Morgunblaðið - 02.06.1994, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 02.06.1994, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ1994 35 AÐSEIMDAR GREINAR -y 1 1 • Kvótaúthlutin var POrSKleVSl OÖ* byggðáþeimbtekk qJ O ingu, segir Önundui • f m Ásgeirsson, að hag- uppurnir Kvotur 1™»^^ 1 1 dyrum og storum ski] UMRÆÐAN um stjórn fisk- veiða er enn í fullum gangi, þótt fátækleg sé. Mesta undrun hefir þar vakið óheiðarlegt karp hag- fræðiprófessoranna Ágústs Ein- arssonar og Ragnars Árnasonar (Á&R), sem halda því fram, að kaup nokkurra manna og félaga á hlutafé í útgerðarfyrirtækjum sé í samræmi við 1. gr. fiskveiðilag- anna nr. 38/1990 um að „Nytja- stofnar á íslandsmiðum séu sam- eign íslenzku þjóðarinnar“. Til and- svars voru frá félagsvísindadeild Háskólans, prófessor Gísli Pálsson og samstarfsmaður hans Agnar Helgason (G&A), sem lagt hafa fram niðurstöður af greinargóðum rannsóknum þeirra á nýtingu botn- fiskkvótanna. Síðustu niðurstöður G&A eru þær, að þróun stórútgerð- ar hafi verið sú, að í stað upp- kaupa hennar á 10.800 þorskígild- istonnum árið 1991, hafi hún selt frá sér eða „leigt“ rúm 11.000 tonn árið 1993. Þetta er fín spek- úlasjón, því að 1991 var greitt minna en 30 kr./kg, en nú kostar kvótabundinn fiskur spriklandi í hafinu um 60 kr./kg. Ef miðað er við þetta verð, hefir stórútgerðin skóflað til sín í fyrra um 660 millj- ónum fyrir selda kvóta úr „sameig- in íslenzku þjóðarinnar“. Þetta er veiðileyfagjald Alþýðuflokksins í framkvæmd, enda hefir sá flokkur samþykkt í sinn hóp, að veiðileyfa- gjald þurfi ekki að greiða fyrr en 1998 í fyrsta lagi, og enginn hefir enn samþykkt að greiða það heldur bá. Þetta er einkastríð Alþýðu- floksins á hendur „sægreifunum", eins og þeir nefna stórútgerðina. Úthafsveiðar og kvótar Þetta rennir enn einni stoð undir þá skoðun, að núverandi fisk- veiðistefna sé röng. Útgerðir selja því aðeins kvóta sína, að þær hafa ekki þörf fyrir þá eða að það sé fjárhagslega hag- kvæmt. Hvorttveggja er hér til staðar. Úthafsveiðiskip áttu aldrei að fá kvóta, því að kvótar eru miðaðir við veiðar innan fiskveiðilögsögunnar, og það var nægilegur floti fyrir til að ná þeim afla. Það hefir líka komið í ljós, að eftir að þessi öflugu úthafsveiðiskip fengu kvóta, hefir þeim verið stefnt gegn þeim veiðiflota, sem fýrir var, og jafnframt gegn fiskvinnslunni í landi, þannig að nú hefir fjöldi útgerðarfyrirtækja og fiskvinnslufyrirtækja verið rekinn í gjaldþrot, og hálfur annar tugur fiskibyggða að leggjast í auðn. Þessi þróun hefir verið ljós allt frá 1976, þegar fískveiðilögsagan var flutt út í 200 mílur, og byggð voru stór veiðiskip, sem tóku að sér hlutverk brezkra og þýzkra togara um veiðar innan lögsögunnar til löndunar í erlendum höfnum, sem sviptir fiskvinnslufólk atvinnu sinni við úrvinnslu afla hérlendis. Þessi þróun varð þó miklu hraðari og hættulegri eftir að frysti- togararnir komu til sögunnar, og því fer sem fer. Þeir félagarnir G&A hafa sýnt fram á, að 26 stórfyrirtæki í sjávarútvegi, svonefndir „risar“, ráða nú yfir helmingi allra botnfiskkvóta, og þannig ráða 26 stjórnendur þessara fyrirtækja nú þegar yfir örlögum samfélagsins. Uthlutun kvótanna var stjórn- málaleg ákvörðun, sem skipstjórnarmenn eða forstjórar út- gerðarfélaganna bera ekki