Morgunblaðið - 02.06.1994, Síða 38
38 FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1994
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
INGIBERGUR SÆMUNDSSON
+ Ingibergnr Sæmundsson
fæddist 20. júní 1920 á Ei-
ríksbakka í Biskupstungum.
Hann lést 27. maí 1994 á hjúkr-
unarheimilinu Sunnuhlíð í
Kópavogi. Hann var yngstur
átta barna hjónanna Arnleifar
Lýðsdóttur og Sæmundar Jóns-
sonar bónda á Eiríksbakka.
Börnin voru þessi talin eftir
aldri: Lýður, húsasmiður og
bóndi á Gýgjarhóli, Kristrún,
húsfreyja á Brautarhóli, Jón,
w múrari í Reykjavík,' Kristinn,
húsasmiður í Kópavogi, Sigríð-
ur, lést tvítug, Guðbjörg, lést á
sjötta ári, Sveinn, blikksmiður
í Kópavogi, og Ingibergur, lög-
regluþjónn og garðyrkjubóndi.
A lífi eru nú aðeins Kristrún,
sem er á Ljósheimum á Sel-
fossi, og Sveinn, búsettur í
Kópavogi. Kona Ingibergs var
Sigríður Jakobína Halldórs-
dóttir. Hún lést 1977. Þau eign-
uðust þrjú börn. Útför Ingi-
bergs fer fram frá Kópavogs-
kirkju í dag.
ARNLEIF, móðir Ingibergs, var
dóttir Lýðs Þórðarsonar bónda á
’JKiríksbakka og sambýliskonu hans
Kristínar Markúsdóttur. Lýður var
af bændaættum í Tungum og
Hreppum, en Kristín af prestum
langt aftur í aldir. Séra Kolbeinn
Þorsteinsson á Gilsbakka var afi
hennar í móðurætt en Finnur Jóns-
son biskup langalangafi í föðurætt.
Sæmundur var eins og Lýður
tengdafaðir hans af bændum kom-
inn langt í ættir fram, t.d. bjuggu
í Helludal 1850 tveir langafar okk-
ar, Sæmundur Tómasson og Þórður
^Asronsson.
Arnleif og Sæmundur hófu bú-
skap í Hrauntúni 1903, en fluttu
að Torfastaðakoti 1905 og loks að
Eiríksbakka 1911 og voru þar uns
þau brugðu búi vorið 1921. Fjöl-
skyldan, 11 manns, skiptist á fimm
bæi við flutninginn frá Eiríks-
bakka, foreldrar okkar og Ingi-
bergur voru næstu tvö ár í Skál-
holti, Kristín amma og Kristinn
fóru að Helgastöðum, Lýður afí að
Spóastöðum, tvö elstu systkini mín
og ég fórum að Stóra-Fljóti til ro-
skinna hjóna sem áður höfðu tekið
Jón bróður í fóstur.
Á uppvaxtarárum okkar var lífs-
mynstrið einfaldara en nú. Þá voru
æviþrepin þrjú, bernska frá fæð-
ingu til fermingar, fullorðinsár frá
fermingu til sextugs og síðan ellin.
Ingibergur lauk sinni bernsku
Iíkt og aðrir á fjórða áratugnum,
síðan tóku ýmis störf við, m.a.
gróðurhúsastörf sem vafalaust
hafa komið að notum á síðasta
hluta starfsævinnar. Rúmlega tví-
tugur lauk hann búnaðarnámi, en
gekk svo í Lögregluna í Reykjavík
ERFIDRYKKJUR
perlan sími 620200
Erfidiykkjur
Glæsileg kítiíi-
hlaðborð Megir
saiir og mjög
gcK) þjóniLsta.
Lpplýsingar
í sínia 2 2322
FLUGLEIÐIR
HÍTEL L8FTLEIIII
og seinna í Kópavogi,
og var þar samtals
hátt á fjórða áratug. í
öllum sínum störfum
ávann hann sér traust
og virðingu vinnufé-
laga og annarra sam-
borgara.
