Morgunblaðið - 02.06.1994, Síða 43

Morgunblaðið - 02.06.1994, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1994 43 MIIMNINGAR i i i i ( ÞORBJÖRG ANDRÉSDÓTTIR -I- Þorbjörg Andrésdóttir * hjúkrunarfræðingur var fædd 8. janúar 1922. Hún lést 23. maí 1994. Útför hennar fór fram 31. mai. Eitt er það sem aldrei strandar, út við dauðans köldu grynning. Það er logi liðins tíma, leiftur hugans, fögur minning. í uppsveitum Borgarfjarðar rík- ir kyrrlát og voldug fegurð jökul- ijalla og mild hlýja gróðursælla dala við straumþung fljótin. Það eru guðsgæði að fá að slítá barns- skónum í þessum ævintýraheimi þar sem enginn dagur er eins og náttúruöflin leika sér að lífi fólks, gróðurs og búfénaðar. Fyrir meira en hálfri öld yfirg- áfu nokkrar yngismeyjar úr Hvít- ársíðu, Hálsasveit og Reykholtsdal töfraheima æskunnar og átthag- anna, leituðu á vit ævintýranna og héldu til höfuðborgarinnar. Þær vildu kynnast því sem var handan sjóndeildarhringsins. Slík þrá og tilhlökkun lífsins ævintýra hefur verið sterkur straumur í lífi æsku- fólks í byggðum Borgarfjarðar allt frá dögum Egils og Snorra. í höfuðborginni biðu borgfirsku æskumeyjanna athafnir og líf í nýju umhverfi. Þær fluttu til borg- arinnar en fóru aldrei að heiman því þær slitu aldrei böndin sem bundu þær við æskustöðvarnar. Þess vegna kom það eins og af sjálfu sér að þær fóru að venja komur sínar hver til annarrar. Þá kynntust þær vel og bundust vin- áttuböndum sem aldrei hafa rofn- að í hálfa öld. Þessi litli hópur er nú orðinn að rosknum konum. Tíminn hefur liðið án þess að kyn- slóðaskiptanna hafi orðið vart. Vináttutengslin hafa orðið að eðli- legu og ómissandi rennsli tilver- unnar, eins og rennsli lindanna um dalina. Samverustundunum óteljandi var gefið nafnið saumaklúbbur og stundum var líka saumað og prjón- að þó aðaltilgangurinn hafi að sjálfsögðu verið sá að njóta sam- verustundanna og rækta vinátt- una. Þessir ljúfu samfundir eru orðnir óteljandi í hálfa öld. Nú situr þessi litli hópur dala- dætra hljóður og hnípinn í sorg og trega við fráfall þeirrar fyrstu sem kölluð er burt úr hópnum. Þær fylgja nú síðasta spölinn til grafar sinni kæru vinkonu, Þorbjörgu Andrésdóttur hjúkrunarfræðingi frá Síðumúla a Hvítársíðu, sem lést eftir stutta en sára baráttu við hinn mannskæða sjúkdóm, krabbameinið. Hún sem hafði eytt ævinni .í að hjúkra öðrum og lina þjáningar barðist sjálf æðrulaus og hetjulega við þennan erfiða sjúkdóm. Hennar er sárt saknað af stúlknahópnum sem ræktað hefur í hálfa öld vináttu og óijúfanlega tryggð á góðum samverustundum. Saumaklúbbsvinkonurnar biðja góðan guð að blessa minningu Boggu sinnar og fjölskyldu h'ennar og vini sem nú standa eftir á ströndinni með dýrmætar minn- ingar um góða mannkostakonu. Saumaklúbbssystur. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ALFREÐS D. JÓNSSONAR. Elm Guðjónsdóttir, Hörður Alfreðsson, Jóna Margrét Kristjánsdóttir, Herdfs Alfreðsdóttir, Jóhann G. Ásgrímsson, Hilmar A. Alfreðsson og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu, dóttur minnar, systur og mág- konu, ÁSTU I. AÐALSTEINSDÓTTUR, Svarfaðarbraut 5, Dalvik. Haukur Haraldsson, Aðalsteinn Hauksson, íris Dögg Hauksdóttir, Kristinn Hauksson, Elsba Hauksson, Auður Hauksdóttir, Bjarni Runólfsson, Sigurlaug Hauksdóttir, Finnlaugur Helgason, og barnabörn, Aðalsteinn Óskarsson, Snjólaug Aðalsteinsdóttir, Þorsteinn Pétursson, Karlotta B. Aðalsteinsdóttir, Lárus Ragnarsson. RADALGl YSINGAR I I I I ( I I I I ( ( ( < Málaskólar ASSE á íslandi hefur komist að afar hag- stæðum samningum við vandaða málaskóla um unglinganámskeið, þar sem tungumála- kennsla fer fram á morgnana, en frítími er skipulagður til útivistar, íþróttaiðkana og styttri ferða. Enskunám í Torbay í Englandi og á Möltu. Þýskunám í Berlín og Vínarborg. Frönskunám á Rivierunni í Frakklandi. Spænskunám í Salamanca á Spáni. Gerðu samanburð á verði og kjörum við aðra kosti. Með sérstökum samningi við Búnaðarbank- ann getur ASSE haft milligöngu um