Morgunblaðið - 01.07.1994, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 01.07.1994, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nefnd dómsmálaráðherra lýkur endurskoðun á skaðabótalögunum Ekkí ástæða til að lagaákvæðin verði afturvirk ÞRIGGJA manna nefnd sem Þor- steinn Pálsson, dómsmálaráðherra, skipaði í febrúar til að endurskoða skaðabótalögin, sem tóku gildi þann 1. júlí 1993, hefur skilað áliti sínu. Auk þess að endurskoða margföldunarstuðul í 6. gr. lag- anna var nefndinni einnig falið að taka afstöðu til tveggja bréfa Auð- ar Guðjónsdóttur, hjúkrunarfræð- ings, til allshetjamefndar Alþingis varðandi ungmenni sem slösuðust fyrir gildistöku nýju laganna, en áttu enn eftir óuppgerð skaðabóta- mál þegar þau tóku gildi. í bréfunum mæltist Auður til þess að lögunum yrði breytt þann- ig að þau ungmenni sem hlotið höfðu meira en 50% örorku vegna slysa sem þau lentu í fyrir 1. júlí 1993, og áttu enn eftir óuppgerð skaðabótamál þegar lögin tóku gildi, fengju skaðabætur sam- kvæmt nýju lögunum. Nefndin var skipuð þeim Gunn- laugi Claessen, ríkislögmanni, Guðmundi Skaftasyni, fyrrum hæstaréttardómara, og Gesti Jónssyni, hæstaréttarlögmanni. Gestur tók ekki afstöðu í málinu vegna skyldleika við Auði, en Gunnlaugur og Guðmundur töldu ekki rétt að breyta lögunum og gera þau afturvirk á þennan hátt. Þeir benda á að löggjafinn hafi viðurkennt í nýju skaðabóta- lögunum að börn og ungmenni sem ekki voru á almennum vinnu- markaði hefðu fengið fram að gildistöku nýju skaðabótalaganna of lágar bætur, sérstaklega í þeim tilfellum sem örorkan var varan- leg. Þrátt fyrir þetta sé ekki hægt að gera lögin afturvirk á þennan hátt, það fæli í sér íþyngjandi aft- urvirkni gagnvart bótagreiðend- um. Auk þess mismunaði það þeim sem slösuðust fyrir 1. júlí en voru búnir að gera upp sín mál. Klofin nefnd Nefndin klofnaði í áliti sínu á breytingu á margföldunarstuðlin- um. Meirihlutinn, þeir Gunnlaugur og Gestur, komust að þeirri niður- stöðu að hækka bæri margföldun- arstuðul í 1. mgr. 6. gr. laganna úr 7,5 í 10. Þannig væri tryggt að tjónþolar fengju fullar bætur fyrir fjárhagslegt tjón sem þeir yrðu fyrir. Guðmundur skilaði sér- áliti þess efnis að ekki væri ástæða til að breyta stuðlinum vegna þess að skaðabótalögin skilgreindu upp á nýtt hvað væru fullar bætur. Nefndin áiítur einnig að sam- ræma beri það lágmarksmiskastig sem bætur greiðast fyrir við al- mannatryggingalögin. Er mælt með að þegar miskastig er minna en 10% greiðist engar örorkubæt- ur, en í lögunum er gert ráð fyrir að þetta stig sé 15%. Almanna- tryggingalögin gera ráð fyrir 10% lágmarksmiskastigi. Álit nefndarinnar verður nú sent allsheijarnefnd Alþingis auk þess sem Lögmannafélag Islands, Samband íslenskra tryggingafé- laga og Tryggingaeftirlitið fá það til umsagnar. Hekla segir upp 22 starfsmönnum HEKLA hf. tilkynnti í gær um uppsagnir 22 starfsmanna, launa- lækkun stjórnenda og fækkun deilda í fyrirtækinu. Ákveðið var að grípa til þessara aðgerða til að mæta samdrætti í sölu bíla, þunga- vinnu- og bátavéla sem verið hefur undanfarin ár og komið hefur þungt niður á rekstrinum. Sigfús Sigfússon, forstjóri Heklu, segir í viðtaíi við Morgunblaðið í dag að tap hafi verið á