Morgunblaðið - 02.06.1994, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nýr meirihluti í stjórn Stöðvar 2 óskar eftir hluthafafundi
Ingimundur Sigfússon neitar
boði um stj ómarformennsku
Sakar Sigurjón um stórfelldar blekkingar í sambandi við hlutabréfakaup
SIGURJÓN Sighvatsson, Jón Ólafsson, Jóhann
J. Ólafsson og Haraldur Haraldsson hafa í sam-
einingu myndað nýjan meirihluta í stjórn ís-
lenska útvarpsfélagsins. Þeir óskuðu í gær form-
lega eftir að boðað verði til hluthafafundar í
félaginu. Ingimundur Sigfússon hefur hafnað
beiðni Jóns Ólafssonar um að gegna áfram
stjórnarformennsku í félaginu. Aðrir stjómar-
menn sem myndað hafa meirihluta hafa einnig
tekið ákvörðun um að gefa ekki kost á sér til
áframhaldandi starfa í stjóm félagsins. í sam-
tali við Morgunblaðið vísaði Ingimundur Sigfús-
son til ummæla sinna í fréttum Stöðvar 2 í
gærkvöldi þar sem hann sagði að viðhafðar hefðu
verið stórfelldar blekkingar gagnvart hluthöfum
og stjómarmönnum í sambandi við hlutabréfa-
kaup í fyrirtækinu.
„Siguijón Sighvatsson hefur gefið í skyn við
okkur að hann væri að selja sín bréf á sama
tíma sem hann er að kaupa bréf í stómm stíl
og gerir það á bak við okkur og undir fölsku
yfirskyni. Sjálfur hef ég aldrei kynnst svona
vinnubrögðum, svona óheilindum og óheiðar-
leik,“ sagði Ingimundur Sigfússon í fréttum
Stöðvar 2 í gærkvöldi.
Auk Ingimundar hafa stjómarmennirnir Jó-
hann Óli Guðmundsson, Þorgeir Baldursson,
Stefán Gunnarsson óg Bolli Kristinsson og vara-
stjómarmennirnir Hildur Petersen, Gunnsteinn
Skúlason og Ólafur N. Sigurðsson ákveðið að
sitja ekki áfram í stjórn félagins en þeir hafa
undanfarið myndað meirihluta í stjórninni.
Siguijón Sighvatsson sagði í samtali í gær-
kvöldi að hann vildi það eitt segja út af ásökun-
um um að hann hefði beitt blekkingum að hann
hefði marglýst yfir áhyggjum af gangi mála á
Stöð 2 þó að vel kynni að vera að hann hefði
að einhveiju leyti við sjálfan sig að sakast að
koma því ekki nægilega vel til skila.
Sigurjón vill sæti í stjórn
Um kröfur fyrrverandi stjórnarmanna um að
hinn nýi meirihluti keypti hlutabréf þeirra sem
nú væru lentir í minnihluta, sagðist Siguijón
vilja minna á að hann hefði margsinnis boðið
þeim hlutabréf sín til sölu en án árangurs. Það
þýddi þó ekki að hann útilokaði einhver kaup á
hlutabréfum þeirra sem yndu illa þessum lyktum.
Jóhann J. Ólafsson sagði við Morgunblaðið í
gær að þeir Jón Ólafsson og Haraldur Haralds-
son hefðu gengið til samstarfs við Siguijón Sig-
hvatsson um síðustu helgi og óskað væri eftir
hluthafafundi vegna áhuga Siguijóns á að taka
sæti í stjóm. Jóhann kvaðst gera ráð fyrir að
þeir samstarfsaðilarnir fengju kosna fjóra menn
í stjórn félagsins á fundinum. Hann sagði að
farið hefði verið fram á að Ingimundur Sigfús-
son yrði áfram stjórnarformaður og hefði það
verið í samræmi við yfirlýsingar Siguijóns Sig-
hvatssonar um að hann væri lítt hrifínn að
flokkadráttum í minnihluta og meirihluta í ís-
lenskum hlutafélögum. Þeir fjórmenningar hefðu
viljað vinna með sem flestum hluthöfum og
kvaðst Jóhann harma yfirlýsingar Ingimundar.
Jóhann kvaðst ekki gera ráð fyrir breytingum
á framkvæmdastjórn fyrirtækisins eftir að breytt
stjórn tæki við. Jóhann J. Ólafsson sagði að-
spurður að ekkert hefði verið ákveðið um hver
væri stjómarformannsefni nýja meirihlutans.
Hollustuvernd
Varað við
skelfiski
HOLLUSTUVERND ríkisins var-
ar við tínslu á skelfiski í Hval-
firði, þar sem hætta er talin á að
hann geti verið eitraður. Viðvörun-
in kemur í framhaldi athugunar
sem fram hefur farið á eitruðum
þörungum á Faxaflóasvæðinu.