En maðurinn einn
er ei nema hálfur, þar
kemur lífsförunautur-
inn til sögu. Ingiberg-
ur kvæntist Sigríði
Jakobínu Halldórs-
dóttur skömmu eftir
að hann gerðist lög-
regluþjónn. Sigríður
var fædd á Raúðafelli undir Eyja-
fjöllum, en fluttist á barnsaldri með
foreldrum sínum til Vestmanna-
eyja. Sigríður og Ingibergur eign-
uðust þrjú börn, elst er Elín Dóra,
maki Haraldur L. Haraldsson, þau
eiga tvo syni; þá Örn Sævar, maki
Guðlaug Óskarsdóttir, þau eiga
þrjá syni; og Jón Kristinn, maki
Guðrún Snorradóttir, þau eiga þrjú
börn. Eftir að Ingibergur hætti lög-
gæslustörfum flutti hann austur í
Biskupstungur og gerðist garð-
yrkjubóndi. Í eðli sínu var hann
náttúrubarn, sem unni gróðri og
dýrum. Hann naut sín vel í hópi
hestamanna. Hann var ekki aðeins
góður hagyrðingur heldur einnig
gott skáld.
Enginn má sköpum renna segja
forn vísindi. Ingibergur varð fyrir
alvarlegu slysi fyrir sjö árum og
bar aldrei sitt barr eftir það.
Því er þreyttum hvíldin góð. Eg
kveð þig bróðir með ósk um farar-
heill til framtíðarlandsins.
Sveinn A. Sæmundsson.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim sér góðan getur.
í dag kveðjum við Ingiberg Sæ-
mundsson, föðurbróður okkar.
Bergur frændi var um margt stór-
brotinn maður, dulur og traustur.
Hann var vel hagmæltur og spaug-
samur á góðum stundum.
Bergur og íjölskylda hans og
fjölskylda okkar voru meðal frum-
byggja Kópavogs. Á fyrstu árunum
var lífsbaráttan hörð og reyndi
mikið á samstöðu íbúanna. Sam-
heldnin milli fjölskyldnanna var góð
og við börnin tengdum þá þau vin-
áttubönd sem halda enn í dag. Það
var oft glatt á hjalla í Melgerðinu
hjá Bergi og Siggu. Okkur systrun-
um í Vallargerðinu fannst líka mik-
ið til Bergs koma þegar hann birí,-
ist í eldhúsinu heima í einkennis-
búningnum, ýmist að fara á vakt
eða að koma heim. Hann var mikil-
menni í okkar augum. Sú minning
lifir í huga okkar beggja. Börn
mynda sér oft mjög raunsanna
mynd af fólki og skynja ef til vill
betur en margir fullorðnir hvaða
mann fólk hefur að geyma. Við
fundum svo vel hve stórbrotinn
maður Bergur var og þannig geym-
ist myndin af honum frænda í huga
okkar.
Á kveðjustund koma margar
minningar fram í hugann. Við vilj-
um þakka Bergi fyrir samveruna,
hlýjuna og styrkinn sem hann gaf
okkur í bernsku. Einnig vináttu og
góðar stundir sem við áttum saman
eftir að við urðum fullorðnar. Pjöl-
skyldur okkar færa honum einnig
þakklæti fyrir vináttuna. Við vott-
um börnum hans og fjölskyldum
þeirra okkar dýpstu samúð. Blessuð
sé minning um góðan dreng og
mikilhæfan mann.
Alda og Ólína Sveinsdætur.
Stuttu eftir að ég sem þessar
línur rita var skipaður bæjarfógeti
í Kópavogi á árinu 1955 flutti ég
heimili mitt frá Reykjavík í Kópa-
vog. í því bæjarhverfi sem við flutt-
um í bjuggum við í tæpan aldar-
fjórðung eða mest allan þann tíma
sem ég gegndi starfi
bæjarfógeta. Eins og
gengur meðal barna-
fólks takast kynni
milli nágranna fyrir
milligöngu barnanna
fyrr en hjá þeim sem
eldri eru, enda kynnt-
umst við fljótt góðum
grönnum í götunni
okkar í Kópavogi.
Meðal þeirra voru þau
hjónin Sigríður J.
Halldórsdóttir og Ingi-
bergur Sæmundsson,
sem þá gegndi lög-
reglumannsstarfi í
Reykjavík.
Tvennt var sérstaklega áberandi
í fari þessarar fjölskyldy, annars
vegar snyrtimennska húsfreyjunn-
ar í heimilisrekstri og hins vegar
vinnusemi húsbóndans. Það varð
okkur fljótt ljóst, að Ingibergur
sinnti fleiri verkefnum en lögreglu-
mannsstarfinu í Reykjavík einu
saman. Margir lögreglumenn, sem
voru flestir kraftakarlar á besta
aldri, fengust við ýmis störf, aðal-
lega við húsbyggingar og skylda
starfsemi, á því æviskeiði sem þeir
voru að koma undir sig fótunum
ljárhagslega eftir stofnun heimilis.
