Morgunblaðið - 02.06.1994, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1994 31
JÓHANNA í fullum herklæðum við brynvarða bifreið sem notuð er við flutning hjálpargagna.
SPÍTALI í austurhluta Mostar. Lyfin eru geymd á efri hæðinni en
gengið er inn bakatil þar sem aðalinngangnum hefur verið lokað
með sandpokum. Sjúklingar eru vistaðir á fyrstu hæð og aðgerðir
í kjallaranum.
SÝNISHORN af sjúkrabílum. Til hægri á myndinni má sjá glitta
í sjúkrabörur, fyrir ofan þær má greina súrefnistæki og eins og
sjá má erii bakdyr hins bílsins sundurskotnar.
við veginn og upp við steina og allt
of seint að snúa við. Vegurinn var
mjór og sprengjum rigndi niður
kringum okkur. En ég man að ég
hafði meiri áhyggjur af því að rekast
á bílana sem komu á móti okkur og
allir voru á 150 kílómetra hraða. Þá
sáum við hvað það skiptir miklu
máli að hafa góðan bílstjóra."
Mikið hlegið
Jóhanna er spurð hvernig takast
megi að halda sönsum undir þessum
kringumstæðum. „Við erum venju-
lega tíu til tólf í bílunum og reynum
að troða eins miklu af hjálpargögnum
inn og við getum. Svo er keyrt, alveg
á hundrað, allir svolítið hræddir og
oft hnakkrifist á meðan um réttu
leiðina þótt hún sé löngu ákveðin,
eða um ótrúlegustu hluti. Síðan þeg-
ar við erum komin úr allri hættu
verður einhvers konar spennufall,
fólk segir brandara og hlær óstjórn-
legum taugaveiklunarhlátri. Þetta er
ákveðin stemmning og kannski verð-
ur maður háður henni.“
Stríð og pizza og bjór á eftir
Þegar Jóhanna er spurð hvað fólk
taka sér fyrir hendur eftir vinnu á
svona stað nefnir hún sem dæmi að
þegar farið sé til Mostar fari hópur-
inn stundum til Medjugoije á eftir.
Þar kveður eitt sinn hafa sést til
Maríu meyjar og þangað fara margir
í nokkurs konar pílagrímsferð. „Mað-
ui' kemur svo gott sem úr miðju stríði,
á þennan stað, allt fullt af ferða-
mönnum, kannski bandarískum, á
miðjum aldri sem sitja og sötra bjór.
Þar setjumst við niður og fáum okk-
ur pizzu og bjór og satt að segja
myndast oft ótrúlegt andrúmsloft
með hópnum."
- Hvað af því sem þú hefur séð
tekur þig sárast?
„Ég held að það versta sé tilfinn-
ingin sem maður hefur með þessu
fólki sem hefur misst allt sitt. Þeir
sem eru dánir eru dánir. En hvernig
á að hjálpa þeim sem eftir lifa að
komast yfir missinn? Það er ekki
blóðið eða bæklunin sem maður tekur
mest nærri sér þótt margir séu mjög
fatlaðir og hafi misst útlimi. Margt
gamalt fólk vill til dæmis bara fá að
deyja."
- Hvernig blasir fólkið við þér?
„Það má segja að það sé mitt í
lostinu. Margir sitja inni í herbergi
og stara út í loftið. Mæður hugsa
ekki um börnin sín. Einnig er von-
leysið áberandi og vonbrigðin og reið-
in. Fólk trúir því ekki ennþá að þetta
skuli hafa getað gerst í heimalandi
þess. Ég get nefnt sem dæmi lækni
héðan sem fór til Spánar árið áður
en stríðið hófst í Júgóslavíu sem
var. Um svipað leyti sprengdu Bask-
ar upp jámbrautarteina í mótmæla-
skyni einhvers staðar og segist hann
hafa hugsað með sér „hvers konar
villimenn eru þetta eiginlega?“ og svo
gerist þetta í heimalandi hans.“
Hírðust í dimmum kjöllurum
„Annað sem tekur mig mjög sárt
er eyðileggingin í Mostar þar sem
ekki eitt einasta hús er uppistand-
andi; eymd fólksins þar sem það hírð-
ist í lekum, dimmum kjöllurum, særð-
ir í hrúgum. Fimmtíu þúsund manns
sátu í kulda og myrkri í austurhluta
borgarinnar í allan vetur, ekki einu
sinni kertaljós, og stanslausar
sprengiárásir. Það eru allir hálf geð-
veikir á eftir. Ég veit um tvo lækna
sem misstu vitið eftir að álagið
minnkaði. Á meðan hafsjór af sund-
urtættu fólki flæddi inn á spítala
voru' þeir of önnum kafnir við að
afgreiða hina særðu til þess að ganga
ekki af göflunum. Það gerðist ekki
fyrr en um hægðist.
