Morgunblaðið - 02.06.1994, Síða 19

Morgunblaðið - 02.06.1994, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1994 19 Gallerí Fold Sýningu Ingibjarg- ar að ljúka LISTAMAÐUR mánaðarins í Gallerí Fold, Austurstræti 3, er Ingibjörg Styrgerður Har- aldsdóttir. Undanfarið hefur hún sýnt þar verk unnin með pastellitum og blýi. Myndefnið sækir Ingibjörg í landslag und- ir Eyjafjöllum. Ingibjörg hefur haldið nokkr- ar einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum hér- lendis og erlendis. Opið er í Gallerí Fold virka daga frá kl. 10-18, laugardaga til kl. 16 og sunnudaginn 5. júní frá kl. 14-17. Sýningunni lýkur sunnudag- inn 5. júní. Eitt verka Joel-Peter Witkins. Forboðnir „sjónvextiru SÝNING á verkum bandaríska ljósmyndarans Joel-Peter Witk- ins verður opnuð í Mokka á morgun, föstudaginn 3. júní, sem að sögn heldur sig yfirleitt langt utan við velsæmismörk. Witkin, sem er 54 ára, er víðkunnur fyrir ljósmyndir sín- ar. Hann segist líta á list sína, svo notuð séu hans orð, „sem umhyggju fyrir hinum vanelsk- uðu, afbrigðilegu og útskúf- uðu“ er knýi hann til „að sýna fegurð þeirra, varnarleysi og angist, með því að göfga þján- ingu þeirra. Og í framhaldi af því þjáningu okkar allra“. Sýningin á verkum Witkins, sem skipulögð er af Hannesi Sigurðssyni listfræðingi í sam- ráði við ljósmyndarann og Pace/McGill-galleríið í New York, er framlag Mokka til Listahátíðar í Reykjavík. Með henni fylgja bækur og ítarleg grein á íslensku um manninn og list hans. Sýningunni lýkur 15. júlí. Gallerí Sævars Karls „Sjö teikn- ingar við fundna sýn- ingaskrá“ KRISTJÁN Guðmundsson sýn- ir „Sjö teikningar við fundna sýningaskrá" í Gallerí Sævars Karls, Bankastræti 9. Kristján er fæddur á Snæ- fellsnesi 1941. Hann hefur haldið fjölda sýninga bæði hér- lendis og erlendis og þessa stundina stendur yfir yfírlits- sýning á verkum Kristjáns í Nurnberg í Þýskalandi. Sýningin er opin á verslunar- tíma, á virkum dögum frá kl. 10-18. Listahátíð í dag Steinunn Ólína Þorsteinsdótt- ir í Sönnum sögum. FYRSTA forsýning á Sönnum sögum af sálarlífi systra verður í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Sýningin er á Smíðaverkstæðinu og hefst klukkan 20.00. Á stóra sviðinu verður 4. sýning á Niflunga- hringnum og hefst hún klukkan 18.00. Myndlistarsýningar á Listahá- tíð hafa þegar verið opnaðar í Ráðhúsinu, þar sem stendur yfir sýning á myndlist barna og ungl- inga, undir yfirskriftinni „ísland - sækjum það heim“ og á Kjarvals- stöðum þar sem sýnd e'r íslensk samtímalist. í Listasafni ASÍ er sýning á verkum Helga Þorgils Friðjónssonar og skúlptúrar og teikningar eftir Sigurð Guð- mundsson eru sýnd í Gallerí Sólon íslandus. Opnuð hefur verið sýn- ing á verkum Ijósmyndarans Joel- Peter Witkins í Mokka kaffí og í Gallerí Úmbru verður í dag opnuð sýning á verkum Rudys Autio. í Gallerí 11 er sýninga verkum ljós- myndarans Eduardo Perez Baca. Full búð af golfvörum. Golfpokar á tilboðsverði. Drauma^ 777 BORE-THROUGH GRAPHITE fyrir dömur og Verð kr. 7.950,- miTsusHiBn OGCDLF- 20% afsláttur af heilum golfsettum. METALWOODS 777 MENS GRAPHITE SHAFT 40'/z‘ STEEL SHAFT 40* LADIES GRAPHITE SHAFT 39'/2‘ STEELSHAFT 39' UE° | 57- LOFT° | 24* Golfkerrur kr. 6.800,- jmmUMdag Ul sunnudags 10 stjúpur íbakka kr. 399r Hansarós (tveggja til þriggja greina) kr. 298,- Lóbelíá (hengi) minni kr. 149,- stœrri kr. 198,- 10 rósir kr. 799,- Ný afskornar ogferskar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.