Morgunblaðið - 01.07.1994, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Þá er riú aðal klækjarefur íslenskra stjórnmála kominn með skottið í gildru
heilagrar Jóhönnu . . .
Úttekt evrópskrar nefndar um lögreglu- og fangelsismál
Samskipti fanga og starfs-
fólks fangelsa afslöppuð
EVRÓPUNEFND um varnir gegn pyndingum og ómannúðlegri eða
vanvirðandi meðferð eða refsingu varð hvorki vör við ásakanir vegna
pyndinga hjá lögreglu né í fangelsum í heimsókn sinni hingað til lands
6. til 12. júlí 1993. Ekki varð nefndin áskynja um annað er bent gæti
til að pyndingar hefðu átt sér stað. Nefndin tók fram að samskipti
fanga og starfsmanna væru almennt afslöppuð.
Island er fullgildur aðili að Evr-
ópusamningi um varnir geng pynd-
ingum og ómannúðlegri eða vanvirð-
andi meðferð eða refsingu. Evrópu-
nefndin var sett á stofn samkvæmt
samningum og heimsækir hún aðild-
arríki með reglubundnum hætti.
Nefndin hefur skilað skýrslu um
fyrstu reglubundnu skýrslu sína
hingað til lands og var hún birt á
þriðjudag.
Þorsteinn A. Jónsson, skrifstofu-
stjóri í dómsmálaráðuneytinu, hefur
haft mikil samskipti við nefndina.
Hann tók fram að hún þyrfti ekki
að boða komu sína á tilteknar stofn-
anir í starfi sínu, hefði sjálfstæða
heimild til að tala við hvern sem
væri og skoða húsakynni. Almennt
um niðurstöður nefndarinnar sagði
hann að hún hefði ekki heyrt ásak-
anir um slæma meðferð á föngum
í fangelsum. Stjórnvöld hefðu skýrt
nefndinni frá því að af og til bærust
kvartanir og kærur um harðræði af
hálfu lögreglu. Nefndin segðist hafa
heyrt frá föngum að lögreglumenn
hefðu, í því skyni að beita þá þrýst-
ingi, hótað að setja þá í einangrun.
Niðurstaða nefndarinnar væri að lít-
il hætta væri á að þeir sem sættu
frjálsræðissviptingu af hálfu ís-
lenskrar lögreglu yrðu fyrir illri
meðferð.
Handtaka og fangavist
Hvað handtekna menn varðar
gerir nefndin að tillögu sinni að sá
möguleiki að fresta megi því að
handtekinn maður tilkynni handtöku
sína skyldmenni eða öðrum þriðja
aðila sé skilgreindur nánar og settur
um hann reglur til varnar misnotk-
un. Hún vill að settar verði með lög-
um reglur um rétt handtekins manns
til að ná til læknis (þar á meðal
læknis að eigin vali), reglur verði
samdar um tilhögun yfirheyrslna og
að athugaður verði sá möguleiki að
gera hljóðritun á yfirheyrslum að
fastri vinnureglu.
í kafla um fangelsi kemur fram
að lélegar aðstæður séu til vistunar
fanga í fangelsunum við Síðumúla
og á Skólavörðustíg, svo og í ákveðn-
um hlutum fangelsisins að Litla-
Hrauni. Nefndin leggur í því sam-
bandi til að framkvæmdaáætlun
dómsmálaráðuneytis til að koma á
viðunandi aðbúnaði sé veittur alger
forgangur. Fram kom á fundinum
að stefnt væri að því að hefja bygg-
ingu nýs fangelsins á Tunguhálsi 6
er leysti úrelt húsnæði af hólmi í lok
árs 1995. Björtustu áætlanir gerðu
ráð fyrir að framkvæmdunum gæti
Iokið um tveimur árum síðar, eða í
lok árs 1997.
Tekið er fram að í fangelsum við
Síðumúla og á Skólavörðustíg hafi
ekki verið stunduð nein meðferð sem
risið geti undir nafni. Stofnanirnar
væru aðeins notaðar sem eins konar
geymsluskemma fyrir manneskjur.
Lagt er til að úr þessu verði bætt
með úrbótum í húsnæðismálum.
Sogn í háum gæðaflokki
Meginniðurstaða nefndarinnar
varðandi meðferðarstofnun fyrir
ósakhæfa afbrotamenn að Sogni er
að aðbúnaður og meðferð sjúklinga
sé af háum gæðaflokki og er sérstak-
lega getið um faglega hæfni starfs-
manna stofnunarinnar og hversu
mjög þeir leggi sig fram í starfi og
sýni því áhuga.
Sumarverk
Morgunblaðið/Golli
JÓN Sandholt Jónsson notaði góða veðrið í byrjun vikunnar til
að mála vegg i kringum hús í Hafnarfirði.
Ný kenning um loftslag
Hitasveiflur við
Svalbarða stjórna
hita jarðarinnar
Páll Bergþórsson
veðurfræðingur
setti nýlega fram
þá kenningu að sjá megi
fyrir meðaltal lofthita á
jörðinni sjö ár fram í tím-
ann eða lengur með mik-
illi nákvæmni. Slíkar
spár byggjast ekki á
hefðbundnum aðferðum
heldur er koltvísýrings-
magn í lofti og hitasveifl-
ur við Svalbarða notaðar
við spárnar. Kenning
Páls gengur út á það að
hitasveifiur í hafinu á
Svalbarðasvæðinu séu
svo miklar og langvar-
andi að þær hafi áhrif
um allan heim. Kenning-
una setti Páll fram á
þingi norrænna veður-
fræðinga, sem var haldið
í Kristiansand í Noregi í
byijun júní.
