Morgunblaðið - 02.06.1994, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 02.06.1994, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ1994 57 ÚRSLIT Þór-Fram 3:3 Þórsvöllur, íslandsmótið í knattspyrnu, 1. deild karla, 3. umferð, miðvikudaginn 1. júní 1994. Aðstæður: Norðan slydda og hvassviðri. Völlurinn slæmur. Mörk Þórs: Guðmundur Benediktsson (12.), Júlíus Tryggvason (55.), Bjami Svein- björnsson (63.). Mörk Fram: Helgi Sigurðsson (6.), Steinar Guðgeirsson (20.), Ríkharður Daðason (54.) Gult spjald: Enginn. Rautt spjald: Enginn. Dómari: Jón Sigurjónsson. Línuverðir: Ari Þórðarson og Árni Arason. Áhorfendur: 450 Þór: Ólafur Pétursson - Lárus Orri Sigurðs- son, Júlíus Tryggvason, Sveinn Pálsson - Örn Viðar Amarson, Birgir Þór Karlsson, Dragan Vitorovic, Páll Gislason, Ormarr Örlygsson - Guðmundur Benediktsson, Bjarni Sveinsbjörnsson. Frani: Birkir Kristinsson - Pétur H. Mar- teinsson, Helgi M. Björgvinsson, Ómar Sig- tryggsson, Kristinn Hafliðason - Gauti Laxdal, Hómsteinn Jónasson (Þorbjöm Sveinsson 79.), Steinar Þór Guðgeirsson, Rfkharður Daðason - Guðmundur Steinsson (Valur Fannar Gíslason 46), Helgi Sigurðs- son. ÍA - Stjarnan 3:0 Akranessvöllur: á Aðstæður: Norðaustan strekkingur og kalt. Völlurinn góður. Mörk ÍA: Mihjalo Bibercic 3., Sigursteinn Á Gíslason 47., Sigurður Jónsson 69.. * Gult spjald: íA-mennimir Sigurður Jónsson 33. (brot), Stefán Þ. Þórðarson 85. (brot). Stjömumennirnir Lúðvík Jónasson 64. (brot), Ingólfur Ingólfsson 89. (brot). Rautt spjald: Enginn. Dómari: Gísli Guðmundsson. Línuverðir: Áhorfendur: 650. ÍA: Þórður Þórðarson - Sigursteinn Gísla- son, Zoran Miljkovic, Ólafur Adolfsson, | Sturlaugur Haraldsson - Pálmi Haraldsson, Sigurður Jónsson, Alexander Högnason, I Haraldur Ingólfsson (Kári Steinn Reynisson á 88.) - Mihjalo Bibercic, Bjarki Pétursson " (Stefán Þórðarson 68.). Sljarnan: Sigurður Guðmundsson - Birgir Sigfússon, Lúðvik Jónasson, Goran Micic, Rögnvaldur Rögnvaldsson (Hermann Ara- son 57.) - Baldur Bjarnason, Ragnar Gísla- son, Valgeir Baldursson (Bjami G. Sigurðs- son 77.), Ingólfur Ingóifsson - Leifur Geir Hafsteinsson, Valdimar Kristófersson. < i i i i i : i KR-ÍBK 1:1 KR-völlur: Aðstæður: Nokkur strekkingur, kalt en sól á köflum. Völlur ágætur. Mark KR: Salih Heimir Porca 30. Mark ÍBK: Kjartan Einarsson 68. Gult spjald:Kristján Finnbogason, KR 19. (mótmæli). Keflvíkingamir Gestur Gylfason 22. (fyrir að bíða ekki eftir merki dómara við aukaspyrnu), Óli Þór Magnússon 64. (brot) og Jakob M. Jónharðsson 86. (brot). Rautt spjald: Kristján Finnbogason 64. (fyrir að ýta harkalega við mótheija). Dómari: Bragi Bergmann. Slakur. Línuverðir: Egill Már Markússon og Sæ- mundur Viglundsson. Ahorfendur: 1.392 greiddu aðgangseyri. KR: Kristján Finnbogason - Þormóður Eg- ilsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson, Sigurður B. Jónsson - Hilmar Björnsson, James Bett, Rúnar Kristinsson, Heimir Guðjónsson, Heimir Porca (Atli Knútsson markvörður 64), Daði Dervic - Tómas Ingi Tómasson. ÍBK: Ólafur Gottskálksson - Karl Finnboga- son, Jakob M. Jónharðsson, Kristinn Guð- brandsson, Gestur