Morgunblaðið - 02.06.1994, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Gert er ráð fyrir sextíu þúsund gestum á Þingvelli 17. júní
““ li
. á' Li m S lil IS& y--■■■ ■ i \\¥R>Tl& ffin ri**' 7*
Morgunblaðið/Árni Sæberg
FYRIRHUGAÐ leiksvið séð frá gestastúku sem búið er að koma fyrir á Efri-völlum.
Starfsmenn lýðveldishá-
tíðarinnar verða nær 4000
Morgunblaðið/Þorkell
HILMAR Sigurðsson útskýrir merki sitt en hann ielur það tengj-
ast náið langri og merkri sögu Þingvalla.
Nýtt merki fyrir Þingvelli
Skírskotað til langr-
ar og merkrar sögu
ÞINGVALLANEFND kynnti í
gær nýtt merki fyrir Þingvelli
og Þjóðgarðinn á Þingvöllum.
Merkið var valið eftir samkeppni
meðal félaga í Félagi íslenskra
teiknara. Stjórn FÍT stóð að sam-
keppninni og gaf alla vinnu við
hönnun merkisins. Stjórnin vildi
með þessu framlagi minnast
tvennra tímamóta, fjörutíu ára
afmæli félagsins á síðasta ári og
fimmtíu ára afmæli lýðveldisins.
Höfundur nýja merkisins er
Hilmar Sigurðsson og segir hann
að merkið skírskota til langrar
og merkrar sögu Þingvalla.
Hilmar Sigurðsson hönnuður
verðlaunatillögunnar útskýrði
merki sitt við athöfn sem Þing-
vallanefnd hélt af þessu tilefni í
Alþingishúsinu. Hann sagði að
ef eitthvað frumform sé öðru
sterkara á Þingvöllum sé það
hringformið. Hann bendir á að
Lögréttan hafi verið hringlaga
og þess vegna hafi hringur verið
valinn sem grunnform merkisins.
„Innan í hringinn," útskýrði
Ililmar „innritast upphafsstafur-
inn í heiti staðarins, bókstafurinn
Þ, fjórum sinnum og skiptir
hringnum í fjóra hluta sem tákna
landsfjórðungana sem komu
saman til þinghalds á Þingvöll-
um. Leggir þornanna mynda
kross sem er tákn kristninnar
en einnig er krossinn þekktur
úr heiðni. Þannig tengist merkið
hinni löngu og merku sögu Þing-
valla.“
Merkið mikilvæg gjöf
Séra Hanna María Pétursdótt-
ir þjóðgarðsvörður á Þingvöllum
tók formlega við gjöf FÍT og
kvað hún hana vera mjög mikil-
væga. Hún taldi viðeigandi að
eignast loksins merki fyrir Þing-
velli ogþjóðgarðinn á afmælisári
lýðveldisins. „Merki er ekki að-
eins mynd á bréfsefni eða fána,“
sagði Hanna María við þetta til-
efni „heldur teikn sem bæði felur
í sér veruleika en vísar einnig
til heildar. Merki Þingvalla vísar
til sögu þjóðarinnar, til for-kris-
tinnar tíðar, töku kristni og til
baráttu þingmanna fyrir lögum
sem byggja máttu land.... Merk-
ið vísar til sögu náttúru og þjóð-
ar sem varð til á Þingvöllum.“
LOKAUNDIRBÚNINGUR lýðveld-
isafmælisins stendur nú sem hæst
á Þingvöllum en hátt í 4.000 manns
munu leggja hönd á plóginn til að
gera það sem eftirminnilegast.
Lagður hefur verið háspennu-
strengur eftir Öxará, byggðar tvær
spennistöðvar og 3.000 metrar af
köplum lagðir í jörð enda krefst
afmælisveislan um 800 kW raf-
magnsnotkunar, helmings þeirrar
raforku sem Búrfellsvirkjun fram-
leiðir. Einnig verða byggð 180 sal-
erni auk þeirra sem eru fyrir í
Valhöll og öðru nágrenni og 2.600
m2 af tjaldbotnum komið fyrir.
Steinn Lárusson framkvæmdastjóri
Lýðveldishátíðar segir að hugsan-
lega verði um 60.000 manns í þjóð-
garðinum ef vel viðrar.
Búið er að gera ráðstafanir
vegna þessa, finna akstursleiðir,
gera bifreiðastæði, skipuleggja
strætisvagnaferðir, byggja bensín-
stöð, skipuleggja lög-
gæslu, neyðar- og lækn-
isþjónustu, auk hreinlæt-
■ isaðstöðu og þjónustu við
fatlaða. Er búist við að
framkvæmdirnar kosti
um 80.000.000 að kostnaði við
dvöl erlendra gesta undanskildum.
Þjóðhátíðamefnd bauð til blaða-
mannafundar í Valhöll í gær til að
kynna framkvæmd og dagskrá lýð-
veldishátíðarinnar. Sagði Steinn
Lárusson að gestir á þjóðhátíð 1974
hafi verið 55.000 og í ár megi að
minnsta kosti gera ráð fyrir milli
35-40.000 manns og ef vel viðri
geti fjöldinn orðið 60.000. Segir
hann brýnt að fólk haldi sig ekki
heima af ótta við örtröð, skipulagið
geri ráð fyrir þeim fjölda, að fólk
geti komið og farið eftir hentug-
leikum, og megi fyrst búast við
töfum sæki hátt í 80.000 manns
þjóðgarðinn heim.
