Morgunblaðið - 19.05.1994, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ
2 FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1994 ...
FRÉTTIR
Silungur
veiddur í
Tjöminni
STARFSMENN á vegum Garð-
yrkjustjórans í Reykjavík urðu
varir 3-4 punda silungs þegar
þeir voru að koma gosbrunninum
fyrir í syðri hluta Tjamarinnar
í gær og tókst þeim að klófesta
hann í vatnsfötu. Fóru þeir síðan
sem leið lá með fiskinn og
slepptu honum í litla tjöm sem
er norðan við Ráðhús Reykjavík-
ur, en þar voru fyrir 12-14
bleikjur og regnbogasilungar
sem þar em hafðir í eldi. Talið
er víst að silungnum hafi verið
sleppt í Tjömina.
I bókinni Reykjavík sögustað-
ur við Sund er greint frá því að
gömul saga hermi að eitt sinn
hafi Tjörnin verið full af laxi og
silungi og hafi bræður tveir átt
saman veiðina. Þá greindi hins
vegar á um veiðiréttinn og end-
aði sú deila með heitingum
þeirra á milli. Varð afleiðingin
sú að öll veiði hvarf.
Utanríkisráðherra
Aðalverk-
takar starfi
áfram
JÓN Baldvin Hannibalsson ut-
anríkisráðherra lýsti því yfir á
fundum sem hann átti með sveit-
arstjómarmönnum á Suðumesj-
um og íslenskum starfsmönnum
á Keflavíkurflugvelli í gær að
hann teldi rétt að framhald yrði
á starfsemi íslenskra aðalverk-
taka.
Jón Baldvin sagði í samtali
við Morgunblaðið að hann væri
talsmaður þess að fyrirtækið
yrði ekki leyst upp og reynt yrði
að brúa bilið þar til stórfram-
kvæmdir hefiast á ný.
„Spumingin er hvort það
tekst að brúa bilið þar til við
lendum í næstu uppsveiflu,
þannig að réttlætanlegt sé að
halda fyrirtækinu saman heldur
en að látið verði undan þrýstingi
um að leysa það upp. Ég teldi
það skaða. Ég tel enn rétt að
freista þess að láta ekki þessa
eiginfjárstöðu og tækniþekkingu
fara forgörðum, og brúa bilið
annaðhvort með verkefnum inn-
anlands eða erlendis eða þá
hvort tveggja," sagði hann.
Hafnir fái að keppa
um Rússaviðskipti
GREIÐA þarf fyrir viðskiptum við Rússa í höfn-
um landsins þannig að íslendingar verði sam-
keppnisfærir við aðrar þjóðir í verði og þjón-
ustu. Stuðla þarf að auknum viðskiptum með
físk og styðja markaðsaðgerðir í Rússlandi og
auðvelda viðskipti við Rússa með útflutnings-
lánum og tryggingum. Þetta er meðal annars
það sem nefnd um greiðari viðskipti við Rúss-
land telur að íslensk stjórnvöld þurfi að beita
sér fyrir, samkvæmt heimildum blaðsins.
Nefndin, sem skipuð var fulltrúum ráðuneyta,
samtaka launþega, vinnuveitenda og atvinnu-
vega, hefur skilað skýrslu þar sem fram koma
margar ábendingar um úrbætur sem snúa að
íslenskum stjórnvöldum. Nefndin bendir þó á,
samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, að
meðan ekki hafi fengist pólitísk lausn í Smugu-
deilunni muni viðskipti við Rússland búa við
ýmsar ytri takmarkanir.
Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er í
skýrslu nefndarinnar meðal annars lagt til að
möguleikar hafna um að keppa um viðskipti
viðkomuskipa verði auknir með því að gera hafn-
arstjómum mögulegt að nýta sér heimildir til
að lækka ýmis gjöld án þess að það komi niður
á opinberu framlagi til hafnanna. Þá verði stuðl-
að að aukinni samkeppni milli olíufélaga og
lægra olíuverði með afnámi laga um flutnings-
jöfnun olíu.
Nefndin mun einnig leggja til að heilbrigðiseft-
irlit í erlendum veiðiskipum verði einfaldað og
settar samræmdar reglugerðir um eftirlit með
innfluttum fiski. Reglugerðum samkvæmt tolla-
lögum verði breytt þannig að hægt verði að
geyma ótollafgreiddan fisk til endurútflutnings
í frystigeymslum í innflutningshöfnum. Þá verði
lögum um rétt erlendra skipa til löndunar breytt
þannig að skip fái almennt að kaupa vöru og
þjónustu hér á landi og heimiluð verði bein sala
á síld og loðnu úr íslenskum skipum til vinnslu
í rússneskum vinnsluskipum.