allt að 12 mánaða lán til námsdvalar. Leitið nánari uppiýsinga á skrifstofu ASSE, Lækjargötu 3 (Skólastrætismegin). Opið kl. 13-17. Sími 91-621455. INTERNATIONAL STUDENT EXCHANGE PROGRAMS L_ IÐNSKÓLINN í HAFNARFIRÐI REYKJAVÍKURVEGI 74 OG FLATAHRAUNl SÍMAR 51490 OG 53190 Innritun á haustönn 1994 Innritað er á skrifstofu skólans alla daga frá kl. 9.00 til 18.00. Síðasti innritunardagur er 3. júní. Við innritun skal fylgja prófvottorð frá þeim skólum, er umsækjandi hefur áður stundað nám við. Námsráðgjöf verður veitt á meðan innritað er. Námsbrautir skólans eru: - Nám fyrir samningsbundna iðnnema - Almennt 1. stigs nám - Grunndeildir fyrir - háriðnir - málmiðnir - rafiðnir - tréiðnir - Framhaldsdeildir fyrir - háriðnir (á vorönn) - málmiðnir - tré- og byggingariðnir - Tækniteiknun og AUTO-CAD tölvuteiknun - Flönnunarbraut - Iðnaðar- og mannvirkjabraut - Trefjaplasttækni - Fornám og frumnám - Meistaraskóli ' ; ÝMiSLEGT Ástralía, Nýja Sjáland, Japan Ertu fæddur 1978 eða 1977 (+1976 fyrir Japan)? Langar þig til að dvelja eitt skólaár hinum megin á hnettinum? Hafðu þá sam- band við okkur, því nú er rétti tíminn til að sækja um skiptinemadvöl íþessum löndum. ASSE, Lækjargötu 3 (Skólastrætismegin). Opið frá kl. 13-17. Sími 91-621455. INTERNATIONAL STUDENT EXCHANGE PROGRAMS íslenskar fjölskyldur ATVINNUHÚSNÆÐI Skrifstofuhúsnæði til leigu Skrifstofuhúsnæði, 215 fm, við Suðurlands- braut, er til leigu. Þeir, sem hafa áhuga á frekari upplýsingum, sendi blaðinu svar fyrir 9. júní nk., merkt: „Suðurlandsbraut - 10248“. Kópavogur Áríðandi fundur i fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, Hamra- borg 1, 3. haeð, kl. 20.30 í kvöld, 2.6.’94. Fundarefni: Málefnasamningur við Framsóknarflokkinn vegna meiri- hlutasamstarfs í bæjarstjórn Kópavogs 1994-1998. Aðeins fulltrúar hafa aðgang að fundinum. Fyrir hönd stjórnar fulltrúaráðsins, Halldór Jónsson, form. óskast fyrir skiptinema, sem koma til íslands í haust frá Noregi, Finnlandi, Svíþjóð, Þýska- landi og Hollandi, og óska eftir að fá að vera „íslendingar" í eitt skólaár. Allar nánari upplýsingar eru veittar hjá ASSE, Lækjargötu 3 (Skólastrætismegin) eða í síma 91-621455. international student exchange programs SlttO auglýsingar Hvítasunnukirkjan Völvufelli Almenn samkoma kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Miðilsfundir Miðillinn Iris Hall verður með einkafundi til 10. júní. Upplýsingar í síma 811073. Silfurkrossinn. Aglow, kristilegt kærleiksnet kvenna MARKAÐSTORGIÐ í HVERAGERÐI Orð lífsins, Grensásvegi 8 Almenn samkoma kl. 20.30. Allir velkomnir! Lifandi markaður - ódýr söluaðstaða Stærsta sölu- og sýningarhöll landsins. Lífrænt umhverfi laðar ^ð. Leikir og fjör fyrir börnin. Áfangastaður fjölskyldunnar. Mikill straumur ferðamanna. Góð sölustemmning. Markaðurinn verður opnaður laugardaginn 11. júní með fjöri. Básar pantaðir í síma 91-684840, fax 91- 684841 og síma 98-34280, fax 98-34287. Nánari upplýsingar í síma 91-684840 frá kl. 10.00-13.00 mánud., bfiðjud. og miðvikud. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Esja - Þverfellshorn laugardaginn 4. júní Kl. 13.00 laugardaginn 4. júní verður vigð hringsjá á Þverfells- horni Esju í minningu Jóns J. Víðis, landmælingamanns, en hann hefði átt aldarafmæli 31. maí sl. Þátttakendur á eigin bílum velkomnir. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austan- megin, og Mörkinni 6. Ferðafélag íslands. Júnífundurinn verður í kvöid kl. 20.00 í Stakkahlíð 17. Ræðukona kvöldsins verður Katrín Söebech. Allar konur eru hjartanlega velkomnar. Þátttökugjald 300 kr. Athugið breyttan fundarstað. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 kvöld kl. 20.30: Almenn sam- koma. Lautinant Sven Fosse tal- ar. Verið velkomin á Her. Kanntu að vélrita? Vélritun er undirstaða tölvu- vinnslu. Kennum blindskrift og uppsetningar bréfa. Vornám- skeið byrjar 6. júni. Innritun í símum 36112 og 28040. Vélritunarskólinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.