Gylfason - Ragnar Stein- arsson (Georg Birgisson 46.), Gunnar Odds- son, Ragnar Margeirsson (Jóhann B. Magn- ússon 83.), Kjartan Einarsson, Marko Tan- asic - Óli Þór Magnússon. Breiðablik - ÍBV 2:0 4 : 4 4 4 4 1 Kópavogsvöilur: Aðstæður: Sterkur vindur, kalt. Völlurinn nokkuð ósléttur. Mörk UBK: Siguijón Kristjánsson (45. vsp.), J6n Þórir Jónsson (85.). Gult spjald: Raspislav Lasorik (34. - fyrir hendi), Einar Páll Tómasson (50. - fyrir Brot), Hermann Hreiðarsson (45. - fyrir brot). Rautt spjald: Enginn. Dómari: Guðmundur Stefán Maríasson, stóð sig vel. Línuverðir: Rjetur Sigurðsson og Einar Guðmundsson. Áhorfendur: 395 greiddu aðgangseyri. Breiðablik: Guðmundur Hreiðarsson - Ás- geir Halldórsson, Gústaf Ómarsson, Einar Páll Tómasson, Hákon Sverrisson - Jón Þórir Jónsson (Tryggvi Valsson 85.), Arnar Grétarsson, Siguijón Kristjánsson (Vil- hjálmur K. Haraldsson 88.), Kristófer Sig- urgeirsson - Raspislav Lasorik, Guðmundur Guðmundsson. ÍBV: Friðrik Friðriksson - Friðrik Sæbjörns- son, Jón Bragi Amarsson, Dragan Man- olovic, Heimir Hallgrimsson - Sumarliði Ámason, Bjarnólfur Lárasson (Magnús Sig- urðsson 71.), Zoran Ljubicic, Þórir Ólafsson (Yngvi Borgþórsson 73.), Hermann Hreið- arsson - Stcingrimur jóhannesson. ÍÞRÓTTIR KNATTSPYRNA Pálmi Úskarsson skrifar frá Akureyri Jafnt í nepjunni „ÞETTA var góður og skemmti- legur leikur og á köflum vel spilaður. Við áttum mörg góð færi og þeir líka, og bæði lið gátu skorað tvö til þrjú mörk til viðbótar," sagði Sigurður Lárusson þjálfari Þórs eftir að lið hans gerði jaf ntef ii, 3:3, gegn Fram á Akureyri f gær- kvöldi. Leikurinn var líka fjörugur og skemmtilegur og hin besta skemmtun fyrir áhorfendur, þrátt fyrir nepjuna. Fram- arar léku undan él- inu í fyrri hálfleik og voru heldur sterkari. Þeir náðu góðum tökum á miðjunni og tókast að ná upp sterku spili. Þórsarar börðust hins vegar vel og áttu einn- ig nokkra góða spretti. Fyrsta mark- ið kom á 6. mínútu og tveimur mín- útum seinna átti Helgi Sigurðsson gott skot að marki sem Ólafur Pét- ursson varði vel. Þórsarar jöfnuðu á 12. mínútu en fjórum mínútum síðar gerði Ólafur sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu frá Helga Sigurðs- syni. Framarar náðu aftur yfirhönd- inni á 20. mínútu og nokkru síðar bjargaði Lárus Orri á línu fyrir Þór. Þórsarar fengu einnig nokkur færi en komu knettinum aðeins einu sinni í netið. í síðari hálfleik voru Þórsarar ákveðnari þrátt fyrir að lenda strax tveimur mörkum undir. Þeir minnk- uðu fljótt muninn og eftir nokkur góð færi á báða bóga jafnaði Bjami Sveinbjömsson á 63. mínútu. Bæði lið fengu góð færi það sem eftir lifði leiksins, sem þau náðu ekki að nýta. Úrslitin verða að teljast sann- gjörn miðað við gang leiksins. Bæði liðin eiga hrós skilið fyrir frammi- stöðuna, þau náðu að sýna skemmti- lega takta og bjóða upp á spenn- andi leik í kalsaveðri. Bestir vom þó markverðir liðanna, Birkir Krist- insson og Ólafur Pétursson, sem sýndu iðulega frábær tilþrif. Jakob og Rúnar. Þessir tveir léku ágætlega fyrir lið sín sem skildu jöfn 1:1 í gærkvöldi. Morgunblaðið/Kristinn