Morgunblaðið - 19.05.1994, Qupperneq 18
18 FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1994
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Reuter
KARL Bretaprins heimsótti Nikulásardómkirkjuna í Pétursborg
og hlýðir hér á frásögn föður Bogdans.
Karl prins heillar
íbúa Pétursborgar
Pétursborg. Reuter.
KARL Bretaprins bar í gær lof
á íbúa Pétursborgar er hann
minnist hundruð þúsunda Rússa
sem létu lífíð.1900 daga umsátri
Þjóðveija um borgina í heims-
styrjöldinni síðari. Karl er í opin-
berri heimsókn í Pétursborg en
það er í fyrsta sinn sem meðlim-
ur bresku konungsfjölskyldunn-
ar heimsækir Rússland eftir bylt-
inguna 1917. Bíefur Karl unnið
hug og hjörtu borgarbúa í ferð-
inni o g fögnuðu hundruð borg-
arbúa prinsinum.
Heimsókn Karls er um margt
söguleg, ekki síst í ljósi þess að
eftir byltinguna tóku Rússar af
lífí Nikulás keisara II og fjöl-
skyldu hans, ættingja bresku
konungsfjölskyldunnar.
Heimsókninni er ætlað að
beina athyglinni að þörf Rússa
fyrir aðstoð til að vinna á efna-
hagslægð og sívaxandi glæpa-
starfsemi.
„Sjón er sögu ríkari,“ sagði
Karl prins eftir heimsókn í
stærsta sjúkrahús Pétursborgar
þar sem ryðgaðir skurðhnífar og
lækningatæki blöstu við honum.
Rússneska heilbrigðisþjónustan
býr við viðvarandi fjárskort og
lækningamiðstöðvar hafa jafnvel
ekki yfír brýnustus tækjum að
ráða. Hvatti Karl prins evrópsk
og bandarísk sjúkrahús til að
kanna möguleika á því að gefa
gömul en gagnleg tæki til rúss-
neskra lækningamiðstöðva.
Friðsamlegt „Heilagt stríð“?
Þá verður rætt ákall sem eignað
er Arafat til Palestínumanna um
að heyja „Heilagt stríð“ en á þriðju-
dag lék ísraelska útvarpið upptöku
þar sem karlmannsrödd, er líktist
rödd Arafats, sagði að heilögu stríði
yrði fram haldið. Jerúsalem væri
ekki fyrir Palestínumenn, heldur
fyrir múslima og aðalorrustan
myndi standa um Jerúsalem. Sagði
útvarpið að upptakan hefði verið
gerð í mosku múslima í Jóhann-
esarborg er Arafat var þar á ferð
í síðustu viku.
Arafat viðurkenndi í gær að
hann hefð kallað á „Heilagt stríð“
en sagðist hafa átt við friðsamlegt
stríð.
Hyggjast ekki láta vopn
sín af hendi
ísraelsmenn og Palestínumenn
skáluðu í gær í höfuðstöðvum pal-
estínsku lögreglunnar í Gaza í til-
efni þess að síðustu ísraelsku her-
mennimir héldu á brott frá svæðinu
í gær. Hins vegar tókust unglingar
þjóðanna á, köstuðu steinum, æptu
svívirðingar og úðuðu táragasi hver
á annan. Hópar Palestínumanna,
sem andvígir eru friðarsamkomu-
laginu sögðust ekki myndu láta
vopn sín af hendi til palestínskra
yfirvalda á Gaza og í Jeríkó.
Bandaríkjamenn telja Mið-
austurlandaför Christophers til
marks um það að Sýrlendingar og
ísraelar hafí hafið langa og erfíða
samningalotu, til að komast að
samkomulagi um frið. Helsta deilu-
efni þjóðanna er vera ísraelshers á
Gólanhæðum en vonast er til þess
að samkomulag muni nást um
brottflutning ísraelsmanna þaðan.
Fastlega er búist við Christopher
haldi í aðra Miðausturlandaferð í
næsta mánuði.
Brottförinni fagnað
Reuter
PALESTÍNSKUR lögreglumaður tekur þátt í hátíðahöldum á
Gazasvæðinu í tilefni þess að síðustu ísraelsku hermennirnir héldu
á brott þaðan í gær.
VSB Bank-skákmótið í Amsterdam
Ivantsjúk lék
Kasparov illa
Amsterdam. Reuter.
GARRÍ Kasparov, heimsmeistari
atvinnumanna í skák, sigraði Jan
Timman í fyrradag í fimmtu um-
ferð VSB Bank-mótsins, sem fram
fer í Amsterdam, en eins og staðan
er nú er ekki víst, að hann hreppi
sigurlaunin. Er ástæðan sú, að
hann gjörtapaði fyrir Vassílíj
ívantsjúk í fjórðu umferðinni á
mánudag. ívantsjúk vann svo Nig-
el Short í fimmtu umferðinni og
hefur nú 3,5 vinninga eins og
Afstaða Japana og Norðmanna í hvalveiðimálum er háð skilyrðum
Vilja semja um griðasvæði
Tókýó. Heuter.
JAPÖNSK stjórnvöld geta fallist á tillögu ýmissa hvalfriðunar-
sinna um sérstakt griðasvæði fyrir hvali í suðurhöfum gegn því,
að það verði minna en Frakkar hafa lagt til og leyft verði að
veiða hrefnu. Norska stjórnin er hlynnt tillögunni um griðasvæðið
en því aðeins, að meirihluti Alþjóðahvalveiðiráðsins samþykki fyrst
hvalveiðar undir vísindalegu eftirliti.
