Morgunblaðið - 02.06.1994, Page 28

Morgunblaðið - 02.06.1994, Page 28
28 FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ SIEMENS Tveir góðir á útsöluverði! KS 24V00 • 140 x 55 x 60 sm(hxbxd) • 169 I kælirými • 58 I fjögurra stjörnu frystirými • 2 hurðir Áðurkr. 6Q:4<SO.- flfu kr. 55.707.- stgr. KS 26V01 • 148 x 60 x 60 sm (hxbxd) • 188 I kælirými • 68 I fjögurra stjörnu frystirými • 2 hurðir Áður kr. IUÚ kr. 59.427.- stgr. •—) Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs Borgarnes: Cd Glitnir Borgarfjörður: ■ Rafstofan Hvítárskála Hellissandur: Blómstun/ellir Grundarfjörðun Guðni Hallgrímsson Cd Stykkishólmur: Skipavík Búðardalun ^ Ásubúð . ■ : ísafjörður: mmm .. Póllinn ,, .... ,*j Hvammstangi: . "■• // ' j Skjanni / v/ Blönduós: %, 'v ' Hjörleifur Júlíusson Sauðárkrókur: O Rafsjá Siglufiörður: Torgio Akureyri: Ljósgjafinn 7* Húsavík: öryggi Þórshöfn: 7 Norðurraf UJ Neskaupstaöur Rafalda Fjölbreytt únral annarra kæli- og frystitækja. SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 628300 Reyðarfjörður: Rafvélaverkst. Árna E. Egilsstaðir ^ Sveinn Guömundsson Breiðdalsvík: ^ Stefán N. Stefánsson Höfn í Hornafirði: Kristall o Vestmannaeyjar: Tréverk Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga Selfoss: Árvirkinn m Garður: Raftækjav. Sig. Ingvarss. ^ Keflavík: ^ Ljósboginn Hafnarfjörður: DRafbúð Skúla, Álfaskeiöi Viljir þú endingu og gæði~\ velur þú SIEMEMS A OPNÁ # € OROBLU ® KVENNAMOTIP I COLFI Verður haldið á Keilisvelli í Hafnarfirði laugard. 4. júní n.k. KEPPNI5FYRIRKOMULAC: öggleikur með og án forgjafar Gláesileg verðlaun verða veitt fyrir 1.®. og 3. sæti með og án forgjafar HAPPDRÆTTI: verður úr skorkortum í mótslok Dregiðj > ir ‘J^ítttakendur fá golfbolta merkta * i OROBIij Ræst út frá kl. 9.00 - 14.00 Skráning er í síma 633360 't&átt • M ■ ■ ' ' */ '5''W* > V A UMBOÐS- OG DREIFINGARAÐILI ÍSLENSK - AUSTURLENSKA HEILDVERSLUN AÐSEIMDAR GREINAR Vegurinn til uppreisnar Samtök um Kvennaathvarf opna í dag, á 12 ára afmælisdegi sínum, nýja þjónustumiðstöð á Vesturgötu 5. Þar verður starf- rækt viðtalsþjónusta, skjólstæð- ingum að kostnaðarlausu. Með miðstöðinni hafa samtökin uppfyllt það markmið sitt að veita fræðslu er stuðli að því að útrýma ofbeldi. Á þeim tólf árum sem lið- in eru frá stofnun Kvennaathvarfs hafa komið þangað um 4.000 kon- ur með rúmlega tvö þúsund börn. í Bandaríkjunum og á Norður- löndum er talið að um 20% sam- banda séu ofbeldissambönd. Pró- sentuhlutfall er talið svipað hér á landi, hvort sem um er að ræða sifjaspell, nauðganir eða annað ofbeldi. Svavar Gestsson, þingmaður Reykvíkinga, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, verðandi borgarstjóri, fluttu á nýafstöðnu þingi tillögu um að fela dómsmálaráðuneyti að láta fara fram rannsókn á áhrifum, ástæðum og afleiðingum heimilis- ofbeldis. Tillagan var samþykkt sam- hljóða á Alþingi. í henni er gert ráð fyrir því að haft verði sam- starf við Samtök um Kvennaat- hvarf, slysavarðstofu og aðra aðila sem koma að málinu. Undirbún- ingur að rannsókn er þegar hafinn og Svavar Gestsson segir að dóms- málaráðuneyti hafí sýnt málinu mikinn ogjákvæðan áhuga. Einn- ig er rætt um að skráning heimilis- ofbeldis verði samræmd hjá lög- reglu víðsvegar um landið. „Slík samræming er frumskil- yrðið til þess að hægt sé að fylgj- ast með heimilisofbeldi," segir Jenný Baldursdóttir, starfsmaður Kvennaathvarfs. „Einnig viljum við létta kæruskyldu af þolanda. Um leið og ofbeldi er tekið jafn alvarlega hvort sem það á sér stað heima hjá þér eða úti á götu; því í lögunum er enginn munur þar á, erum við fyrst farin að geta sagt, að við réttlætum ekki ákveðnar tegundir ofbeldis. Meðan ekkert er gert í þeim flölda mála sem vitað er af, er ekki hægt að segja að við tökum heimilisofbeldi alvarlega," segir Jenný. Kvennaathvarfið er neyðarþjón- usta en síðustu ár hefur verið teygt á