Morgunblaðið - 02.06.1994, Síða 18
18 FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1994
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Frá Wagner
til viðtakanda
LISTAHÁTÍÐ í
Reykjavík
1994 hófst með
metnaðarfullri
uppfærslu á
völdum atriðum úr Nifl-
ungahring Wagners, ríf-
lega fimm stunda sýningu
í Þjóðleikhúsinu. Þótt óiík-
legt sé að það hafi farið
framhjá mörgum, er líklegt
að þeir verði tiltölulega
fáir, sem sjá sýninguna -
vegna þess að Niflunga-
hringurinn verður aðeins
sýndur fimm sinnum og er
Ijórða sýning í kvöld.
Uppfærslan
Það virðist hræða ís-
lendinga frá leikhúsinu
þegar taiað er um langar leiksýningar. í því
sambandi er spurning hvort við erum hrædd
við tímann - eða leikhúsið. Hvað Niflunga-
hringinn varðar er óhætt að fuilyrða að engin
ástæða er til að óttast sýninguna, því hún er
einstaklega falleg. Ekki bara leikmyndin og
búningarnir, heldur er hreyfingin í henni hríf-
andi, náskyld dansi og gefur tónlist Wagners
aðra vídd. Vegna þessarrar failegu líkamstján-
ingar er auðveldara fyrir áhorfandann að skilja
ýmsa þætti tónlistarinnar betur. Þórhildur
Þorleifsdóttir, leikstjóri, hefur unnið mikið af-
rek með uppsetningu Niflungahringsins, því
um leið og hún gerir kaflana úr hverri og einni
af fjórum óperum Wagners spennandi fyrir
augað og taktskynjun áhorfandans, er gott
samræmi milli kaflanna. Hún kemur tónlist,
sem er lítt þekkt hér, í hreyfingar sem við
þekkjum og skiljum og myndar með því brú
frá Wagner til viðtakandans.
Arfleifðin
Því miður er það svo að þeim dýrðlega bók-
menntaarfi sem fomsögumar em, er ekki haid-
ið að okkur frá barnsaldri. Af þeim bömum,
sem útskrifuðust úr grunnskólum landsins í
vor, eru líklega fá, sem lesið hafa meira ein
1-3 af íslendingasögunum. Sjálfsagt eru enn
færri, sem lesið hafa Völsungasög að ekki sé
minnst á Snorra-Eddu. Kannski þykja þetta
of erfiðar bókmenntir fyrir elskuleg lítil höfuð
í heimi þar sem krafan um fyrirhafnarlaust líf
verður æ háværari. Vissulega þarf að hafa
fyrir því að lesa fombókmenntirnar, en upp-
skeran er tvöföld: Annars vegar lærir barnið
margbreytni, sveigjanleika og fegurð móðurt-
ungu sinnar, en það virðist vera viðvarandi
vandamál að ísienskir unglingar skilji hvorki
upp né niður í henni. Hinsvegar, að takast á
við verkefni, sem er ekki matreitt eins og
skyndibiti - og það að sigrast á verkefnum,
sem era ögrandi og ekki gefin, er góður undir-
búningur fyrir lífið - sem fer aldrei silkihönsk-
um um manneskjuna. Þar fyrir utan lýsa fom-.
sögurnar öllum þáttum hennar; löngunum og
þrám, ást hennar; hatri og grimmd, góð-
mennsku og reiði. I þeim er mikil og merkileg
siðfræði.
Ef við erum hrædd við okkar eigin arfleifð
er eðlilegt að við óttumst Niflungahringinn
fremur en tímann. Ef fomsögumar eru of erfið-
ar fyrir okkur, er líklegt að við álítum Niflunga-
hringinn heldur tormelt fæði. Hins vegar er
það svo, að ritlist er eitt, óperulist annað.
Algild minni goðsagna
í óperunni er víða leitað fanga og hlutir eru
einfaldaðir. Þar eru dregnir fram eðlisþættir
og áherslan mun fremur á siðfræði en ættar-
sögum og héraðsmálum.
I viðtali, sem blaðamenn áttu við Wolfgang
Wagner, sonarson tónskáldsins og þann sem
valdi atriðin úr Niflungahringnum, sem flutt
eru hér á Listahátíð, kom fram að markmið
Wagners með óperunum fjórum, sem mynda
Niflungahringinn, var ekki að skrásetja fomar
norrænar sagnir í tónlist - heldur að fjalla um
siðferði. Þannig snýst eitt meginþema hrings-
ins um valdið; valdafíkn, meðferð valds og
valdbeitingu og til að ljóst sé hversu afgerandi
afleiðingar meðferð valdsins getur haft, stillir
hann upp andstæðunni - ástinni. „Norræn
goðafræði er aðeins hluti af goðafræði alls
heimsins og sem slík höfðaði hún til Richards
Wagner,“ segir Wolfgang. „Það er hin uppsafn-
aða reynsla sem felst í goðafræðinni, norrænni
og grískri, sem Richard Wagner notfærir sér
í verkinu. Spurningin er ekki
hvort verkið er íslenskt eða
ekki. Það sem tengir verkið
við ísland, er sú staðreynd
að hér varðveittust sögurnar
og fyrir það getum við verið
eilíflega þakklát."
