Morgunblaðið - 01.07.1994, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
í fylgd með
fullorðnum
KVIKMYNPIR
Stjörnubíó/
Bíó h ö11 i n
BÍÓDAGAR ★ ★ 'A
Leikstjóri: Friðrik Þór Friðriksson.
Handrit: Einar Már Guðmundsson
og Friðrik Þór. Framleiðendur: Frið-
rik Þór, Peter Rommel, Peter
Aalbæk Jensen. Kvikmyndataka: Ari
Kristinsson. Leikmynd: Ami Páll
Jóhannsson. Búningar: Karl Aspe-
lund. Tónlist: Hilmar Öm Hilmars-
son. Hljóð: Kjartan Kjartansson.
Framleiðslustjóra: Ari Kristinsson.
Framkvæmdastjóri: Inga Björk Sól-
nes. Aðalhlutverk: Órvar Jens Am-
arsson, Orri Helgason, Rúrik Har-
aldsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Jón
Sigurbjömsson, Guðrún Asmunds-
dóttir. Islenska kvikmyndasamsteyp-
an, Peter Rommel Filmproduktion
og Zentropa Entertainments. 1994.
Verð - 800 kr.
Eins og margir íslenskir rithöf-
undar hafa tíðkað leitar kvik-
myndagerðarmaðurinn Friðrik Þór
Friðriksson aftur í bemsku sína í
Reykjavík og norður í Skagafirði
í nýjustu mynd sinni Bíódögum,
sem frumsýnd var í Stjörnubíói í
gærkvöldi. Það sýnir enn fjöl-
breytni Friðriks Þórs sem kvik-
myndahöfundar. Hann er óhrædd-
ur að takast á við eins ólík efni á
hvíta tjaldinu sem hvalfangara á
næturgöltri, gamalt fólk á flótta
og mannlífið á íslandi í upphafi
sjöunda áratugarins þegar amer-
íska innrásin með sínu kanasjón-
varpi var á fullu í höfuðstaðnum
á meðan sveitabragurinn hélst
ómengaður.
Togstreita sveitamenningar og
borgar virðist óþrjótandi brunnur
sögumanna. Bíódagar, sem er
sjálfsævisöguleg að einhveiju ef
ekki öllu leyti, tengist síðustu
mynd leikstjórans, Bömum náttúr-
unnar, á þann hátt að aðalpersóna
hennar fer í Skagafjörðinn (þar
sem finna má bestu atriði myndar-
innar) og sveitin gegnir enn mjög
mikilvægu hlutverki í lífi og örlög-
um persónanna. En Friðrik Þór og
handritshöfundurinn, Ein'ar Már
Guðmundsson, virðast ekki hafa
lagt mikla áherslu á uppbyggingu
frásagnarinnar því hún er skryk-
kjótt, þungamiðjan er lítt undir-
byggð og endirinn snubbóttur.
Helsti kostur Bíódaga, fyrir utan
mjög góðan leik á köflum, liggur
í endursköpun tímabils sjöunda
áratugarins. Það hefur tekist frá-
bærlega til við að skapa andrúms-
loft sem var, a.m.k. í minningum
Friðriks Þórs og Einars Más, með
dýrlegum smáatriðum í hlutum
eins og húsbúnaði, húsakosti, bún-
ingum, farartækjum, tónlist, bíó-
myndum, vinstri umferð og allt
ofaní gömlu góðu Spurflöskurnar.
Þetta er tímabil Kanans, Roy
rollu og Trigger dollu, amerískra
stórmynda og æsandi þijúbíósýn-
inga. Þetta er augljóslega mynd
gerð eftir lok Kalda stríðsins. Inní
hana slæðist hermaður af vellinum
og verður að athlægi en hugsjóna-
maðurinn sem vill herinn burt er
fótsár fyllibytta eftir allt Kefla-
víkurþrammið. Strákamir fá að sjá
Dick Van Dyke í sjónvarpinu ef
þeir eru duglegir. Aðrir láta sér
útvarpssögurnar ennþá nægja og
stórfjölskyldan kemur saman og
syngur úr sér lungun. Svo fara
allir í bíó, konur og karlar, krakk-
ar og ömmur. Allt þetta fáum við
að sjá í stuttum en ekki mjög
tengdum atriðum, sem safnað hef-
ur verið saman úr hrúgu af minn-
ingabrotum og því fylgir húmor
og skemmtilegheit án þéss þó að
maður komist í neina snertingu við
perónurnar.
Friðriki Þór og félögum tekst
betur upp að því leyti þegar þeir
halda í sveitina og myndin breytir
algerlega um útlit. Sá hluti hefur
það framyfir fyrri hluta myndar-
innar að tvær sterkar persónur í
höndum góðra leikara koma við
sögu og taka að glansa. Það eru
Jón Sigurbjörnsson, sem leikur
bóndann á bænum, og Guðrún
Ásmundsdóttir í hlutverki konu
hans. Þar fáum við kannski að
FRÉTTIR
kynnast því sveitalífi er persónurn-
ar úr Börnum náttúrunnar lifðu
og tengslum fólks við hið yfirnátt-
úrulega, sem hér speglast í baráttu
Jóns við óhræsi í draumi í magnað-
asta atriði myndarinnar og dauð-
anum á yfirreið framhjá bænum
(í formi hins engilsins úr Himnin-
um yfir Berlín að mér sýndist).
