Morgunblaðið - 02.06.1994, Side 36
36 FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
HM UNGLIIMGA í SKÁK
Júró vísj ón j óðsótt
HÚN ER rétt ný-
gengin yfir, sóttin.
Síðan ’86, þegar
Gleðibankinn varð
vænlegust veðlána-
stofnana, hefur vírus-
inn verið árviss. Geng-
ið hefur að visu risið
og hnigið eins og lög
gera ráð fyrir en vonin
um gengishækkun
’hefur ávallt blundað
sterkt og oftast ráðið
ferðinni hjá þjóðinni.
Formúlan er þekkt,
spurningin aðeins
hveijir ættu að blanda
hana og hvernig ætti
að kynna hana fyrir
þjóðum á öðrum (van)þroska- og
menningarstigum. Auðvitað erum
við hin útvalda þjóð, lagvissastir
allra. Það þarf ekki annað en að
bregða sér á Gaukinn eða Ýdali
til að finna það út. Hvernig stend-
ur á því að aðrar þjóðir taka sig
sérstaklega saman til þess að úti-
loka okkur frá titli sem við raun-
-H'erulega eigum?
Sértaklega er þetta sárt þegar
að staðfesting hefur fengist um
allt þetta frá veðbönkum, sem eru
vissulega hlutdrægir hvað varðar
eigin heimamarkað, en staðfesta
þó að við hljótum að vera hinir
eðlilegu sigurvegarar, sé hin heim-
óttarlega sigurvissa þeirra sjálfra,
dregin frá. Það að efast um áreið-
anleik veðbankanna og álit kepp-
endanna sjálfra, eftir að fjölmiðl-
arnir hafa að dæmigerðu þekking-
‘arleysi farið höndum um málið,
jaðrar við föðurlandssvik. Ekki má
minnast á það einu orði, að ef
kynna á alþjóðlega útgáfu lagsins
fyrir evrópskum útgefendum segja
þeir „What a shame“ þegar þeir
frétta um júróvísjón þátttöku þess,
sérstaklega ef þeim finnst eitthvað
varið í lagið. Sem sagt, þegar lag
og flytjandi taka þátt í sjónvarps-
stöðvakeppninni á sér ekki síst stað
takmörkun á markaðslegum
möguleikum beggja, þó það kunni
að líta öðruvísi út á skjánum og í
kynningu fjölmiðla enda eru hags-
munir þeirra að búa til umíjöllun
og selja síðan neytendum.
Sönglagakeppni evrópskra sjón-
’ varpsstöðva er fyrst og fremst
sjónvarpsþáttur og þjónar því
markmiði aðstandenda að draga
sem flesta Evrópubúa að skjám
sínum og fylgjast með sjónvarps-
þættinum sem búinn er tii utan
um (fals?)vonir keppenda um að
glugginn opni þeim leið yfir og í
gegnum landamæri og
að söngelskum hjört-
um handan þeirra. Það
er sjálfsagt að taka
þátt í leiknum á rétt-
um forsendum og því
ber aðstandendum að
útskýra leikreglumar
fyrir bæði keppendum
og áhorfendum. Þann-
ig má altént hafa gam-
an af sjónvarpsþættin-
um og keppninni án
þess að eftirköstin
verði þunglyndi og
þras, þó væntingar
bregðist. Hvernig var
þetta laugardaginn
30. apríl? Eftir nokkra
bömmera, og reynslunni ríkari
stillti þjóðin sér upp fyrir framan
skjáinn. Hvílík vissa, kannske ekki
efsta sætið, gott og vel, en topp
fimm, pottþétt. Hvílík óhollusta,
búið að sameina þjóðina, í keppni
sem skiptir svo engu máli þegar
Líti Sjónvarpið þannig
á, að með þátttöku í
júróvísjón sé veríð að
skjóta stoðum undir
skapandi þátt í gerð ís-
lenskra tónlistar, segir
___________ *
Steinar Berg Isleifs-
son, er það mikill mis-
skilningur.
upp er staðið. Andinn, stoitið,
augabrúnirnar og yfirborð glas-
anna, allt seig þetta samsíða í
stigagjöfinni. Daginn eftir voru
fyrrverandi sigurreif veðbanka-
eftirlætin orðin að tapsárum lúser-
um. Niðurstaðan: Við erum of heið-
arleg fyrir svona svindlkeppnir. Það
hlýtur að vera vel varðveitt leyndar-
málið um það hvernig við hérumbil
unnum í Zagreb héma um árið.
