Morgunblaðið - 02.06.1994, Page 30

Morgunblaðið - 02.06.1994, Page 30
30 FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ1994 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. I lausasölu 125 kr. eintakið. JÁKVÆÐ ÞRÓUN ÞRÁTT FYRIR niðurskurð á aflakvóta á næsta fiskveiðiári og umtalsvert atvinnuleysi eru ýmis merki um jákvæða þróun í efnahagslífi okkar íslendinga. Þannig skýrði Morgun- blaðið frá því í gær, að viðskiptajöfnuður landsmanna hefði verið jákvæður um 5 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Til samanburðar má geta þess, að á sama tíma í fyrra var viðskiptajöfnuðurinn óhagstæður um 2,2 milljarða króna. Þessar tölur sýna, að sem þjóð lifum við ekki lengur um efni fram. Þessi jákvæða breyting hefur orðið með ýmsum hætti. Á sama tíma og við höfum flutt meira út flytjum við minna inn. Þá hafa vaxtaútgjöld okkar í útlöndum lækkað um tæpan milljarð. Þessi þróun er mikið fagnaðarefni. Hún sýnir að smátt og smátt erum við að ná tökum á þeim alvarlegu vanda- málum, sem við höfum átt við að etja. Þrátt fyrir mikinn niðurskurð á aflakvóta er enn gert ráð fyrir hagvexti á næsta ári. Á aðalfundi Vinnuveitendasam- bands íslands í fyrradag skýrði Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, frá því, að Þjóðhagsstofnun gerði ráð fyrir hálfu til einu prósenti í hagvöxt á næsta ári. Þegar haft er í huga, að þorskafli hefur dregizt saman um hvorki meira né minna en 50% frá árinu 1988, þegar kreppan byijaði, sýnir það ótrúleg- an styrk íslenzks efnahagslífs, að samt sem áður sé gert ráð fyrir hagvexti á næsta ári, en Davíð Oddsson upplýsti raunar á fyrrnefndum fundi, að þrátt fyrir þennan mikla aflasam- drátt hefði aflaverðmæti á föstu verðlagi á sama tíma þó ekki dregizt saman nema um 15%, sem þjóðin að vísu finnur fyrir. Þetta tvennt, hagstæður viðskiptajöfnuður og hagvöxtur á næsta ári þrátt fyrir minnsta þorskafla, sem þekkzt hefur, sýnir að margvíslegar aðgerðir, sem gripið hefur verið til í atvinnufyrirtækjunum á undanförnum árum, eru að skila sér í sterkari efnahagsstöðu þjóðarinnar. Það er gagnlegt fyrir fólk að átta sig á því, að allt þess erfiði er að skila árangri. Lífskjör okkar á síðasta áratug voru fölsk. Þau byggðust á gífurlegri skuldasöfnun innanlands og utan. Það hefur kostað mikið erfiði og miklar fórnir að snúa þessari stöðu við. Þessum erfiðleikum er ekki lokið en það má kannski segja, að við sjáum ljósglætu framundan. íslendingar hafa brugðizt við erfiðleikun- um af manndómi. Innan nokkurra ára má búast við betri tíð. Við höfum lært margt á þessum árum, t.d. það að ganga hægt um gleðinnar dyr. Við megum ekki gleyma þeirri lexíu, sem við höfum lært á undanförnum árum, þegar að því kemur að birtir til. Þvert á móti er full ástæða til að við sem þjóð tileinkum okkur hófsamari lífsmáta en einkenndi íslenzkt sam- félag á síðasta áratug. Hófsemi, sparnaður og nýtni eru gaml- ar dyggðir, sem hafa ekki verið í hávegum hafðar um nokk- urt skeið. En fólk sér þessar gömlu dyggðir í nýju Ijósi á erfið- um tíma. Þær eru eftirsóknarverðari en margur hefur haldið. Eitt af því, sem við höfum lært á þessum árum, er að það er hægt að ganga of langt í skuldasöfnun. Það er engin sanngirni í því að skila stórskuldugu þjóðarbúi í hendur nýrra kynslóða. Sá árangur af erfiði okkar, sem birtist í því, að verðbólgan er nálægt núllpunkti, að vextir hafa lækkað, að viðskiptajöfnuð- urinn við útlönd er orðinn jákvæður, að nokkur sjávarútvegsfyr- irtæki skila góðum hagnaði þrátt fyrir takmarkaðan afla- kvóta, á að verða okkur hvatning til þess að halda áfram á sömu braut, jafnvel þótt betur ári á næstu árum. Okkur á að verða það kappsmál að stórlækka skuldir okkar við útlönd, að halda væntingum fólks um batnandi lífskjör innan hóflegra marka og styrkja efnahagslegan grundvöll íslenzks samfélags eins og kostur er til frambúðar. Lífsreynsla Færeyinga á undanförnum árum sýnir hvað fiski- mannasamfélag eins og okkar og þeirra getur staðið höllum fæti, þegar á bjátar. Þess vegna eigum við ekki að láta okkur nægja að rétta þjóðarskútuna við, heldur eigum við að safna í sarpinn til þess að eiga upp á eitthvað