KR-ingar töpuðu stigum TVÖ efstu liðin eftir tvær umferðir í 1. deild karla í knattspyrnu, KR og ÍBK, gerðu 1:1 jafntefli í Frostaskjólinu ígærkvöldi. Keflvík- ingar voru heldur betri og voru óheppnir að sigra ekki enda misstu heimamenn markvörð sinn útaf með rautt spjald um miðj- an síðari hálfleikinn og léku því einum færri. Fjör færðist í leikinn í síðari hálf- Leikurinn var í jafnvægi í fyrri hálfleik. Keflvíkingar meira með Skúli Unnar Sveinsson skrífar knöttinn en gekk erfiðlega að skapa sér færi. KR- ingar áttu ekki eins margar sóknir en þær vom hættulegri en sóknir gestanna og eftir eina slíka kom Heimir Porca liði sínu yfir. Gestimir sóttu í sig veðrið eftir markið en allt kom fyrir ekki. Bæði lið léku ágætlega á köfl- um. Vöm KR var sterk og strönduðu sóknaraðgerðir ÍBK ávallt framan við vítateiginn. o: á 6. mínútu IHeigi Sigurðsson, fékk langa sendingu frá Kristni Hafliða- syni og renndi boltanum af öryggi framhjá Ólafi markverði 1m Eftir gott spil Þórsarar komst örn Viðar upp að endamörk- ■ I um vinsta megin og sendi. boltann fyrir á 12. mínútu. Þar kom Guðmundur Benediktsson á ferðinni og skoraði með góðu skoti. 1a*%Ríkharður og Helgi spiluðu fallega saman á 20. mínútu; ■ á&Helgi lagði boltann út á Steinar Þ6r Guðgeirsson sem skaut fallegu skoti í bláhomið §ær. 1a*J|Eftir laglegt þríhyrningsspil við Helga Sigurðsson á 54. ■ ■Umínútu komst Ríkharður Daðason á auðan sjó og skoraði með góðu skoti frá vítateig. 2 og skallaði í netið. 3Örn Viðar tók aukaspyrnu frá vinstri á 55. mínútu og sendi inn í teiginn þar sem Júlíus Tryggvason kom aðvífandi 3a ^JÖrn Viðar sendi fram vinstri kant á Guðmund Benediktsson ■ ■d^á 63. mínútu. Guðmundur stakk laglega inn á Bjarna Svein- björnsson og honum brást ekki bogalistin. leik. Ian Ross, þjálfari Keflvíkinga gerði eina breytingu í leikhléi. Lét Marko Tanasic yfir á hægri kantinn og Georg Birgisson kom inná og lék vinstra megin. Þetta gaf mjög góða raun, hver sóknarlotan rak aðra á hægri kantinum án þess að Daði og KR-ingar kæmu vörnum við. Mestu munaði að Marko sat nokkuð eftir þegar IBK missti boltann og því gátu gestimir sent yfir Daða og á Marko í hominu. Kjartan jafnaði á 68. mínútu eftir eina slíka sókn. Fjórum minútum áður var Krist- jáni Finnbogasyni markverði KR vik- ið af velli. Hann fékk gult spjald í fyrri hálfleik fyrir að mótmæla al- röngum dómi Braga Bermanns og síðan annað gult, og rautt í kjölfar- ið, eftir að hafa ýtt full hressilega við Óla Þór, sem hafði raunar verið mjög aðgangsharður við Kristján án þess að dómarinn gerði athugasemd við það. Bæði lið fengu færi eftir þetta, en Atli Knútsson, varamarkvörður KR, varði tvívegis mjög vel frá Kefl- víkingum og hinum megin sá Ólafur Gottskálksson nokkrum sinnum við fyrrum félögum sínum. Heimir Guðjónsson lék mjög vel fyrir KR, sérstaklega í fyrri hálfleik, en hann mætti passa sig á að vera ekki of hjálplegur, það kemur stund- um niður á því sem hann á að gera. Vömin, Sigurður B., Óskar Hrafn og Þormóður, var sterk, sérstaklega í fyrri hálfleik og á miðjunni áttu 1:0 iRúnar vann knöttinn á miðjum vallarhelm- ingi