Við fylgdumst nokkuð með störfum
Ingibergs og undruðumst hve miklu
hann kom í verk, þótt það kæmi
ekki fyllilega í ljós fyrr en hann tók
að sér slíkt verk fyrir okkur, er við
stækkuðum hús okkar. Líklega
hefur Ingibergur brénnt kertið í
báða enda, ekki með óreglu eða
óráðsíu, heldur með því að ætla sér
ekki af í vinnu.
Þegar loks var ákveðið að hið
unga bæjarfélag, Kópavogur,
skyldi hafa sérstaka lögreglu í stað
þess að liggja upp á Reykjavík að
þessu leyti eins og verið hafði, voru
í ársbytjun 1958 ráðnir tveir lög-
reglumenn í Kópavog. Sá fyrri
þeirra var Ingibergur og sinnti
hann því starfi í 21 ár, þar af í 13
ár sem yfirlögregluþjónn. Sem yfir-
iögregluþjónn var hann nánasti
samstarfsmaður minn að löggæslu-
málum og umferðarmálum. Eru lín-
ur þessar settar á pappír til þess
að þakka það samstarf, skyldu-
rækni hans og ljúfmennsku í skipt-
um hans við okkur sem með honum
störfuðu og ekki síður við borgara
bæjarins sem við hann átti erindi,
ýmist af fúsum vilja til fyrir-
greiðslu eða ekki af eins fúsum
vilja, svo sem alltaf hlýtur að henda
þegar um löggæslu er að ræða.
Ég tel víst að Kópavogsbúar sem
við hann áttu erindi minnist nú
prúðmennsku hans og ljúf-
mennsku.
En linur þessar eru ekki síður á
blað festar til þess að minnast
þeirra hjóna beggja, Sigríðar og
Ingibergs, sem góðra nágranna í
tvo áratugi, og þægilegra skipta
fjölskyldna okkar yfir götuna.
Þau hjónin höfðu hlakkað til
þess að setjast að á garðyrkjubýli
þeirra í Biskupstungum við starfs-
lok Ingibergs, en Sigríður féll frá
í október 1977, tæpum tveimur
árum áður en Ingibergur lét af
störfum. Ingibergur hélt þó sínu
striki og gerðist garðyrkjubóndi í
Biskupstungum í nábýli við sum
barna sinna, en auðvitað á allt öðr-
um grundvelli en orðið hefði ef
Sigríður hefði starfað með honum
eins og ætlað var.
Börnum Ingibergs, Elínu, Erni
og Jóni og fjölskyldum þeirra, vott-
um við hjónin innilega samúð okk-
ar.
Sigurgeir Jónsson.
Árið eftir að Ingibergur fæddist
urðu foreldrar hans að bregða búi,
enda mun faðir hans þá hafa verið
farinn að kenna veikleika og lést
hann fimm árum síðar úr berklum.
Fjölskyldan tvístraðist því þegar
Ingibergur var á unga aldri en hann
ólst þó upp með móður sinni og var
með henni á mörgum bæjum í Bisk-
uþstungúrh þar sém hún varð áð
vinna fyrir sér. Ingibergur fór fljótt
sem unglingur að vinna fyrir sér
sjálfur og var vinnumaður víða í
uppsveitum Árnessýslu. Oft vitnaði
hann til þess þegar hann vann við
garðyrkjustörf á Syðri-Reykjum, þá
18 ára.
Hugur Ingibergs stefndi ætíð til
ræktunar og gróðrarstarfa. Hann
fór í Bændaskólann á Hvanneyri
árið 1940, tvítugur að aldri, og lauk
búfræðiprófi frá þeim skóla 1942.
