Morgunblaðið - 02.06.1994, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR2. JÚNÍ 1994 21
LISTIR
Ráðhús Reykjavíkur
Síðustu
sýningar-
dagar á
myndlist
eftir börn
og unglinga
í RÁÐHÚSI Reykjavíkur er
sýning á myndlist eftir börn
og unglinga. Sýningin ber
heitið Islandsferð fjölskyld-
unnar og er henni ætlað að
vekja athygli á fjölbreytileika
landsins, náttúru þess, mann-
lífi og dægrastyttingu.
Sýningin er liður í átakinu
ísland sækjum það heim og
er samstarfsverkefni Félags
íslenskra myndlistarkennara
og Samgönguráðuneytisins.
Tæplega 20.000 börn í 131
skóla tóku þátt í þessu verk-
efni og bárust dómnefnd um
fimm þúsund verk. Sýning-
unni í Ráðhúsi Reykjavíkur
lýkur á morgun föstudaginn
3. júní og verður hún á faralds-
fæti um landið í sumar.
Sýningu
Hans Christ-
iansen að
ljúka
SÝNINGU Hans Christiansen,
sem staðið hefur yfir í Listhús-
inu í Laugardal, lýkur nk.
sunnudag.
Á sýningunni eru 44 vatns-
litamyndir. Sýningin er opin
virka daga og laugardaga frá
kl. 10-18 og á sunnudag frá
kl. 14-18.
EITT verka Rudy Autio.
Rudy Autio í
Gallerí Úmbru
BANDARÍSKI myndlistarmaður-
inn Rudy Autio opnar sýningu í
dag, fimmtudaginn 2. júní. Sýn-
ingin er framleg Gallerís Úmbru
til Listahátiðar í Reykjavík 1994.
Á sýningunni eru pensilteikning-
ar á pappír unnar á þessu ári. I
kynningu segir: „Rudy Autio er
einn af merkustu leirlistamönn-
um af eldri kynslóð bandarískra
leirlistamanna. Hann hefur
markað spor í sögu nútíma leir-
listar og haft áhrif á fjölda lista-
manna með verkum sínum.“
Sýningunni lýkur 22. júní og
er opin þriðjudaga til laugardaga
kl. 13-18, og sunnudaga kl. 14-18.
----------» ♦ ♦-----
Kári Gestsson píanóleikari,
Halla S. Jónasdóttir og Fríður
Sigurðardóttir.
Tónleikar í
Hveragerðis-
kirkju
Hveragerði - Tvær söngkonur,
Fríður Sigurðardóttir og Halla S.
Jónasdóttir, héldu tónleika í Hvera-
gerðiskirkju nýlega. Fluttu þær ís-
lensk sönglög á tónleikunum og var
undirleikari þeirra Kári Gestsson.
Þ.ær hafa báðar stundað söngnám
hjá Sigurði Demetz Franssyni. Tón-
leikarnir voru liður í undirbúningi
söngkvennanna fyrir tónleika sem
þær standa fyrir í Víðistaðakirkju
laugardaginn 4. júní kl. 17, en þar
munu þær flytja þessa sömu dagskrá
fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins.
Maestro___________________Maestro Maestro
Heppnir Maestro-korthafar:
Á tónleika með
Kristjáni Jóhannssyni
í boði Maestro
Handhafar Maestro-debetkorta geta átt von á
óvæntum glaðningi í sumar og haust - miða á
tónleika með meistaranum sjáifum, Kristjáni
Jóhannssyni. Um er að ræða 30 miða á
Listahátíð þann 16. júní og 50 miða á sýningu
Þjóðleikhússins á Valdi örlaganna eftir
Giuseppe Verdi í september en þar verður
Kristján í aðalhlutverki.
Þann 12. júní verður dregið um hvaða korthafar
fá að gjöf miða á tónleika meistarans á
Listahátíð og 15. september verður síðan dregið
um hvaða korthafar hljóta miða á sýningu
Þjóðleikhússins á Valdi örlaganna.
Dregið verður úr nöfnum allra þeirra sem hafa
fengið sér Maestro debetkort frá upphafi
og fram að útdráttardögum og fær hver korthafi
tvo miða á viðkomandi sýningu.
Maestro
DEBETKORT
MEISTARIÁ SÍNU SVIÐI!
Sæktu um MAESTRO debetkort í bankanum þínum eða sparisjóði.
Maestro Maestro Maestro
\
Við eigum afniæli og
hinn heimsþekkti ítalski
matreiðslumeistari
Enrico er kominn
aftur í tilefni dagsins
JRICO MUN AF SNILLD SINNI
MATREIÐA AFMÆLISMATSEÐILLINN
NÚ í KVÖLD OG NÆSTU TVÖ KVÖLD.
VERIÐ VELKOMIN.
FMÆLISMATSEÐILL LA PRIMAVERA
Humarsalat mcð ofnbökuðum smálauk og graslaukssósu.
Insalatina tiepida di aragosta e cipolle.
Fyllt risa ravioli með hörpuskel og grænmeti.
Raviolone di capesatite con verdure.
Skötuselur með gulrótum og blaðlauk.
Coda di rospo con porri e carote.
Þrjár tegundir af krapís með heitum ávöxtum.
Tulipano di sorbetti alla frutta di bosco.
LA FRIMAVERA
HÚSIVERSLUNARINNAR - KRINGLUNNI 7
BORÐAPANTANIR í SÍMA 678-555
OKKAR GESTIR - OKKAR VINIR
HVÍTA HÚSIO/SÍA