Upplýsingalína Sjálfstæðismanna
G12094
Hringdu núna
Reylcjavílc
Þetta kom fram hjá Gro Harlem
Brundtland, forsætisráðherra Nor-
egs, eftir fund hennar með Bill
Clinton Bandaríkjaforseta á
þriðjudag.
Talsmaður japanska sjávarút-
vegsráðuneytisins sagði, að Japan-
ir væru ekki andvígir einhveiju
griðasvæði fyrir hvali í suðurhöf-
um svo fremi sem staðið væri að
því með vísindalegum hætti en
kvaðst um leið vilja vekja athygli
á því, að svo mikið væri um hrefnu
þar um slóðir, að hún væri farin
að ógna öðrum tegundum, til
dæmis steypireyðinni, sem tímgast
ekki jafn ört.
Samkvæmt tillögu Frakka, sem
Astralir, Brazilíumenn, Hollend-
ingar, Nýsjálendingar, Spánveijar,
Bretar og Bandaríkjamenn styðja,
verða allar hvalveiðar fyrir sunnan
40° suðlægrar breiddar bannaðar
en Japanir ætla að leggja fram
málamiðlun, sem gerir ráð fyrir,
að griðasvæðið verði minna og
hrefnuveiðar leyfðar. Að mati vís-
indanefndar Alþjóðahvalveiðiráðs-
ins eru um 750.000 hrefnur í suð-
urhöfum.
Ekki er ljós hvort hvalamálin
voru rædd á fundi þeirra Brundt-
lands og Clintons en fyrir fundinn
sagði Clinton, að verið væri að
vinna í hvalamálunum í samvinnu
við Norðmenn. Brundtland lagði
einnig áherslu á, að Norðmenn
hefðu alltaf farið að alþjóðalögum
hvað varðaði hvalveiðar. Alþjóða-
hvalveiðiráðið kemur saman til
fundar í lok mánaðarins og er jafn-
vel búist við, að þá verði eitthvað
slakað á gagnvart hvalveiðiþjóð-
um.
Kasparov. Aðeins þessir fjórir
skákmenn tefla á mótinu.
Viðureign þeirra ívantsjúks og
Kasparovs á mánudag vakti mikla
athygli en ívantsjúk, sem var með
hvítt, lék fram kóngspeði og Kasp-
arov svaraði með eftirlætinu sínu,
Najdorf-afbrigðinu af Sikileyjar-
vöm. ívantsjúk valdi þá lítt þekkt
en sókndjarft afbrigði, undirbjó
sókn á kóngsvængnum og gerði
sig líklegan til að hrókera langt,
en Kasparov svaraði með því að
leika fram peði á miðborðinu. Virð-
ist sá leikur hvergi eiga heima í
skákfræðunum enda kom í ljós,
að heimsmeistaranum höfðu orðið
á hrapalleg mistök.
ívantsjúk lék nú biskupsleik,
sem galopnaði vöm svarts, og
Kasparov neyddist til að skipta upp
á biskupum og þá var kóngsstaðan
orðin mjög varasöm. í einhverri
örvæntingu fórnaði hann drottn-
ingu fyrir tvo létta menn en staðan
var í raun töpuð. ívantsjúk hafði
leikið mjög hratt, notað aðeins 30
mínútur, og skáksérfræðingarnir
voru rétt að koma sér fyrir til að
fylgjast með viðureigninni þegar
henni var lokið.
Þegar hér var komið söfnuðust
allir skákskýrendur og sérfræðing-
ar saman í skákskýringasalnum
og það var stórmeistarinn Genna
Sosonko, sem kvað upp úr með,
að jafntefli væri ekki til í stöð-
unni, aðeins ósigur Kasparovs.
Þegar skákinni lauk, mddist
Kasparov út úr salnum þungur á
brún og sinnti ekki þeim stór-
meistarasið að fara yfir hana með
blaðamönnum.
PLO og Israelsmenn ræða friðarsamkomulag í Osló
YASSER Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínumanna
(PLO), og Shimon Peres, utanríkisráðherra ísraels, hittust í
Osló í gær í kjölfar brottfarar ísraelshers frá Gazasvæðinu til
að ræða framtíð friðarsamkomulags þjóðanna og sögusagnir
um að Arafat hafí hvatt til „Heilags stríðs“. í Damascus flutti
Warren Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Hafez
al-Assad, foreta Sýrlands, síðustu tillögur ísraelsmanna í friðar-
viðræðum ríkjanna.
Arafat og Peres komu til Óslóar
í boði Jimmy Carters, fyrrum for-
seta Bandaríkjanna, til að heiðra
Norðmenn vegna framgöngu þeirra
í friðarviðræðum þjóðanna á síð-
asta ári og munu eiga viðræður á
meðan dvöl þeirra stendur. Hætt
er við að ofbeldi á sjálfstjórnar-
svæðum Palestínumanna muni
varpa skugga á viðræðurnar en
tveir ísraelar og einn Palestínu-
maður lágu í valnum á þriðjudag.
Arafat sagður hvetja
til „Heilags stríðs“
Ósló. Damaskus, Gaza. Reuter.