Morgunblaðið - 19.05.1994, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1994
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Minni kornrækt í
sumar en í fyrra
FLEST bendir til að minna hafi
verið sáð af korni í vor en í fyrra,
en sáningu lauk almennt um síð-
ustu helgi. Talið er að í fyrra hafi
verið sáð í um 600 hektara, en
Kristján Bj. Jónsson, héraðsráðu-
nautur á Selfossi, telur að í ár
hafi ekki verið sáð nema í um 400
hektara. Ástæðan fyrir samdrætt-
inum er að frost hefur víða farið
seint úr jörðu og eins hafa síðustu
tvö ár verið með eindæmum léleg
kornár.
Á síðustu árum hefur áhugi á
kornrækt aukist mikið meðal
bænda. Umtalsverð aukning varð
árið 1992 þegar sáð var í um 240
hektara. í fyrra meira en tvöfaldað-
ist það land sem tekið var undir
kornsáningu og sáð var í heila 600
hektara. Kristján giskar á að í ár
hafi verið sáð í um 400 hektara.
Síðustu tvö ár hafa verið léleg
kornár og afrakstur bænda af korn-
ræktinni því rýr. í fyrra gerði frost
í ágúst sem skemmdi víða upp-
skeruna. Áhugi á kornrækt hefur
því að vonum minnkað.
Kristján sagði að allir vissu að
kornrækt á íslandi fylgdi áhætta.
Menn ættu síður von á enn einu
slæmu kornári, en allt gæti gerst.
Kristján sagði að reyndar væri það
ekki einhlítt að uppskera bænda
hefði verið rýr. Þannig hefði verið
metuppskera í fyrrasumar á Þor-
valdseyri undir Eyjafjöllum. Ástæð-
an fyrir því er að ekki fraus þar
eins og víðast hvar annars staðar
á landinu og eins hafa bændur þar
gert tilraun með nýtt kornafbrigði
sem gafst afar vel.
Skýringar Landsbanka íslands á hækkuðu vaxtaálagi afurðalána
Breytingar á útlánaáhættu
Vaxtaálag innlendra banka hærra
hlutfall af vaxtabyrði fyrirtækja en áður
UPPBYGGING kjörvaxtakerfisins
og breyttar reglur um eiginfjár-
skyldu banka með tilliti til útlána-
áhættu, skýra að mestu leyti þá
hækkun sem orðið hefur á vaxta-
álagi af gjaldeyristryggðum af-
urðalánum, að sögn Brynjólfs
Helgasonar, aðstoðarbankastjóra
Landsbanka. Friðrik Pálsson, for-
stjóri SH, gagnrýndi fyrir hönd
aðildarfyrirtækja SH hækkun á
þessu vaxtaálagi á örfáum árum
úr 1,5% í 3,0-3,5% í Morgunblaðinu
í gær.
Brynjólfur segir kjörvaxtakerfið
þannig uppbyggt að mismunandi
álag er lagt á með tilliti til áhættu
viðskipta, þannig að fyrirtæki borga
misháa vexti eftir því í hvaða
áhættuflokk þeim er skipað. Þetta
sé breyting frá þeim tíma er vaxta-
álagið var í kringum 1,5%.
Eiginfjárskylda banka
Hann segir aðra mikilvæga for-
sendu fýrir hækkuðu vaxtaálagi
vera svokallaðar BlS-reglur um
eiginíjárskyldu bankanna, sem
komið hafa til sögunnar á seinustu
tveimur árum og eru miðaðar að
nokkru við fjárhagslega áhættu
útlána.
Ríkisfyrirtæki flokkist þannig
undir 0% áhættu en flest venjuleg
fyrirtæki flokkist undir 100%
áhættu, nema eitthvað sérstakt
komi til. Þarna á milli geti áhættan
verið 50% ef menn hafa sérstakar
gerðir trygginga eða 20% ef um
sveitarfélag er að ræða. „Við þurf-
um því að eiga meira eigið fé á
móti þessum afurðalánum en þurfti
áður. Einnig hefur áhætta í afurða-
lánakerfínu reynst vera síst minni
en í öðrum útlánaveitingum, en
upphaflega töldu menn að þau væru
áhættuminni, og að því leyti hefur
álagið á sínum tíma reynst vera of
lágt. Við núverandi aðstæður þegar
eigið fé þarf á móti áhættuflokkun
fyrirtækja og áhættan er skoðuð í
þessu samhengi, þá þarf álagið að
vera verulega hærra en það var á
sínum tíma,“ segir Brynjólfur.
Hann segir J)essa breytingu ekki
nýtilkomna. A þessum tíma hafi
erlendir vextir verið háir og því sé
vaxtaálag innlendra banka hærra
hlutfall af vaxtabyrði fyrirtækj-
anna nú.