ÍBK, gaf uppí homið á Hilmar sem renndi strax fyric markið. Þar kom Salih Heimir Porca og skoraði af öryggi. Snaggaraleg sókn. 1m Marko gaf fyrir frá ■ I hægri. Ragnar skaut í vamarmann KR og Kjartan Einarsson náði knettinum og skoraði af öryggi. Rúnar og Hilmar ágætan dag. Hjá ÍBK var Gunnar mjög sterkur, Marko einnig, en aðeins í síðari hálfleik og þeir Kjartan, Karl, Jakob og Gestur áttu ágætan leik. „Þetta var hörkuleikur eins og við var að búast. Ég er ekki nógu ánægð- ur með leik minna manna. Við gefð- - um mistök og siðan verða straum- hvörf í leiknum þegar við missum markmanninn útaf,“ sagði Guðjón Þórðarson þjálfari KR eftir leikinn. „Annars verð ég að segja eins og er að mér finnst fyrir neðan allar hellur að sami dómari skuli dæma tvo daga í röð. Leikmenn leika ekki tvo daga í röð og ég held að menn verði að hugsa sinn gang aðeins því það á ekki að bjóða uppá svona lag- að,“ sagði Guðjón. „Ég hefði verið ánægðari með þrjú stig,“ sagði Ian Ross þjálfari IBK. „Bæði lið fengu færi í leiknum og við heldur fleiri þó svo mér finn- ist liðið aldrei fá nógu mörg mark- tækifæri. Mínir menn léku vel, en geta þó gert betur. Ég gerði smá breytingu í leikhléi og hún gekk upp,“ sagði Ross. Óskabyijjun Skagans SKAGAMENN fengu óskabyrjun gegn Stjörnunni á Akranesi í gærkvöldi og eftir að hafa endurtekið leikinn í upphafi síðari hálfleiks var allur vindur úr gestunum, sem héldú í við heima- menn fyrir hlé en máttu sætta sig við 3:0 tap. Nýliðar Stjörnunnar reyndu allt sem þeir gátu til að rétta sinn hlut eftir óvænt bakslag og Valdi- mar Kristófersson fékk gott færi til að jafna á 11. mínútu, þegar hann komst inn fyrir vörn ÍA, en fast skot hans fór framhjá fjær- stöng. Eftir þetta náðu Skagamenn Sigþór Eiriksson skrífar frá Akranesi undirtökunum á ný og um miðjan hálfleikinn var Sigurður Jónsson nálægt því að bæta marki við, en boltinn fór í jörðina, þverslá og yfir eftir skalla Sigurðar í kjölfar horn- • spyrnu Haraldar Ingólfssonar. Til loka hálfleiksins var jafnræði með liðunum — marktækifæri á báða bóga. Sigurður Stjörnumarkvörður varði tvisvar tnjög vel eftir skot frá Sigursteini og Ólafi og Sigursteinn bjargaði á línu eftir þrumuskot Baldurs Bjarnasonar á markamín- útunni. Stjörnumenn játuðu sig sigraða eftir annað mark Skagamanna, sem hefðu hæglega getað bætt við mörkum undir lokin. En heimamenn fögnuðu fyrsta heimasigrinum í mótinu og eru komnir í toppbarátt- una. Nýliðarnir hafa byijað illa, en þurfa ekki að örvænta. Þeir spiluðu ágætlega úti á vellinum, en gekk illa að skapa sér marktækifæri. Ia^Haraldur Ingólfsson ■ ^#tók homspyrnu á 3. mínútu. Sigurður varði þrumu- skalla frá nafna sínum Jóns- syni, en hélt ekki boltanum og Mihjalo Bibercic skoraði af stuttu færi. 2a/\Á 47. mínútu skoraði ■ \M Sigursteinn Gisla son beint úr aukaspymu rétt utan vítateigs — boltinn fór al- veg út við stöng, óveijandi fyrir Sigurð. 3aJ%Eftir innkast á 69. B^Jinínútu átti Stefán Þórðarson skot í vamarmann, boltinn hrökk til Sigurðar Jóns- sonar, sem skoraði snyrtilega af stuttu færi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.