í sveitinni mætast ameríska
hasarmyndamenningin og forn ís-
lenskur frásöguháttur og það er
engin spuming hvort hefur vinn-
inginn. Þar fær líka vönduð
myndataka Ara Kristinssonar,
sem orðinn er einn okkar fremsti
og besti kvikmyndatökumaður,
notið sín bæði í mjúkri birtunni
innanhúss og eins gullfallegu og
seiðandi landslagi Skagafjarðar-
ins.
Það er hins vegar í uppbygging-
unni sem helsti veikleiki Bíódaga
kemur fram. Sagan sjálf er fremur
óljós lengi framan af því myndin
byggir meira á stemmningsatrið-
um en heildstæðri frásögn en loks-
ins þegar sagan tekur á sig mynd,
snertir hún varla taugar áhorf-
enda. Strákurinn fær þær fréttir
að faðir hans hafi látist og jarða-
förin fer fram f sveitinni. Þetta er
stór hluti Bíódaga og eiginlegur
hápunktur myndarinnar en missir
marks því samband föður og sonar
hefur ekki verið undirbyggt á neinn
hátt og þýðing föðurmissisins fyrir
drenginn fer fyrir -ofan garð og
neðan hjá áhorfandanum. Ekki
bætir úr skák að í kjölfarið fylgir
snubbóttur endir svo myndin hang-
ir eiginlega í lausu lofti á eftir.
Fjöldi fólks fer með stór og smá
hlutverk en mest mæðir á Orvari
Jens Arnarssyni, sem fer með hlut-
verk drengsins. Er reyndar
ánægjuefni að sjá hve vel íslensk-
um leikstjórum gengur að vinna
með krakka og stendur Örvar Jens
sig með stakri prýði. Jón Sigur-
björnsson er glettilega góður sem
íslenskur bóndi, sem þarf bæði að
glíma við amerískar bíómyndir og
forynjur og hefur ekki verið betri
á tjaldinu. Guðrún Ásmundsdóttir
er að sama skapi kímileg vel. Rú-
rik Haraldsson er manni fjarlæg
persóna eins og áður sagði og Sig-
rún Hjálmtýsdóttir er hressileg
móðir drengsins en hvorug skipa
sérstakan sess í myndinni.
Arnaldur Indriðason
Margir á ferð og flugi um aðra mestu ferðamannahelgi sumarsins
Straumur í
Þórsmörk
LÍKUR eru á að landsmenn verði
mikið á ferðinni um landið um helg-
ina. Fyrsta helgin í júlí hefur að
sögn Gunnars Sveinssonar, fram-
kvæmdastjóra BSÍ, slagað upp í
verslunarmannahelgi hvað umferð
ferðamanna varðar undanfarin ár.
Gunnar segir að flestir fari í
Þórsmörk og á Höskuldarvelli. Eins
megi minna á að hálendið sé smám
saman að opnast. Yfir 2.000 manns
verða á svæðum Útivistar, Ferð-
afélagsins og Austurleiðar í Þórs-
mörk. Ótilgreindur fjöldi sækir
rokkhátíð í anda Woodstock á
Höskuldarvöllum við Keili. Veður
ætti samkvæmt upplýsingum Veð-
urstofunnar að haldast þurrt á
báðum stöðum. Bjart verður með
köflum í Þórsmörk en dimmara
yfir Reykjanesi. Mikið hefur verið
að gera í innanlandsflugi fyrir
helgina en ekki er sérstaklega mik-
ið bókað í dag.
Anna Soffía Óskarsdóttir, starfs-
maður Útivistar, sagði að 20 manns
tækju þátt í helgarferð í Þórsmörk.
Gist yrði í öðrum skála Útivistar í
Básum, ættarmót væri í hinum.
Hún áætlaði að 650 manns leigðu
tjaldstæði frá Álfakirkju inn að
Hrunaá og gat þess að 14 manns
kæmu niður í Bása úr fimm daga
gönguferð um hálendið.
Gróa Halldórsdóttir, starfsmaður
Ferðafélags íslands, sagði að um
100 manns, frá börnum innan við
eins árs upp í afa og ömmur, tækju
þátt í fjölskylduhátíð í Langadal í
Þórsmörk um helgina. Að morgni
laugardags bættust 25 göngumenn
af Fimmvörðuhálsi í hópinn. Áætla
mætti að 250 til 300 manns yrðu
á tjaldstæði Ferðafélagsins í Langa-
dal. Hjá Austurleið fengust þær
upplýsingar að búast mætti við að
um 1.000 manns yrðu á vegum
félagins í Húsadal í Þórsmörk.
