Morgunblaðið - 02.06.1994, Side 20

Morgunblaðið - 02.06.1994, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Danskur verðlaunaleikhópur sýnir Litlu nornina á laugardag LISBETH og- Peter leika í Litlu norninni. LEIKHÓPURINN Maríuhænan í húsakynnum Möguleikhússins við Hlemm. Bamaleikhús allsaldurs Þótt sýningin í Möguleikhúsinu miðist við 3-8 ára áhorfendur vilja Danirnir helst enga aldursskipt- ingu hafa í leikhúsi. Þeir segja Þórunni Þórsdóttur hvers vegna og leyfa henni örlítið að heyra af baráttu góðs og ills innra með nornarkríli efst uppi á myllulofti. „VIÐ SEGJUM sögu, en kennum ekki, við erum leikarar. í lokin höfum við lausn á vanda sögunn- ar, möguleika sem hentar sumum ■ og öðrum ekki. Augun hafa að minnsta kosti opnast, eða það von- um við, og okkur tekist að vekja til umhugsunar. Mömmur og pabba jafnt og minnstu gestina. Leikhús er nefnilega betra orð en barnaleikhús. Þriggja ára áhorf- andi á sér afmarkaðan heim, átta ára skynjar annað og meira og átján ára og fertugur hugsa hvor sitt. Ef við lesum Tsjekov eða Tolstoj skiljum við einungis hluta sögunnar af því við þekkjum ekki þá rússnesku veröld sem þeir Iýsa. Samt gefur lesturinn mikið. Hver sér með sínum augum og skilur sínum skilningi, leikrit getur ef vel er verið í mörgum lögum.“ Fjórmenningarnir í Maríuhæn- unni, Lisbeth Knopper, Peter Westphael, Jan Möller og Erik Viinberg, fengu í fyrra opinberu útnefninguna besta danska barna- leikhúsið. Síðan hafa þau sett upp sýningarnar Mömmudrenginn, sem miðuð er við 8-14 ára áhorf- endur, og Sannleikann og sjóhest- inn, fyrir 3-8 ára. Þessar sýningar fara þau með í danska skóla næsta vetur auk þeirrar þriðju, Gaman- leikarans, sem ætluð er unglingum og fullorðnum. „Þegar við leikum fyrir börn segjum við ekki, nú ætlum við að tala ykkar tungumál. Það væri á vissan hátt niðrandi. Vitanlega þýðir ekki að bjóða ungum áhorf- endum flóknar sögur eða tilfínn- ingar sem þeir þekkja ekki. En börn velja úr eins og aðrir leikhús- gestir, fólk verður snortið með ólíkum hætti á sömu sýningu.“ Aldurshópur sem uppfærsla miðast við er tilgreindur á kynn- ingarkortum Maríuhænunnar til leiðbeiningar fyrir stjórnendur skóla og aðra sem hug kynnu að hafa á sýningum. Þar eru fleiri hagnýtar upplýsingar; um verð, lengd sýningar og aðstæður sem þörf er á. Maríuhænan er enda enginn viðvaningur, hún hefur starfað síðan 1982 og þijú ár í núverandi mynd. Lisbeth, Erik og Peter leika og Jan semur tónlist og flytur hana. „Við höfum verið að móta okkur stíl,“ segja þau, „fléttum saman leik og frásögn til að þétta söguna og höfum sviðsmyndina einfalda svo áhorfendum gefist færi á nota ímyndunaraflið. Venjulega fáum við einhvern í lið með okkur til að semja verkin, prófum okkur áfram með áhorfendum og breyt- um þar til allir eru ánægðir." Að- setur leikhópsins er í Randers í Danmörku en mikill þeytingur á honum yfir veturinn. Maríuhænan frumsýnir gjarna á barnaleikhúshátíð sem haldin er í Danmörku í apríl ár hvert. Hún er ein sú stærsta í heiminum, með 70 hópum og 400 sýningum á einni viku. „Þarna kemur fólk úr skólun- um og sér hvað er í boði fyrir næsta vetur,“ segir einn úr hópn- um, „flestir vilja að minnsta kosti tvær sýningar. Síðan er hafður sá snjalli háttur að ríkið borgar skól- anum til baka helming kostnaðar af sýningunni. Hóparnir geta líka sótt um styrki, bæði hjá ríki og sveitarfélagi og við höfum til dæmis milljón danskra króna frá ríkinu, 175.000 frá Randers þar sem ieikhúsið okkar er og sjálf höfum við milljón á vetri upp úr leikferðum um landið. Danmörk á sterka barnaleik- húshefð og við erum stolt af því. Hún hefur verið að þróast í aldar- fjórðung og síðustu tíu ár hafa yfir 50 manns einbeitt sér að þessu formi leiklistar í landinu. Dönsku barnaleikhússamtökin (DTS) eru eins konar gæðastimpill á hópa. Víða annars staðar er barnaleik- 1 hús ekki annað en aðgöngumiði 1 inn í leikhús fyrir fullorðna. Þarna skerum við okkur úr. En leikhús- fólk í Danmörku mætti gefa meiri gaum franiandi straumum, við lok- um okkur heldur mikið af.