Þarna er ekkert rafmagn, ekkert
vatn, engin salernisaðstaða. Fólk
getur ekki þvegið sér, er með lús.
Svo við erum með sérstaka kassa
með hreinlætisvörum, í þeim eru sápa
og sjampó, tannburstar og tannkrem,
lúsasjampó og dömubindi, rakvélar
og aðrar brýnar nauðsynjar en það
er hægara sagt en gert að sjá tugum
þúsunda fyrir þeim ... ég er fyrir
löngu orðin vön blóðinu og sundurt-
ættu fólki, það er eymdin sem er
verst.“
Margir fara aldrei heim
Jóhanna segist kvíða því sem eftir
á að gera, koma rafmagninu á, vatn-
inu, hreinsa út allt holræsakerfið.
Gera byggingar þannig úr garði að
þær geti að minnsta kosti veitt skjól,
einhveijar leiðir verði að finna til
þess að gera húsarústirnar íbúðar-
hæfar að nýju fyrir næsta vetur.
„Það sem við kvíðum einnig er það
að fólk veit kannski að það hefur
misst húsin sín, en það veit ekki að
spítalinn er farinn líka og jámbrauta-
stöðin, það er ekkert eftir. Helming-
urinn af þessu fólki fer aldrei heim.
Mér er ennþá minnisstætt þegar
ég keyrði eitt sinn í gegnum hverfi
sem búið var að sprengja, hvergi
stóð steinn yfir steini, allt brunnið,
þegar ég allt í einu sá glitta í snúru
sem á héngu barnaföt til þerris. Al-
veg heil.“
Bruno Bischoff tekur þátt í
hlutafjáraukningu Samskipa
Um 86 milljónir
króna lagðar
fram í upphafi
Viðræður við innlend og
erlend fyrirtæki um þátt-
töku í hlutafjáraukningu
Samskipa standa nú sem
hæst, Agnes Braga-
dóttir varpar hér ljósi á
það helsta sem er að
gerast í þeim viðræðum
þessa dagana.
LANDSBANKA íslands barst
í gær staðfesting þess, frá
I þýska skipafiutningafyrir-
' tækinu Bruno Bischoff, að
fyrirtækið hyggist leggja fram 86
milljónir króna, eða tvær milljónir
þýskra marka, við hlutafjáraukningu
Samskipa með þeim möguleika að
geta aukið hlutafé sitt í 376 milljón-
ir króna eða samtals 6,5 milljónir
þýskra marka. Samkvæmt upplýs-
ingum Morgunblaðsins er það skil-
yrði af hálfu Þjóðvetja, að Samskip
hafi Bremerhafen sem áætlunarhöfn
í flutningum sínum til Þýskalands
en ekki Hamborg. Forráðamenn
Samskipa sjá, samkvæmt upplýsing-
um Morgunblaðsins, engin vand-
kvæði á að uppfylla þetta skilyrði.
Hagkaup og Samheiji á Akureyri
íhuga nú þátttöku í hlutaljáraukn-
ingu Samskipa. Til að byija
með var um það rætt að Hag-
kaup og Samheiji mynduðu í
samvinnu við fyrirtæki tengd
Fóðurblöndunni hf. eign-
arhaldsfélag um eignarhlut í
Samskipum, en Gunnar Jó-
hannsson, forstjóri Fóður-
blöndunnar, sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær, að
slíkt væri ekki lengur á döf-
inni að því er varðar Fóður-
blönduna eða bakfyrirtæki
hennar.
Óskar Magnússon, forstjóri
Hagkaups, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær: „Ég get stað-
fest að við hjá Hagkaup höfum verið
að íhuga þátttöku í hlutafjáraukn-
ingu Samskipa. Við höfum undan-
farnar vikur verið að skoða þann
möguleika að koma inn í fyrirtækið
í félagi við tvo aðra aðila, Samheija
og Fóðurblönduna."
