Morgunblaðið - 02.06.1994, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1994
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Búist við 11
Ákærur í 17 liðum gegn bandaríska þingmanninum Dan Rostenkowski
milljónum
aðfluttra
Rússa
Moskvu. Reuter.
RÁÐGJAFAR rússnesku stjórnar-
innar hafa lagt fram langtímaáætl-
un um hvernig finna megi allt að
11 milljónum Rússa frá fyrrum
Sovétlýðveldunum samastað, yfir-
gefi þeir þau. Er stefnt að því að
koma flestu fólkinu, sem kemur
frá Asíulýðveldunum og Eystra-
saltsríkjunum, fyrir á svæðum í
miðhluta Rússlands og til Síberíu.
Um er að ræða héröðin Tver,
Novogrod, Yaroslavl og Omsk.
Verður yfirvöldum þar veittur
skattaafsláttur og stuðningur og
hinum aðfluttu Rússum verður
gefið land til að rækta matvæli á
og sjá þannig fyrir sér eins og
kostur er.
Málefni Rússa í fyrrum sovétlýð-
veldunum eru ákaflega viðkvæm.
Þeir hafa kvartað yfir því að hafa
mætt fordómum og ógnunum og
segjast fá sáralítið fyrir hús sín,
reyni þeir að selja þau. Um 25
milljónir Rússar eru búsettir í fyrr-
um sovétlýðveldum, í Kazakhstan
eru þeir t.d. um 40% íbúanna.
Nú þegar hefur fjöldi Rússa
snúið aftur til heimalands síns en
það hefur skapað mikil vandamál
í stærstu borgunum. Áætlun ráð-
gjafanna verður borin undir þingið
og ríkisstjómina.
Clinton mun sakna vinar i stað
með brotthvarfi Rost-
enkowskis.
Eiginkona ræður mestu
um heilbrigði karla
London. Reuter.
EINHLEYPIR og
fráskildir karlmenn
eru líklegri til að fá
hvers kyns kvilla en
kvæntir karlmenn,
samkvæmt skýrslu
um niðurstöður nýrr-
ar rannsóknar í Bret-
landi. Þar segir
sömuleiðis að það
skipti jafn miklu með
hverjum búið er og
hveijir lifnaðarhætt-
irnir eru.
„Upplýsingum um
heilsufar og hollustu
erjafnanbeint að
konum, þær eru
gerðar ábyrgar ekki
bara fyrir eigin
heilsu, heldur barn-
anna líka. Holl ráð
skila sér því sjaldan
til einhleypra karlmanna eða
manna sem búa með öðrum
manni,“ segir Steve Carroll lækn-
ir, höfundur skýrslunnar um
rannsóknina.
Carroll sagði að karlmenn væru
tregari en konur til
að fara til læknis þeg-
ar sjúkdómar steðj-
uðu að og ástæðan
væri oftast sú hve illa
upplýstir þeir væru.
„Þessi tregða er lík-
lega ástæða þess að
karlar eru í raun
veikara kynið. Það
eru tvisvar sinnum
meiri líkur á að þeir
deyi fyrir 65 ára ald-
ur en konur, oftast
af völdum sjúkdóma
sem koma má í veg
fyrir. Sjúkdóma á
borð við hjartakvilla
og vissra tegunda
krabbameins," segir
Carroll.
í ljós kom einnig
að karlmönnum hætt-
ir frekar til að reyna fremja
sjálfsmorð en konum. „Það eru
tvisvar sinnum meiri líkur á að
þeir reyni að stytta sér aldur sem
bendir til að þeir vanræki einnig
geðheilsu sína.“
Evrópusambandið
Norðmenn fara að
dæmi Svía og Finna
Ósló. Reuter.
VERULEGUR meirihluti Norð-
manna er andvígur aðild að Evrópu-
sambandinu, ESB, en ákveði Svíar
og Finnar að gerast aðilar að því,
mun naumur meirihluti þeirra gera
það ejnnig. Kom þetta fram í skoð-
anakönnun dagblaðsins Verdens
Gang á þriðjudag.
Samkvæmt könnuninni eru 58%
þeirra, sem gert hafa upp hug sinn,
á móti ESB-aðild en 42% hlynnt.