Ég hefi aldrei skilið þetta með
að þátttakan þurfi að vera svo dýr
að hún sligi aðra dagskrárgerð
Sjónvarpsins. Hér má örugglega
beita einföldum hagræðingarað-
gerðum. Það heitir víst að sníða
sér stakk eftir vexti og byrjar með
því að markmið þátttökunnar eru
skilgreind og hvernig ná megi best-
um árangri með sem minnstum
tilkostnaði. Hvernig stendur tii
dæmis á því að í þetta eina lag
þarf að eyða einni og hálfri milljón
þegar heilu plöturnar eru gerðar
fyrir svipaða og minni upphæð.
Hefði t.d. þijúhundruðþúsund-
krónu útgáfa lagsins, sú sem vann
íslensku forkeppnina, gert það eitt-
hvað verr en einsoghálfrarmilljón-
krónu útgáfan sem svo fór til Du-
blin? Það er svo sem alltaf hægt
að vera vitur eftirá, en spyija má
af hveiju Sjónvarpið er að setja
sig og höfundana í hlutverk útgef-
anda, þegar við blasir að til er
fagþekking til þess að gera þessi
hluti mun hagstæðari. Einnig er
spurning hvort það sé æskilegt
markmið að gera þátttökuna að
hópferðalagi starfsmanna Sjón-
varpsins og bakraddasöngvara. Ég
bara spyr?
Ef Sjónvarpið lítur þannig á að
með þátttöku í júróvísjón, sé verið
að skjóta stoðum undir skapandi
þátt í gerð íslenskrar tónlistar er
það mikill misskilningur. Þá erum
við komin að aðal málinu, sem er
stuðningur Sjónvarpsins við ís-
lenska tónlist. Það er svo margt
hægt að gera en samt er svo lítið
gert. Umfjöllun þar um er efni í
aðra grein og verður því ekki farið
út í það nánar hér. Hinsvegar er
það fáránlegt ef því er stillt þann-
ig upp að júróvísjón sogi til sín
mest allt það fjármagn sem nota
skal til dagskrárgerðar fyrir inn-
lenda tónlist. Hvort heldur hún á
að efla ræktarsemi við þjóðlega
arfleifð og skemmtan eða stuðla
að möguleikum til þess að koma
slíkum afurðum okkar á framfæri
alþjóðlega. Staðreyndin er nefni-
lega sú að flest af því sem á sér
stað á innlendum vettvangi tónlist-
arinnar, er athyglisverðara og á
meiri möguleika til þess að efla
þjóðarstoltið en sá sjónvarpsþáttur
sem þjóðin er dregin á asnaeyrun-
um út af og verður að líta á sem
árvissa jóðsótt, sambærilega við
þá sem fjallið tók í dæmisögum
Esóps. Er ekki mál að linni og við
finnum okkur verðugri áhyggjur
en hvernig við eigum að standa
undir því að vinna júróvísjón, með
öllum þeim skuldbindingum sem
því fylgir. Sjónvarpið hlýtur að
geta stillt fókusinn betur hvað
varðar íslenska tónlist. Það hlýtur
að vera hægt að ætlast til að stofn-
unin geti bæði tuggið og gengið
án þess að missa taktinn.
Höfundur er með
Verslunarskólapróf, reynslu í
alþjóðaviðskiptum með tónlist og
afgreiddi fyrr á árum plötur á
háhæluðum skóm íFaco.
Steinar Berg
ísleifsson
Keppendur valdir
á HM unglinga
SKAK
Úrtökumót, firma-
keppni og öölingamót
NÍU börn og unglingar hafa verið
valin til að taka þátt í hinum ýmsu
aldursflokkum á heimsmeistaramóti
unglinga 18 ára og yngri í skák sem
fram fer í UngVeijalandi í júlí. Skák-
samband ísiands stefnir að því að
senda fulltrúa héðan í fimm drengja-
flokka og fjóra stúlknaflokka, en það
er háð sérstakri fjáröflun hvort því
markmiði verður náð.