Lögreglustjóri
Rússamir
ekki beitt-
irórétti
BÖÐVAR Bragason, lögreglu-
stjóri í Reykjavík, vísar algerlega
á bug ummælum framkvæmda-
stjóra VSÍ í Morgunblaðinu í gær
um fjandskap íslenskra embættis-
manna í garð rússneskra sjó-
manna. Böðvar sagði að rússnesk-
ir sjómenn fái alveg sömu meðferð
og aðrir sem lögreglan hafi eftirlit
með. Helgi Hallvarðsson, skip-
herra hjá Landhelgisgæslunni,
sagði ásakanir Þórarins fráleitar.
Helgi sagði að eitt af hlutverk-
um Gæslunnar sé að fylgjast með
því að sjómenn séu ekki að menga
hafið með því að kasta olíu, bílum
eða vélahlutum í það. Gæslan fylg-
ist með rússneskum skipum á
sama hátt og skipum frá íslandi
og öðrum löndum innan íslensku
landhelginnar.
Með ónýta bíla í bandi
Helgi sagði að nýlega hefðu
skipveijar á rússneskum togara
ætlað að halda frá landi með þrjá
ónýta bíla í bandi í skutrennunni.
Ekki hefði farið á milli mála að
þeim hefði verið ætlað að fara í
hafið. Skipstjóra togarans hefði
verið bent á að þetta væri óleyfi-
legt og hefði það komið honum
algerlega á óvart. Helgi sagði
þetta dæmi sýna að rússnesku sjó-
mennirnir séu almennt illa upp-
lýstir um þær reglur sem gildi um
mengunarvarnir.
Morgunblaðið/Helgi Ólafsson
KÁRI unir hag sínum vel í mýrinni við Raufarhöfn.
Kári floginn til Raufarhafnar
Raufarhöfn - Svanurinn Kári, sem lengst af
hefur búið við Reykjavíkurtjörn og valdið þar
umferðartruflunum með frakkri framkomu, kom
fljúgandi til Raufarhafnar á þriðjudagsmorgun-
inn. Hann þekktist á merkinu CYC. Kári er þeg-
ar kominn í gott vinfengi við börnin á staðnum.
Menn hér norður á Raufarhöfn eru að velta
því fyrir sér hvort honum lítist ekki alltof vel á
þau átök sem nú eiga sér stað í höfuðborginni
hans og sé að tryggja sér búsetu hér, en það
er varla hægt að komast lengra á fastalandinu
frá Reykjavík en til Raufarhafnar.
Kári unir hag sínum vel á mýrlendi norðan
við tjörnina á Raufarhöfn, fær sér gönguferð
upp á aðalgötu þorpsins og skoðar umferðina.
Kári hefur komist að því að hún er ekki eins
hættuleg og hún getur stundum orðið í henni
Reykjavík.
Morgunblaðið/Kristinn
Gosbrunnurinn
á sinn stað
STARFSMENN garðyrkjusljór-
ans í Reykjavík unnu við það í
gær að koma gosbrunninum
fyrir í Tjörninni, en að sögn
Jóhanns Pálssonar garðyrkju-
stjóra er hann tekinn upp og
geymdur innandyra yfir vetur-
inn til að koma í veg fyrir frost-
skemmdir.
Kópavognr
Drottning
opnar
sýningu
MARGRÉT Þórhildur Dana-
drottning mun opna myndlist-
arsýningu í Listasafni Kópa-
vogs í tengslum við komu
hennar hingað til lands á 50
ára afmæli lýðveldisins 17.
júní. Á sýningunni verða mál-
verk eftir íslenska listamenn
í eigu listasafna í Danmörku.
Sum verkanna hafa aldrei ver-
ið til sýnis hér á landi áður.
Verkin eru eftir Jón Stef-
ánsson, Jóhannes Kjarval,
Júlíönu Sveinsdóttur, Svavar
Guðnason, Erró og hugsan-
lega einhveija fleiri. Á sýning-
unni verða 20-25 verk.
Reykjavíkurhöfn
Smygl
fannst í
Helgafelli
UMTALSVERT magn af áfengi
og tóbaki sem smygla átti inn í
landið fannst við leit tollvarða í
Helgafellinu sem kom til hafnar
í Reykjavík í gær. Grunur er uin
að meira magn leynist í skipinu-
Leit var hætt í Helgafellinu í
gærkvöldi en að sögn Brynjólfs
Karlssonar hjá embætti ríkistoll'
stjóra verður leit haldið áfram »
skipinu í dag. Í gærkvöldi vildi
Brynjólfur ekki tjá sig um málið
né greina frá hve mikið magn
smyglvamings hefði fundist.
Helgafellið var að koma úr sigl-
ingu milli hafna í Evrópu, m.a-
Rotterdam og Hamborgar, en
hingað til lands kom skipið frá
Þórshöfn í Færeyjum.