Morgunblaðið - 01.07.1994, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Vinna hafin að nýju í frystihúsinu á Grenivík
„Hófum
starfið af
tvöföldum
krafti“
SIGRÚN Valdimarsdóttir og Ásgeir Jónsson sögðust hæst-
ánægð með að vera ekki lengur atvinnulaus, og vera bjartsýn
á að rekstur frystihússins gengi vel héðan í frá.
VINNSLA hófst að nýju í frysti-
húsinu á Grenivík í gær, en þar
hefur engin starfsemi verið síðan
fyrirtækið Kaldbakur, sem rak
frystihúsið, varð gjaldþrota fyrir
rúmlega þremur mánuðum. Út-
gerðarfélag Akureyringa keypti
nýlega eignir fyrirtækisins, sem
er stærsti atvinnurekandi á staðn-
um. Um 30 manns hófu vinnu í
gær, og ríkti almenn ánægja
meðal starfsmanna þegar Morg-
unblaðið ræddi við þá. „Það er
góð tilfmning að vera byijaður
að vinna aftur, enda hófum við
starfið af tvöföldum krafti. Þótt
maður hafi haldið í vonina allan
tímann um að reksturinn hæfist
að nýju, er yndislegt að sjá það
verða að veruleika,“ segir Hildi-
gunnur Eyfjörð Jónsdóttir sem
vinnur við að snyrta fiskinn en
hún hefur verið atvinnulaus síðan
í mars eins og aðrir í frystihúsinu.
Hildigunnur segir að suma
Grenivíkinga hafi þrotið þolin-
mæði meðan frystihúsið var lokað
og leitað í önnur byggðarlög eftir
atvinnu, m.a. til Patreksfjarðar
og Djúpavogs, sérstaklega unga
fólkið. „Það er búið að vera mjög
erfitt, en ég eins og margir aðrir
ákvað að doka við. Ég er líka
ánægð með að jafn sterkt og
gott félag og ÚA taki við félag-
inu,“ segir Hildigunnur. Hún
kveðst þó harma að færri fái at-
vinnu en fyrir lokunina, þar á
meðal skólanemar sem hafi jafn-
an getað gengið að vinnu í frysti-
húsinu vísri í sumarleyfum. Sú
þróun hafi þó þegar hafist í fyrra-
sumar, og mestu skipti að starf-
semin gangi eðlilega fyrir sig.
Bros á hverju andliti
Sigrún Valdimarsdóttir vinnur
við pökkunina, en hún missti
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Hildigunnir segir ástandið
hafa verið erfitt meðan
starfsemi frystihússins var
lömuð og gott sé að vera
komin í vinnu á nýjan leik.
starfið í mars ásamt eiginmanni
sínum, og kveðst hafa verið hóf-
lega bjartsýn um að starfsemi
hæfist að nýju. „Ég gerði mér
engar sérstakar vonir og hefði
án efa flutt úr bænum og leitað
mér að vinnu annars staðar, hefði
frystihúsið verið aðgerðarlaust
öllu lengur. Ég gæti ekki setið
hér atvinnulaus í langan tíma,“
segir Sigrún og kveðst álíta að
þegar einn atvinnurekandi gegni
jafn veigamiklu hlutverki í at-
vinnulífi bæjar og á Grenivík,
verði að halda starfsemi hans
áfram með öllum ráðum. „Fólkið
er mjög ánægt þennan fyrsta dag
í vinnu, það var bros á hveiju
andliti í morgunn. Ég er líka
bjartsýn á framhaldið og er sann-
færð um að reksturinn muni
ganga vel á næstu árum,“ segir
hún.
Fyrsta vinnudaginn eftir þessa
löngu vinnustöðvun var ýsa verk-
uð og fryst fyrir Bandaríkjamark-
að, en ekið var með 7 tonn _af ýsu
frá Akureyri til Grenivíkur. í fyrra
frysti húsið um 2.100 tonn af
fiski, aðallega þorski, sem var þó
samdráttur um ein 500-600 tonn
frá árinu þar á undan. Afkasta-
getan er þó mun meiri. „Það ríki
mikil vinnugleði í morgun og vel
gekk að koma starfinu af stað,
þrátt fyrir að sumir væru smá-
stund að ná upp sínum fyrri hraða
og lagni,“ segir Ásgeir Jónsson,
verkstjóri. Hann kveðst telja at-
vinnuöryggið mun meira með
nýjum eigendum, og verstu erfið-
leikarnir séu aðbaki.„Ég hef ekki
átt heima hérna lengi, en vildi
bíða og sjá til hvernig reiddi af
með fyrstihúsið áður en ég flytti
mig um set. Ég er virkilega
ánægður með að hjólin séu farin
að snúast aftur og veit að öllum
er hjartans mál að halda þeim
gangandi áfram.“
A
Fríhöfnin
Keflavíkurflugvelli
V/SA
FJÖLNOTA GREIÐSLU- OG ÞJÖNUSTUKORT
Rétta kortið fyrir þig!