ábyrgð á gagnvart almenningi. Kvótaúthlutunin var byggð á þeirri blekkingu, að hag- kvæmara væri að nota þessi stóru og dýru skip til veiðanna. Þetta er staðfest í skýrslu Tvíhöfðanefndarinnar, bls. 92/93, þar sem þessi skip eru sögð skila 25-26% „vergum hagnaði“ miðað við árið 1991. Þetta er rangt, og sett fram í blekkingarskyni. Þetta er ekki vergur hagnaður, heldur verg- ar tekjur eða brúttótekjur fyrir fjármagnskostnað, þ.e. ekkert tillit er tekið til þess, að þessi stóru skip kosta þrefalt í stofnkostnaði, rétt eins og útgerð skipanna eigi ekki að borga stofnkostnaðinn. Þetta er kjarninn í skýrslu Tví- höfðanefndarinnar, sem allt annað er byggt á. Grunnurinn undir kvótakerfinu er ekki tryggari en þetta. Jafnframt er rétt að benda á, að í raun hefir útgerð úthafs- veiðiskipanna mikil sérréttindi umfram aðra útgerð í fiskilögsög- unni, því að þegar skipin hafa lok- ið kvótum sínum innan landhelg- innar eiga þeir allt úthafið eftir, sem hinir geta ekki nýtt sér. Frá upphafi kvótakerfisins hefði þann- ig verið sanngjarnt og skynsamlegt að synja öllum úthafsveiðiskipum um kvóta í landhelginni, enda var alltaf nægur veiðifloti til að taka að sér þetta verkefni. Þetta varð sérstaklega augljóst í byijun nú- um veiðirétt, en þau hafi trúlega staðið fyrir „skemmdarverkum í fiskveiðilögsögunni“. verandi fiskveiðiárs, þegar botn- fiskkvótar voru skornir niður í 165.000 tonn. Eina leiðin þá, til að bæta samfélaginu upp þennan mikla samdrátt í fiskveiðunum, var sú, að senda stóru skipin til veiða á úthafinu. Þetta var ekki gert, og nú gapa menn af undrun yfir fiskleysinu og atvinnuleysinu, sem þó stafar beinlínis af óraunsæi og úrræðaleysi stjórnvalda. Úthafs- veiðiflotinn á ekkert erindi inn í fiskveiðilögsöguna annað en það, að drepa niður það, sem fyrir er, jafnt fiskiskip sem fískvinnslu- stöðvar. Augljós ályktun af þessum staðreyndum er sú, að úthafsveiði- skip eiga engan kvóta að fá, og útgerðirnar sjálfar verða að bera ábyrgð á eigin gjörðum. Sjálfs- skaparvítin eru verst. Stöðunni verður ekki bjargað með áfram- haldandi yfirljárfestingu, svo sem nú er í tízku. Sináir eða stórir Stuðningmenn ryksugutogara- veiða ganga nú hart fram undir forystu LIU og eira engu. Veiðar á smábátum hafa verið fæðingarréttur hvers íslendings frá því land byggðist, og er svo enn, þrátt fyrir allt kákið í stjórnsýslunni. I frumvarpi því, sem nú liggur fyrir Alþingi, er gert ráð fyrir að veiðiréttur sex tonna báta markist við 146 daga Önundur Ásgeirsson ÞEGAR lýðveldið heldur upp á 50 ára afmælið er ekki úr vegi að huga að því, hvar á vegi við erum stödd í ljóðagerðinni — einni okkar merkustu menningararf- leifð. ‘ Allt frá lýðveldisstofnun hafa svokölluð atómskáld og allskonar örverpi þeirra verið að misþyrma ljóðagerðinni og ljóðhefðinni. Það sorglega við þessa aðför er, að ótal menntamenn, sem töldu nauð- synlegt að sýna þessari þróun umburðarlyndi, hafa orðið eins- konar ginningarfífl vegna ömur- legrar þróunar þessa umburðar- lyndis. Ljóðin eða öllu heldur óljóðin eru flest andvana fædd og engum tekist að blása í þau lífsanda. Þau deyja með höfundum sínum, því enginn man þau eða lærði. Frá lýðveldisstofnun fækkar sí- fellt þeim ljóðskáldum, sem bera þann titil með sóma. Sem betur fer eru um land allt hagyrðingar, sem