- Á hverju byggjast
spárnar?
„Svo vill til að sjórinn hefur
sterk staðbundin áhrif á lofthit-
ann. Einhver allra mögnuðustu
áhrif af því tagi er að finna við
Svalbarða, þar sem hitabrigði frá
ári til árs og milli áratuga eru
tífalt meiri en á norðurhveli sem
heild. Þarna getur svona afbrigði-
legur lofthiti meira að segja varað
í meira en 30 ár eins og gerðist
um miðja þessa öld. Spárnar
byggjast því á að auk vaxandi
gróðurhúsaáhrifa er bestu vís-
bendingu um loftslag að finna í
ástandi sjávar og hafíss nyrst í
Atlantshafi, einkum þó norður af
íslandi.“
- Hvernig getur ástand sjávar
á tiltölulega litlu svæði eins og
við Svalbarða haft áhrif á lofthita
um allan heim?
„Mikill kuldi eða hiti í yfirborði
sjávar við Svalbarða á greiða leið
inn í mikinn hringstraum í Norð-
ur-Atlantshafi. Þetta hring-
streymi liggur frá Svalbarða til
suðvesturs milli íslands og Græn-
lands, til Labrador og Nýfundna-
lands og þaðan austur um haf til
Noregs og til Svalbarða á ný.
Þetta ferðalag sjávarins tekur um
14 ár með 1000 km ______________
hraða á ári og sjávar-
hitinn varðveitist ótrú-
lega vel á þessari leið.
Allir vindar, sem
blása yfir þetta haf- —
svæði, hlýna eða kólna af sjónum
og bera með sér hlýnun eða kóln-
un um alla jörð. Áhrifin á lofthit-
ann safnast saman frá ári til árs,
fyrst á norðurhveli en síast líka
smám saman til suðurhveis þar
sem þau verða eðlilega minni.“
Gróðurhúsaáhrifin greinileg
- Hvernig eru spárnar gerðar?
„Til að gera spárnar er stuðst
við tvenns konar vísbendingar.
Annars vegar nýjustu vitneskju
um loftslagið á Svalbarða og hins
vegar nýjustu vitneskju um koltví-
sýring í gufuhvolfi jarðar. Um
koltvísýringinn eru til góðar
skýrslur en hann hefur aukist
mjög reglulega á síðustu áratug-
um. Af þeirri aukningu og reynd-
ar einnig aukningu annarra loft-
tegunda stafa vaxandi gróður-
húsaáhrif og hlýnun loftslagsins.
Til þess að meta loftslagið á Sval-
barða á hveijum tíma er tekið
vegið meðaltal af lofthita síðustu
ára en hitamælingar hófust á
Svalbarða árið 1893.
Það hefur verið deilt um hvort
hlýnun af auknum gróðurhúsa-
Páll Bergþórsson
►PÁLL Bergþórsson er
fæddur 1923 og lauk stúdents-
prófi frá MR 1944. Hann
stundaði veðurfræðinám á
sænsku veðurstofunni og í
Stokkhólmsháskóla. Hann hóf
störf á Veðurstofu íslands
1946 og var veðurfræðingur
þar frá 1949 til 1982 þegar
hann varð deildarstjóri veður-
fræðirannsókna. Veðurstofu-
stjóri var hann svo frá 1989
til ársloka 1993 þegar hann
hafði náð hámarksaldri opin-
berra starfsmanna.
Kenningin
hefði staðist
alla þessa öld
áhrifum sé komin fram. Ég tel
engan vafa á því að þau séu kom-
in fram en frávikin frá þeirri
reglulegu hlýnun skýrast einmitt
ágætlega með hitasveiflum á
Svalbarða. Einkum verður þessi
hlýnun vegna gróðurhúsaáhrifa
greinileg á suðurhveli, þar sem
áhrifin frá Svalbarða eru mun
minni.“
- Hvernig hafa spárnar stað-
ist? _
„Ég tel mig hafa sýnt fram á
--------- að ef kenningin hefði
verið notuð síðustu
hundrað ár fyrir norð-
ur- og suðurhvel hefðu
spár um meðalhita
““ næstu sjö ára á norð-
urhveli ræst svo vel að fylgni
þeirra við mælingar hefði verið
um 94% og skekkjan minni en
0,06 gráður á Celcius í tveimur
af hveijum þremur spám. Spár
um sjö ára meðalhita á suður-
hveli reyndust enn betur með 96%
fylgni og í tveimur af hveijum
þremur spám varð skekkjan
minni en 0,05 gráður á Celcius."
- Hvað segir svo kenningin
um framtíðina?
„Hiti undanfarin ár sýnir að
loftslag á Svalbarða er allt að því
eins hlýtt og það var að jafnaði
á hlýskeiðinu 1931 til 1960. Þeg-
ar þess er svo gætt að koltvísýr-
ingur loftsins er nú meiri en
nokkru sinni fyrr á síðustu öldum
og mun að öllum líkindum aukast
enn, hljóta horfurnar að teljast
hlýindalegar um alla jörð næstu
sjö árin eða lengur. Þessi bjart-
sýni ætti líka að vera réttlætanleg
um loftslag á íslandi. Eftir nokk-
ur ár ætti svo batinn að koma
til Grænlands og íbúa Nýfundna-
lands eftir ördeyðuna að undan-
förnu og íslenskur landbúnaður
ætti líka að njóta góðs af.“