Og óhætt er að fullyrða
að ekki er Niflungahringur-
inn endursögn á norrænni
goðafræði eða fornsögum.
Þótt Wagner noti nöfn og
atburði úr þeim, er hann
ekki trúr sögunum. „Völs-
ungasaga er notuð sem bak-
grannur til að koma upp um
vanhæfni Óðins til að fara
með valdið í guðaheimi.
Hann notar Rínargullið til
að láta byggja Valhöll, það-
an sem hann getur stjórnað
öllum heiminum. Hér er verið að fjalla um
valdbeitingu. Og þótt Jörð vari hann við og
bendi á að afleiðingin verði Ragnarök, lætur
hann sér ekki segjast.“ Þannig er sagan hins
vegar ekki í Völsungasög, því þar er gullið
kallað Oturgjöld og greitt fyrir bróður Fáfnis.
Siðfræðin
Annað sem kann að stinga í stúf við minni
okkar, er að tvíburasystkinin Signý og Sig-
rrtundur Völsungsbörn, eru látin vera börn
Óðins og foreldrar Sigurðar Fáfnisbana.
„Þama notar Wagner dramatúrgíska leið óper-
unnar til einföldunar,“ segir Wolfgang. “Hann
lætur systkynin vera ómeðvituð um sifjaspell-
in, vegna.þess að í óperu er mun dramatísk-
ara að Sigurður sé hreinn Völsungur. Þetta
er spurning um hetjuímynd þess tíma sem
Wagner lifði. Sá sem drepur orminn langa, er
guðlegur - ekki mennsk hetja, vegna þess að
guðin verða að fá Rínargullið til að skila því
og forða þar með Ragnarökum.
I óperanni kemur líka fram að Óðinn hefur
framið svo mikinn glæp með því að ræna gull-
inu, að hann verður að búa til hreint, það er
að segja syndlaust kyn á jörðinni til að snúa
glæpnum við og þar er kominn tilgangurinn
með því að gera Sigurð að hreinræktuðum
Vöisungi. Engu að síður hafa verið framin sifja-
spell og þar kemur til kasta Friggjar, gyðjunn-
ar sem gætir hjónabandsins. Með því að krefj-
ast þess að Óðinn láti Sigmund deyja, er sifj-
aspellum trúarlega og siðferðislega hafnað.
Wagner setur upp aðstæður sem eru eins ólög-
lega langt frá því guðlega og hægt er, til að
koma boðskapnum á framfæri. Tilgangurinn
með þessari dramatúrgíu er sá að hringurinn
er tákn fyrir öll Iögmál; sem bæði guðir og
menn verða að virða. I siðferðismálum eru
ekki til nein skráð lög.
Grundvallarþemað hvað þetta varðar, hjá
Richard Wagner, er samræmið milli valds og
ástleysis. Það sem er álitið heilagt, til dæmis
hjónabandið, sem Signý er þvinguð í, þ.e. beitt
valdi, Ieiðir til ástleysis og dauða. Þetta þema
um konuna sem er þvinguð í hjónaband kemur
oft fyrir í þessum sögum og það sem músík
dramatúrginn gerir, er að taka það og láta
það renna saman í þessu eina ástarsambandi.
Það ber líka að athuga að óperan er skrifuð
á rómantíska tímanum, þegar krafan um að
ástin hafi forgang er orðin hávær. Á móti
kemur hin aldagamla hefð sem felur í sér kröfu
um að skyldan hafi forgang og samkvæmt
henni hlýtur það að leiða Sigmund til dauða
að láta ástina hafa forgang. Wagner notar í
rauninni verkið til að koma öllum grandvallar
þáttum, hvort heldur eru mannlegir eða samfé-
lagslegir, til skila. Þar af leiðandi hefur Hring-
urinn, eins og aðrar óperar, mjög opna dramat-
úrgíu.“
Tvískipt vitund - tvær persónur
Hluti af þessari opnu dramatúrgíu er per-
sóna Brynhildar Buðladóttur. í Völsungasögu
dvelur Sigurður hjá henni á fjallinu til að nema
af henni, og álítur hana vitrustu manneskju á
jörðinni. Hún er vitur, hermaður, kona og
móðir. Dálítið of flókinn persónuleiki til að
koma fyrir í óperu og Wagner velur þá leið
að skipta eiginleikum hennar í tvennt; Jörð
og Brynhiidi. Jörðin verður tákn fyrir móðurina
og lífið en Brynhildur fyrir dauðann. í óper-
unni er Jörðin móðir Brynhildar og það er hún
sem Óðinn segir að búi yfir allri visku sem
hægt sé að hafa. Persónu Brynhildar fylgir
aftur á móti dauði; hún er send af Óðni til að
Niflungahringurinn hef-
ur þróast frá fomgrísk-
um goðsögnum, til nor-
rænna fomsagna, að
óperuforminu til leik-
sviðsins. Súsanna
Svavarsdóttir skoðar
siðfræði verksins og
uppsetninguna í Þjóð-
leikhúsinu lauslega.
