Morgunblaðið - 02.06.1994, Page 54
54 FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR UNGLINGA
Morgunblaðið/Frosti
Þau unnu sér rétt til að keppa á Eyrarsundsleikunum sem fram fara í Svíþjóð
í júlí. Að ofan frá vinstri eru þeir Davíð Helgason og Rafn Ámason og stúlkurn-
ar heita Silja Úlfarsdóttir og Rakel Jensdóttir.
Unnu ferð
til Svíþjóðar
LOKAKEPPIMI Skólaþríþrautar FRÍ og Æskunnar var haldið á
Laugardalsvellinum á laugardag. í vetur hafa um tvö þúsund
unglingar á aldrinum 12-14 ára reynt með sér í skólum lands
ins í hástökki, 60 metra hlaupi og í boltakasti.
Sérstakt stigakerfi var síðan
notað til að reikna út afrek
hvers og eins með tilliti til aldurs
og tveir efstu keppendur í drengja
og stelpnaflokki verða þátttakend-
ur á Eyrarsundsleikunum sem
fram fara í Helsingjabrog í Svíþjóð
fyrri hluta júh'mánaðar.
Davíð Helgason úr Hveragerði
varð stigahæstur í drengjaflokki
með 3050 stig og Rafn Arnason
úr Varmárskóla í Mosfellsbæ í
öðru sæti með 2975 stig. Báðir
eru þeir á sínu síðasta ári í Skóla-
þríþrautinni en Rafn var reyndar
einnig fulltrúi íslands í sömu
keppni í fyrra.
Rakel Jensdóttir úr Kópavogs-
skóla varð hlutskörpust í kvenna-
flokki með 2933 stig en Silja Úlf-
arsdóttir úr Setbergsskóla í
Hafnarfirði hlaut 2891 stig. Þær
unnu sér báðar rétt til að keppa
á Eyrarsundsleikunum þar sem
keppnisgreinar eru mun fleiri.
Sprengdi stigakerfið
Besti árangur frá upphafí í bolta-
kasti náðist á mótinu en Davíð kast-
aði boltanum 65,49 metra og þá sigr-
aði Rafn glæsilega í hástökki með
því að stökkva 1,80 metra. Þess má
reyndar geta að Davíð „sprengdi"
stigaskalann með árangri sínum í
boltakasti svo umreikna þurfti stig
hans sérstaklega því ekki var gert
ráð fyrir að drengur á hans aldri
gæti kastað boltanum svo langt.
Áætlað er að um tvö þúsund ung-
menni hafí tekið þátt í forkeppninni
en búist er við að hún verði með
talsvert öðru stigi á næsta ári. Lík-
legt er að þá verði skyldugreinar
tvær, 60 m hlaup og gúmmíspjót-
kast en keppendur komi síðan til
með að geta valið um fleiri greinar.
Morgunblaðið/Frosti
Helgi Berg Friðþjófsson vinstra megin og Bjartmar Leósson sem kepptu í 13 - 15 ára flokki á Fjallahjólreiðamótinu við Helgafell og höfnuðu í
tveimur efstu sætunum.
FJALLAHJOLREIÐAR
U-16ára lið
kvenna valið
Logi Ólafsson lándsliðsþjálf-
ari kvenna hefur valið U-16
ára landslið íslands sem tekur
þátt í Norðurlandamótinu sem
fram fer á Akureyri í sumar.
Sextán manna hópur er þannig
skipaður:
Aðalheiður Bjarnad..............Haukum
Eva Björk Ægisdóttir............Haukum
Ásdfs P. Oddsdóttir.............Haukum
Gréta Rún Aradóttir.............Haukum
Anna L. Þórsdóttir..................KR
Jóhanna Indriðadóttir...............KR
Hildur Ólafsdóttir...............UBK
Sigurbjörg Júlfusdóttir............UBK
Anna Smáradöttir....................ÍA
Áslaug Ákadóttir....................IA
Brynja Pétursdóttir.................ÍA
Guðrún Sigursteinsdóttir.......... ÍA
Ingibjörg Olafsdóttir..............ÍBA
Erla Edvaldsdóttir................UMFA
Harpa Sigurbjörnsdóttir........UMFA
Sigríður Marinósd............Sfjömunni
ÚRSLIT
Skólaþríþraut FRÍ
Stigahæstu einstaklingar í Skólaþríþraut
FRI og Æskunnar sem haldið var á Laugar-
dalsvelli á laugardag.
Drengir
Davíð Helgason, Hveragerði........3050
Rafn Ámason, Varmársk. Mosfellsbæ .2975
Kári Ámason, Fossvogsskóla........2850
Gunnar Þorvaldsson, Vestmanneyjum .2755
Hilmar Gunnarsson, Varmárskóla....2505
Stúlkur
Rakel Jensdóttir, Kópavogsskóla...2933
SiljaÚlfarsd., Setbergsskóla Hafnarf. .2891
Ebba Brynjarsd., Lundaskóla Ak.....2731
Ámýlsberg, Varmárskóla............2668
Drífa Skúladóttir, Breiðholtsskóla.2664
Bikarkeppnin í
fjallahjólreiðum
Úrslit í unglingaflokkum í 1. umferð bikar-
keppninnar í Fjallahjólreiðum.