fyrirtækinu á síðasta ári og fyrirsjáanlegt að tap verði einnig á þessu ári. Veltan hafí dregist saman, úr 3.713 millj- ónum árið 1992 í 3.592 milljónir á sl. ári og áætlað sé að hún verði 2.985 milljónir á þessu ári. „Eigna- staða Heklu er hins vegar mjög sterk. Þessi staða hefur gert það að verkum að við höfum þolað tap í rekstrinum en núna þurfum við að snúa því við,“ segir hann. Hækkun jensins erfið Vandamál fyrirtækisins má ekki síst rekja til þess að japanska jenið hefur hækkað um rúm 50% frá því í október 1992 á sama tíma og gengi þýska marksins og sterl- ingspundsins hefur haldist tiltölu- lega stöðugt. Hækkun á gengi jensins er t.d. um 7% frá síðustu áramótum, að sögn Sigfúsar. „Mitsubishi hefur þá stefnu að selja sína bíla í japönskum jenum en ekki í Evrópumyntum eins og þeirra stærstu keppinautar hér á landi. Okkar bílar eru því ekki jafn samkeppnishæfir í verði og hér áður þó verðlækkanir hafi fengist hjá verksmiðjunni. Þær hafa alls ekki vegið upp á móti gengishækkunum jensins," sagði Sigfús. ■ Áætlaður sparnaður/23 Bíódagar runnir upp BÍÓDAGAR, kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, var frum- sýnd í Stjörnubíói í gærkvöldi að viðstöddu fullu húsi áhorf- enda, þar á meðal öllum helstu leikurum og öðrum aðstandend- um myndai’innar, sem hér heils- ast í upphafi sýningarinnar. ■ í fylgd með fuIlorðnum/6 Oddvitar meirihlutaflokkanna í Hafnarfirði kynna rekstrarstöðu bæjarsjóðs Vandinn ekki leystur nema á átta til tólf árum Löggiltir endurskoðendur skila heildarúttekt í lok ágúst BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar hefur samið við Löggilta endur- skoðendur hf. um að gera heildar- úttekt á stöðu bæjarsjóðs og eiga þeir að skila niðurstöðu sinni í lok ágúst. Magnús Þór Árnason, bæj- arstjóri og oddviti Alþýðubanda- lags í Hafnarfirði, segir að frá því hann settist í bæjarstjórastól- inn hafi komið í ljós að ýmis gögn hafi ekki komist undir hendur bæjarendurskoðanda. Oddvitar meirihlutaflokkanna gera sér- staka athugasemd við stöðu hús- næðisnefndar Hafnarfjarðar. Bæjarstjórnin hefur ennfremur samþykkt að lækka taxta Raf- veitu Hafnarfjarðar til jafns við taxta Rafmagnsveitu Reykjavík- ur. „Þessa fáu daga, sem ég hef setið í stól bæjarstjóra, þá hef ég rekist á skuldbindingar, sem er að engu getið í reikningum bæjar- ins. Eitt af því sem vakti athygli mína var að í reikningum leigu- íbúðasjóðs fyrir árið 1993 eru keyptar leiguíbúðir fyrir 162 millj- ónir. Fyrir hluta af þeim íbúðum finn ég ekki neinar samþykktir," sagði Magnús Þór á blaðamanna- fundi, sem oddvitar meirihluta- flokkanna efndu til í gær. Meirihluta ýmis takmörk sett „Nú er svo komið að 87% af skatttekjum bæjarins fara í rekst- ur málaflokka án vaxtakostnaðar en eðlilegt viðmiðunarhlutfall er 70%,“ sagði Magnús Gunnarsson, forseti bæjarstjórnar og oddviti Sjálfstæðisflokksins. „I viðbót greiðir síðan bæjarsjóður 22% af tekjum sínum í afborganir og vexti lána og þessi niðurstaða í ársreikn- ingi sýnir svo ekki verður um villst að möguleikum nýs meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar eru ýmis takmörk sett og hans bíða afar erfið viðfangsefni," sagði hann. Mikil skuldaaukning milli ára Magnús Gunnarsson sagði að skuldir