Sumarið eftir vann hann á vinnuvél-
um við ræktunarstörf á Rangárvöll-
um. En þar kynntist hann lífsföru-
nauti sínum, Sigríði J. Halldórsdótt-
ur. Þá voru erfiðir tímar og óvissa
ríkti um atvinnuöryggi og afkomu
fólks, ekki síst þeirra er hugðu á
sveitabúskap. Það atvikaðist því
þannig að Ingibergur Sæmundsson
vék frá sínum æskudraumum um
að gerast bóndi og þegar auglýst
var eftir lögreglumönnum til starfa
hjá lögreglunni í Reykjavík,
snemma árs 1943, sótti Ingibergur
um starf og var ráðinn. Þar með
var ævistarf hans að mestu ráðið
því í lögreglunni í Reykjavík var
hann þar til 31. desember 1957 og
tók svo við starfi lögreglumanns í
Kópavogi 1. janúar 1958.
Hann var skipaður yfirlögreglu-
þjónn í Kópavogi 1. maí 1966 og
gegndi því starfi til 25. apríl 1979.
Þá var Ingibergur búinn að vinna
sér réttindi til að hætta störfum og
fara á eftirlaun, enda hafði hann
þá í allmörg ár búið í haginn fyrir
sig til að láta gamlan draum ræt-
ast og gerast garðyrkjubóndi. Hann
seldi húsið sitt í Kópavogi og flutti
austur í Biskupstungur og reisti
garðyrkjubýlið Dalbrún. Þar bjó
hann til ársins 1991, er hann varð
að yfirgefa sína kæru heimahaga
og fara á sjúkrastofnanir, vegna
afleiðinga slyss er hann varð fyrir
árið 1987 og náði sér aldrei eftir
það. Hann dvaldi síðustu árin á
hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í
Kópavogi, oft mikið veikur.
Ingibergur og Sigríður áttu
myndarlegt heimili og búnaðist vel,
enda bæði iðjusöm og samheldin.
Þau voru bæði alin upp við vinnu-
semi og þekktu ekkert annað alla
tíð. Hann, eins og fyrr segir, uppal-
inn í Biskupstungunum, en hún var
alin upp í Vestmannaeyjum.
Ingibergur Sæmundsson sat ekki
auðum höndum um dagana á meðan
heilsan leyfði. Hann vann að meiru
og minna leyti aukastörf með sínu
aðalstarfi sem lögreglumaður alla
tíð. Hann byggði húsið að Melgerði
9 í Kópavogi árið 1949 í hjáverkum
með lögreglumannsstarfinu og
þurfti þar lítið að sækja til ann-
arra, enda ekki af miklum efnum
að taka, því eins og Sigríður J.
Halldórsdóttir, kona hans, sagði,
það var engu eytt nema í húsið,
ekki einu sinni keyptur klútur né
neitt annað, sem hægt var að kom-
ast hjá að kaupa.
En þó að húsið að Melgerði 9
væri komið upp var ekki látið þar
við sitja í byggingariðninni því
mörg hús í Kópavogi og víðar
múraði Ingibergur í frístundum sín-
um. Hann var afskaplega iðinn
maður og féll sjaldan verk úr hendi
og þegar hann var kominn í vinnu-
gallann með múrskeiðina var nú
ekki slegið af.
Árið 1962 hóf Ingibergur bygg-
ingu hússins að Hrauntungu 27 í
Kópavogi og byggði það að mestu
leyti sjálfur og í frístundum sínum
og seldi Melgerði 9.
Ingibergur var dagfarsprúður
maður og skemmtilegur að ræða
við, en var þó að eðlisfari hlédræg-
ur og lítið fyrir að láta bera á sér
og fátalaður um hagi sína. Hann
gat verið glettinn og spaugsamur,
þó alvörumaður væri. Hanh var
mjög vel hagmæltur, en fiíkaði því
ekki að jafnaði. Mörg ljóð og Iausa-
vísur gerði hann, oft í gamansömum
tón og hitti vel í mark, þegar hann
vildi það við hafa. En samkvæmt
lífsskoðunum hans um sína eigin
hagi og viðhorf mun hann ekki
hafa látið eftir sig liggja nema mjög
lítið af ljóðum og lausavísum og er
það miður.
Ingiþergur Sæmundsson var far-
saéll maður, bæði í sínu einkalífi
og sem lögreglumaður. Hann var
velviljaður húsbóndi og vildi sínum
mönnum vel, svo var og um þá er
hann hafði hinum megin við borðið
sem lögreglumaður, hann vildi eng-
an særa né meiða.
