Morgunblaðið - 02.06.1994, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1994 15
NEYTENDUR/TILBOÐ
Helgartilboðin
Rétt geymsla á
matvælum lengir
líftíma þeirra
GRÆNAR baunir sem eru í frysti í nokkra mánuði, missa lit og töluvert
C-vítamín. Næringargildi hveitis minnkar með hverjum mánuðinum sem
hveitipokinn er uppi í hillu. Þetta kemur fram í umfjöllun Janetar Bailey
um geymslu á matvælum í nýlegu tölublaði tímaritsins Food & Wine.
Hún segir jafnframt að þeim mun
meira sem sé í ísskáp, þeim mun
betri geymslustaður sé hann. Hún
ráðleggur fólki að nota allt auka-
rými í ísskápum til dæmis fyrir
rúsínur, hnetur, kex, brún hrís-
gtjón, heiihveiti og önnur matvæli
sem yfirleitt eru ekki geymd í ís-
skáp. Janet Bailey bendir á að í
köldu lofti, eins og í ísskáp, verði
allar efnabreytingar hægari.
ísskápur og frystikista
Hún segir að best sé að nota
glærar krukkur undir það sem
geymt er í ísskáp. Þannig sé auð-
veldara að fylgjast með því sem til
er í skápnum. Margar grænmetis-
tegundir, til dæmis brokkolí, sperg-
ill, sellerí og zucchini þrífast best í
raka. „Þvoið ekki grænmetið áður
en það er sett í ísskáp, en gerið
nokkur göt á plastpoka og setjið
grænmetið í hann. Sé það ekki borð-
að strax, þarf að þurrka. vatn úr
pokanum a.m.k. annan hvorn dag,
þar til grænmetið er notað,“ segir
sérfræðingurinn.
Þeir sem eiga vindiskál fyrir sal-
at, ættu að þvo salat þegar það er
keypt, vinda vatn úr því og geyma
síðan í vindiskálinni í ísskápnum.
Með því móti er líftími salatsins
sagður helmingi lengri en ef salatið
er óþvegið í grænmetisskúffu.
Lamba-
kjötsdagar
hjá Bónus
í DAG hefjast lambakjötsdagar hjá
Bónus og þeim lýkur að viku lið-
inni. Um er að ræða ýmis tilboð á
lambakjöti og mun kílóið af lamba-
læri 1. flokki verða á 499 krónur
og lambahryggir á 492 krónur kíló-
ið.
Með því að geyma matvæli í
glærum glerkrukkum í ís-
skáp, er auðvelt að fylgjast
með því sem til er í skápnum.
„Sveppir vilja ekki vera í miklum
raka,“ segir hún og ráðleggur fólki
að geyma þá í bréfpoka í ísskáp.
Janet Bailey bendir þeim sem
eiga stóra frystikistu, sem þeir taka
sjaldan til í, á að tíminn stendur
ekki í stað ofan í kistunni. „Allt
loft sem kemst að lasagne eða
frosnum kjúkingi veldur því að
maturinn oxast og þornar." Það
veldur hinu svokallaða „frystikistu-
bragði," en Janet kann ráð til að
tryggja að matur komi jafn ferskur
upp úr kistu og hann var þegar
hann var settur þar. Einfaldasta
ráðið er að skrifa dagsetningu á
umbúðir þegar matur er settur í
kistuna og gæta þess að hann liggi
ekki þar árum saman.
Ef hveiti er ekki geymt í ísskáp
ráðleggur Janet að það sé geymt í
ógegnsæju loftþéttu boxi á köldum
og dimmum stað. Hið sama segir
hún að gildi um pasta og krydd.
Þurrkaðir ávextir geymast líka best
í lokaðri krukku og gamalt húsráð
kennir að gott sé að setja rifinn
sítrónubörk með ávöxtunum. Með
því móti geymast þeir lengur rakir
Sveppir 'eru sagðir geymast
best í bréfpoka í ísskáp.
og ferskir. Þá geymist ferskur an-
anas, sem er þroskaður, betur ef
hann er skorinn.
Kotasæla á hvolfi
Ef ostaneysla er ekki mikil á
heimilinu og ostur þornar upp, má
vefja það í klút sem bleyttur hefur
verið upp úr vatni og ediki, og
geyma þannig í plastpoka í ísskáp.
Þannig er það sett í plastpoka og
geymt í ísskáp. í húsráðahandbók
segir að ef kotasæludós er geymd
á hvolfi. endist kotasælan helmingi
lengur. í sömu bók segir að heilar
sítrónur eigi að geyma í ísskáp í
krukku með þéttu loki. í krukkuna
á jafnframt að setja vatn og með
þessu móti er sagt að hægt sé að
kreista helmingi meiri safa úr þeim
en þegar þær voru keyptar. Þegar
safi hefur verið kreistur úr sítrónu
er upplagt að veQa börkinn í eldhús-
filmu og frysta. Næst þegar nota
þarf rifínn sítrónubörk í uppskrift,
þarf ekki að fórna heilli sítrónu.
Með því að sökkva sítrónu í sjóð-
andi heitt vatn í 10-15 mínútur, er
hægt að kreista mun meiri safa úr
henni en ella. Einnig er hægt að
hita sítrónu í ofni í nokkrar mínút-
ur áður en safi er kreistur.
KJÖT&FISKUR
piparsteik............995 kr. kg
nautakótilettur.......890 kr. kg
nautabógsteik.........695 kr. kg
hamborgarar m/brauði ..47 kr. stk.
svínasíða.............390 kr. kg
svínabógsneiðar.......389 kr. kg
Frónmatarkex..............109 kr.
