Morgunblaðið - 01.07.1994, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nær dauða en lífi á gocart-brautinni
Löndunarbann Rússa á fiski á íslandi
__________________ i
Eldsvoði í byggða- [
safninu í Glaumbæ
Verulegar
skemmdirá i
endurreistu >
Áshúsinu
Sauðárkróki. Morgunblaðið
yERULEGAR skemmdir urða á
Áshúsinu svonefnda í Glaumbæ,
sem verið hefur í endurgerð und-
anfarna mánuði, og taka átti í
notkun næstkomandi sunnudag.
Það var vegfarandi sem leið
átti um Sauðárkróksbraut um
hálfsexleytið sem varð var við reyk
frá húsinu, vakti upp á bænum
Hátúni, og lét þaðan kalla til
Slökkvilið Sauðárkróks, sem var
komið örskömmu síðar.
Eldsupptök virðast hafa verið
við inngang hússins, og hefur eld-
urinn ekki náð að breiðást út það-
an, en verulegar skemmdir urðu á
herbergi safnvarðar svo og á for-
stofu, en aðrar skemmdir urðu
mest af vatni og reyk.
Áshúsið er gamalt timburhús
sem flutt var til Glaumbæjar frá
Ási í Hegranesi, en það var upp-
haflega byggt sem kvennaskóli,
og raunar notað sem slíkt um
skamma hríð, en síðar sem íbúðar-
hús.
Ætlunin var að í Áshúsinu yrði
veitingasala fyrir safngesti í
Glaumbæ, en einnig að þar væri
geymsla fyrir muni úr Glaumbæj-
arsafninu yfir vetrarmánuðina.
Unnið hefur verið mjög mikið
og kostnaðarsamt verk í endur-
gerð hússins á undanfömum mán-
uðum, og fóru síðustu iðnaðar-
mennirnir úr húsinu kvöldið fyrir
brunann, en áætlað var eins og
áður sagði að taka húsið formlega
í notkun næstkomandi sunnudag.
Slökkvistarf gekk vel
Að sögn Óskars Óskarssonar
slökkviliðsstjóra tók skamma
stund að ráða niðurlögum eldsins,
um 45 mínútur frá því að tilkynn-
ing barst þar til slökkvistarfi var
lokið, enda gott að komast að þeim
stað þar sem upptökin voru, en
einnig ljóst að ef ekki hefði svo
vel viljað til að vegfarandi átti leið
um og lét vita, þá hefði sennilega
ekki orðið við neitt ráðið.
Um eldsupptök er ekki vitað,
en með hádegisflugi til Sauðár-
króks í gær, komu tveir menn frá
Rannsóknarlögreglu ríkisins til að
skoða það mál.
Morgunblaðið/Bjöm
Húsið er mjög illa farið
innanstokks eftir brunann.
Ekki tilbúin
að horfast
í augu við
dauðann
„ÉG ER að skríða saman lík-
amlega. En andlega sjokkið
var rosalegt. Rétt rúmlega
tvítug manneskja er ekki til-
búin til að horfast svona í
augu við dauðann," segir Elin
Valgerður Guðlaugsdóttir, 21
árs. Hún telur sig hafa verið
hársbreidd frá dauða þegar
trefill um háls hennar flæktist
í afturöxli cocart-bíls á fullri
ferð á sunnudag.
Elín Valgerður fór ásamt
tveimur félögum sínum í Kart-
klúbbinn á sunnudagskvöld.
Hún ók einum cocart-bílanna
þegar hún fann skyndilega að
trefill um háls hennar herti
að. „Mér fannst skyndilega
eins og ég sæti, í sömu stell-
ingum og í bíln'um, á stól eða
einhverju öðru og allt í kring-
um mig væri fullt af fólki, á
bilinu 10 til 15 manns. Allt var
að gerast í einu, allt á floti
og allir að garfa í mér. Ég
þekkti engan nema ötfimu
mína sem dó fyrir 30 árum.
Við hana hef ég haft samband
gegnum miðil. Hún fylgir
mér,“ sagð Elín Valgerður.
Hún segir að allir hafi talað
í einu og hún geri sér ekki
grein fyrir hvort amma henn-
ar reyndi að tala við hana eða
ekki.
Elín Valgerður segist hafa
verið hissa á öllum ósköpun-
um í þessu ástandi. En þegar
Málin skýrast á
fundi með Rodin
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Elín Valgerður segist hafa
gengið í gegnum stórkost-
lega lífsreynslu sem hún
geti þó ekki óskað neinum
að lenda í.
hún hafi rankað við sér hafi
henni fundist eins og langur
tími hafi liðið og það fyrsta
sem hún hafi sagt hafi verið:
„Mig dreymdi svo skrítið. Ég
man ekki alveg hvað það var.“
Hún þrírifbeinsbrotnaði og
hlaut mar á hálsi í slysinu.
Stórkostleg reynsla
Aðspurð segist Elín Val-
gerður hafa fundið fyrir því
að hún væri næm gangvart
nærveru framliðinna. En þar
sem henni hafi ekki fundist
hún tilbúin hafi hún ýtt öðrum
en áðurnefndri ömmu sinni
frá sér. Hún segist hafa geng-
ið í gegnum stórkostlega
reynslu sem hún geti þó ekki
óskað neinum að lenda í.
GUNNAR Gunnarsson, sendiherra íslands í Moskvu, átti í gær fund
með Fokin, yfírmanni annarrar Evrópudeildar utanríkisráðuneytis Rúss-
lands, vegna löndunarbanns Rússa á físki frá íslandi. Á fundinum komu
ekki neinar nýjar upplýsingar fram af hálfu Rússa og var Gunnari tjáð
að þeirra yrði ekki að vænta fyrr en eftir fund hans með Alexander
Rodin, varaformanni rússneska fískveiðiráðsins, sem verður í dag.