skáldgáfan er í blóð borin, og yrkja ágæt og lífvænleg ljóð, svo ekki sé talað um lausavísurn- ar, sem blómstra og njóta sífellt mikilla vinsælda. Hins vegar eru hundruð Ieir- skálda, sem titla sig skáld ýmist í símaskrá, á mannfundum eða í bókum og blaðagreinum. Þessi stóri hópur verður vafalaust gleymskunni að bráð, þótt fyrir- gangurinn sé mikill nú um stundir. Pottþétt formúla Atómskáldin urðu sporgöngumenn þeirr- ar kynslóðai-, sem tók að yrkja súrrealísk ljóð og stundar rugl sitt enn af kappi. Til upprifjunar á þessu endemis ljóðformi, þá sækir það upphaf sitt í kenningar Freuds, sem m.a. byggjast á því að menn eigi að sækja fyrirmyndina í hið ómeðvitaða (t.d. drauma), sem síðan ber að tjá, þótt allt samhengi vanti og óskiljanlegt sé! Þarna er sem sagt komin pott- þétt formúla fyrir alla aulabárða, sem aldrei hafa nennt að kynna sér bragfræði og er auk þess fyrir- munað að koma óbijáluðum setn- ingum á blað. Allskonar fíflskapur skal skipa öndvegi. Allt er leyfilegt í nafni ljóðlistar og menningarklík- an líkleg til að tala um „athyglis- verðar tilraunir". Grafarþögn Það furðulega er að hér ríkir grafarþögn um óværuna — tísku- lúsina — í ljóðagerðinni. Við hvað eru allir okkar hámenntuðu ís- lenskufræðingar svona logandi hræddir eða öll kennarastéttin? Enginn virðist þora að hósta, hvað þá ræskja sig, þegar verið er að valta yfir ljóðhefðina. Afmá hana með öllu! Hvenær á að hefja gagnsókn? Er nokkur ástæða til að sýna endalaust umburðar- lyndi? Snýst það ekki í andhverfu sína, þeg- ar misþyrmingin dyn- ur látlaust á ljóðhefð- inni? Hvers vegna eru menn með hendur í vösum í stað þess að taka sér penna í hönd og stinga á graft- arkýlinu? Heimsókn Til að hressa upp á menningu vora kom hingað nýlega í heimsókn á bókmenntakynningu í Norræna húsinu norska ljóðskáldið Jan Erik Vold. Hann er sagður þekktastur fyrir að hafa .staðið i fylkingar- btjósti ungra ljóðskálda, sem 1966 gerðu uppreisn og heimtuðu end- urnýjun, ekki síst af „modernistum“ þess tíma. Þeir titluðu sig „prófíl- modernista“ og þótti þeim vera far- ið að slá í táknmettað tungutak „gömlu modernistanna". Og hvað skyldi svo hið margrómaða skandinavíska menningarsamstarf bjóða útnáranum norður við heim- skaut til að hressa upp á ljóðlistina? Hið opna ljóð prófílmodernistans hljóðar svo: Hundruð höfunda, sem titla sig skáld, verða gleymskunni að bráð, segir Guðmundur Guð- mundarson, þótt fyrir- gangur þeirra sé mikill nú um stundir. - naurveruleikinn segirðu, naurveruleikinn er miklu naurverulegri en raunveruleikinn, finnst þér það ekki? Jú, ætli það ekki; svara ég, en raunveruleikinn er nú raunverulegri samt. Þú segir: Hvaða gagn er að því í naurveruleikanum, meðan hann er svona í naur og veru? Er þetta ekki bráðfyndið og snjallt? Ljóðagerð sem á brýnt erindi við mörlandann? Glæsileg nýjung, sem við höfum enn ekki uppgötvað, að skrumskæla og rugla stafsetninguna, þannig að orðin verði illskiljanleg eins og óljóðaruglið. í ljóðabók hr. Vold „Gleðifréttir góðrar móður“ „nær ljóðlistin jarð- sambandi, þar sem ort er um margvíslega reynslu skáldsins, þegar hann var barn og dæmi um sígild ljóð er Franskbrauðsræðan“. ... franskbrauð stinnt og nýtt og glóðvolgt beint úr búðinni, sem maður boraði fingri í og dró út volga góða hvíta