Skipuiagning umferðar til Þing-
valla er með þeim hætti að báðar
akreinar frá Þingvallaafleggjara
verða nýttar í austurátt til hádeg-
is. Síðan verði tvær nýttar vestur
til Reykjavíkur frá þrjú og verður
önnur akreinin ætluð langferðabif-
reiðum, sem verða í förum frá 7
um morguninn til hádegis frá
Reykjavík og frá klukkan hálf fjög-
ur frá Þingvöllum. Verða undirbúin
stæði fyrir einkabifreiðar á báðum
stöðum og kostar ferðin 400 krónur
fyrir fullorðna fram og til baka.
Öll umferð inn á hátíðarsvæðið og
til og frá bílastæðum verður í
strætisvögnum eða langferðabif-
reiðum. Á bakaleið verða allar ferð-
ir frá nýgerðu hringtorgi í Vallar-
króki við stjórnstöðvarstæði og
verða vagnarnir merktir nöfnum á
bílastæðunum.
Áhersla á þátt barna
Dagskráin á Þingvöllum verður
samfelld og er hugsuð sem menn-
ingarsamkoma og skemmtun fyrir
alla fjölskylduna. Mikil áhersla hef-
ur verið lögð á þátt barna og verð-
ur hún ekki síst vettvangur fyrir
börn og barnafjölskyldur. Lýðveld-
isklukkur Þingvallakirkju munu
hringja til þingfundar á Lögbergi
klukkan ellefu um morgunin óg upp
úr hádegi mun kór þúsund barna
víðs vegar að af landinu syngja
ýmis ættjarðarlög. Þjóðhöfðingjar
Norðurlandanna og íslenskir ráða-
menn munu flytja ávörp og ýmsir
þættir úr sögu og menningu lands-
ins fluttir á hátíðarsvið-
inu.
Auk þess hefst fjölsýn-
ing þegar um morgunin,
sem standa mun fram
eftir degi. Haldin verða
harmonikuböll, fornbílar aka um
svæðið, flugvélar sýna listflug og
fornir aldarhættir vaktir upp. Sagði
Kolbrún Halldórsdóttir sem umsjón
hefur með fjölsýningunni að þær
veislur væru bestar þar sem gest-
irnir kæmu með þær kökur sem
þeim tækist best að baka, þess
vegna hefði verið leitað til ýmissa
samtaka og þau fengin til að fram-
kvæma það sem þeim færist best
úr hendi.
Verðlaunalag, holtasóley og
hátíðarmerki
Valið var íslandslag 1994 úr
hópi laga sem samin höfðu verið í
tilefni af afmælinu og varð lag og
texti Valgeirs Skagfjörð Þetta
fagra land fyrir valinu. Einnig hef-
ur blómið holtasóley verið valið
þjóðhátíðarblóm 1994 en Sturla
Friðriksson dr. phil. skrifaði grein
í lesbók Morgunblaðsins fyrir
nokkru þar sem hann lagði til að
holtasóleyin yrði þjóðarblóm Is-
lendinga. Er það von Þjóðhátíðar-
nefndar að með þessu megi vekja
umræðu um blómið sem þjóðarblóm
en hönnuður er Ágústa P. Snæ-
land. Loks hefur nefndin látið hanna
merki þjóðhátíðarársins sem Jón
Ágúst Pálmason sá um og er það
framleitt hjá Glaðni á Siglufirði.
Byggð
verða 180
salerni
Hörku-
byrjun í
Norðurá
BYRJUNIN í Norðurá lofar
sannarlega góðu, en þar veidd-
ust 20 laxar fyrir hádegið í
gær. Nær allir voru laxarnir 9
til 15 punda, spikfeitir og sér-
staklega fallegir, en alltaf eru
áraskipti á því hversu vel hald-
inn laxinn kemur úr sæ. Veiði
þessi var ekki síst merkileg fyr-
ir þær sakir að áin gat vart tal-
Friðrik Þ. Stefánsson for-
maður SVFR vigtar fyrsta
lax sumarsins, 10 punda
hrygnu, sem tók heimatil-
búna túbuflugu klukkan
sjö mínútur yfir sjö.
Morgunblaðið/gg.
Þórólfur Halldórsson t.v.
og Stefán Á. Magnússon
með 10 og 11 punda hrygn-
ur af Stokkhylsbroti.
ist heppileg til veiða, aðeins 3
til 4 gráður, mjög vatnsmikil
eftir vatnsveðrin að undanförnu,
og skoluð. Var það mat manna
að hin góða veiði stæði því í
beinu sambandi við það magn
af laxi sem gengið er.
Best var veiðin við Neðra-
Sker og einnig var Eyrin dijúg.
Svo mikið var vatnið að lax
veiddist einnig fyrir innan Efra-
Sker. Þá veiddist og víða lax á
svæðinu, í Myrkhylsrennum, á
Bryggjum og á Stokkhylsbroti
svo einhveijir staðir séu nefndir.
Þá voru menn einnig að fá ’ann
á Munaðarnessvæðinu, en þar
veiddi Egill Guðjohnsen stærsta
lax dagsins, 15 pundara. Sá
stærsti á aðalsvæðinu var hins
vegar 13 pund og þó nokkrir
laxar voru fallegir 12 punda
fiskar.
Mikla athygli vakti lax einn
sem Guðrún Bergmann veiddi í
Prófessorsstreng. Laxinn vó að-
eins rétt rúmlega 2 pund. Héldu
menn í fyrstu að um hoplax
væri að ræða, en laxinn reynd-
ist vera með ferskvatnskrabba
í tálknunum sem bendir til þess
að hann hafi hrygnt áður og
væri því að ganga í ána í annað
skiptið. Stóð til að senda laxinn
til rannsóknar til Sigurðar Más
fiskifræðings í Borgarnesi.