Morgunblaðið - 02.06.1994, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ
*
PIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1994 55
ÍÞRÓTTIR UNGLIIMGA
Bjarki Sigurðsson.
Stærstur
í skólan-
um
4T
Eg er stærstur í skólanum
og kann vel við stærð-
ina þó mér hafi stundum
verið stritt hennar vegna,“
sagði Bjarki Sigurðsson,
þrettán ára gamall Valsmað-
ur sem er 186 sentimetrar á
hæð.
„Læknir sem ég fór til
sagði mér að líklega ætti ég
eftir að fara yfír tvo metra
og ég á tvær systur sem
báðar eru mjög stórar.“
Halldór Qelr Jensson.
Erfiðara
úti á landi
Eg held að það sé erfiðara
að ná árangri í körfu-
bolta þegar maður æfir á litl-
um stöðum úti á landi þar
sem breiddin er lítil," sagði
Halldór Geir Jensson, fimmt-
án ára sem býr á Hvolsvelli,
spilar með UBH og er 190
sentimetrar á hæð.
„Framfarirnar koma þá
meira til með að byggjast á
því að menn finni upp æfing-
ar sjálflr."
Elnar Þröstur Reynls-
son.
Æfirekki
með félagi
Eg held með Akranesi en
æfi ekki með neinu fé-
lagi vegna þess að það er
of langt fyrir mig að fara á
æfingar," sagði Einar Þröst-
ur Reynisson úr Borgarfirði
sem reyndar var minnsti
maðurinn í æfingabúðunum,
165 sentimetrar á hæð.
„Mér finnst ég hafa lært
margt nýtt á þessum æfing-
'um og er viss um að þær
eigi eftir að skila sér.“
Morgunblaðið/Frosti
Hópur hávaxlnna leikmenna sem kom saman æfingabúðum í Reykjavík um helgina. Fremsta röð frá vinstri: Brynjar Grétarsson (Haukum), Arnar Gylfason (ÍR), Gauti Jóhannsson (Skalla-
grími), Guðbergur Ólafsson (UMFN), Jón Gunnar Magnússon (Haukum), Ámi Helgason (KR), Sæmundur Oddsson (ÍBK), Einar Þröstur Reynisson (Borgarfírði), Bjarni Þór Pálsson (Val), Ingi Þór
Arnarson (Stjörnunni). Miðröð frá vinstri: Þóra Bjarnadóttir (KR), Christina Gregers (KR), Guðríður Svava Bjarnadóttir (Breiðablik), Anton Karlsson (Selfossi), Reynir Sævarsson (ÍBK), Morten Szmi-
edowicz (UMFG), Guðmundur Daníelsson (Skallagrími), Lúðvík Bjarnason (Haukum), Leifur Steinn. Árnason, Bjarki Sigurðsson (Val), Benedikt Guðmundsson þjálfari. Aftasta röð frá vinstri: ísak
Leifsson nuddari, Ólafur Guðjón Haraldsson (Val), Hjörtur Þór Hjartarsson (Val), Haraldur Geir Eðvaldsson (Selfossi), Baldur Ólafsson (Val), Þorsteinn Ólafur Húnfjörð (ÍBK), Sigurþór Þórisson (Snæfelli),
Jón Þór Þorvaldsson (Skallagrími), Halldór Geir Jensson (UBH), Magnús Hallgrímsson (ÍA), Páll Kristinsson (UMFN), Atli Freyr Einarsson (KR) og Axel Nikulásson þjálfari.
' ;V *-i
Sérstakar æfingabúðir
fyrir hávaxna leikmenn
Reykjavíkur-
mótinu lokið
Reykjavíkurmóti yngri flokka í
knattspyrnu lauk á sunnu-
dag. Fylkir sigraði í fjórða
flokki A- og B-liða, í fimmta flokki
B og í þriðja flokki A. Fram sigr-
aði í fimmta flokki A-liða og Þrótt-
ur hjá C-liðum. Fram varð sigur-
vegari í þriðja flokki B og Valur
í 2. flokki. í stúlknaflokkum sigr-
aði Valur í 2. flokki og í 3. flokki
A- og B-liða en Fjölnir sigraði í
4. flokki hjá bæði A- og B-liðum.
Axel Nikulásson þjálfari drengjalandsliðsins leitarað hávöxnum
piltum og stúlkum til að leika körfuknattleik
UM síðustu helgi komu saman
í íþróttahúsi Seljaskólans tæp-
lega fjörtíu ungmenni í æfinga-
búðir í körfuknattleik. Þau sem
mynduðu hópinn áttu það sam-
eiginlegt að vera hávaxin en síð-
ustu misseri hefur Axel Nikulás-
son, þjálfari drengjalandsliðsins
leitað um allt land að hávöxnum
leikmönnum og þeirri leit er
ekki nándar nærri lokið.
Það leynast stórir menn alls stað-
ar en stærðin skiptir miklu
máli í körfubolta. Það hefur gjarnan
háð okkur í leikjum við aðrar þjóðir
þá erum við með mun lægri lið. Þó
að þetta sé nýtt hér á landi hefur
það tíðkast í öðrum löndum að sérs-
takir menn séu ráðnir til að koma
' auga á hávaxna leikmenn eða leik-
menn sem líklegt er að verði hávaxn-
ir. Spánveijar voru fyrstir til að byrja
á þessu og kölluðu þetta „Operation
big men,“ og þetta er líka mjög þekkt
> Bandaríkjunum. Við höfum ekkert
heiti á þessu enn sem komið er en
þetta fer þannig fram að við hringj-
um í fólk úti á landi til að forvitnast
um drengi og stúlkur sem eru há-
vaxnari en gengur og gerist.“
Flestir æfa körfuknattleik
„Flestir úr hópnum æfa körfu-
knattleik en það er ekki grundvall-
aratriði segir þjálfarinn. „Með því
að fá þá nógu snemma inn er hægt
að kenna þeim hreyfingar sem eru
mikilvægar í körfuknattleik. Við
erum til dæmis með einn úr Svínad-
alnum í Borgarfirðiþar er ekki körfu-
boltalið. Hann er ekki hávaxinn en
það kæmi mér ekki á óvart þó að
hann yrði stærstur af þeim öllum.
Ég byggi það á því að í fjölskyldu
hans er hávaxið fólk og bræður hans
eru um og yfir tveir metrar á hæð.“
Rúmlega fjörtíu unglingar frá
þrettán til átján ára voru boðuð í
æfingabúðirnar þar af voru piltar í
miklum meirihluta. Nokkrir af þeim
eldri eru þegar orðnir tveir metrar
en þeir sem yngri eru eiga liklega
flestir eftir að taka út meiri vöxt.
„Með þessum æfíngum erum við
fýrst og fremst að að æfa hreyfingar
sem koma oft fyrir í þeim stöðum þar
sém þeir sþila, það er undir körfunni.
Leikmenn þurfa sjálfir að standa
straum af kostnaði við æfingabúðirn-
ar en hver leikmaður þurfti að borga
tvö þúsund krónur og verða sér úti
um gistingu og uppihald.
Fjórði flokkur Fylkis sigraði tvöfalt á Reykjavíkurmótinu.
t .