að hlaupa, þegar erfið- leikar steðja að á nýjan leik. Núverandi ríkisstjórn hefur verið gagnrýnd fyrir margt og það má gagnrýna hana fyrir margt. En það breytir ekki þeirri staðreynd, að hún tók við á krepputímum, að kreppan hefur aukizt á valdatíma hennar en jafnframt, að hún hefur haldið þannig á málum, að þjóðin er augljóslega hægt og bítandi að ná sér á strik. Það gerist ekki forystulaust. Ríkisstjórnin hef- ur veitt öfluga forystu á erfiðum tímum og það á að meta við hana og þá, sem að henni standa. Jóhanna Lárusdóttir skipuleggjandi hjálpar- starfs í Júgóslavíu fyrrverandi Kannski verður rnaður háður stemmningunni Athygli heimsins hefur síðustu misseri beinst að stríðsátökunum í ríkjum Júgóslavíu fyrrverandi og hörmungum íbúanna þar. íslenskur læknir, Jóhanna Lárusdóttir, hefur starfað þar síðastliðna 18 mán- uði. I viðtali við Helgu Kristínu Einarsdóttur lýsir hún starfi sínu og ógnvænlegum afleiðingum stríðsins Jóhanna Lárus- dóttir læknir hef- ur átt heiðurinn að skipulagn- ingu hjálparstarfs á veg- um Alþjóða heilbrigðis- stofnunarinnar í Júgó- slavíu fyrrverandi, eink- um Mið-Bosníu, siðast- liðna átján mánuði. Hún þekkir vel til afleiðinga stríðsátaka enda hefur hún áður lagt hönd á plóginn með samtökun- um Læknar án landa- mæra í Uganda, Afgan- istan og Sri Lanka. Að- spurð hvað greini eitt hjálparstarf frá _ öðru segir Jóhanna: „Ég hef alltaf notið virðingar sem hjálparstarfsmaður annars staðar, komist ferða minna óhindrað og ekki lent í skothríð nema fyrir slysni. Á þessum slóðum er því ekki að heilsa, þar eru hjálparstarfs- menn skotmörk." Jóhanna segist einnig finna mun á viðhorfi til þessa stríðs borið saman við stríð í öðrum löndum þar sem hún hefur sinnt hjálparstarfi. „Mun- urinn er auðvitað sá að hér er um að ræða hvítt fólk að drepa hvert annað. Það var aldrei talað um það í tengslum við flóttamannahjálp á Sri Lanka, í Afganistan eða Úganda, að þyrfti að sinna sálinni í fólki. Auðvitað er það gott að það skuli vera gert núna og væntanlega verður það einnig gert í framtíðinni annars staðar. En þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri talað um að fólk þurfi eftir- meðferð vegna sálræns áfalls í kjöl- far stríðs, nú sé þjóðin sem áður byggði Júgóslavíu meira og minna í losti. Þetta er viðhorfsbreyting í öllu hjálparstarfi," segir hún. Tímdi ekki að fara Upphaflega ætlaði Jóhanna aðeins að vera í þijá mánuði í Júgóslavíu sem var en sérþekking hennar lýtur að því hvemig byggja á upp upp heilsugæslu og halda almenningi heilbrigðum við tilteknar aðstæður sem oft er að finna í þróunarlöndum eða stríðshijáðum. En þegar hún var búin að koma skipulagi á hlutina segist hún ekki hafa tímt að fara í burtu. „Stundum fæ ég mig fullsadda af öllum hindrununum og segi við sjálfa mig að nú sé ég bara hætt. Eg nenni ekki þessu streði lengur við eitthvað sem gæti verið svo ein- falt,“ segir hún og lýsir lífi sínu svo í fyrstu að hún búi í leiguíbúð í borg- inni Split í Króatíu og vinni frá níu til fimm. Þegar tiltrú þrýtur í svip blaðamanns bætir hún við að senni- lega fari helmingurinn af tíma sínum í að skipuleggja. Milli þess keyri hún á milli staða í brynvörð- um bíl í mesta ofboði, íklædd skotheldu vesti, með bláan hjálm á höfði og gisti gjarnan í svefn- poka á gólfinu í bækistöð friðargæsluliða ef með þurfi. Jóhanna og starfs- menn hennar flytja lyf og önnur hjálpargögn til sjúkrahúsa í Mið-Bosníu eftir því sem tök eru á. Skoðar Jóhanna aðstæð- ur með eigin augum ásamt liðsmönnum sín- um og kemur svo til baka með það sem til þarf, ef hún getur. „Oft er það illmögulegt og reynt að tefja fyrir okkur á alla lund. Stundum þarf sérstaka samninga til þess að það takist,“ segir hún. „Stærsta vandamálið er það að til þess að koma hjálpargögnum til Bosníu verð- ur að fara gegnum Króatíu. Þar er mikil harka í því að reyna að hægja á hjálparstarfi með háum tollum og alls kyns skriffinnsku og ástandið hefur ekki lagast þrátt fyrir hug- myndir um sambandsríki Króata og múslima í Bosníu. Það hefur versn- að. Þetta er í fyrsta skipti sem ég lendi í því að þurfa að borga háa tolla af hjálpargögnum. Mikið þarf af pappírum og tilskildum leyfum og það ræðst af ríkjandi dutlungum á hverri landamærastöð hvernig til tekst. Stundum þykja þeir ófullnægj- andi og við snúum við. Svo þegar lagt er af stað á nýjan leik næsta dag komast allir í gegn.