„Við höfum verið að skoða þetta.
Við höfum ekki tekið neina afstöðu
til þess hvort við verðum með eða
ekki. Ef einhver okkar þriggja sem
höfum verið að ræða sameiginlega
þáttöku í Samskipum, fellur út úr
hópnum, þá höfum við ekki hugsað
það upp á nýtt hvað við gerum,“
sagði Þorsteinn Már Vilhelmsson hjá
Samheija í gær. Hann taldi að niður-
staða myndi liggja fyrir innan
tveggja vikna.
„Við fluttum viðskipti okkar yfir
til Samskipa um síðustu áramót og
flytjum mjög mikið með fyrirtækinu
eða á milli 35 og 40 þúsund tonn
af fóðurvörum á ári. Því var eðlilegt,
þegar hlutafjáraukning Samskipa
kom til umræðu, að leitað væri til
okkar, sem svo stórs viðskiptavin&r
og okkur var kynnt málið. En nú ligg-
ur fyrir að þetta er ekki lengur inni
í myndinni og er ekki lengur til
umræðu," sagði Gunnar.
Óskar Magnússon, forstjóri Hag-
kaups, og Þorsteinn Már Vilhelms-
son, framkvæmdastjóri Samheija,
staðfestu þessar upplýsingar í sam-
tali við Morgunblaðið í gær, en ekki
liggur fyrir um hversu háar upphæð-
ir verður að ræða, að þeirra sögn,
ef af verður.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins hefur verið um það rætt,
að gerist þessi tvö fyrirtæki hluthaf-
ar í Samskipum séu líkur á að hvort
fyrirtækið um sig leggi fram eitthvað
nálægt 40 milljónum króna í nýju
hlutafé.
Áður hefur verið greint frá því að
Samvinnusjóðurinn, Vátryggingafé-
lag íslands, Olíufélagið hf., Iceland
Seafood Corp., Lífeyrissjóður sam-
vinnumanna og KEA ræði um hlutaf-
járkaup í Samskipum sín á milli.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins eru einnig taldar miklar lík-
ur á því, að þessi fyrirtæki myndi í
sameiningu eignarhaldsfélag um sinn
eignarhlut í Samskipum, sem verður
stór, jafnvel allt að 300 milljónfr
króna, ef af verður, samkvæmt sömu
upplýsingum.
1 þessum hópi fýrirtækja hefur enn
ekki verið tekin ákvörðun um það
hvort þau taki þátt í hlutafjáraukn-
ingunni eða eins og forsvarmaður
eins fyrirtækisins orðaði það í sam-
tali í gær: „Af eða á, við tökum
ákvörðun þegar við erum sáttir við
þær upplýsingar og þá kosti sem til
boða standa. Ég hygg að ekki líði á
löngu áður en niðurstaða getur legið
fyrir.“
Bruno Bischoff er staðsett í Brem-
en og í eigu fýrirtækisins eru um
30 skip. Skipið er með flutninganet
út um allan heim og m.a. mun vaka
fyrir fyrirtækinu að fá Samskip til
fiskflutninga á Bremerhafen-svæð-
inu. Samskip hafa náð flutninga-
samningum við Færeyinga um fisk-
flutninga þaðan til Evrópu og að því
mun stefnt að auka samvinnu og
hagræðingu í flutningum, meðal ann-
ars með fiskflutningum frá Færeyj-
um og frá íslandi til Bremerhafen.
Að því hafði verið stefnt af hálfu
Samskipa að Ijúka viðræðum við
hugsanlega hluthafa fyrir aðalfund
Samskipa, sem haldinn var í fyrra-
dag, þannig að þar væri hægt að
kynna ákveðna niðurstöðu. Það tókst
ekki og því var aðalfundi frestað og
stefnt er að því að boða til framhalds-
aðalfundar, þegar niðurstaða liggur
fyrir í þessum viðræðum.
Heimildarmönnum Morgunblaðs-
ins ber saman um, að staðfesting
þýska fyrirtækisins, Bruno Bischoff,
á þátttöku í hlutafjáraukningu Sam-
skipa hafi gert þátttöku íslenskra
fyrirtækja fýsilegri kost en ella og
hleypt ákveðnum krafti í þær viðræð-
ur, sem nú standa yfir, og stefnt er
að, að ljúka áður en júnímánuður ei
á enda.