Magnús Örn Úlfarsson hefur verið
valinn til að tefla í flokki 18 ára og
yngri, Matthías Kjeld í flokki 16 ára
og yngri, Bragi Þorfínnsson í flokki
14 ára og yngri, Davíð Kjartansson
í flokki 12 ára og yngri og Guðjón
Valgarðsson í flokki 10 ára og yngri.
Stúlkurnar eru Anna Björg Þorgríms-
dóttir í flokki 16 ára og yngri, Berta
Ellertsdóttir í flokki 14 ára og yngri,
Álfheiður Eva Óladóttir í flokki 12
ára og yngri og Ingibjörg Edda Birg-
isdóttir í flokki 10 ára og yngri.
í fjórum flokkum drengja voru
keppendur valdir eftir skákstigum,
en í yngsta drengjaflokknum og öll-
um stúlknafiokkum_ voru haldin úr-
tökumót í lok maí. Úrslit þeirra urðu
sem hér segir:
Drengir fæddir 1984 og síðar
1. Guðjón H. Valgarðsson 7 v. af 7
2. Hlynur Hafliðason 6 v.
3. Sigurður H. Höskuldsson 4'/2 v.
4. -6. Jón F. Daðason, Gunnar Ó. Svein-
bjömsson og Þorvaldur K. Sigurðsson 4 v.
7.-9. Birkir Hreinsson, Gunnar Öm Jó-
hannsson og Atli Rúnar Kristjánsson 3Vi v.
10.-11. ívar Hlynur Ingason og Ingólfur
S. Ingólfsson 3 v. o.s.frv.
Stúlkur fæddar 1978- 79
Anna Björg Þorgrímsdóttir sigraði eftir
aukakeppni við Hrund Jörundsdóttur. Eva
Hlín Hermannsdóttir varð í þriðja sæti.
Stúlkur fæddar 1980 og ’81
1. Berta Ellertsdóttir 6 v. af 6
2. Svava B. Sigbertsdóttir 4'h v.
3. Harpa Ingólfsdóttir 4 v.
4. Margrét Hanna Bragadóttir 3 v.
Stúlkur fæddar 1982-83
1. Álfheiður Eva Óladóttir 7 v. af 7
2. Aldís Rún Lárasdóttir 6 v.
3. Þorbjörg Elsa Ingólfsdóttir 5 v.
4. Guðlaug B. Eiríksdóttir 3'/2 v. o.s.frv.
Stúlkur fæddar 1984 og síðar
1. Ingibjörg Edda Birgisdóttir 6 v. af 6
2. Unnur Malin Sigurðardóttir 3 v.
3. Sigurlaug Sigurðardóttir 2 v.
4. Bergrún Iris Sævarsdóttir 1 v.
Það þarf ekki að orðlengja að þetta
unga fólk hefur lagt mikla rækt við
taflmennskuna og vonandi fá hinir
útvöldu verðskuldað tækifæri til að
spreyta sig gegn þeim bestu í sínum
aldursfiokki.
Firmakeppni TR í hraðskák
Þátttaka var afar góð í fírma-
keppni Taflfélags Reykjavíkur í hrað-
skák sem fram fór í vor. Fyrirkomu-
lagið var með hefðbundnu sniði, dreg-
ið var um það hvaða skákmaður tefldi
fyrir hvert fyrirtæki. Einnig gátu fyr-
irtækin sjálf sent menn til keppni og
nýttu mörg þeirra sér það. Fyrst var
háð keppni í átta undanrásaiðlum og
komust þrír áfram úr hveijum þeirra.
Röð þeirra efstu í úrslitakeppninni
varð síðan þessi:
1. Reykjavikurhöfn
Hannes H. Stefánsson 13 v. af 14
2. Oriflame snyrtivörur
Magnús Örn Ólfarsson 9'/>v.
3. Fatabúðin hf.
Ólafur B. Þórsson 9‘/!V.
4. Samey hf.
Sigurður Daði Sigfússon 9'Av.
5. Orka hf.
Tómas Björnsson 9 v.
