyrir skömmu, að réttur íslendinga til að hefja hvalveiðar væri best tryggður með aðild að Alþjóðahval- veiðiráðinu með fyrir- vara um að við ætlum að veiða ákveðnar hvalategundir. Þing- mannanefndin hefur lagt til að leyfðar verði takmarkaðar veiðar á hrefnu til að byrja með. Nafnið tómt „Ég sé ekki að það sé nema nafnið eins og það er orðið,“ sagði Matthías um Alþjóða- hvalveiðiráðið en tók þó fram að ef hvalveiðiráð- ið breytti gersamlega um stefnu og vildi ræða málið á vísindalegum grundvelli þá kæmi til greina að hlusta á það. íslendingar ættu hins vegar að vera áfram í Norður-Atl- antshafssjávarspendýraráðinu (NAMMCO), á grundvelli ákvæða hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóð- anna. Matthías Bjarnason. Siðanefnd Blaðamannafélags íslands Amælisvert brot blaðamanns og fréttastjóra Tímans SIÐANEFND Blaðamannafélags ís- konuna eða Valborgu áður en viðtalið lands telur að Arni Gunnarsson blaða- maður og Birgir Guðmundsson frétta- stjóri á Tímanum hafí með ámælis- verðum hætti gerst brotlegir við 3. og 4. greinar siðareglna Blaðamanna- félags Islands með viðtali Arna við Geir Snorrason sem birtist í Tíman- um. í viðtalinu rekur Geir hjúskapar- sögu sína og ber þá fyrrverandi konu sína ýmsum þungum sökum. Umrætt viðtal birtist í Tímanum laugardaginn 22. janúar 1994. Blaða- maðurinn segir í formála að viðtalinu: „Þetta er frásögn hans (Geirs). Það er að sjálfsögðu enginn dómari í sjálfs sín sök, en þetta er málið eins og það snýr að honum.“ Síðan rekur Geir hjúskaparsögu sína og ber fyrrver- andi konu sína þungum sökum, en hann nafngreinir bæði konuna og dóttur þeirra í viðtalinu. I kæru Val- borgar Þ. Snævarr fyrir hönd Vigdís- ar Violetu Rosento eru flest efnisat- riði þeirrar frásagnar rengd. Kærir hún röng og meiðandi ummæli um eiginkonu Geirs, það að Ámi Gunn- arsson hafði ekki samband við eigin- Hafnarfjörður 31,7 millj.til gatnagerðar í Setbergslandi BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar hefur samþykkt að taka rúmlega 31,7 millj. króna tilboði lægstbjóðanda, Hagvirk- is-Kletts hf., í gatnagerð í miðhverfí Setbergs og víðar. Fimm tilboð bár- ust í verkið. Tilboð Hagvirkis-Kletts hf. er 72,89% af kostnaðaráætlun, sem er 44.926.635 krónur. Næstlægsta boð átti Guðjón Þorkelsson, sem bauð 74,65% af kostnaðaráætlun, JVJ hf. bauð 87,92% af kostnaðaráætlun, Klæðning hf. bauð 88,61% af kostn- aðaráætlun og Völur hf. bauð 88,71% af kostnaðaráætlun. var birt, og loks það að nöfn eiginkon- unnar og ungrar dóttur þeirra hjóna skuli hafa komið fram í viðtalinu. í úrskurði siðanefndar segir að það sé ekki í verkahring siðanefndar að taka afstöðu til ásakana Geirs Snor- rasonar á hendur konu sinni. Nefndin hafí áður kannast við í úrskurði frá 18. júní 1993 „að í svokölluðum per- sónuviðtölum sé ekki leitað staðfest- ingar á einstökum ummælum viðmæl- andans". Þá hafi hún bætt við: „Þó er ekki hægt að halda því fram að viðmælandinn einn sé ábyrgur. Um slík viðtöl gilda siðareglur ekki síður en um annað efni sem blaðamenn vinna.“ í úrskurðinum segir að það virðist ljóst að blaðamaður og fréttastjóri - viðhöfðu ýmsa gát í viðtali sínu við Geir Snorrason, en hins vegar vanti á að til upplýsingaöflunar sé vandað svo sem kostur sé, og að tillitssemi sé sýnd í vandasömu máli, eins og krafist sé af blaðamönnum í 3. grein siðareglna. Undarlegrök Þá segir að vörn Áma Gunnarsson- ar og Birgis Guðmundssonar gegn kæruliðnum um nafnbirtingu sé und- arleg. Hún virðist fela í sér að útlend- ingar sem giftist til íslands búi við önnur réttindi og jafnvel annars kon- ar tilvist en aðrir landsmenn. Siða- nefnd sjái enga ástæðu til að fallast á þetta sjónarmið, og Geir Snorrason beri alvarlegar sakir á konu sína. í 4. grein siðareglna sé það lagt á blaðamenn að meta hvenær öryggi borgaranna eða almannaheill krefjast þess að nöfn þeirra sem bornir eru þungum sökum séu birt. Ekki verði séð að það hafí þjónað neinum til- gangi í þessu máli að birta nafn kon- unnar og hvað þá barnsins. Er það því úrskurður siðanefndar að þeir Ámi Gunnarsson og Birgir Guð- mundsson teljist hafa brotið ákvæði 3. og 4. greinar siðareglna Blaða- mannafélags Islands og sé brotið ámælisvert. Weetabix $ HJARTANS Æ TREFJARIKT m g m f ORKURÍKT } rl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.