16 - 18 ára
Sigurður Skarphéðinsson 54,4o
2. Steinar Þorbjörnsson 55,47
Kristmundur Guðlaugsson 59,09
Sighvatur Jónsson 59,50
Orri Gunnarsson ....1:01,35
Helgi Guðvarðarson ....1:02,47
Jörg Albert Königseder .'..1:10,56
13 - 15 ára
Helgi B. Friðþjófsson............23,55
Bjartmar Leósson.................26,52
Magnús Guðjónsson................32,16
Bjöm Oddsson.....................36,51
Gústaf Jónsson...................43,21
Ingi Öm Jónsson..................hætti
9-12 ára
Gylfl Jónsson....................14,46
Andri Guðmundsson................17,59
■Keppendur í 16 - 18 ára flokki hjóluðu
fjóra hringi, keppendur 13-15 ára og 9 -
12 ára hjóluðu tvo hringi.
Fjögur mót verða fyrir unglingaflokk-
anna í sumar, þrjú bikarmót auk Islands-
móts.
Mikið um brekkur sem
reyndu á þol keppenda
Ingi Örn Jónsson og Andri Guðmundsson.
Fyrsta bikarmót ársins í fjalla-
hjólreiðum var haldið í ná-
grenni höfuðborgarsvæðisins
á Hvítasunnudag. Keppt var í
þremur unglingaflokkum en
keppendur hjóluðu í kringum
fjallið Helgafell. Leiðin sem
hjólreiðamennirnir lögðu að
baki var mjög erfið enda grýtt
og mikið um brekkur sem
reyndu á þolkeppenda.
Aðeins tveir keppendur voru í
yngsta flokknum, flokki níu
tíl tólf ára en það voru þeir Andri
Guðmundsson og Gylfí Jónsson.
„Það er ekkert hægt að æfa yfir
vetrartímann en ég æfi mig á sumr-
in með því að hjóla og skokka,"
sagði Andri sem hjólaði báða hring-
ina og hafnaði i öðru sæti á eftir
Gylfa Jónssyni. „Þetta var ofboðs-
lega erfitt og reyndi mikið á lærvöð--
vana og kálfana," sagði Andri.
Gafst upp á miðri leið
„Ég fór einn hring og hafði ekki
þol í meira enda var brautin mjög
erfið. Þetta er annað mótið sem ég
tek þátt í, ég keppti á einu móti í
fyrra og þá á mikið léttari braut,“
sagði Ingi Örn Jónsson sem keppti
í 13 - 15 ára flokknum.
Á fullri ferð
Frammistaða Helga Bergs Frið-
þjófssonar vakti athygli en hann
hjólaði báða hringina mjög greitt
og var á undan meistaraflokks-
mönnum í mark eftir tvo hringi en
meistaraflokksmennirnir þurftu að
hjóla fimm hringi en hver hringur
er um fimm kílómetrar að lengd.
„Ég hef alltaf verið mikið í hjól-
reiðum og segja má að áhuginn
hafi kviknað strax og ég fékk mitt
fyrsta hjól. Ég bjóst ekki við að
ganga svona vel. Ég átti frekar von
á því að verða aftariega og var
orðinn þreyttur og var alveg við það
að gefast upp á fyrri hringnum.
Ég komst hins vegar yfir það og
ákvað m) gefa vel í fyrst að þetta
voru bara tveir hringir," sagði
Helgi. „Ég stefni á að keppa í meist-
araflokki og ætla að hjóla eins mik-
ið og ég get í sumar.
Erfitt að hjóla í grjóti
Bjartmar Leósson keppti einnig
í 13 - 15 ára flokki en hann og
Helgi þekkjast vel enda bekkjar-
bræður í skóla. „Þetta er fyrsta
mótið sem ég tek þátt í. Mér fannst
þetta vera erfitt og þá sérstaklega
að hjóla í grjóti. Ég er óvanur því
enda hef ég mest hjólað í bænum
á gangstéttum,“ sagði Bjartmar.
Líkt langhlaupi
„Það má segja að hjólreiðar eigi
margt skylt með langhlaupum.
Keppendur í þessum greinum þurfa
að hafa gott úthald og kunna að
nota andstæðingana. I hjólreiðum
eins og í langhlaupum er gott að
láta næsta mann á undan létta sér
leiðina með því að láta hann kljúfa
loftið. Svo má andstæðingurinn
ekki vita að maður sé þreyttur,“j
sagði Bjarni Svavarsson ur Hjól-
reiðaklúbbi Reykjavíkur þegar
Morgunblaðið tók hann tali til að
forvitnast um keppnishjólreiðar.
„Til þess að keppa á mótum sem
þessum verða menn að vera mjög
vél líkamlega undir það búnir því
að ljallahjólreiðar eru erfíð íþrótta-
grein,“ sagði Bjarni.
Þess má geta að æfingar hjá
hjólreiðaklúbbnum eru öllum opnar
en þær eru á mánudögum klukkan
18:15 en þá er hist fyrir utan Veit-