Morgunblaðið - 01.07.1994, Page 20

Morgunblaðið - 01.07.1994, Page 20
20 FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Síðasta sýningar- helgi Sossu HELGIN 2.-3. júlí er síðasta sýningarhelgin á sýningu Sossu í Gallerí Borg. Þar sýnir hún 24 olíumálverk, öll unnin á þessu ári. Sýningin er opin frá kl. 12-18 virka daga og kl. 14-18 um helgar. Henni lýkur þriðjudaginn 5. júlí. Guðmundur Karl sýnir í Hafnarborg GUÐMUNDUR Karl Asbjörns- son opnar laugardaginn 2. júlí málverkasýningu í aðalsal Hafnarborgar, menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar. Á sýningunni verða nýjustu verk Guðmund- ar Karls í olíu, pastel, akrýl og vatnslitum til sýnis. Þetta er önnur einkasýn- ing hans á þessu ári, en í vor var hann með mál- verkasýningu í landi. Undanfarin fjögur ár hefur Guðmundur verið með málverka- Suður-Þýska- sýningar í sex borgum víða um Þýskaland. Á sama tíma og sýn- ingin stendur yfir í Hafnarborg tekur hann með 15 myndum þátt í samsýningu í Galerie Menzel, myndlist, glerlist og skúlptúr í Markgreifalandi. Sýningin í Hafnarborg er opin daglega frá kl. 12-18 nema þriðjudaga. Norskur karla- kór í Lang- holtskirkju Á LANDINU er nú staddur norski karlakórinn Namos Sang- forening. Kórinn mun halda tón- leika í Langholtskirkju laugar- daginn 2. júlí kl. 17. Á efnisskrá verða norsk verk, negrasálmar o.fl. Stjómandi kórsins er Knud Misvæær og einsöngvari Sissel Eid. Nýjar bækur ■ „Við lendum á Snæfells- jökli“ er ný bók í vasabroti eftir nýjan íslenskan spennusagnahöf- und, sem kallar sig Carlson. í kynningu frá útgefanda seg- ir: „Við lendum á Snæfellsjökli“ segir frá íslendingi sem vinnur hjá CIA og er sendur heim til íslands á Snæfellsjökul til að leysa þar erfítt og dularfullt verk- efni.“ Sel-útgáfan gefur bókin út og kostar hún 595 krónur. LISTIR Rakarasöngur í Langholts- og Víðistaðakirkju KARLAKÓRINN Þrestir hefur á síðustu mánuðum stofnað til vináttutengsla við kór í Hol- landi. Þetta er karlakór sem syngur svokölluð „Barber- shop“-lög, og kallar sig „Whale City Sound“. Þeir eru á leiðinni á „Barbershop“-kóramót í Bandaríkjunum og munu dvelja hér frá 1.-3. júlí og halda söng- skemmtanir í Langholtskirkju 1. júlí kl. 20.30 og í Víðistaða- kirkju 2. júlí kl. 19. „Whale City Sound“ var stofnaður 1986 af 17 manna hópi sem hafði áhuga á að syngja „Barbershop“ tónlist. Fleiri menn höfðu áhuga á að ganga í kórinn og innan árs voru félagar orðnir 32. Núna eru félagarnir hins vegar orðn- ir 70 og er hann þar með orð- inn stærsti „Barbershop“-kór í Hollandi. Stjórnandi kórsins er Bob Slavenburg. Staðreyndir um Skoda Allir þekkja Skoda, en færri þá byltingu sem Skoda hefur gengið í gegnum. Skoda framleiðir nú eftir gæðastöðlum móðurfyrirtækisins Volkswagen Group. Skoda er því t.d. ryðvarinn eins og aðrir bílar VW Group - með 6 ára ábyr gð. Skoda Favorit er mjög vel búinn m.a. með samlæsingar, styrktarbita í hurðum, o.fl. Skoda er með bensínsparandi Bosch innspýtingu og kveikju. Skoda er þrátt fyrir allar nýjungar, ódýrasti evrópski bíllinn á rnarkaðnum. Nýr bíll frá Evrópu. Skoda Favorit Colour Line kr. 718.000 ágötuna. SKODA Volkswagen Gtoup Nýbýlavegur 2, Kópavogur, sími 42600 Argaþras á aðfangadag KVIKMYNPIR Bíóborgin FJANDSAMLEGIR GÍSLAR (HOSTILE^HOSTAGES) Leikstjóri Ted Demme. Aðalleikend- ur Dennis Leary, Kevin Spacey, Judy Davis, Glynis Johns. Bandarisk. Touchstone 1994. ÞAÐ ER aðfangadagur jóla og þjófurinn Leary ætlar einu sinni að gera eitthvað stórt, rífa sig uppúr smákrimmaskapnum og hafa það síðan huggulegt. Og ránið, sem fram fer í huggulegum smábæ í ríkidæminu á Nýja Englandi, lukk- ast fram á síðustu stundu. Þá verð- ur Leary, með fenginn í vasanum, að grípa til örþrifaráða og rænir hjónakornunum Spacey og Davis. Hann veit ekki hvað hann hefur kallað yfir sig. Þau eru gjörsamlega óþolandi, opna ekki munninn til annars en að svívirða hvort annað. Hann sest að í húsi þeirra um sinn, um kvöldið hafa þeir fundið út- gönguleið úr bænum, Leary, og samstarfsmaður hans. En það er nauð að þrauka til kvöldsins því vandamálunum fer sí AFI/AMMA Allt fyrir minnsta bamabarnið ÞUMALÍNA fjölgandi. Til sögunnar koma naut- heimskir lögreglumenn, útgöngu- bann, blekfullur jólasveinn, stel- sjúkur táningur, óbærileg fjölskylda Spaceys með næsta viðbjóðslega móðir hans (Glynis Johns) í farar- broddi. Svört gamanmynd þar sem ýms- ir fá á baukinn, ekki síst peningaað- allinn og sálfræðingastéttin, en höf- undarnir kunna sér ekki læti. Svo útkoman verður, þrátt fyrir glimr- andi kafla, engan veginn tekin al- varlega. Ádeilubroddarnir kafna í ofhleðslu endalausra, misfyndinna uppákoma þar sem skammt er á milli aulafyndni og meinhæðinna setninga. Fjandsamlegir gíslar ger- ist að mestu leyti i'nni á heimili og verður fyrir bragðið nokkuð leik- sviðsleg án þess það komi þó tiltak- anlega að sök. Litskrúðugur mann- skapurinn, gálgahúmor og orð- heppni halda áhorfandanum við efnið, myndin er yfir höfuð vel skrif- uð og oft bráðskemmtileg en nær því ekki að verða sú ádeila sem henni er ætlað í aðra röndina. Það verður ekki sakast við leikar- ana sem fara á kostum. Leary, sem var minnisstæður þrjótur í Judge- ment Night, vellukkaðri B-mynd, stendur sig með prýði í hlutverki krimmans (sem er reyndar alltof góður gæi til að hægt sé að taka hann alvarlega). Kevin Spacey og einkum Judy Davis (í klæðskera- sniðnu, og þá að sjálfsögðu létt- geggjuðu hlutverki), eru óborgan- leg í öllu nagginu. Sæbjörn Valdimarsson Hjartans þakkir til þeirra sem sýndu mér hlý- hug með gjöfum, skeytum og heimsóknum á 90 ára afmœlisdaginn þann 25. júní sl. Guð blessi ykkur öll. Sófus Emil Hálfdánarson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.