neyðarskilgreiningunni. Hús- næði athvarfsins hefur iðulega verið tekið undir viðtalsþjónustu og viðtalsþörf hefur verið svo mik- il að á stundum hefur mátt líkja athvarfinu við járnbrautastöð. Með tilkomu þjónustumiðstöðvar er í fyrsta sinn hægt að bjóða markvissan stuðning fyrir konur sem farnar eru úr athvarfínu. „Við höfum lengi vitað að þörf- in fyrir þessa þjónustu er mjög mikil,“ segir Jenný. ,Við vitum líka að margar konur þurfa ekki eða telja sig ekki geta farið í Kvenna- athvarf en eru í gífurlegri þörf fyrir viðtöl. Nú getum við gefið regluleg viðtöl, skjólstæðingum að kostnaðarlausu." Hjá viðtalsfulltrúa ríkir nafn- leynd og trúnaður og viðtölum verður háttað eftir þörfum kon- unnar. Afleiðingar ofbeldissambands- ins eru félagslegar, sálrænar og fjárhagslegar. Fæstar konur í of- beldissamböndum teljast fjárráða en fjárhagslegar hömlur eru stórt kúgunartæki og konan þarf að standa ofbeldismanninum reikn- ingsskil á hverri krónu. Kona sem er að stíga út úr ofbeldissambandi þarf því að takast á við þá sorg sem fylgir skilnaði, hugsa um börnin sín og sjá til þess að þau komist ósködduð út, og líka að horfast í augu við það að eiga ekki krónu; jafnvel að sækja sér félagslega aðstoð og hugsanlega að standa uppi alein, því síðasti votturinn af sjálísvirðingu liggur í því að aðrir komist ekki að því hversu niðurlægjandi meðferð hún ,verðskuldar“„ Glæsileg fjögurra barna móðir um fertugt segir: ,Eg gat ekki horft í spegil og enn þann dag í dag get ég ekki farið í sund. Sú tilhugsun að fólk sjái hvað ég er ógeðsleg, vekur mér ennþá hrylling." Ofbeldissambönd eru jafn flókin og önnur ástarsambönd og vegna einangrunar er tilfinningaleg bind- ing konunnar meiri en í öðrum samböndum. Bindingin styrkist við það að maðurinn sveiflast á milli ofbeldishneigðar og hlýju. Konan er alla jafna löngu hætt að skynja eigin tilfinningar og hefur ýtt öllum sínum þörfum og löngunum til hliðar. Ofbeldið er orðið hluti af henni sjálfri og hún Vegurinn til uppreisnar fyrir konu sem hefur mátt þola misþyrmingar er langur, en hún getur farið hann hratt ef vinir og ættingjar eru reiðu- búnir að taka siðferði- lega ábyrgð, telur Þór- dís Bachmann. lítur á sig sem óverðuga, mis- heppnaða og vonlausa konu. Eftir að komið er út úr Kvennaathvarfí er algengt að konan taki saman við manninn aftur vegna einangr- unar og skorts á stuðningi. „Kannski er þetta okkar tillegg á ári fjölskyldunnar,“ segir Jenný, ,okkar lóð á vogarskálina til þess að konan nái sér út úr þessu í eitt skipti fyrir öll.“ Jenný segist einnig hafa fundið mikla þörf fyr- ir hópastarf en Samtökin hafí hvorki haft starfskrafta né rými fyrir þá starfsemi fram til þessa. ,Draumurinn er því að í þessari miðstöð verði alltaf nokkrir hópar í gangi sem sjái um sig sjálfir að öðru leyti en því að við leggjum til leiðbeinanda í upphafi." Þriðji þátturinn er síðan viðtöl við aðstandendur kvennanna, aðra en ofbeldismanninn. Aðstandend- ur konunnar hafa mjög líklega brugðist við með ýmsum hætti og eru oft miður sín vegna einkenni- legra, að þeim finnst, viðbragða konunnar. Miðstöðin hugsar sér þannig að uppfræða aðstandendur um viðbrögð þess sem býr við of- beldi og af hveiju það er nauðsyn- legt að konan komi í Kvennaat- hvarfíð og sé þar innan um aðrar konur í sömu stöðu. „Þetta er ekki hugsað til að ræða einstaka konur, heldur ein- faldlega til þess að sýna fólki hvernig það getur brugðist rétt við og veitt stuðning,“ segir Jenný. .Þannig gæti fólki t.d. gengið bet- ur að skilja hvers vegna það er nauðsynlegt að konan loki um- heiminn úti á meðan hún er í Kvennaathvarfinu en hún er yfir- leitt mjög upptekin af umheimin- um og stjórnast af honurn." Það er auðvelt að gera sér í hugarlund hvaða áhrif það hefur á sjálfsmyndina að taka aldrei sjálfan sig með, heldur aðeins allt sein er fyrir 'útán. Éin konan serh

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.