“ Auk þessa segir Jóhanna að fólk- inu finnist hjálparstarfsmenn og frið- argæsluliðar vita gagnslausir. „Það virtust allir halda að Sameinuðu þjóð- irnar hefðu skorist í leikinn til þess að ná til baka landinu sem Serbar höfðu tekið. Fólk skildi ekki að við værum ekki komin til þess að beij- ast. Þess vegna er hatrið á okkur svona mikið. Það segir bara „þið eruð gagnslaus og getið farið heim“. Hús- ið sem ég bý í var grýtt lengi vel og framrúðan í bílnum mínum brotin nokkrum sinnurn." „Það eru um 20.000.000 flótta- manna í heiminum, sennilega um fjórar milljónir í Júgóslavíu fyrrver- andi og um helmingur alls fjár sem veittur er til hjálparstarfs fer þang- að. í Ijósi þessa er það ergjandi að vinna þarna því fólki finnst aldrei að verið sé að gera nóg. Það er erf- itt að útskýra þetta en ef ég reyni er sagt, „það er ekkert að marka við erum ekki Afríkubúar, þú hefur bara reynslu af að hjálpa þeim“. Einnig er hrokinn gagnvart okkur áberandi í menntastétt. Sagt er við Jóhanna Lárusdóttir okkur „þið kunnið ekkert á þjóðfélag eins og okkar. Við erum sérstök og áttum þróað þjóðfélag. Þið komið hingað með þessar þriðjaheimshug- myndir og haldið að þið getið haldið áfram að vinna á þeim forsendum". Þá segi ég bara. Það eru engar sam- göngur hérna, enginn póstur, enginn sími, þið hafi ekki salernisaðstöðu, ekki rennandi vatn, ekki rafmagn, þetta minnir mig ansi mikið á hjálp- arstarf í þróunarlandi.“ Tilskipanir að ofan „Það sem einnig gerir okkur erfitt fyrir er sú staðreynd að allar ákvarð- anir voru teknar ofan frá í fyrri stjórnskipan. Þess vegna má ekki breyta reglum sem torvelda hjálpar- starfið því lagabókstafurinn segir að gera eigi hlutina svona eða hinsegin. Framtakið vantar alveg, fólk getur setið á afturendanum í sinni stofnun og vantað allt til alls án þess að gera nokkuð sér til bjargar. Læknar sitja sumir til dæmis sem fastast á sinni deild og fara ekki í apótekið til þess að skoða hvort til sé það sem þá vantar. Þeir hugsa sem svo að ef það er ekki á deildinni geti það ekki verið til í apótekinu. Þeir halda bara að hlutirnir berist eins og þeir hafa alltaf gert, að ofan. Það er erf- itt að fá fólk til þess að breyta þess- um hugsanagangi að stundum eigi hugmyndir að koma neðan frá og berast upp. Hinsvegar held ég að ástæða þess að sumir eru ósamvinnu- þýðir við okkur þegar greinir á um aðferðir í hjálparstarfinu sé sú að það er búið að taka allt frá þessu fólki. Það er búið að missa húsin sín, fjölskylduna, starfið sitt og laun og það hefur ekkert eftir nema kunnátt- una sem það býr yfir. Með því að fá það til að breyta um vinnuaðferð erum við að taka það eina sem það á eftir.“ Skattafsláttur Jóhanna hefur einnig það verk með höndum að fylgjast með annarri hjálparstarfsemi svo hægt sé að gæta þess að hún spanni sem víðast svið. Stundum sé þess ekki fyllilega gætt að hún komi að gagni. „Það er mikið um það að trukkar séu fyllt- ir með útrunnum lyfjum og ónýtum tækjum, þvi fyrirtæki sem gefa hjálp- argögn fyrir tiltekna upphæð fá skattafslátt. Það er engin aðstaða til þess að losna við svona drasl þegar búið er að flytja það á staðinn. Við hlaupum inn á spítalana og beint út aftur, stoppum eins stutt og við get- um og keyrum svo í burtu. Þannig að við getum ekkert verið að dunda við það að tæma geymslu fulla af rusli í einhvern trukk,“ segir hún. En er Jóhanna aldrei í lífshættu? „Mér finnst það ekki. Ég er vark- ár og fylgi mjög ströngum öryggis- reglum fyrir mig og starfsmennina. Mér finnst ég líka finna á mér hvað ég á að gera. Sennilega hef ég lært • það af þeim stríðsaðstæðum sem ég hef starfað við. Ef ég fæ hugboð um að fara ekki á ákveðinn stað fresta ég því.“ Hún viðurkennir þó að hafa lent í skothríð tvisvar sinnum. „Eitt sinn vorum við stödd á vegi nokkrum þegar drífur að hlaupandi mannverur í mikilíi angist. Fólk lá í skurðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.