Óðinn ogBrynhildur
ÓÐINN (Max Wittges) neyðist til að afturkalla skipun til Brynhildar (Lia-Frey
Rabine) um að veita Sigmundi lið í einvígi við Hunding.
sækja Sigmund í dauðann og sjálf velur hún
heldur að deyja en að gangast undir þá vald-
beitingu, sem hjónabandi hennar með Gunnari
Gjúkasyni fylgir. En það er jafnframt hún sem
lokar hringnum, þegar hún skilar aftur hringn-
um úr Rínargullinu um leið og hún sjálf sam-
einast Jörðu.
Tilgangur uppfærslunnar
Sjálfsagt geta tónlistarfræðingar, sagnfræð-
ingar og alls kyns textafræðingar notað upp-
færslu Niflungahringsins til að velta vöngum
yfir því hvort réttlætanlegt sé að setja upp
sýningu á borð við þá sem hér er á ferðinni
og er það ekki nema gott. Deildar meiningar
fárra verða jú oft kveikjan að áhuga margra.
Gagnrýni af ýmsum toga hefur og verið nokk-
uð áberandi í umræðunni og þá helst á það
að þetta sé dýr uppfærsla og gleypi upp allt
það fjármagn sem Listahátíð hefur til umráða.
Það er ekki rétt, því samkvæmt fjárhagáætlun
hátíðarinnar, fara aðeins 11 milljónir af 70 í
uppsetninguna. Annar kostnaður er greiddur
af fyrirtækjum og listastofnunum í Þýskalandi
og á Islandi.
Sú umræða hefur einnig farið vaxandi að
Wolfgang Wagner hafí leyft þessa styttri út-
gáfu af Niflungahringnum hér, vegna þess að
höfundarréttur á óperum Wagners sé að falla
niður, vegna þess hve langur tími sé síðan þær
voru samdar. Það þýði mikið fjárhagslegt tap
fyrir Bayreuth hátíðina og Wagner Ijölskyld-
una og því hafi þurft að búa til nýja dramatúrg-
íu til að skapa nýjan höfundarrétt.
Þegar Wolfgang Wagner var spurður hvort
eitthvað væri hæft í þessu, varð hann einlæg-
lega undrandi og sagði: „Þessi staðhæfing er
út í hött. Höfundarréttur vegna flutnings á
óperum Wagners féll niður árið 1913. Það
getur hver sem er, hvar sem er í heiminum,
sett upp verk hans án þess að svo mikið sem
króna komi til Bayreuth eða fjölskyldunnar.
Hátíðin í Bayreuth stendur fullkomlega undir
sér. Á hvetju ári eru 70.000 fyrirspurnir um
miðar - en aðeins áttundi hver maður kemst að.
Þar fyrir utan er ljóst að þótt ný leikgerð
sé samin upp úr óperunum, er tónlistin sú
sama. Til þess að komast framhjá höfundar-
rétti, ef einhver væri, yrði að skrifa nýjar nót-
ur. Þá væri kominn nýr höfundarréttur. Það
hefur hins vegar ekki verið gert hér. Ég vil
líka benda á að þótt þessi leið hafi verið farin
hér, er ekki þar með sagt að óperur Niflunga-
hringsins verði settar upp á þennan hátt í fram-
tíðinni. Við gerum þessa tilraun, vegna þess
að óperar Wagners eru lítt þekktar hér á landi
og okkur fannst þetta gæti verið leið til að
kynna þær.“
Svo við íslendingar verðum að kyngja því
að hér er ekkert verið að koma aftan að okk-
ur. Það er ekki verið að nota okkur sem til-
raunadýr. Það er ekki meiri illska innifalin í
uppsetningu á völdum atriðum úr Niflunga-
hringnum en sú sem felst í því að veita okkur
innsýn í óþekktan heim og þar með auka
menningarlíf okkar.
I
|
{-?
»
í
»
I
»
í
.
r
»
:
»
:
»
í
»
»
»
t
»
»
i
f