VISA
síMSMMB
VJMWdlVbl
Álfabakka 16 • Sími: 67 17 00
Norsk svín í einangrun
Síðustu grísirnir
komnir í heiminn
SEINASTA norska gyltan af tíu sem hafa verið í einangrun í Hrís-
ey frá því í byijun mars gaut um helgina, og eru nú tæplega 100
grísir komnir í heiminn. Valur Þorvaldsson, framkvæmdastjóri
Svínaræktarfélags íslands sem stendur að innflutningi skepnanna
með stuðningi landbúnaðarráðuneytisins, segir að grísirnir vaxi
mjög vel og standist þær væntingar sem til stofnsins eru gerðar.
Einangrunarstöðin í Hrísey var
reist sérstaklega með innflutning
norska svínastofnsins í huga, og
nemur stofnkostnaður við bygg-
inguna og kaup á dýrum um 30
milljónum króna. Við það bætast
öll rekstrargjöld, en reiknað er
með að sala dýranna greiði þann
kostnað að miklu leyti.
Til lands eftir ár
Valur segir að flestar gylturnar
gjóti nú í fyrsta skipti og séu þær
rétt ársgamlar. Valin verði hjörð
úr grísunum, 30 gyltur og 10 gelt-
ir, og sé stefnt að því að flytja
afkvæmi hinna nýfæddu grísa eft-
ir rúmt ár til lands, um mitt sum-
ar 1995. „Ætlunin er bæði að
hreinrækta norska stofninn og
blanda honum við íslenska stofn-
inn til kynbóta," segir Valur. Hann
segir vaxtarhraða norsku svín-
anna meiri en íslenskra og að þau
þurfi minna fóðurs á hvert kíló
af kjöti, sem leiði til meiri hag-
kvæmni. Kjötið sé einnig ögn frá-
brugðið kjöti íslensku svínanna;
vöðvar séu meiri og fita minni.
Valur segir að þessu verkefni
ljúki næsta haust og þá bíði stöðin
eftir næsta verkefni á sama sviði.
Hann kveðst reikna með að svínin
sem seld verði til landsins að ári,
verði dýrustu svín á íslandi, en
þó á viðráðanlegu verði og hann
sé fullviss um að eftirspurnin verði
næg vegna þeirrar hagræðingar
sem stofninn hefur í för með sér.
„Þetta er án efa verkefni sem mun
borga sig vel,“ segir Valur.
Nýir landnemar
AÐALBJÖRG Jónsdóttir sóttvarnardýralæknir og Kristinn
Árnason bústjóri, hafa vakað yfir norsku svínunum.
Mitsubishi open
Bestu kylfingar
landsins væntanlegir
OPNA Mitsubishi-mótið í golfi hefst
á Jaðarsvelli á Akureyri á morgun,
2. júlí. Golfklúbbur Akureyrar stend-
ur fyrir mótinu með veglegum stuðn-
ingi Hölds hf., og er þetta stærsta
mót sem GA stendur fyrir í ár, fyrir
utan íslandsmótið. „Mitsubishi open
er stigamót til landsliða karla og
kvenna, þannig að allir þekktustu
og sterkustu kylfingar landsins
munu keppa hérna,“ segir Skúli
Ágústsson, hjá Höldi hf. Keppt verð-
ur í sex flokkum með og án forgjaf-
ar. Pjöldi verðlauna eru í boði en
auk þess er ferð fyrir tvo til Algarve
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm '
- hótelið þitt
í Portúgal veitt fyrir holu í höggi,
en náist ekki hola í höggi verða verð-
launin dregin út við lok mótsins.
Mitsubishi open er nú haldið í
sjötta skiptið. Skúli segir að í fyrra
hafi 130 kylfingar keppt, en þar sem
veðurútlit sé gott megi búast við að
minnsta kosti 150 keppendum. Veg-
leg verðlaun laði einnig að. Yfirleitt
hafi þó verið bíll í verðlaun fyrir
holu í höggi, en búið sé að setja
reglur til að skilja ,á milli áhuga-
manna og atvinnumanna, þannig að
áhugamaður sem hreppa myndi bif-
reið í verðlaun myndi flokkast sem
atvinnumaður.
Skráningu fyrir mótið lýkur í dag,
föstudag, kl. 19 hjá Golfklúbbi Akur-
eyrar. Skúli kveðst geta fullyrt að
Mitsubishi open sé eitt hið sterkasta
á landinu, og kveðst eiga von á
harðri keppni.
Listasumar ’94
Föstudagur 1. júlí
ÁSLAUG Thorlacius sýnir verk
í Glugganum, verslunarglugga
KEA í göngugötunni, og stend-
ur sýningin í viku.