Verður áfram fylgst með þörung-
unum og mun Hollustuvernd af-
létta viðvöruninni þegar eiturhætt-
an er liðin hjá.
í frétt frá Hollustuvernd kemur
fram að aðallega sé um tvær tegund-
ir eiturmyndandi þörunga að ræða.
Þörunga sem mynda PSP-eitur, sem
geta valdið lömunareinkennum og
DSP-eitur, sem geta valdið iðra-
kveisu. Þá segir að skelfiskur síi til
sín þörungasvif og safnast eitrið
fyrir í honum. Eitrið eyðileggst ekki
við suðu og getur því neysla á krækl-
ing og öðrum skelfiski verið vara-
söm. Vor og haust eru ákjósanleg
fyrir vöxt þörunganna og má líta á
maí og september sem varhugaverða
mánuði til tínslu skelfisks.
|ff r~|TWfyrr”i ||IÍi[^ííTi|r^BÍ^rF~'r [I1 ! 1
'f y' dsii IT irW i
JjHfcmÆikí jfjl $M
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Meistarar í brúargerð
Á MYNDINNI má sjá brúarvinnuflokk Guðmundar
Sigurðssonar frá Hvammstanga smíða nýju brúna
yfir Giljá í A-Húnavatnssýslu. Það tók þá félaga
24 klukkustundir að gera 25 metra langa brú yfir
Giljána eftir að vegurinn fór þar í sundur að kvöldi
sl. sunnudags og er það án nokkurs vafa íslands-
met í brúargerð. Að sögn Guðmundar þá liðu 24
klukkustundir frá því vegagerðarmenn komu að
Giljánni og hófu mælingar og þangað til fyrstu
bílunum var hleypt yfir brúna rétt eftir miðnætti
þriðjudaginn 31. maí. Það var svo snemma í gær
sem tíu tonna öxulþungi var leyfður á brúnni.
Bæjar- og sveitarstj órnarmenn eru sestir að samningaborðinu
Meirihlutavið-
ræður víða vel
á veg komnar
A AKRANESI hófu oddvitar Sjálf-
stæðisflokks og Alþýðubandalags
viðræður í gær um myndun meiri-
hluta í bæjarstjóm, en áður hafði
Framsóknarflokkur hafnað viðræð-
um við Alþýðubandalagið. Gunnar
Sigurðsson oddviti sjálfstæðis-
manna sagði vel líta út með viðræð-
ur D-lista og G-lista og þeim yrði
haldið áfram í dag.
í Borgamesi hófu fulltrúar B-list-
ans og G-listans viðræður í fyrra-
kvöld um myndun meirihluta í nýju
sveitarfélagi, en að sögn Guðmund-
ar Guðmarssonar oddvita fram-
sóknarmanna gengu þeir óbundnir
til þeirra viðræðna. Viðræðunum
var haldið áfram í gær og stóðu
þær enn yfir í gærkvöldi.
Á Grundarfirði eiga Framsóknar-
flokkur og Alþýðubandalag í við-
ræðum um áframhaldandi meiri-
hlutasamstarf flokkanna.
B og G ræða saman á Húsavík
Á Sauðárkróki hefur tekist
samningur um áframhaldandi sam-
starf D-lista, A-lista og K-lista
þriðja kjörtímabilið í röð. Gerður
hefur verið málefnasamningur um
þá málaflokka sem setja á í fyrir-
rúm á komandi kjörtímabili og ber
þar hæst atvinnumál, æskulýðs-,
íþrótta- og skólamál og umhverfís-
mál. Forseti bæjarstjórnar verður
Jónas Snæbjörnsson af D-lista, en
formaður bæjarráðs Björn Sigur-
bjömsson af A-lista. Þá hafa flokk-
arnir samþykkt að ganga til samn-
inga um endurráðningu Snorra
Björns Sigurðssonar sem verið hef-
ur bæjarstjóri á Sauðárkróki undan-
farin átta ár.
Á Húsavík á Framsóknarflokkur
í viðræðum við G-lista Alþýðu-
bandalags, Kvennalista og óháðra
um myndun meirihluta. Að sögn
Stefáns Haraldssonar oddvita fram-
sóknarmanna hafa menn gefið sér
tímann fram að helgi til að kanna
möguleika á meirihlutasamstarfi.
Samkomulag á Eskifirði
Á Eskifirði hefur tekist sam-
komulag Alþýðuflokks, Framsókn-
arflokks og Alþýðubandalags um
áframhaldandi meirihlutasamstarf.
