Morgunblaðið - 01.07.1994, Side 14
MORGUNBLAÐIÐ
14 FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1994
Sumdr'
tilboð!
Garðáhöld á einstöku verði
mjög vandaðar, teflon
húðaðar.
kr. 1.150
Aðrar gerðir
frá kr. 740
Slöngurúlla
á hjólum.
Kr. 2.250.
Slöngurúlla
Trjáklippur með löngu
skafti, teflon húðaðar
kr. 1.100.
Garðúðaðar.
3 gerðir.
Verð frá kr. 650.
Þetta er aðeins hiuti af
úrvalinu. Komið, skoðið og
gerið góð kaup!
Ath.: Við eigum einnig úrval af
hillum og hillukerfum í
bílskúrinn eða geymsluna á
hagstæðu verði. Op/'ð
mánud. til föstud. 9-18.
Laugard. 10-14.
Öll verO
eru stgr. verö
verði!
FAXAFENI 9, SÍMI 887332
VIÐSKIPTI
Fundur stórkaupmanna um hafnarmál í Reykjavík og Rotterdam
Borgarstjórí viil stuðla að auk-
inni samkeppni ísiglingum
stórkaupmanna hélt í gær. Þar fluttu ræður þau Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir, borgarstjóri, og fulltrúi Rotterdamhafnar,
Harry Kloosterboer. A myndinni eru frá hægri þau Ingibjörg
Sólrún og Kloosterboer, ásamt konu hans og Jochem Porte, sem
einnig á sæti í sendinefndinni frá Rotterdam.
BORGARSTJÓRINN í Reykjavík,
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sagði
á fundi, sem Félag íslenskra stór-
kaupmanna hélt í gær, að núverandi
meirihluti í borgarstjórn hygðist láta
fara fram ítarlega könnun á því,
hvernig efla mætti Reykjavíkurhöfn
sem umsvifamikið atvinnusvæði,
fjölga skipakomum og stuðla að
aukinni samkeppni í sjóflutningum.
Á fundinum var fjallað um flutn-
inga- og hafnannál í Reykjavík og
Rotterdam í Hollandi, og var aðal-
ræðumaðurinn Harry Kloosterboer,
fulltrúi Rotterdamhafnar. Sagði
hann að staðsetning borgarinnar og
stærð hafnarinnar gæfu Islending-
um tilefni til að beina flutningum
sínum þangað, bæði innflutningi og
útflutningi.
Félag íslenskra stórkaupmanna
boðaði til fundarins í tilefni af opin-
berri heimsókn Hollandsdrottningar
hingað til lands. Meðal fundarmanna
voru fulltrúar Rotterdamhafnar og
sendinefnd, skipuð fulltrúum við-
skiptalífsins í Hollandi.
Birgir Rafn Jónsson, formaður
Félags íslenskra stórkaupmanna,
setti fundinn, og lagði í máli sínu
áherslu á mikilvægi viðskipta Islend-
inga við Holland, bæði í innflutningi
og útflutningi. Að ávarpi hans loknu
tók til máls Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, borgarstjóri. Rakti hún sögu
Reykjavíkurhafnar í stuttu máli og
vék sérstaklega að nánum tengslum
hennar við verslun og atvinnulíf í
borginni í gegnum tíðina.
Rætt við stórkaupmenn
í máli Ingibjargar Sólrúnar kom
fram, að í Reykjavík væri fyrirkomu-
lag hafnarmála með þeim hætti, að
höfnin sjálf ætti hafnarmannvirkin
OECD
og sæi til þess að landrými væri
nægilegt, en gæfi svo einkaaðilum
tækifæri til að byggja upp aðstöðu
sína þar. Skipaafgreiðsla og vöru-
dreifing væri hins vegar í höndum
skipafélaganna og annarra einkafyr-
irtækja. Hún sagði að meirihluti R-
listans í borgarstjórn hygðist láta
fara fram ítarlega könnun á mögu-
leikum hafnarinnar í framtíðinni,
hvernig efla megi starfsemi hennar,
auka vöruflutninga um hana og
hvernig hún geti stuðlað að aukinni
samkeppni í millilandasiglingum. Um
það efni hefði meðal annars verið
rætt við Félag íslenskra stórkaup-
manna. Þá væri á áætlun að athuga
hvernig hægt yrði að skapa fleiri
aðilum en nú er aðstöðu til að sinna
vöruafgreiðslu.
