Morgunblaðið - 04.05.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.05.1994, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1994 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Rúnar Þór Sex saman FÉLAGARNIR Jónannes Svan, Páll, Guðjón Orri, Bernharð Már, Stefán Arni og Marvin hafa stofnað reið- hjólafélagið Sex saman en tilgangur þess er að fara saman í langar hjólreiðaferð- ir. Það er algjört skilyrði sögðu þeir félagar að nota hjálma í hjólatúrunum þann- ig að tveir þeirra sem enn höfðu ekki orðið sér úti um þetta nauðsynlega höfuðfat ætluðu að bæta úr því hið snarasta. Hver bæjar- búi skuldar 395 þúsund HVER íbúi á Akureyri skuldaði 395 þúsund krónur í lok síðasta árs en bróðurparturinn er vegna Hitaveitu Akureyrar sem hver bæjarbúi skuldar 263 þúsund krónur í. Skuldir hafa hækkað um 41 þúsund krónur á bæj- arbúa milli áranna 1992 og 1993 en i árslok 1992 voru þær 354 þúsund þar af 245 þúsund vegna hitaveitunnar. Akur- eyringar voru 14.799 talsins í lok síðasta árs og hafði fjölgað um 128. Skuldir bæjarins námu 5,8 milljörðum í árslok. Útlending- ar vilja í HólasKÓla UM þijátíu fyrirspumir hafa borist til Bændaskólans á Hól- um í Hjaltadal frá útlendingum sem gjarnan vilja stunda nám við skólann. A síðasta skólaári stunduðu fimm erlendir nemar nám við skólann og luku tveir þeirra, norskar stúlkur, bú- fræðiprófi síðastliðinn sunnu- dag. Jón Bjarnason skólastjóri sagði við skólaslit, að vilji væri til þess að koma til móts við erlenda nema. Öðru fremur er það hrossaræktin sem laðar að. Vill að unnið verði á vijkt- um hjá UA ATVINNUMÁLANEFND Ak- ureyrar hefur beint þeim til- mælum til stjómar Útgerðarfé- lags Akureyringa vegna hins alvarlega atvinnuástands sem ríkir á Akureyri og fyrirsjáan- legrar aukningar þess þegar skólum lýkur í vor, að allra leiða verði leitað til aukinnar hráefni- söflunar svo taka megi upp vaktavinnu í frystihúsi félags- ins. Þá beinir nefndin einnig þeim tilmælum til ÚA og stjóm- ar Verkalýðsfélagsins Einingar að þessir aðilar nái samkomu- lagi um að hrinda úr vegi þeim ágreiningsefnum sem kunna að hindra að vaktavinnufyrir- komulag verði tekið upp. Óvenju mörg verkefni framundan í byggingariðnaði í sumar Blómlegra en um margra ára skeið MÖRG STÓR verkefni era framund- an í byggingariðnaði á Akureyri í sumar og hefur ekki verið eins blóm- legt yfír verkefnum um margra ára skeið. Flest verkefnanna eru á veg- um opinberra aðila en byggingafull- trúinn á Akureyri segir að enn sé lægð hvað varðar einstaklinga sem era að byggja eigin hús. Alltof lítið sé um slík og hafi reyndar verið um langt skeið. Sum verkefnanna sem ráðist verður í í sumar eru af þeirri stærðargráðu að kunnugir telja að verktakar í bænum þurfí að samein- ast um að bjóða í þau. Stærstu verkefnin Stærstu verkefnin sem væntan- lega verða boðin út nú á næstunni era bygging nýrrar álmu við Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri en þar er um að ræða hús á þremur hæðum með tveimur kjöllurum. Þetta er nokkurra ára verkefni og með þeim stærstu sem boðin hafa verið út á liðnum árum. Þá er ætlunin að reisa nýtt 2.400 fermetra hús við