Ásbjöm Guðbjörnsson, A-lista,
verður forseti bæjarstjórnar fyrstu
tvö ár kjörtímabilsins, Sigurður
Hólm Freysson, B-lista, þriðja árið
og Auðbergur Jónsson, G-lista,
fjórða árið. Þá eru taldar líkur á
að um áframhaldandi meirihluta-
samstarf D-lista og H-lista verði
að ræða í Homafjarðarbæ, en við-
ræður þar að lútandi standa yfir.
Viðræður í Vesturbyggð, nýju
sameinuðu sveitarfélagi á sunnan-
verðum Vestfjörðum, áttu sér stað
milli sjálfstæðismanna sem fengu
fjóra menn kjöma og F-lista óháðra,
en þeim var slitið þegar í ljós kom
að F-listinn átti samhliða í óform-
legum viðræðum við alþýðuflokks-
menn og framsóknarmenn. Gísli
Ólafsson oddviti sjálfstæðismanna
sagði þetta fáheyrð vinnubrögð. í
gær hófust síðan formlegar viðræð-
ur F-lista, A-lista og B-lista, sem
samtals eru með fimm fulltrúa
kjörna, en sjálfstæðismenn hafa
jafnframt óskað eftir viðræðum við
Alþýðuflokkinn.
Viðræðunefndir D- og K-lista
luku í gærkvöldi við að fara yfir
málefni og varð ekki ágreiningur
að sögn Sigurðar Jónssonar oddvita
sjálfstæðismanna. Má því búast við
áframhaldandi samstarfí listanna.
Ferðum
fjölgað
vegna HM
FLUGLEIÐIR hafa ákveðið að
fjölga ferðum um Ósló í júní í
sumar. Er það vegna þátttöku
Norðmanna í Heimsmeistara-
keppninni í fótbolta í Banda-
ríkjunum. Að sögn Einars Sig-
urðssonar blaðafulltrúa, hefur
salan einnig aukist í Svíþjóð,
Hollandi og Belgíu.
„Við höfum séð verulega
fjölgun bókana vegna HM og
þá sérstaklega vegna þátttöku
Norðmanna, Svía, Hollendinga
og Belga,“ sagði Einar. „Þetta
hefur verið sérstaklega áber-
andi með Ósló og hafa þijár
auka vélar verið settar þar inn
í júní til að mæta því.“
Sagði hann að bókunum frá
Ósló hefði auk þess fjölgað al-
mennt en þar væri uppgangur
í efnahagslífinu. Þegar mest er
verða farnar níu ferðir á viku
til Óslóar en núna er þegar flog-
ið daglega vegna HM.
Þyrlusveit
heimsækir
Neskaupstað
UM HELGINA fer 15 manna
hópur varnarliðsmanna og eig-
inkvenna þeirra í ferðalag til
Neskaupstaðar í boði íslands-
flugs og annarra aðila. Þar mun
hópurinn meðal annars taka
þátt í hátíðarhöldum í tilefni
sjómannadagsins.
Að sögn Sigfúsar Sigfússon-
ar hjá íslandsflugi, var ákveðið
að bjóða þyrlusveitunum tveim-
ur sem tóku þátt í björgunar-
störfum í Vöðlavík fyrr í vetur,
í heimsókn austur þegar betur
viðraði, en þyrlur sveitarinnar
lentu með skipbrotsmenn á
bílastæði Kaupfélagsins í bæn-
un. Þeir vissu ekki þá hvar
þeir höfðu lent.
Sveitin fer á einni þyrlu aust-
ur og lendir aftur á bílaplaninu,
en eiginkonurnar fljúga með
Dornier-vél íslandsflugs.
í Neskaupstað munu ferða-
langarnir borða í boði bæjar-
stjómar Neskaupstaðar á
föstudagskvöld og í boði sjó-
mannasamtakanna á staðnum
á laugardagskvöld.
Borgarbyggð
varð fyrir
valinu
SAMÞYKKT hefur verið að
nafnið á nýju sveitarfélagi í
Mýrasýslu verði Borgarbyggð,
en sveitarfélagið varð til við
sameiningu Borgarness,
Hraunhrepps, Norðurárdals-
hrepps og Stafholtstungna-
hrepps, og tekur sameiningin
gildi 11. júní næstkomandi.
Sveitarstjórnir ofantaldra
sveitarfélaga hittust á sameig-
inlegum fundi í Borgarnesi í
gær, en á fundinum var lögð
fram niðurstaða úr skoðana-
könnun um nafn á hið nýja
sameinaða sveitarfélag í Mýra-
sýslu, en könnunin var gerð
þegar bæja- og sveitarstjórnar-
kosningarnar fóru fram síðast-
liðinn laugardag. Á fundinum
var samþykkt að sveitarfélagið
skuli heita Borgarbyggð, en
það nafn hlaut næstflest at-
kvæði í könnuninni á eftir
Borgarnesbyggð.