Morgunblaðið - 02.06.1994, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 02.06.1994, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Átök í vændum á flokksþingi Alþýöuflokksins „Spegill, spegill herm þú mér...“ Samtök fiskvinnslustöðva spá 2,5% halla á næsta ári Morgunblaðið/Sigurgeir UNNIÐ að uppskipun í Vestmannaeyjum. SAMTÖK fiskvinnslustöðva telja líklegt að sjávarútvegnr verði í heild rekinn með 2-2,5% halla á næsta fiskveiðiári í kjöl- far aflasamdráttarins. Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ telur víst að flotinn minnki og gífur- legt atvinnuleysi blasi við mörg- um sjávarplássum sem byggi mest á þorskveiðum. Arnar Sigurmundsson formaður Samtaka fiskvinnslustöðva segir að framlegð fiskvinnslustöðva vegna þorskvinnslu, þ.e. þeir peningar sem verða eftir hjá vinnslunni þegar kostnaður vegna vinnulauna, hrá- efnis og umbúða hefur verið greidd- ur, minnki um 700 milljónir kr. á næsta ári vegna samdráttar í þorsk- veiðum. Þá leiði samdrátturinn af sér að störfum í sjávarútvegi fækki um 300-350 á ári. Fátt geti breytt þessu nema þá frekari raunvaxta- lækkanir og verðhækkanir á afurð- um. Arnar telur að fyrirtæki í sjáv- arútvegi muni í auknum mæli kaupa fisk til vinnslu af erlendum skipum og nú þegar megi sjá merki þess. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í Morgunblaðinu í gær að hann spáði því að sjávarútvegurinn í heild yrði rekinn án halla á næsta ári þrátt fyrir aflaniðurskurðinn. Hann segir að þau kaflaskipti hafi orðið í greininni að um frekari afla- samdrátt verði ekki að ræða og ekki sé ástæða til að spá frekari verðlækkunum á sjávarafurðum Is- lendinga auk þess sem nokkur verð- hækkun hafi orðið að undanförnu. Eyjólfur Sveinsson aðstoðarmaður forsætisráðherra segir að Þjóðhags- stofnun hafí gert áætianir um að aflaniðurskurðurinn leiddi til 0,5% halla sjávarútvegsins að öllum öðr- um forsendum óbreyttum. Undrast meðaltölur f orsætisráðherra „Ég er svolítið hissa á forsæt- isráðherra =í þessuf samhengi að nota meðaltölur. Hann hefur sjálfur verið gagnrýninn á að meðaltölur sé rétt viðmiðun þegar talað er um sjávarútveg. í þessu samhengi eiga meðaltölur alls ekki við því sá hluti fiskiskipaflotans sem aðallega stundar þorskveiðar, einkum báta- og ísfisktogaraflotinn, verður rek- inn með gríðarlegum halla við þessi skilyrði," segir Kristján. Það muni skipta mjög í tvö horn, því önnur skip hafi aðstöðu til að drýgja sínar veiðiheimildir með öðrum veiðum, eins og t.a.m. úthafskarfaveiðum og ná með því viðunandi afkomu. Hann segir að menn verði að grípa til ráðstafana, svo sem að sameina aflaheimildir, því ekki sé grundvöll- ur til að gera út jafnmörg skip til veiða á svo litlu magni. Arnar Sigurmundsson kveðst ekki vera sammála Davíð Oddssyni um hallalausan rekstur sjávarút- vegsins á þessum forsendum. Hann segir að enn hafi heildaráhrifín af aflasamdrættinum ekki verið reikn- uð en „okkur sýnist alveg ljóst að samdrátturinn verði til þess, þrátt fyrir að búast megi við góðri loðnu- vertíð, að sjávarútvegurinn verði dálítið undir núllinu," segir Arnar. Þó geti verðhækkanir á afurðurh og framhald á vaxtalækkunum breytt þeirri mynd. „Nafnvextir eru enn háir og dráttarvextir sömuleið- is. Verði frekari raunvaxtalækkun mun það hjálpa til við að afkoma sjávarútvegsins verði réttu megin við núllið. Afurðaverðið virðist sem betur fer ekki fara lækkandi heldur standa í stað og verði örlítil hækkun á því hjálpar það okkur til að nálg- ast núllið,“ segir Arnar. Um 70% af þorskafla lands- manna fer til vinnslu í landi. Það þýðir að um 135 þúsund tonn ber- ast landvinnslunni á yfirstandandi fiskveiðiári. Niðurskurðurinn í þorskafla Ieiðir til þess að um 30 þúsundum tonnum minni afli berst landvinnslunni á næsta fiskveiðiári, þ.e. um 110 þúsund tonn í heildina. Arnar segir þó að afkoman verði afar misjöfn og fyrirtæki sem byggja mest á þorskveiðum og -vinnslu fari verr út úr samdrættin- um en önnur. Hann telur einnig að samdrátturinn í þorskveiðum komi verst við Vestfirði og Vesturland. því fyrirtæki í þessum landshlutum gfti síður nýtt sér góðar horfur í lo&nu- og rækjuveiði. Íslandssíldin er fundin Við verðum að semja um Norður- landssíldina Jakob Jakobsson Fréttir hafa borist af því að rannsóknar- skipið Bjami Sæ- mundsson hafi fundið ís- landssíld, eða Norðurlands- síld norðaustur af íslandi. Þetta er í fyrsta skiptið í tæplega 30 ár sem þessi síldarstofn kemur inn í ís- lenska lögsögu. Síldarstofn- inn, sem var ofveiddur á sjö- undaáratugnum, er orðinn öflugur að nýju. En hver er þessi Íslandssíld og hvers