franskbráuðsklípu ... Þankabrot um hænsna- fóður og ljóðagerð! Guðmundur Guðmundarson á ári, en frá því dregst sennilega allt að þriðjungur vegna ógæfta. Þetta skulu alþingismenn sam- þykkja möglunarlaust fyrir 15^_ apríl nk. samkvæmt frumvarpinu. Þetta er einn stærsti liðurinn í „fyrirgreiðslu" við byggðirnar, og fínnst vart öruggari leið til að leggja þær í rúst. Þeir eru varla mjög hræddir um atkvæðin sín, sem samþykkja þetta. Þegar þetta er skrifað, eru um 1.000 bátar á sjó, en samt skal það verða framtíðarstefna, að nota dýrustu og rekstrarlega óhagkvæmustu ryksuguskipin til veiða framvegis, víða allt upp að 12 mílum, og út af Dýrafirði allt upp að 3 mílum,',-- víðast til að minnast baráttu Hann- esar Hafsteins, sem Bretar sökktu undir þar. Svona ofstjórn stjórn- valda hlýtur að hefna sín. Það er þekkt fyrirbrigði, að stofnað hefir verið til uppreisnar af minna til- efni. Lífsbjörg fiskimanna og byggðarlaga er í húfi. Það er ekki aðeins, að þessir stóru ryk- sugutogarar, með fullkomnasta búnað í heimi, gereyði fiskinum, heldur eyðileggja þeir umhverfi fisksins á hefðbundnum veiðislóð- um. Þannig eru hefðbundnar veiði-i[i slóðir á grunnmiðum, sem áður voru merktar hraun eða „foul ground" á fiskikortum og fískurinn sóttist eftir til hrygningar, nú orðn-^ ar að sléttum velli, og einmitt þessa dagana er verið að bijóta niður síðustu hraunnabbana við Eldey. Stjórnendur þessara stóru og ; öflugu skipa eira engu lífi í sjónum og lifa aðeins fyrir augnablikið. Aldrei áður hafa svo öflug tæki verið notuð til niðurbrotsstarfsins. Það er knýjandi nauðsyn að útiloka þessi tæki frá veiðum og skemmdarverkum í fiskveiði- lögsögunni. Enginn veit hverjar ^ afleiðingarnar verða, ef áfram verður haldið á sömu braut. Stefna stjórnvalda er ljós, þau vilja áframhald óábyrgrar fiskveiði- stefnu. Aðeins Alþingi getur breytt ástandinu. Höfundur er fyrrverandi forsljóri Olís. „Góða móðirin" varð stórsigur fyrir Jan Erik Vold, bæði gagn- vart gagnrýnendum og lesendum. Hún seldist í tuttugu þúsund ein- tökum og skáldið varð ástmögur mikils hluta þjóðarinnar. Skáldið segir í yfirskrift um heimsóknina: „Kvæði eiga að vera gagnleg.“ Framangreind ljóð, sem eru tekin úr umræddri grein virð- ast ótvíræð sönnun þess, eða er 1 ekki svo? Því miður neyðist ég til að viður- kenna, að mér finnst framan- greindur fróðleikur hálfgert hænsnafóður, sem passar þó vel í kramið fyrir ýmis roðhænsni opna ljóðformsins hjá oss. Það er greinilegt að norrænt sainstarf í ljóðagerðinni er ómælanlegur nægtarbrannur fyrir íslenska óljóðagerð og menning- arsnobba. •. Væri hugsanlegt að hefja gagn- sókn og fræða frændur vora dulít- ið um íslenska og skandinavíska ljóðhefð, sem varðveist hefir hér um aldir? Vafalaust er hún aðeins aðhlátursefni hinna hámenntuðu menningarvita þar eins og hér. Góðkunningi ininn á árum áður, Helgi á Hrafnkelsstöðum, skrifaði margar greinar er athygli vöktu og m.a. grein um ljóðagerðina, sem hann nefndi „Hænsnamatur á hundafati“. Hann kunni að koma orðum að hlutunum og dró hvprgi af sér. Ekkert lát ætlar að verða á slíkum kræsingum. Hvað á þetta háskalega óljóða- fyllerí að standa lengi óátalið? Er ekki hin mikla þögn sama og samþykki? Höfundur er áhugasamur (jódhefðarunnandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.