Morgunblaðið/Þorkell
Flautað í mótmælaskyni
SNIGLARNIR, Bifhjólasamtök lýðveldisins, efndu
til mótmælaaðgerða í miðbænum síðdegis í gær
vegna hækkunar tryggingafélaganna á bifhjóla-
tryggingum. Söfnuðust um 150-200 manns saman
í miðbænum á 100 hjólum og lágu á flautunum í
mótmælaskyni. Að því búnu var ekið um borgina
í fylgd lögreglunnar. Jóhann Ágúst Jóhannsson
varaformaður bifhjólasamtakanna segist til dæmis
hafa greitt 38.000 krónur í bifhjólatryggingu í
fyrra en sé gert að greiða um 80.000 krónur í
dag. Segir hann óréttlátt að tryggingafélögin dauf-
heyrist við 14,6% fækkun á bifhjólaslysum vegna
umferðarátaks Sniglanna árið 1992 sem sparað
hafi þjóðarbúinu og tryggingafélögunum milli 70
og 80 miiyónir króna. Hækkunin sé réttlætt með
útlögðum kostnaði vegna fjölda slysa þar sem bif-
hjól eigi hlut að máli, hvort sem ökumenn þeirra
séu í rétti eða ekki.
Yerndaður vinnu-
staður á Akranesi
Starfs-
fólkinu
sagt upp
Ungur maður fékk einkenni köfunarveiki í Yestmannaeyjum
Var með alvar-
legar truflan-
ir Ttaugakerfi
UNGUR piltur, Ingvi Skjaldarson,
fékk alvarleg einkenni köfunar-
veiki eftir að hafa kafað úti fyrir
Eiðinu í Vestmannaeyjum í fyrra-
dag. Ingvi þjáist af jafnvægis-
truflunum. Að sögn Magna Jóns-
sonar, læknis á Borgarspítala, er
þetta alvarlegasta tilfelli af köfun-
arveiki sem upp hefur komið
lengi. Hann segist gera sér vonir
um að Ingvi nái fullum bata, en
um það sé þó ekkert hægt að
fullyrða ennþá.
Ingvi var að kafa á um 30
metra dýpi úti fyrir Vestmanneyj-
um ásamt félaga sínum. Þeir voru
að vinna við að festa taug í akk-
eri sem Bakkafoss tapaði í vetur.
Eftir að Ingvi kom upp fór hann
fljótlega að fmna fyrir óþægind-
um, m.a. jafnvægistruflunum.
Hann var þegar fluttur á Sjúkra-
hús Vestmannaeyja og þaðan á
Borgarspítalann.
Einkenni kafaraveiki eru mis-
alvarleg. Vægustu einkennin eru
óþægindi í húð, kláði og sviði.
Þessu geta fylgt meiri óþægindi,
svo sem í vöðvum,
liðamótum og bein-
um. Alvarlegustu
einkennin eru frá
taugakerfinu, frá
mænu eða heila, sem
geta leit til lömunar,
blindu og heila-
skemmda.
„Ingvi er með
j afnvægistruflanir,
sem eru merki um
skaða í taugakerf-
inu, en þó þess eðlis
að við vonum að það
gangi til baka,“
sagði Magni og bætti
við að þetta væri al-
varlegasta einkenni
kafaraveiki sem upp
hefði komið hér á
landi lengi.
Magni sagði enn
óljóst hvort pilturinn hljóti varan-
legan skaða, en sagðist gera sér
góðar vonir um að einkennin
gangi til baka með réttri með-
höndlun. Hann er
þegar búinn að fara
tvisvar í afþrýstiklefa
og reiknað er með að
hann þurfi að fara í
hann aftur í dag og á
morgun.
Ingvi sagðist ekki
telja að hann hafi
gert einhver mistök í
köfuninni. Hann
sagðist hafa verið
með flensu um síð-
ustu helgi og því ekki
nægilega vel fyrir
kallaður þegar hann
kafaði. Hann sagðist
telja það skýra að ein-
hverju leyti að hann
fékk köfunarveiki.
Ingvi sagði að einu
einkennin sem hann
hefði væru jafnvægis-
truflanir sem ekki vildu hverfa
þó hann hefði verið í jafnþrýsti-
klefa í tæpar 10 klukkustundir í
gær og fyrrinótt.
Morgunblaðið/J úlíus
Ingvi segist eiga
erfitt með að halda
jafnvægi, sérstak-
lega ef hann hreyfir
höfuðið snöggt.
ÖLLUM 23 starfsmönnum vernd-
aðs vinnustaðar á Akranesi hefur
verið sagt upp störfum vegna
fjárhagserfiðleika staðarins. Þor-
varður Magnússon, fram-
kvæmdastjóri vinnustaðarins,
sagðist gera sér vonir um að
hægt verði að fínna lausn á vand-
anum, en ef það takist ekki verði
einungis hluti starfsmannanna
ráðinn aftur.
Ekki fæst fé til rekstursins
Þorvarður sagði að staðan væri
þannig að það kostaði 23 milljónir
á ári að reka staðinn. Einungis 3,7
milljónir færu til rekstursins á fjár-
lögum og sértekjur skiluðu 15
milljónum. Að óbreyttum forsend-
um gengi ekki upp að reka starf-
semina með sama hætti áfram-
Hann sagði að óskað hefði verið
eftir auknu fjárframlagi úr ríkis-
sjóði, en nú væri ljóst að krafa
stjórnvalda væri að reksturskostn-
aður við vinnustaðinn verði lækk-
aður.
Þess vegna hefði aðalfundur fé-
lagsins samþykkt að segja öllum
starfsmönnum upp störfum.