vegna eru það tíðindi þó hún veiðist við ísland. Jakob Jakobsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar, svarar þeirri spurningu. Við kölluðum þetta alltaf Norðurlandssíld í gamla daga, en þegar búið var að salta hana var hún gjaman kölluð Íslandssíld og þótti besta saltsíldin sem völ var á. Þessi síld er vorgotssíld. Hún hrygnir við Noreg í mars. Eftir hrygningu gengur hún norðvestur í hafið eftir því sem vorar. Aður fyrr gekk hún alla leið til Norðurlands og var þar oft síðast í júní eða júlí. Síldin elti rauðátuna vestar og vestar í hafið og át allt sumarið fram í ágústlok þegar rauðátuflekkirnir voru bún- ir. Þá safnaðist hún fyrir á Rauða torginu sem kallað er, þ.e. svæði um 60-100 mílur austur af land- inu. Þar var hún allt haustið í köldum sjó og notaði þá forðanær- ingu sem hún hafði safnað yfír sumarið til að þroska hrogn og svil. Um áramótin lagði hún af stað til Noregs. Sumt af henni hryngdi reyndar við Færeyjar. Á þessu samfelda fæðutímabili varð hún oft um 20% feit síðsumars. Sumargotssíldin okkar er stað- bundinn stofn. Hún byijar að éta eins og hin í apríl. Hrogn og svil þroskast mjög hratt og hún hrygn- ir í júlí og þá getur hún ekkert étið á meðan. Hún byrjar síðan að éta í ágúst og er þá horuð eft- ir hrýgninguna. Hún nær því aldr- ei upp jafnmikilli fitu eins og hin síldin, sjaldan meira en svona 15-19% fítu. Munurinn á síldar- stofnunum er því sá að vorgotsíld- in á eitt samhangandi fæðutímabil á meðan hin á tvö stutt sem er klippt í sundur af hrygningunni." Það varð eitthvað undan að láta Hvers vegna hvarf síldin? „Hún var einfaldlega ofveidd. Veiðin jókst mikið um 1960. Þá voru menn farnir að þekkja vel þessar gönguleiðir. Ný veiði- tækni var komin til sög- unnar. Síldveiðitímabil- ið lengdist. Hún var fyrst bara veidd yfir hásumarið, en menn voru farnir að veiða hana í júní og hættu ekki fyrr en um áramót. Það sem gerði svo útslag- ið var að Normenn lærðu þessa miklu síldveiðitækni af okkur og sópuðu upp smássíldinni þannig að það varð engin endumýjun í stofninum. Eftir 1962 veiddu þeir allan uppvaxtarfisk við Noreg og í Barentshafi. Síðasti sterki ár- gangurinn sem komst á legg var frá árinu 1959. Árgangamir frá árinu 1963 og 1964 vom einnig sterkir, en þeir voru einfaldlega þurrkaðir upp sem smásíld við Noreg. Við og Rússar gengum síð- an hart að fullorðnu síldinni. Til að kóróna allt komu hafísár og aðalætissvæðin á milii íslands og Jan Mayen urðu eins og eyðimörk. Það varð því eitthvað undan að . láta.“ ►•lakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, þekkir vel norsk-íslenska síldarstofn- inn, en stofninn hefur ekki veiðst innan íslenskrar fisk- veiðilögsögu í um 30 ár. Jakob tók í vor ákvörðun um að senda Bjarna Sæmundsson á gömlu síldveiðisvæðin norðaustur af landinu vegna þess að hann grunaði að síldin myndi gefa sig við Islánd í ár. Grunur hans reyndist réttur. Jakob hefur verið forstjóri Hafró frá árinu 1984. Hann er 62 ára gamall, kvæntur Margréti E. Jónsdótt- ur, fréttamanni. Þau eiga þrjú börn. Verðum að stjórna veiðunum Er þá ekki mikilvægt núna þeg- ar þessi stofn er að koma upp aftur að reyna að stjórna veiðun- um? „Jú, ég held að það sé mjög nauðsynlegt að reyna að ná sem fyrst stjórn á veiðunum. Þjóðirnar sem veiða úr stofninum þurfa að koma sér saman um heildarafla- mark og semja síðan um skiptingu á milli sín. Þar koma við sögu Norðmenn, íslendingar, Rússar og Færeyingar. Þetta verður mikið vandaverk því að menn hafa ör- ugglega skiptar'skoðanir hvað á að leggja til grundvallar. Norð- menn hafa hingað til ekki verið til viðtals við okkur og því finnst mér mikilvægt fyrir okkur að at- huga hvort við eigum einhveija veiðimöguleika. Þá fyrst fara menn að taka eftir því sem við segjum um málið. “ Er stofninn þá orðinn það sterkur að við get- um hafið veiðar af krafti? „Alþjóðahafrannsóknarráðið hefur viljað halda aftur af veiðun- um þangað til hrygningarstofninn yrði kominn yfír tvær og hálfa milljón tonna. Það bendir allt til þess að það muni gerast á þessu ári og þess vegna hafa Norðmenn aukið veiðar sínar mikið í ár. Norðurlandssíldin hefur gengið vestar og vestar og undanfarin tvö ár hefur hún komið vestur undir okkar lögsögu í júlí, en ekki í maí. Það er breytingin." Má þá ekki búast við að hún haldi áfram líkt og hún gerði í gamla daga? „Um það er érfitt að spá. Við fiskifræðingar erum mjög spenntir að fylgjast með því hvað hún ger- ir. Spurningin er hvenær og hvort hún tekur upp sitt fyrra hátterni.“ Þetta eru spennandi tímar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.