Ef Svíar og Finnar segja hins vegar
já við aðild ætlar lítill meirihluti
Norðmanna, 51%, að fara að dæmi
þeirra en 49% ætla að halda sig við
neiið. Þjóðaratkvæðagreiðsla um
ESB-aðildina verður 28. nóvember
í Noregi en fyrr í Finnlandi og Sví-
þjóð.
Á Norðurlöndum er andstaða við
ESB-aðild mest í Noregi og and-
stæðingar hennar eru einnig í meiri-
hluta í Svíþjóð. í Finnlandi er því
hins vegar öfugt farið. Er það haft
eftir Svein Aaser, formanni sam-
taka norskra atvinnurekenda, að
segi Finnar og Svíar nei, þurfi ekki
að kjósa í Noregi.
Sakaður um spillingu
Og fjárdrátt í 20 ár
Washington. The Daily Telegraph, Reuter.
EINN af áhrifamestu mönnum á Bandaríkjaþingi, Dan Rost-
enkowski, var formlega ákærður í fyrradag fyrir margvíslega spill-
ingu í 20 ár, fjárdrátt og fyrir að hafa reynt að hindra framgang
réttvísinnar. Er þetta mál mikið áfall fyrir Bill Clinton forseta en
Rostenkowski hefur nýtt sér vel þingreynslu sína í baráttunni fyr-
ir heilbrigðismálafrumvarpi forsetans.
Saksóknarar höfðu boðist til að
semja við Rostenkowski um að hann
játaði sekt sína, segði af sér þing-
mennsku, endurgreiddi ríkinu um
43 milljónir kr. og færi í fangelsi í
stuttan tíma en hann hafnaði því.
Kvaðst hann heldur viija berjast og
sanna sakleysi sitt og var þá ekki
beðið boðanna með að birta ákær-
urnar gegn honum. Eru þær í 17
liðum.
Rostenkowski er sakaður um að
hafa dregið sér tugmilljónir króna
af opinberu fé og reynt að koma í
veg fyrir opinbera rannsókn með
því að leggja að manni að bera
ekki vitni fyrir rétti. Hann er sagð-
ur hafa selt frímerki í éigu ríkisins
og stungið fénu í eigin vasa; gefið
vinum sínum dýrar gjafir en látið
almenning borga fyrir þær og notað
um fimm milljónir kr. úr sjóðum
þingsins til bílakaupa fyrir fjöl-
skylduna.
Mæðgur, eiginkona og dætur
fyrrum dómara, greindu frá því um
helgina að þær hefðu allar átt í
ástarsambandi við Clark á áttunda
og níunda áratugnum. Hafa þær
veitt fjölmörg viðtöl við fjölmiðla á
undanförnum dögum í því skyni að
„hefna sín“ á Clark en þær segjast
mjög sárar yfir því að hann skuli
hafa gefið þetta ástarsamband í
skyn í endurminningum sínum, er
komu út á síðasta ári.
Önnur dóttirin, Josephine Hark-
ess, hefur lýst því yfir að Clark
hafi ítrekað sýnt sér og systur sinni
kynfæri sín áður en þær urðu sext-
án ára. Þá segir hún hann hafa
Með 14 manns á launaskrá
Frá 1971 til 1992 á Rost-
enkowski að hafa haft 14 manns á
launaskrá sinni eða öllu heldur
þingsins, sem unnu þó engin störf,
sem tengdust þinginu, heldur voru
í vinnu fyrir hann sjálfan. Unnu
þeir meðal annars að viðhaldi og
breytingum á húsinu, hirtu garðinn
og voru í alls konar snatti öðru.
Rostenkowski er 66 ára gamall
og hefur setið á þingi í meira en
35 ár fyrir Illinois-ríki. Nú verður
hann hins vegar að segja af sér
þingmennsku og tekur ekki við
henni aftur nema hann verði sýkn-
aður fyrir rétti. Við því býst þó
enginn. Málið hófst með „frímerkja-
hneykslinu“ sem fyrr er nefnt fyrir
næstum tveimur árum en vatt síðan
upp á sig við rannsóknina. Þegar
ákærurnar voru loks birtar kom það
flestum á óvart hve margar þær
voru og umfangsmiklar.
dregið sig á tálar nokkrum árum
síðar er hún var ölvuð og í ástar-
sorg. „Það sem ég fékk út úr þessu
voru nokkrar mínútur af kynlífi,
kynlífi sem ég man ekki eftir vegna
þess ástands sem ég var í,“ sagði
Josephine. Á þessum tíma var Clark
ráðherra í ríkisstjórn Margaretar
Thatcher. Mál þetta hefur vakið
mikla athygli í Bretlandi og í gær
varði æsifréttablaðið Sun fimm
blaðsíðum undir frásögn Josephine.