milli áranna 1992 og 1993 hefðu aukist um 427,7 milljónir og þá ætti eftir að taka tillit til 200 milljóna króna lántöku vegna holræsagerðar og um 100 milljóna króna lán, sem var flutt af bæjar- sjóði yfir á leiguíbúðasjóð. Lán bæjarsjóðs hefðu því aukist um 7-800 milljónir króna. Magnús Þór sagði að komið hafí fram hjá endurskoðanda bæjarins að peningalegar eignir í ársreikningum bæjarsjóðs séu ofmetnar svo nemi tugum millj- óna króna. Magnús Gunnarsson sagði að bæjarsjóður þyrfti lík- lega að leggja húsnæðisnefnd bæjarins til um 100 milljónir króna til þess að rekstur hennar gæti talist eðlilegur. Hann sagði fyrirséð að skuldir sjóðsins myndu hækka í ár og sem ástæðu fyrir því mætti meðal annars nefna að gatnagerðarframkvæmdir í mið- bæ Hafparfjarðar hafi verið vaná- ætlaðar um meira en 100 milljón- ir í rekstraráætlun bæjarins fyrir árið 1994. Magnús Gunnarsson sagði að slæm lausafjárstaða bæjarins hafi leitt til þess að ákveðið hafi verið að skuldbreyta eldri lánum og taka langtímalán á bæjarstjórnarfund- inum á þriðjudaginn. Tilgangur þess væri meðal annars að minnka yfirdrátt bæjarsjóðs en hann hefði hlaupið á bilinu 190 til 240 milijón- ir. Hann sagði að vandi Hafnar- fjarðarbæjar yrði ekki leystur nema á 8 til 12 árum. Kiwanishreyfingin Eyjólfur kjörinn forsetaefni Eyjólfur Sig- urðsson bóka- útgefandi var kjörinn for- setaefni Kiw- anishreyf- ingarinnar á heimsþingi sem nú stend- ur yfir í New Orleans í Banda- rikjunum. Eyjólfur starfar sem viðtakandi forseti frá 1. október en tekur við sem heimsforseti 1995-96. Þingið sitja 15 þús. manns. Kiwanisklúbbar í heiminum eru 8.650 og meðlimir 327 þús. Nafnið Elsa- bet fundið LÍKUR eru á því að óskírð Harð- ardóttir, sem við sögðum frá í gær, fái að heita Elsabet í höfuð- ið á móður sinni. Morgunblaðinu barst í gær bréf frá Friðrik Skúlasyni höf- undi Espólín ættfræðiforritsins, þar sem segir, að í manntali 1845 finnist ein Elsabet. Sam- kvæmt vinnureglum manna- nafnanefndar þarf að finnast a.m.k. ein manneskja í manntali 1845 með nafn til þess að hægt sé að telja hefð fyrir því. Haildór Ármann Sigurðsson formaður mannanafnanefndar segir að nefndin muni taka mál- ið upp, reynist þetta rétt. Landsbanki Sverrir endurráðinn Á fundi bankaráðs Landsbanka Íslands í gær var Sverrir Hermannsson bankastjóri einróma end- urráðinn bankastjóri við Landsbankann til næstu sex ára. Sex ára ráðningartíma Sverris var lokið og var staðan því aug- lýst að nýju. Auk Sverris barst umsókn frá Herði Ragnarssyni, töl vu verkfræðingi. Aftur eldri s veitarstj ómir ÚRSKURÐUR um ógildingu sveitarstjórnarkosninga í Stykk- ishólmi og á Hólmavík þýðir að gömlu sveitarstjórnirnar taka á ný við völdum í sveitarfélögun- um. Bæjarstjóm Stykkishólms hefur kært úrskurðinn til félags- málaráðuneytisins. Hárið Uppselt á hálftíma MIÐAR á söngleikinn Hárið, sem frumsýndur verður á fimmtudag, seldust upp á hálf- tíma en miðasala hófst í gær. Ingvar H. Þórðarson, einn aðstandenda sýningarinnar, seg- ist ekki hafa búist við svo góðum viðtökum. „Þetta kom skemmti- lega á óvart," segir hann. 37 manns taka þátt í söng- leiknum sem sýndur verður í Operunni, auk 80 starfsmanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.