6. Hársnyrtistofa Art
Bragi Þorfinnsson 9 v.
7. Bílapartasala Garðabæjar
Jón Viktor Gunnarsson 8‘/2V.
8. Ársel, félagsmiðstöð
Björn Þorfinnsson 8'Av.
9. Betri bílasalan
Eiríkur K. Bjömsson 8 v.
10. Verkfræðistofan Rafteikning
Stefán Þ. Siguijónsson 8 v.
11. Starfsmannafélag Vatnsveitu
Reykjavíkur
James Burden 8 v.
12. Max hf.
Ríkharður Sveinsson 8 v.
13. Réttur'hf.
Benedikt Jónasson 7'Av.
14. Ellapartar, bílapartasala
Einar K. Einarsson 7 v.
15. Sjóvá-AImennar tryggingar hf.
Bergsteinn Einarsson 6'/2 v. o.s.frv.
Skákstjórar í fírmakeppninni voru
þau Ríkharður Sveinsson, Gyða B.
Hilmarsdóttir og Þorfinnur Björnsson.
Öðlingamót TR
Öðlingamótið er með best heppn-
uðustu nýjungum í starfsemi Tafl-
félags Reykjavíkur. Það er ætlað
skákmönnum 40 ára og eldri. Skák-
stjórinn góðkunni, Ólafur Ásgríms-
son, er frumkvöðull að þessum mótum
og Nesti hf. hefur gefíð glæsileg verð-
laun, auk þess sem teflt er um Nest-
is-bikarinn. Úrslitin í ár urðu óvænt,
sigurvegari varð Halldór Garðarsson
úr Taflfélagi heymardaufra. Á hæla
hans fylgdu tveir fyrrverandi Islands-
meistarar og margir fyrrum landsliðs-
menn. í efstu sætunum urðu:
1. Halldór Garðarsson ö'/2 v. af 7
2. Björn Þorsteinsson 5 v.
3. -5. Gunnar Gunnarsson, Kári Sól-
mundarson og Sveinn Kristinsson 4*/2 v.
6.-8. Júlíus L. Friðjónsson, Jóhann Örn
Siguijónsson og Bjarni Magnússon 4 v.
9.-12. Sverrir Norðfjörð, Bjarni Bjarna- "
son og Grímur Grímsson 3'/2 v. o.s.frv.
Giæsilegur árangur Halldórs er
mikil hvatning fyrir félaga hans í
Taflfélagi heyrnardaufra, en þeir
hyggjast senda lið á Ólympíumót
heyrnardaufra í sumar.
Einnig var haldið hraðskákmót
öðlinga. Þar sigraði Jóhann Örn Sig-
uijónsson með 15 v. af 16 möguleg-
um, næstur varð Gunnar Gunnarsson
með 11 Vi v. og þriðji Kári Sólmund-
arson með 9 v.
Margeir Pétursson
TIL LUXEMBORGAR MEÐ FLUGLEIÐUM « TIL LUXEMBORGAR MEÐ FLUGLEIÐUM « TIL LUXEMBQRGAR MEÖ FLUGLEIÐUM
til
Verðfrá 27.255 kr*
á manninn í viku m.v. 4
(2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára) í bíl í A-flokki.
35.940 kr.* á manninn í viku m.v. 2 í bíj í A-flokki.
Flug og gistin
Verð frá 36.250 kr.*
á manninn f cvíbýli í 4 daga og 3 næturá Home Plazza.
Náðu þér í ferðabæklinga Flugleiða,
Ut í heim og Út í sól.
* Hugvallarskattar innifaldir. 14 daga bókunaríyrirvari.
** Flugvallarskattar ekki innifaldir. 21 dags bókunarfyrirvari,
Hafðu samband við söluskrifstoíur
okkar, umboðsmenn um allt land,
ferðaskrifstofúrnar eða í síma 690300
(svarað mánud. - föstud. frá kl. 8 -19
ög á laugard. frá kl. 8 -16.)
FLUGLEIDIR
Traustur íslenskur ferðafélagi
TIL LUXEMBORGAR MEÐ FLUGLEIÐUM * TIÍ/LI JXEMBORGAR MBE> FLUGLEIÐ1