Mennta- skólann á Akureyri og fyrirhugað að taka fyrstu skóflustungu þess á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Þá verður byggð viðbótarbygging við Flugstöðina á Akureyri, fram- kvæmdir eru hafnar við byggingu nýs leikskóla í Giljahverfi, umfangs- miklar framkvæmdir standa yfír við Sundiaug Akureyrar, áætlað er að reisa hús yfír starfsemi Siglinga- klúbbsins Nökkva, húsgagnaversl- unin Vörabær hefur boðið út bygg- ingu verslunarhúss, framkvæmdir standa yfir við breytingar í kjallara Glerárkirkju þar sem verður leik- skóli og þá má nefna að Hitaveita Akureyrar mun í sumar leggja 10 kílómetra aðveituæð frá Laugalandi í Þelámörk til Akureyrar og loks má nefna að framkvæmdir hafa staðið yfír við byggingu nýrrar álmu við Verkmenntaskólann á Akureyri. „Ég tel að óvenju bjart sé yfir byggingariðnaði í sumar og það kemur til með að hafa veralega góð áhrif á aðra starfsemi, gróska í byggingariðnaði er fljót að hafa áhrif. Það kæmi mér ekki á óvart að það sé meira en áratugur siðan við höfum séð fram á önnur eins verkefni í þessum iðnaði og það mun hleypa nýju lífíð í þennan iðnað,“ sagði Sveinn Heiðar Jónsson bygg- ingaverktaki. Hann sagðist ekki hafa í hyggju að bjóða. í þau stóru verk sem framundan eru en fyrir- tæki hans hefur lagt áherslu á að byggja íbúðarhús. Sveinn Heiðar sagði mikilvægt að verktakar á Akureyri sameinuð- ust um að bjóða í stóru verkefnin annars væri hætta á að þau misstu þau til annarra. Of fáir byggja Jón Geir Ágústsson, bygginga- fulltrúi Akureyrarbæjar, sagði að vissulega væri ánægjulegt hversu mörg stór verkefni á sviði bygging- ariðnaðar væru framundan í sumar en einkum væri þar um að ræða opinberar byggingar. „Einkaaðil- arnir halda enn að sér höndum og við hefðu viljað sjá fleiri hefja bygg- ingar eigin húsnæðis," sagði Jón Geir, en á þessu ári er áætlað að byrjað verði á byggingu 45 íbúða. Þær voru 53 í fyrra. „Það er alltof lítið, þörfin er 100-110 íbúðir á ári þannig að það vantar nokkuð upp á.“ Jón Geir sagði að lægð hefði ver- ið upp undir áratug hvað varðar einstaklinga sem eru að reisa sér eigið húsnæði, íbúðarbyggingar í bænum hefðu fyrst og fremst verið innan félagslega kerfísins.' Morgunblaðið/Rúnar Þór * Elsti Islendingurinn 105 ára „ÉG GET ekki svarað því hverju ég á langlífið að þakka, ég hef alltaf verið heilsuhraust og lifað heil- brigðu lífi,“ sagði Valgerður S. Friðriksdóttir en hún er elst Islendinga og átti 105 ára afmæli í gær, 3. maí. Hún kvaðst alltaf hafa verið geð- góð og glaðlynd og ekki eytt púðri í illt umtal. Valgerður fæddist að Há- nefsstöðum í Svarfaðardal og ólst þar upp. Hún var í vist hjá læknishjónunum á Grenivík um tveggja ára skeið en tvítug að aldri, árið 1909 fór hún til Akureyrar þar sem hún var vinnukona hjá kaupmannshjónunum í Gránu og síðan hjá Önnu og Hendrik Shciöth. Anna var einn stofnenda Lystigarðsins á Akureyri og sagðist Val- gerður hafa hjálpað til við gróðursetningu fyrstu plantnanna í garðinum árið 1912. Sumarið 1913 var Val- gerður í verbúðarvinnu í Þorgeirsfirði hjá Gísla bónda á Svínárnesi en þar kynntist hún mannsefni sínu Jónasi Franklín. Þau giftu sig í Grundarþingi