Stærsta vöruflutningahöfn í
heiminum
Aðalræðumaður fundarins var
Harry Kloosterboer, framkvæmda-
stjóri hollenska fyrirtækisins Euro-
frigo, en hann var hingað kominn
fyrir hönd hafnaryfirvalda og hags-
munaaðila í Rotterdam. í máli hans
kom fram, að Rotterdamhöfn væri
stærsta vöruflutningahöfn í heimin-
um og mun stærri en aðrar hafnir á
svipuðum slóðum í Evrópu, svo sem
í Hamborg og Antwerpen. Kostir
þess að flytja vörur um Rotterdam
væru margir, þar skipti stærðin og
Nýtt hagvaxtarskeið
framundan
OECD SPÁIR HAGVEXTI A NY
í spá um efnahagsástandiö I OECD-ríkjunum á þessu árl og því næsta segir stofnunin,
aö hagvöxtur í aöildarrlkjunum verði aö aukast hraöar en hann hefur gert I tvo áratugi,
eigi áfram aö vera hægt aö halda þar uppi velmegun og tiltölulega háu atvinnustigi.
OECD ríki, nokkrar hagtölur*
Landsframleiösla Veröbólga
1993
1994
spá
1995
spá
0.9]l | 1
2,e 1
M
2,91
jto
0.5I i.oi 1.5I 2.0I 2,5! 3.0
li oröiö nálægt 3% á næsta ári.
i Bandarikjunum, Bretlandi,
i, samkvæmt spá OECD.
Atvinnuleysi
hluttfall af helkfarvlm
Meilkö undenskilö Veröbólgutölur innihelde ekki tölur trí Tytklandi
HAGVÖXTUR í flestum aðildam'kj-
um Efnahags- og framfarastofnun-
arinnar í París (OECD) er að glæðast
og bjartsýni ríkir um efnahagsþró-
unina á næstu árum. Bendir margt
til þess að framundan sé nýtt hag-
vaxtarskeið. Þetta kemur fram í ný-
birtri skýrslu stofnunarinnar um
efnahagshorfur í aðildarlöndunum.
Spáð er áframhaldandi lægð i ís-
lensku efnahagslífí, en Þórður Frið-
jónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar,
segir að hagvöxtur í nágrannalönd-
unum muni hafa jákvæð áhrif hér.
Gert ráð fyrir að hagvöxtur verði
að méðaltali 2,6% í löndum OECD á
yfírstandandi ári og nálægt 3% á
næsta ári. Eru horfur á að svipaður
hagvöxtur haldi áfram á næstu
árum, að sögn Þórðar. „Ef þessar
áætlanir ganga eftir, þá er nýtt vaxt-
arskeið í uppsiglingu og menn telja
að það sé þegar vel á veg komið í
nokkrum löndurn," sagði hann.
Áfram samdráttur í
landsframleiðslu hér
Spáð er áframhaldandi lægð í ís-
lensku efnahagslífí út þetta ár og
samdrætti í landsframleiðslu, sem
sérfræðingar OECD telja að muni
dragast saman um 0,6%. Hins vegar
er spáð hægum vexti á næsta ári
og að landsframleiðslan muni aukast
um 1,4% á árinu 1995.
Þórður sagði að ekkert nýtt kæmi
fram í spám OECD um ísleriskt efna-
hagslíf enda byggðust þær á upplýs-
ingum sem lágu fyrir í vor og væru
í samræmi við áætlanir Þjóðhagsstof-
unar en gera mætti ráð fyrir að fram-
undan væri hægur vöxtur í efnahags-
lífinu.