500 g Súperkaffi..........199 kr.
l kghrísgijón..............59 kr.
2kghveiti..................59 kr.
2kgsykur..................119 kr.
sólkjamabrauð.............105 kr.
eplalengja................190 kr.
F&A
GILDIR frá fímmtud.-miðvikud.
200 ml Assis appelsínusafi ....32 kr.
Heinz tómatsósa 1,14 kg..239 kr.
kók 6x0,331 dósir........263 kr.
500 ml Windolene glerþvl. ...153 kr.
barnagolfsett............1168 kr.
karlavaðstígv. m/spennu...l765 kr.
KEANETTÓ
GILDIR til 5. júní
rauðvínslegið lambalæri698 kr. kg
Londonlanxb._________768 k'r. kg
fiskbúðingur.........495 kr. kg
0,51Fanta..................39 kr.
appelsínur............59 kr. kg
WC-steinar 3 stk..........195 kr.
10-11 BÚÐIRNAR
GILDIR til 7. júní
þurrkr. lambalærissn.789 kr. kg
ísl. tómatar.........198 kr. kg
8 rúllur WC-pappír........128 kr.
Frón Mariesúkkulaði..78 kr. pk.
0,51 Tuborg pilsner........49 kr.
Emmess 10 kl. og4t...389 kr. pk.
BÓNUS
GILDIR fimmtud.-fimmtud.
Búrfells pylsupartí 1 kg pylsur, 10
brauð og tómatsósa........579 kr.
Búrfells bacon.........679 kr. kg
Búrfells hangiálegg, 20% afsláttur
af verði vegins
Búrfellskjötbúðingur, 20% afsláttur
af verði vegins
Búrfellshrossabjúgu 20% afsláttur
af verði vegins
SÖ saltkjöt............384 kr. kg
B&K ananasbitar.....450 g 39 kr.
500 g Premkaffi.............135 kr.
500 g Dijon sinnep..........149 kr.
vatnsmelónur...........57 kr. kg
sólstólar...................399 kr.
barnasólstólar..............120 kr.
__________HAGKAUP_____________
GILDIR til 8. júní
bökunarkartöflur....49 kr. kg
4 1 Hagkaups epla- og
appelsínusafí.............249 kr.
skorið Mylluheilhveitibrauð...79 kr.
NóaMaltaoghrísb.....229 kr. pk.
Þykkvabsk. m/papr.140 g 129 kr.
Fmnsúkkulaðikex............59 kr.
MS-ávaxtastangir 10 stk.149 kr.
þurrkr. lambakót....699 kr. kg
Goða brauðskinka 200 g..179 kr.
Húsavíkuijógúrt............79 kr.
tangarínur............119 kr. kg
FJARÐARKAUP
GILDIR til 3. júní
pítubrauð, 6 stk...........99 kr.
sjónvarpskaka.....430 g 249 kr.
hunangs Cheerios..565 g 298 kr.
3x227 g ananasbitar.....109 kr.
Valenciasúkkulaði...240 g 198 kr.
albúm f. 200 myndir.....545 kr.
1,3 kg Ajaxultra..........298 kr.
Kötukartöflumús............55 kr.
svínaskinka...........728 kr. kg
kindabuff og gúllas.965 kr. kg
lambalæri og hryggir.538 kr. kg
DalaBriem. hvítlr. ...160 g 242 kr.
GARÐAKAUP
GILDIR frá fimmtud.-fimmtudags
svínabógur............415 kr. kg
físlétt svínapanna....899 kr. kg
Bestu kaupin, lamba-
skrokkar..............398 kr. kg
Prik þvottaefni....3 kg 297 kr.
5 kg kattasandur.........215 kr.
E1 Vital sjampó+næring...499 kr.
4 stk. Svaneeldhúsrúllur.169 kr.
250 gjarðarber...........149 kr.
blávínber.............219 kr. kg
NÓATÚN
GILDIR til 5. júní
rauðvínslambahr.......598 kr. kg
hvítlaukslambahr......598 kr. kg
jurtakrydd. lambahr...598 kr. kg
rituegg................50 kr. kg
150gBurtonskremkex........49 kr.
Maling tómatar'Ads........29 kr.
Studio Line formg. ..150 ml 399 kr.
myndaalbúm..................595 kr.
Afmælistilboð er í Nóatúni vestur
í bæ og fjöldi vara á tilboðsverði.
JBROOKS
íþróttaskór á frábæru verði
SYNERGY
Verð kr. 5.750,-
St. 39-46. Góðir hlaupa- og
SYNERGY
Verð kr. 5.750,-
St. 35-42. Góðir hlaupa- og
VENUS
Verð kr. 5.490,-
Mjúkir leðurskór m/dempara í sóla.
Mjög sterkir og þægilegir skór.
ZONE
Verð kr. 2.990,-
St. 30-39.
Sterkir leðurskór.
Sendumí
póstkröfu
EMMA
Verð kr. 2.990,-
St. 30-39
LIGHTNING
Verð kr. 5.990,-
St. 39-47. Góðir körfuboltaskór
Sterkir leðurskÓR i |.j mog Jnnvjl m/dempara íihæl og Nubuck leðri.
Verð kr. 5.750,-
St. 40-47. Mjög góðir skór fyrir
langhlaup m/dempara í hæl.
» hummel
SPORTBÚÐIN
Ármúla 40 • Sími 813555 og 813655