Gunnar sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær að fundurinn _með
Fokin hefði ekki verið langur. „Það
sem ég gerði var að lýsa yfír
áhyggjum vegna málsins ef um
væri að ræða opinbera afstöðu
Rússlands. Ég benti á að í Ijósi
góðra samskipta íslands og Rúss-
lands þá hefðum við vonast til að
verða upplýstir fyrirfram og örugg-
lega áður en máiið færi í þann far-
veg sem það hefur gert,“ sagði
Gunnar.
Rætt frekar eftir fundinn með
Rodin
Síðan Alexander Rodin beindi
þeim tilmælum til útgerðarmanna
i Múrmansk áð eiga ekki viðskipti
við fslendinga meðan á deilum
þeirra við Norðmenn um veiðirétt-
indi á fiskvemdarsvæðinu við Sval-
barða stæði hefur a.m.k. tveimur
físksölusamningum Rússa við ís-
iensk fyrirtæki verið slitið. Á fund-
inum með Fokin í gær benti Gunn-
ar jafnframt á það mat íslendinga
að það væri ekki í samræmi við
viðurkennda alþjóðlega viðskipta-
hætti að tengja saman tvö ólík mál
með þeim hætti sem Rússar hefðu
gert. „Fokin meðtók þetta og hon-
um var kunnugt um fund minn með
Alexander Rodin, varaformanni
fiskveiðiráðsins, á morgun [föstu-
dag]. Hann sagði að í kjölfar þess
fundar myndu málin verða rædd
og vænta mætti frekari afstöðu
Rússa upp úr því,“ sagði Gunnar.
Þurfa ekki að hlíta tilmælum
Á miðvikudag hitti Gunnar for-
stjóra Karelrybflot, kirjálsks út-
gerðarfyrirtækis, að máli. Forstjór-
inn greindi Gunnari frá því að hann
teidi sig óbundinn af tilmælum
Rodins. Útgerðarmönnum í Múr-
mansk er úthlutað kvótum í Bar-
entshafí beint frá Moskvu en Kiij-
ála, sem er sjálfstjórnarlýðveldi, fær
úthlutað kvóta og deilir honum síð-
an til útgerðarmanna í héraðinu.
Það er því óljóst að hve miklu leyti
Kiijálar þurfa að beygja sig undir
Moskvuvaldið.
Kiijála fær úthlutað um 10%
hei|darþorskkvóta í Barentshafí og
af honum fær Karelrybflot milli 70
og 80% eða 7-8% af heildarkvótan-
um meðan flest önnur fyrirtæki fá
um 3%. Karelrybflot er því með lang-
stærsta hlutdeild einstakra fyrirtækja
í Barentshafskvótanum í þorski.
15% hlutdeild
Karelrybflot hefur höfuðstöðvar
í Belomorsk við Hvítahafíð sem
gengur inn úr Barentshafi. Hvíta-
hafið leggur á vetrum og hefur
fyrirtækið útibú á Múrmansk þaðan
sem skip þess eru gerð út. Hlut-
deild Karelrybflots í innflutningi
Rússaþorsks til íslands hefur verið
um 15% síðustu mánuði og misseri.
Heimsókn Hollandsdrottningar
Beatrix skoðaði
Ráðhús og söfn
BEATRIX drottning Hollands og
eiginmaður hennar Claus prins
komu til landsins í gærmorgun.
Skömmu eftir komuna héldu þau
til Bessastaða þar sem þau snæddu
hádegisverð í boði forseta íslands,
frú Vigdísar Finnbogadóttur.
Aðrir gestir snæddu hádegisverð
á Hótel Sögu en utanríkisráðherra
íslands, Jón Baldvin Hannibalsson,
og Pieter Hendrik Kooijmans áttu
fund þar í gærdag.
Síðdegis í gær tók borgarstjóri
Reykvíkinga, Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, á móti Hollandsdrottn-
ingu og fylgdariiði í Ráðhúsinu og
gekk síðan með henni út að Iðnó.
„Ég hef ekki mikla reynslu í því
að heilsa upp á drottningar en þetta
er greinlega eins og að heilsa upp
á annað fólk. Hún og prinsinn eru
mjög indæl og elskuleg og hafa ríka
kímnigáfu," sagði Ingibjörg Sólrún.
Hálfþeyttur rjómi
Hollandsdrottningu varð meðal
anrt^rs að orði þegar hún skoðaði
íslandskortið í Ráðhúsinu að jökl-
amir litu út eins og hálfþeyttur
ijómi. „Ég sýndi her.ni einnig vax-
töflurnar sem fundust úti í Viðey í
uppgreftrinum þar en á þeim eru
hollenskar áletranir enda hollensk-
ur biskup í Skálholti á 15. öld.“
Ingibjörg Sólrún að drottning hefði
lesið áletranirnar á töflunum og
frætt viðstadda á því að. um væri
að ræða Maríubæn.
Drottning og maður hennar
skoðuðu einnig í gær listsýningar
á Kjarvalsstöðum og Listasafni
íslands, ennfremur Árnasafn og í
gærkvöldi sátu þau kvöldverðar-
boð Vigdísar Finnbogadóttur á
Hótel Sögu ásamt fjölda annara
gesta.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
CLAUS prins, Beatrix Hollandsdrottning og Vigdís Finnboga-
dóttir á Reyly'avíkurflugvelli í gærmorgun. Myndin til vinstri
var tekin þegar Hollandsdrottning var á leið til að skoða Iðnó
í fylgd Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra.
v.