„Þegar lifnar yfír efnahagslífinu í
kringum okkur þá gerir það að verk-
um að umgjörðin Um íslensk efna-
hagslíf verður rýmri. Við sjáum það
meðal annars í því að álverð hefur
hækkað verulega og ferðalög aukast
í heiminum með bættum efnahag.
Hagvöxtur og traustur efnahagur í
öðrum löndum hefur góð áhrif á ís-
lenskt efnahagslíf," sagði Þórður.
staðsetningin miklu, borgin lægi vel
við samgöngum og væri auk þess í
nágrenni við stór markaðssvæði í
Evrópu. 80% af Evrópumarkaðnum
væru í innan við tveggja sólarhringa
akstursfjarlægð frá borginni og þétt-
býlustu svæði Evrópu í innan við
sólarhrings fjarlægð.
Rotterdam hentug höfn fyrir
íslendinga
Kloosterboer lagði á það áherslu,
að hagstætt væri fyrir íslendinga að
flytja vörur um Rotterdam,.það hent-
aði bæði útflytjendum og innflytjend-
um vel. Ekki væri nóg með að stutt
væri á Evrópumarkað þaðan, heldur
væri líka hentugt að flytja vörur um
borgina þegar menn ættu viðskipti
við aðila annars staðar, svo sem í
Austur-Asíu. Þá væri Rotterdamhöfn
helsta viðskiptahöfn Evrópu á sviði
matvæla og væri sérstök áhersla lögð
á það að veita þeim góða þjónustu,
sem versluðu með frysta og kælda
matvöru. Hann bætti líka við, að í
Rotterdam hefði verið hannað sér-
stakt kerfi til að tryggja hraða vöru-
afgreiðslu og ætti samkvæmt því
ekki að taka meira en eina klukku-
stund að ljúka öllum formsatriðum
við tollafgreiðslu og þess háttar.
Þetta kerfi ætti að komast í gagnið
að fullu eftir 1. október næstkom-
andi.
Aðspurður um fyrirkomulag hafn-
armála í Rotterdam sagði Klooster-
boer, að borgaryfírvöld sæju um
skipulagningu hafnarsvæðisins og
framkvæmdir við hafnarmannvirki,
en hollenska ríkið tæki þátt í fjár-
mögnun þeirra. Hins vegar væru 90%
af þeirri þjónustu, sem veitt væri í
sambandi við vöruafgreiðslu og þess
háttar, í höndum einkafyrirtækja.
Fjölmiðlar
CBS og
QVC sam-
einast
New York. Reuter.
FRÉTTIR um saméiningu
CBS-sjónvarpsins og innkaupa-
og kapalsjónvarpsins QVC urðu
til þess á fímmtudag að CBS
fór þess á leit við kauphöllina
í New York að viðskiptum með
hlutabréf í fyrirtækinu yrði
hætt. CBS mun bjóða 3 millj-
arða dollara í QVC.
Fyrr á þessu ári beið QVC
lægri hlut í langdreginni bar-
áttu við Viacom um yfírráð
yfír Paramount Communicati-
ons. Þá voru 10 milljarðar doll-
ara í húfí.
Diller aðalframkvæmda-
stjóri nýja fyrirtækisins
Hermt er að stjórnarfor-
mennirnir Laurence Tisch frá
CBS og Barry Diller frá QVC
standi í samningum um hugs-
anlegan samruna félaganna.
Diller verður aðalframkvæmda-
stjóri eftir sameiningu CBS og
QVC, en Tisch stjórnarformað-
ur samkvæmt blaðafréttum.
Diller var forstöðumaður
Fox-keðju Ruperts Murdochs
áður en hann fór til QVC, sem
er morgun- og innkaupasjón-
varp. Hann hefur einnig að
baki reynslu í Hollywood, þar
sem hann var um tíma for-
stöðumaður kvikmyndavera
Paramount-kvikmyndafélags-
ins.
J
i
I
1
f
i
I
i
I
I
í
í
í
i
i
t
i
í
E
I
I
>
i
í
>
i
I