Hann var félagsmálamaður, var
lengi starfandi í Lionshreyfingunni,
og starfaði hjá BSRB fyrir stétt-
arfélag sitt, var í stjórn Starfs-
mannafélags Kópavogs, þegar lög-
reglumenn voru starfsmenn Kópa-
vogsbæjar, svo og gegndi hann
mörgum öðrum trúnaðarstörfum
fyrir stéttarfélög sín og bæjarfélag.
Þar á meðal var hann í umferðar-
nefnd þegar breytt var yfir í hægri
umferð á íslandi og fór til Málmeyj-
ar í Svíþjóð til að kynna sér umferð-
armál þar til að undirbúa þær miklu
breytingar sem gera þurfti við þær
ráðstafanir.
Margar ánægjulegar stundir áttu
lögreglumenn í Kópavogi með Ingi-
bergi og oft var glatt á hjalla þegar
skipst var á skoðunum í kaffistofu
lögreglunnar eða við önnur tæki-
færi þegar starfið kallaði ekki og
tækifæri gafst til. Hans verður lengi
minnst sem fyrsta lögreglumanns í
Kópavogi og síðar yfirlögreglu-
þjóns, bæði af lögreglumönnum og
öðrum bæjarbúum.
Aðstandendum Ingibergs vottum
við samúð okkar og vitum að minn-
ingin um góðan dreng mun lifa.
F’yrir hönd samstarfsmanna hjá
lögreglunni og sýslumannsembætt-
isins í Kópavogi,
Ásmundur S. Guðmundsson.
Föstudaginn 27. maí sl. var einn
af fegurstu dögum vorsins, sólin
skein bjart í Suðurhlíðum Kópavogs
og var sem sumarið væri komið,
en að kvöldi þess fagra dags end-
aði ævi tengdaföður míns, Ingi-
bergs Sæmundssonar.
Eg man vel eftir fyrsta skipti
þegar ég kom í Hrauntunguna,
feimin stúlka með unnusta mínum
til að hitta tilvonandi tengdafor-
eldra. Ég fann glöggt, eins og raun-
in varð, að í þeim báðum eignaðist
ég góða vini. Árin liðu, fjölskylda
okkar Arnar stækkaði og við flutt-
um til útlanda. Skyndilega breytt-
ust aðstæður og við þurftum að
flytja heim til íslands. Kom þá til
rausnarskapur tengdaforeldra
minna en þau opnuðu heimili sitt
fyrir litlu fjölskyldunni okkar. Þenn-
an góða tíma geymi ég í minning-
unni og vona að mér hafi tekist að
endurgjalda hlýleikann og hjálp-
semina.
Þau hjón Ingibergur og Sigríður
áttu góða ævi saman, eignuðust
þijú elskuleg börn. Þau höfðu yndi
af ferðalögum og útivist og nutu
þess að skoða landið sitt saman.
Því var það Ingibergi tengdaföður
mínum mikið áfall þegar hann
missti Sigríði konu sina aðeins 56
ára gamla, eftir stutta en erfiða
sjúkdómslegu. Og sennilega jafnaði
hann sig aldrei á þeim missi. Ingi-
bergur var dulur maður og bar til-
finningar sínar ekki á torg, en hann
hafði sannarlega stórt hjarta. Hann
hlaut í vöggugjöf frá móður sinni
að eiga auðvelt með að setja saman
vísur, og varpaði þeim gjarnan fram
í góðra vina hópi, en af því lítillæti
sem einkenndi hann, vildi hann þó
lítið láta á þessum hæfileikum bera.
Miklar breytingar urðu í lífi Ingi-
bergs við lát konu hans, en skömmu
fyrir andlát hennar höfðu þau hjón
fest kaup á landi í Biskupstungum,
sem þau ætluðu að rækta upp og
eyða þar ævikvöldinu. En hann
hélt ótrauður áfram því starfi sem
þau hjón höfðu þegar hafið. Hann
fluttist búferlum austur í sælureit-
inn sinn, reisti sér hús og gróður-
stöð og undi glaður við sitt, enda
vinnusamur og vandvirkur með af-
brigðum. Allt virtist vaxa í höndum
hans.
Árið 1985 varð Ingibergur fyrir
því óhappi að slasast og varð aldrei
samur maður eftir það. Síðustu
æviár sín dvaldi hann á Sunnuhlíð,
hjúkrunarheimili aldraðra í Kópa-
vogij og naut þar góðrar umönnun-
ar. Ég kveð tengdaföður minn með
virðingu og þakka honum sam-
fylgdina.
Guðlaug.