Clark harðneitaði þessum ásök-
unum í samtali við blaðamenn í
gær. „Ég verð að vísa þessum ásök-
unum á bug enda fela þær í sér
lögbrot," sagði Clark.
Páfi fundar
með Clinton
BILL Clinton Bandaríkjaforseti
fer í dag til fundar við Jóhannes
Pál páfa. Búist er við að umræð-
ur þeirra snúist um fóstureyð-
ingar en í þeim efnum fara skoð-
anir þeirra í engu saman. Páfi
óttast að mannfjöldaráðstefna
Sameinuðu þjóðanna í Kairó í
haust, sem ætlað er að móta
stefnu um það hvernig megi
stöðva fjölgun mannkynsins á
20 árum, muni stuðla að aukn-
um fóstureyðingum og getnað-
arvörnum.
Vilja Dehaene
í stað Delors
FRANCOIS Mitterrand Frakk-
landsforseti og Helmut Kohl
Þýskalandskanslari náðu sam-
komulagi á fundi sínum í Mul-
house að styðja Jean-Luc Deha-
ene forsætisráðherra Belgíu
sem eftirmann Jacques Delors
formanns framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins (ESB), að
sögn háttsettra franskra og
þýska embættismanna.
Walesa vill
silja áfram
LECH Walesa forseti Póllands
tilkynnti í gær að hann myndi
freista endurkjörs í forsetakosn-
ingunum 1995 þrátt fyrir að
skoðanakannanir sýni að vin-
sældir hans fari dvínandi. Lík-
legt þykir að Aleksander
Kwasniewski, leiðtogi fyrrver-
andi kommúnistaflokks lands-
ins, bjóði sig fram en hann nýt-
ur mikilla vinsælda.
Rætt um arf-
taka Wörners
MIKLAR vangaveltur eru nú um
hver verði eftirmaður Manfreds
Wörners, framkvæmdastjóra
NATO. Hann er frá vinnu vegna
krabbameins. Líklegastir til að
hreppa hnossið eru taldir þeir
Thorvald Stoltenberg fyrrum
utanríkisráðherra Noregs og
Giuliano Amato, fyrrum forsæt-
isráðherra Ítalíu. Einnig eru
nefndir Ruud Lubbers, forsæt-
isráðherra Hollands, Hans van
den Broek, utanríkisráðherra
Hollands, Douglas Hurd, utan-
ríkisráðherra Bretlands, Malc-
olm Rifkind, varnarmálaráð-
herra Bretlands, Jacques Poos,
utanríkisráðherra Lúxembourg,
Willy Claes, utanríkisráðherra
Belgíu og forveri hans, Mark
Eyskens.
Svíar á móti
olíuleit
SÆNSKA stjórnin hefur lagst
gegn áformum Norðmanna um
að hefja olíuleit í Skagerrak en
gert er ráð fyrir að norska þing-
ið samþykki áætlun þar að lút-
andi á morgun. Sænski um-
hverfisráðherrann krafðist þess
að sænsk og norsk stjórnvöld
hæfu viðræður áður en ákvörð-
un um olíuleit yrði tekin.
Reuter
ALAN Clark ræðir við fréttamenn við heimili sitt í gær. Hann
neitaði að hafa haft í frammi ósiðlegt athæfi við dóttur fyrrum
ástkonu sinnar.
Mæðgurnar herða róðurinn gegn Clark
Yísar öllum
ásökunum á bug
London. Reuter.
ALAN Clark, fyrrum aðstoðarvarnarmálaráðherra Bretlands, neit-
aði í gær ásökunum um að hann hefði haft í frammi ósiðlegt at-
hæfi við dætur fyrrum ástkonu sinnar.