og hófu bú- skap á Akureyri um haustið. Eignuðust þau tvö börn, Jó- hann Friðrik Franklín, bak- arameistara á Akureyri, og Þóru Rósu Franklín, hús- móður, en þau eru bæði lát- in. Jónas maður Valgerðar léstárið 1956. Valgerður vann öll aimenn störf er tengdust sjósókn fyrr á árum og þá tók hún virkan þátt í starfi Slysavarnafélags kvenna og góðtemplararegl- unnar á Akureyri enjiar er hún heiðursfélagi. „Ég fer alltaf á sumrin í bíltúr um Svarfaðardal og heim að Há- nefsstöðum. Svarfaðardalur- inn er dásamlegur," sagði Valgerður Hún er vel ern miðað við aldur og fylgist vel með því sem gerist í heimin- um sem hún sagði að tekið hefði miklum breytingum á sinni löngu ævi. Það er 99 ára aldursmunur á nöfnunum Valgerði S. Frið- riksdóttur sem átti 105 ára afmæli í gær og langalanga- langömmubarninu Valgerði Tryggvadóttur sem er 6 ára, en þær eru á myndinni til vinstri. Valgerður hefur síð- ustu 20 árin dvalið á Dvalar- heimilinu Hlíð á Akureyri þar sem hún hélt upp á 105 ára afmæiisdaginn sinn í gær. Mjólk eyfirskra kúabænda flokkaðist 99,2% í fyrsta flokk Kjötmarkaður erfiður og algjört verðfall Eyjafjarðarsveit - MJÓLKURFRAMLEIÐSLA er í góðu jafnvægi og er raunar eina búgreinin sem ekki á við offramleiðslu að stríða. Kjöt- markaðurinn er hins vegar vérsta vandamál sem bændur þurfa að glíma við nú. Þetta kom fram í skýrslu Odds Gunnarssonar formanns Félags eyfirskra kúabænda á aðalfundi félagsins og Mjólkursamlags KEA. Kjötneysla hefur ekki aukist þrátt fyrir mikla verðlækkun til neytenda á síðustu áram og sagði Oddur, að algjört verðfall hefði orðið á nauta- kjöti til framleiðenda frá því á sama tíma í fyrra. Verð á UNl nautakjöti var þá 326 krónur, en sumir slátur- leyfíshafar vora famir að greiða bændum allt niður í 195 krónur fyr- ir kílóið í febrúar síðastliðnum. Fyr- ir nokkru var undirritað samkomu- lag milli Landssambands sláturleyf- ishafa og Landssambands kúa- bænda um sérstakar ráðstafanir í nautakjötsmálum, en það fól í sér að tekin yrðu út af markaði 5.000 tonn af ungneytakjöti. Skráð verð lækkað Skráð verð var lækkað niður í 75% af grundvelli, meðal annars til að bændur þyrftu ekki að borga verðm- iðlunargjald af mun hærri upphæð en þeir fá greitt frá sláturleyfishöf- um. Oddur var efíns um, að þetta samkomulag takist því nokkrir sláturleyfíshafar neiti að skrifa und- ir samninginn. í máli Þórarins E. Sveinssonar mjólkursamlagsstjóra kom fram að 2,26% samdráttur varð í innveginni mjólk árið 1993 miðað við fyrra ár. Mjólkin flokkaðist mjög vel og fór 99,2% í fyrsta flokk. Efnamagn mjólkur er meira á samlagssvæðinu en í meðalmjólk sem lögð er til grundvallar útborgun á landinu þannig að bændur fá greitt yfirverð fyrir hana. Á síðasta ári var upp- hæðin 7 milljónir króna. Alls fengu 29 mjólkurframleið- endur viðurkenningu fyrir afburða góða mjólk á síðasta ári en reglurn- ar sem hafðar eru til viðmiðunar era þær ströngustu á landinu. á Hríshóli hlaut verðlauna- skjöld frá Búnaðarfélagi ís- lands fyrir besta kynbótanaut- ið í ár, Andvara 87014, en hann hlaut hæsta kynbótadóm sem sem þekkist hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.