Flug og langferðabílar
Frímann Benediktsson, starfs-
maður Flugleiða, sagðist ekki
greina mikla aukningu ferðamanna
um helgina. Hins vegar hefði mikið
verið að gera fyrir helgi. Hann
nefndi sem dæmi að 1.200 manns
hefðu flogið innanlands á miðviku-
dag, ellefu hundruð daginn eftir og
jafnmargir í dag. Hann reiknaði
með töluverðum fjölda farþega, á
bilinu 1.200 til 1.300, til Reykjavík-
ur á sunnudag.
Allt uppbókað á Búðum
VIKTOR Sveinsson staðarhaldari á
Búðum á Snæfellsnesi segir að til-
gangslaust sé að koma í Búða-frið-
land úm helgina og gista þar nema
eiga pantað tjaldstæði eða gistingu.
Nú þegar séu öll tjaldstæði, 80 að
tölu, pöntuð og öllum ferðamönnum
sem ekki hafi þegar gert ráðstafanir
verði vísað frá svæðinu.
„Við höfum fengið það á tilfinn-
inguna í þessari viku að allt að tvö
þúsund manns hyggist leggja leið
sína til okkar,“ sagði Viktor í sam-
tali við Morgunblaðið. „Við getum
því miður ekki tekið við öllu þessu
fólki. Við leggjum áherslu á að veita
þeim sem komast vel fyrir, góða
þjónustu og þess vegna grípum við
til þess að takmarka aðgang að frið-
landinu og tjaldstæðum á svæðinu."
Haldið uppi gæslu
„Við munum halda uppi gæslu við
hlið friðlandsins og vísa þeim frá sem
ekki eiga lögmætt erindi. Lög um
friðlandið gera ráð fyrir því að svæð-
ið sé opið þeim einum sem þangað
eigi lögmætt erindi og þar af leið-
andi neyðumst við til þess að bera
fyrir okkur ákvæði þessara laga,“
sagði Viktor.
Hann bendir ferðamönnum á að
víða á Snæfellsnesi megi finna ágæt
tjaldstæði og nefnir sem dæmi tjald-
stæði í Ólafsvík, á Rifí, Hellissandi
og við Lýsuhól.
Granotier
í g’æslu til
26. júlí
BERNARD Granotier var í gær
úrskurðaður í gæsluvarðhald til
26. júlí, að kröfu embættis lög-
reglustjórans í Reykjavík. Gra-
notier réðst á samfanga í Síð-
umúlafangelsi sl. miðvikudags-
morgun.
Gæsluvarðhald Granotiers
átti að renna út í dag, en emb-
ætti lögreglustjóra fór fram á
framlengingu þess. Eins og
skýrt var frá i Morgunblaðinu
í gær var ákveðið á þriðjudag
að visa Granotier úr landi og
var sú ákvörðun tekin að höfðu
samráði við ríkissaksóknara, en
ekki var ákveðið hvenær fram-
fylgja ætti henni. Ákvörðunin
byggðist á 12. grein laga um
eftirlit með útlendingum sem
heimilar m.a. að vísa manni úr
landi sem áður hefur verið vísað
frá einu öðru Norðurlandanna,
en það á við um Granotier.
Granotier hefur 15 daga
frest til að kæra ákvörðun út-
lendingaeftirlitsins, en geri
hann það þarf dómsmálaráðu-
neytið að úrskurða í málinu.
Þjóðminjaráð
Rannsókn
fram haldið
ÞJÓÐMINJARÁÐ lagði til á
fundi sínum í gær að vísinda-
legri rannsókn á meintum föls-
uðum silfursjóði frá Miðhúsum
við Egilsstaði verði haldið
áfram. Ólafur Ásgeirsson, for-
maður ráðsins, segir að tillögur
um tilhögun slíkrar rannsóknar
hafi verið sendar ráðuneytinu
en hann vildi ekki tjá sig nánar
um þær.
Ólafur sagði í samtali við
Morgunblaðið að þegar væri
búið að vinna lengi í þessu
máli af hálfu Þjóðminjasafns
og hann kvaðst vona að stofn-
unin fengi næði til þess að
halda því áfram. Hann kvað
það stefnu þjóðminjaráðs að
ljúka þessu máli með eðlilegum,
vísindalegum hætti.
Starfstímabili núverandi
þjóðminjaráðs lauk frá og með
fundi ráðsins í gær en það er
í samræmi við ákvæði breyttra
þjóðminjalaga. Nýtt ráð hefur
ekki verið skipað.
Veiðikort
í notkun
ALLIR veiðimenn sem hyggja
á veiðar á villtum fuglum og
landspendýrum verða frá og
með deginum í dag skyldaðir
til að vera með veiðikort.
í reglugerð um veiðikort og
sérstök veiðikort, hlunninda-
kort, er kveðið svo á að til 31.
mars 1995 skuli skotveiðileyfi
gilda sem veiðikort. Þeir sem
ekki eru með skotveiðileyfi og
stunda veiðar án skotvopna,
t.d. lundaveiðar með háfum,
veiðar á fýls- eða skarfsungum,
minkaveiðar með gildrum,
þurfa að sækja um sérstaka
undanþágu frá veiðistjóraemb-
ættinu til þess að stunda veið-
arnar. Undanþágan er gjaldfrí
og er ekki bundin við sérstaka
aldurshópa.