“ Maríuhænan hefur þó farið nokkuð víða. Til að mynda til Finn- lands og Póllands með Litlu norn- ina sem hingað er komin og hún fer seinna til Grænlands. Sýning- • arnar á barnaleikhúshátíð Mögu- j leikhússins við Hlemm tengjast Listahátíð í Reykjavík. Nornin birtist í síðara sinn á laugardaginn klukkan 15. Þetta er fjögurra ára gömul uppfærsla Maríuhænunnar og viðfangsefnið stríð og friður, hið góða og hið illa. Hvernig bland- ast lítil norn inn í þessar andstæð- ur? ) Hún býr á lofti myllunnar hans j Martins með gamalli og virkilega ) vondri norn. Martin býr til leikföng í myllunni vegna þess að það er stríð og hann hefur ekki öðru að sinna. Ekki fyrr en hann er líka kallaður í herinn. Nornirnar eru önnum kafnar við að hrekkja her- mennina, að minnsta kosti gamla nornin, enda löng hefð fyrir belli- brögðum í fjölskyldunni. Litla ) nornin er hins vegar hrædd við , stríðið og léleg í hrekkjum. Her- * mennirnir bara hlægja að henni. ) Einn daginn fær hún að vera heima og tekur þá trédúkku sem malarinn hefur smíðað. Seinna týnist dúkkan á vígvellinum og nornin verður leið af því hún ætl- aði alltaf að skila henni til hans. I sameingu ákveða þau að nota dúkkurnar til að binda enda á stríðið. Hermennirnir neyðast til ) að tala saman og leikföngin minna [. á börnin þeirra heima. Þannig | endar sagan og gamla nornin verð- ur svo reið að hún sekkur í jörð- ina. Eftir verður ekkert nema nef- ið. Þriggja Rétta Kvöldverður Léttreykt langvía með rabarbara-vinegrettesafa Hvítlauksleginn háfur meðfáfnisgras-rósapiparsósu Engiferís með marengs og Grand Marnier-sósu Verð kr. 1.960,- Skólabrú Sími 62 44 55 Líf og listir þjóðarinnar 1930-1944 SÝNINGIN í deiglunnni 1930- 1944, er framlag Listasafns ís- lands til Listahátiðar í Reykjavík. Undirtitill sýningarinnar er Frá Alþingjshátíð til Lýðveldisstofn- unar - íslenskt menningarlíf á árunum 1930 -1944. Listasafnið efnir til sýningarinnar í tilefni af fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins en hún verður opnuð föstudaginn 3. júní. Sýningin er sú yfirgripsmesta sem Listasafn Islands hefur ráðist í. í fréttatilkynningu frá Lista- safninu segir m.a.: „Sýningunni er ætlað að varpa Ijósi á þau umbrot sem urðu í íslensku menningarsamfélagi, þegar mættust gamalgróna bændasam- félagið og vaxandi borgarmenn- ing, einkum í myndlist, listiðn- aði, hönnun og byggingarlist. Dregin er upp mynd af þessu tímabili, þegar skarst í odda með þeim viðhorfum sem fleytt höfðu Islendingum í átttil stjórnmála- og menningarlegs sjálfstæðis...“ Sjónrænt samhengi Að sögn Beru Nordal^ for- stöðumanns Listasafns Islands, hefur safnið aldrei áður tekið VIÐ þvottalaugarnar eftir Kristínu Jónsdóttur frá árinu 1931. ) ) > ) I ) ákveðið tímabil fyrir á þennan hátt og þurfti meiri rannsóknar- vinnu en við undirbúning ann- arra sýninga. Leitað er svara við spurningum eins og, hvað er ver- ið að sýna hér á Iandi á hverjum tíma? Hvað er að gerast bæði í_ myndlist og á öðrum sviðum? A sérstökum súlum er gefin mynd af þeirri umræðu og listamanna- deilum sem bar hæst á þessu tímabili. Á sýningunni eru myndverk bæði eftir suma af okkar þekkt- ustu listamönnum og eftir aðra sem voru virkir á þessum tíma en eru nú fallnir í gleymsku. Einnig eru á sýningunni ljós- myndir, veggspjöld, bókakápur, listiðnaður og ýmislegt annað myndefni. Auk þess er umfjöllun ■ umíslenska byggingarlist. Á meðan á sýningunni stendur verða sýndar kvikmyndir frá þessum árum sem Listasafnið ) fær lánaðar frá Kvikmyndasafni , íslands. Auk þess verða haldnir fyrirlestrar í tengslum við sýn- inguna. Þessi dagskrá verður auglýst síðar. Þar að auki gefur Listasafnið út í samvinnu við Mál og menn- ingu bókina í deiglunni, 1930- 1944. Bókinni er ætlað að gefa sýn yfir líf og listir þjóðarinnar á þessu tímabili. í henni er yfir- lit um það helsta sem var að ) gerast í myndlist, tónlist, bók- ) menntum, byggingarlist og list- hönnun. I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.